Morgunblaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Runólfur Ó.Þorgeirsson fæddist í Reykavík 19. desember 1912. Hann lést á heimili sínu aðfaranótt 28. janúar síðastliðins. Foreldrar hans voru Guðrún Run- ólfsdóttir húsmóðir, f. í Reykjavík 29.1. 1887, d. 8.4. 1981, og Þorgeir Eyjólfs- son, starfsmaður Reykjavíkurhafnar, f. á Eskifirði 3.1l. 1888, d. í Reykjavík 30.3. 1984. Systkini Runólfs voru Katrín Laufey, f. á Eskifirði 12.10. 1910, d. í Reykjavík 3.3. 1965, Guðrún, f. í Reykjavík 17.6. 1924, d. 18.7. 1995, Erna, f. í Reykjavík 3.2. 1929, d. 20.4. 2004, og uppeld- isbróðir Ólafur Galti Kristjánsson, f. 21.10. 1922, d. 23.10. 2001. Runólfur og Þórunn Ein- arsdóttir gengu í hjónaband 16.6. 1937 og hófu búskap í Reykjavík. Þau eignuðust fimm börn: 1) Ein- ar, f. 11.12. 1937, maki Þórunn Guð- björnsdóttir. 2) Guð- rún Kristín, f. 2.3. 1941, maki Dale Campell Savours. 3) Þorgeir Pétur, f. 6.8. 1945, maki Jóhanna M. Guðnadóttir. 4) Guðni Kristinn, f. 25.9. 1949. 5) Katrín, f. 9.2. 1959, maki Er- lingur Erlingsson. Barnabörnin eru orðin níu og barna- barnabörnin fimm. Runólfur ólst upp í Reykjavík og gekk þar í skóla og lauk prófi frá Verzlunarskóla Íslands 1931 en þá var erfitt um vinnu. Reyndi hann við ýmis verzlunarstörf í upphafi en hóf ævistarfið 1. jan- úar 1937 hjá Sjóvátryggingafélagi Íslands og vann við tryggingar allt þar til hann lauk störfum 80 ára að aldri. Útför Runólfs fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Mig langar að kveðja Runólf tengdaföður minn en honum kynntist ég fyrst fyrir tæpum 47 árum er ég starfaði 2 sumur á skrifstofu Sjóvá- tryggingafélagsins – bifreiðadeild. Sjóvátryggingafélagið var vinnustað- ur hans í nær hálfa öld og hann var minn fyrsti yfirmaður þessi tvö sum- ur sem ég vann þar. Seinna átti ég eft- ir að kynnast honum nánar sem tengdaföður eftir að ég kynntist eig- inmanni mínum Þorgeiri Runólfssyni. Runólfur ólst upp í Reykjavík og bjó þar um 70 ára skeið á Lokastíg 24 A þar sem hann byggði ofan á hús for- eldra sinna. Árið 1978 missti hann ástkæra eiginkonu sína Þórunni Ein- arsdóttur og var fráfall hennar hon- um mikið áfall. Ég veit að hún bíður hans opnum örmum og leiðir hann í ljósið. Eftir lát Þórunnar flutti hann í Kópavoginn og bjó í Fannborg 5 allt til þess að hann kvaddi þennan heim. Runólfur var sterkur persónuleiki, vinnusamur og heiðarlegur, hann var ávallt ungur í anda og stálminnugur. Í sumarhúsi sínu við Þingvallavatn undi hann hag sínum vel og það veitti honum mikla ánægju að endurbyggja sumarhúsið þegar hann var komin um áttrætt. Runólfur hafði aldrei lært handverk en var þúsundþjalasmiður af Guðs náð. Tengdafaðir minn fylgdist vel með bæði þjóðmálum og heimsmálum, las mikið og fylgdist með nýjustu tækni og vísindum, það var eiginlega eins og hann yrði aldrei gamall. Heyrnarleysi háði honum seinni ár- in, sem gerði það að verkum að hann naut sín ekki sem skyldi en hann fór allra sinna ferða og sá um sig sjálfur. Fyrir tæpu ári lærbrotnaði Runólf- ur og gat eftir það ekki komist út úr húsi án aðstoðar. Það var þessum sjálfstæða manni afar erfitt og því var hvíldin velkomin undir lokin. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Jóhanna M. Guðnadóttir. Allir kunna að brosa, þó augun felli tár, allir reyna að græða sín blæðandi sár, alltaf birtist gleðin þótt eitthvað sé að, allir þekkja ástina, undarlegt er það. Maðurinn er steyptur úr misjöfnum málm, maðurinn á skylt við hinn blaktandi hálm. Maðurinn er knörr, sem klýfur ölduföll, kraftur, sem rís hátt eins og gnæfandi fjöll. Maðurinn er vetur með myrkur og tóm, maðurinn er sumar með geisla og blóm, maðurinn er ljósbrigði, mikil og tvenn, maðurinn er tími og eilífð í senn. (Ólína Andrésdóttir.) Þegar ég var yngri var ég alveg viss um það, afi minn, að þú myndir lifa að eilífu. Þú gnæfðir yfir mig, svo sterkur og hraustur og ég vissi að ekkert mundi mig henda ef ég væri í þinni návist. Ég man ennþá eftir bíl- túrunum okkar, þar sem við keyrðum bæinn fram og til baka. Þá stoppuð- um við oft í ísbúð og fengum okkur sjeik. Einnig man ég eftir rólegum dögum þar sem við sátum við borð- stofuborðið þitt og spiluðum ólsen ól- sen og gæddum okkur á suðusúkku- laði og appelsíni. Ég tel mig hafa haft að mörgu leyti rétt fyrir mér að þú sért eilífur. Þú ert það að minnsta kosti fyrir mér, því að ég mun aldrei gleyma þér. Þitt barnabarn, Þórhildur Elín. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Runólfur hefur kvatt þennan heim og við hér í húsinu söknum hans eftir að hafa átt við hann ánægjuleg sam- skipti í mörg ár. Síðasta árið, eftir að hann lærbrotnaði, var fábrotið og gleðisnautt, en sjálfsbjargarvilji hans var sterkur og hann hélt reisn sinni til æviloka. En hann hefur sjálfsagt orðið hvíldinni feginn. Það er sjón- arsviptir að manni eins og honum, hann var greindur og athugull, við- ræðugóður og fylgdist vel með á þeim sviðum, sem vöktu áhuga hans. Hann var talnaglöggur maður, mundi ótrúlega langt aftur í tímann kaup og verðlag, hvenær það breytt- ist og hvernig. Við nýttum okkur áhuga hans á tölum og höfðum hann sem endurskoðanda húsfélagsins alla tíð. Hann var einnig formaður hús- félagsins í mörg ár og sinnti því starfi af natni og samviskusemi eins og öllu öðru sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var mikið snyrtimenni í hví- vetna og þess nutum við sambýlis- menn hans. Alltaf skyldi hann fylgj- ast með hvort eitthvað væri í ólagi í sameigninni og síðan bætti hann úr eftir því sem með þurfti. Það var ómetanlegt að hafa svona laginn og ólatan mann í stigaganginum. Hann kallaði það líka sína heilsurækt að moka snjó frá húsinu og sópa saman ruslið á sumrin. Á sínum yngri árum var hann söngmaður góður, söng í kórum, tók t.d. þátt í flutningi stórra kórverka eins og Sköpuninni eftir Haydn. Á seinni árum eftir að heyrnin fór að bila dró hann sig meira út úr fé- lagslífi. En hann fór þá gjarnan sér til skemmtunar í sumarbústaðinn sinn við Þingvallavatn og dyttaði að hon- um eða veiddi í vatninu. Þar átti hann margar unaðsstundir. Við, íbúar í Fannborg 5, kveðjum Runólf með virðingu og þakklæti og sendum börnum hans og fjölskyldum þeirra einlægar samúðarkveðjur. Pálína Jónsdóttir. Runólfur Ó. Þorgeirsson ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins míns og föður okkar, GUNNARS GUÐJÓNSSONAR, Laugalæk 40, Reykjavík. Hjördís Georgsdóttir og börn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGURÁSTA GUÐNADÓTTIR, lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 1. febrúar 2008. Útförin auglýst síðar. Guðni G. Sigurðsson, Þóra Hallgrímsson, Benedikt G. Sigurðsson, Áslaug Þorleifsdóttir, Ingibergur Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir, systir og tengdadóttir, UNNUR FADILA VILHELMSDÓTTIR píanóleikari, Hraunási 5, Garðabæ, sem lést sunnudaginn 27. janúar, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 7. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Sveinn Benediktsson, Gunnar Már Óttarsson, Ásgerður Ágústsdóttir, Vilhelm G. Kristinsson, Jón G. Vilhelmsson, Sigurður E. Vilhelmsson, Jóhanna M. Vilhelmsdóttir, Benedikt Sveinsson, Guðríður Jónsdóttir. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF ÞÓRARINSDÓTTIR, til heimilis að Brúnavegi 5, 105 Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 1. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ólafur Hafþór Guðjónsson, Níels Ólafsson, Björg Ólafsdóttir, Magnús Magnússon, Daníel Ólafsson, Guðjón Hafþór Ólafsson, Þuríður Edda Skúladóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL V. DANÍELSSON viðskiptafræðingur Hraunvangi 7, Hafnarfirði, lést sunnudaginn 3. febrúar. Útför auglýst síðar. Guðrún Jónsdóttir, Vilborg Pálsdóttir, Þráinn Kristinsson, Katrín Pálsdóttir, Anna María Pálsdóttir, Per Landrö, Páll Gunnar Pálsson, Ólína Birgisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir og tengdamóðir, FJÓLA BJARNADÓTTIR, Hlíðarhúsum 3, áður Grundarvegi 17, Ytri Njarðvík, lést á St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, sunnudaginn 3. febrúar. Oddbergur Eiríksson, Kolbrún Oddbergsdóttir, Sveinn Sigurðsson, Guðmundur Oddbergsson, Ingibjörg Jónsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengda- faðir, afi og langafi, HALLUR GUÐMUNDSSON, Vallengi 15, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans laugardaginn 2. febrúar. Súsanna Guðmundsdóttir, Ágústa Hallsdóttir, Agnar Logi Axelsson, Kristín Margrét Hallsdóttir,Guðmundur B. Borgþórsson, Pétur Hauksson, Guðrún Kristín Erlingsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, ODDNÝ ÞÓRORMSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Uppsölum, Fáskrúðsfirði, miðvikudaginn 30. janúar. Útförin fór fram mánudaginn 4. febrúar frá Fáskrúðsfjarðarkirkju. Aðstandendur vilja þakka starfsfólki Uppsala fyrir hlýhug og góða umönnun. Stefán Óskarsson, Arndís Óskarsdóttir, Páll Óskarsson, Jóna Björg Óskarsdóttir, Víglundur Gunnarsson, Sonja Berg, Sverrir Sigurðsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.