Morgunblaðið - 05.02.2008, Qupperneq 17
Morgunverðarfundur Slysavarnaráðs
6. febrúar á Grand Hóteli
2+2 EÐA 2+1 VEGIR:
Öryggi vegfarenda – kostnaður samfélagsins – erum við á réttri leið?
Skráning fer fram á www.lydheilsustod.is/skraning fyrir 5. febrúar
Dagskrá
Fundarstjóri: Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður
Kl. 08.00 Skráning og greiðsla þátttökugjalds
Kl. 08.25 Setning morgunverðarfundar
Guðlaugur Þór Þórðarson, Heilbrigðisráðherra
Kl. 08.35 2+1 vegir - öruggur og ódýr valkostur
Haraldur Sigþórsson, Línuhönnun
2 + 2 = 0 – reiknum dæmið til enda
Steinþór Jónsson, formaður Samstöðu og FÍB
Framanákeyrslur 1998-2007
Gögn rannsóknarnefndar umferðarslysa um banaslys
Ágúst Mogensen, Rannsóknarnefnd umferðarslysa
Kl. 09.35 Fyrirspurnir og pallborðsumræður
Í panel verða: Haraldur Sigþórsson, Steinþór Jónsson, Ágúst
Mogensen og Þórólfur Þórlindsson forstjóri Lýðheilsustöðvar
Kl. 10.00 Fundarslit
Þátttökugjald er 2.000 kr. og greiðist við upphaf fundarins
Innifalið í þátttökugjaldi er morgunverðarhlaðborð
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 17
SUÐURNES
Eftir Kristbjörgu Sigurðardóttur
Kópasker | Kópasker mun vera einn
af fáum stöðum á landinu þar sem
sá siður er við lýði að íbúarnir geta
átt von á því að vera bollaðir í
morgunsárið á bolludag.
Flest börnin í fjórða til áttunda
bekk grunnskólans söfnuðust sam-
an fyrir klukkan fimm í morgun og
ruddust inn í þau hús sem ólæst
voru í þessum tilgangi.
Sumir þeir sem hafa hús sín opin
setja upp allskonar gildrur sem
þykir auðvitað spennandi en líklega
eru það nú bollurnar sem eru eftir-
sóknarverðastar í hugum þátttak-
enda.
Morgunblaðið/Kristbjörg Sigurðardóttir
Bollur Börnin búin að gæða sér á bollum á heimili kl. 5.40 í gærmorgun.
Þorpsbúar bollaðir
Árnessýsla | Nýtt samstarfsverk-
efni, Uppsveitadagatalið, hefur göngu
sína. Biskupstungur eru þema fyrsta
dagatalsins.
Fyrirhugað er að gefa dagatalið út
með mismunandi myndaþemum úr
uppsveitum Árnessýslu ár hvert í
samstarfi við heimamenn í sveitunum
fjórum sem eru: Bláskógabyggð,
Grímsnes- og Grafningshreppur,
Hrunamannahreppur og Skeiða- og
Gnúpverjahreppur.
Dagatalið sem nú hefur verið gefið
út er byggt á myndum úr myndasýn-
ingunni „Mannlíf í Biskupstungum“
sem unnin var af Skúla Sæland sagn-
fræðingi fyrir Skálholt. Sýningin var
opnuð í Skálholtsskóla í desember.
Útgefandi Uppsveitadagatalsins er
ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnes-
sýslu og samstarfsaðilar að fyrstu út-
gáfu 2008 eru Skúli Sæland sagn-
fræðingur og Kristinn Ólason rektor í
Skálholti.
Dagatalið verður til sölu í Skálholti
og í verslunum á svæðinu. Hvert ein-
tak er númerað í þeim tilgangi að
auka söfnunargildi útgáfunnar.
Gefa út dagatal fyrir
uppsveitir Árnessýslu
LANDIÐ
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Sandgerði | „Þetta er kjörið tæki-
færi fyrir foreldra til að nálgast
börnin sín og ræða við þau um
ýmsa hluti, áður en þau hlaupa al-
veg frá okkur,“ segir Fanney
Halldórsdóttir, skólastjóri Grunn-
skólans í Sandgerði. Tvær dætur
hennar fermast í vor og hún reyn-
ir að taka sem mestan þátt í ferm-
ingarfræðslunni.
Björn Sveinn Björnsson, sókn-
arprestur í Útskálaprestakalli,
sem nær yfir sóknirnar í Garði og
Sandgerði, bauð um helgina for-
eldrum og fermingarbörnum til
sameiginlegrar fermingarfræðslu
í Gerðaskóla. Fermingarbörnin
eru tæplega fimmtíu og var ágæt-
lega mætt í fræðsluna.
Horft á þætti um Jesúm
„Þetta var mjög ánægjuleg
reynsla, sérstaklega hvað foreldr-
ar tóku vel í þessa tilraun. Ég hef
að vísu á undanförnum árum átt
stefnumót við foreldra og ferm-
ingarbörn en þá höfum við einu
sinni yfir veturinn gert okkur eitt
og annað til dægrastyttingar, en
þetta er í fyrsta skipti sem ég
kalla foreldrana til beinnar þátt-
töku í fermingarfræðslu,“ segir
séra Björn Sveinn.
Á fræðsludeginum var horft á
valda kafla úr nýrri þáttaröð frá
BBC, „Kraftaverk Jesú“. Björn
segir að meginviðfangsefni
fræðslunnar sé eins og ávallt áður
að nálgast Jesúm sem mest og þá
ekki síst hvernig hann kom fyrstu
aldar mönnum fyrir sjónir. Því
var meðal annars velt upp hvað
kraftaverkafrásögur guðspjall-
anna segðu okkur.
Björn Sveinn segist líta svo á
að foreldrar þurfi að taka virkan
þátt í trúarlegu uppeldi barna
sinna enda hafi þau gengist undir
þá ábyrgð þegar börnin voru bor-
in til skírnar. „Því fannst mér
upplagt að fá foreldrana með í
fræðsluna,“ segir sóknarprestur-
inn og bætir því við að góð sam-
vinna við foreldrana eins og tekist
hafi nú sé mikilvæg. Hann var í
gær með fermingarbarnahópinn í
Skálholti.
Ræða málin á kaffihúsi
Fanney Halldórsdóttir mætti
með dætrum sínum, tvíburasystr-
unum Ósk Matthildi og Thelmu
Guðlaugu Arnardætrum, sem ný-
lega eru orðnar fjórtán ára. Hún
var ánægð með að fá þetta tæki-
færi til að kynnast fermingar-
fræðslunni af eigin raun enda tel-
ur hún mikilvægt að foreldrar
setji sig inn í það sem krakkarnir
eru að læra. Hún sagði að þætt-
irnir sem sýndir voru væru
áhugaverðir en hún hefði gjarnan
viljað fá umræður á eftir um efn-
ið.
Fanney er að undirbúa ferm-
ingu í fyrsta skipti og segist ekki
vera farin að huga alvarlega að
veislunni enda góður tími til
stefnu þar sem Ósk og Thelma
verða ekki fermdar fyrr en í maí.
Þær kusu að fermast í Hvals-
neskirkju en ekki safnaðarheim-
ilinu í Sandgerði þar sem flestir
fermast. „Þær voru skírðar í
Hvalsneskirkju og finnst það há-
tíðlegra að láta ferma sig þar,“
segir Fanney.
Hún ræðir töluvert við dætur
sínar um ferminguna. „Við förum
oft saman á kaffihús eftir messu
til að ræða málin og þar fylla þær
út spurningablöðin frá prestinum.
„Þetta er kjörið tækifæri fyrir
foreldra til að nálgast börnin sín
og ræða við þau um ýmsa hluti,
áður en þau hlaupa alveg frá okk-
ur,“ segir Fanney og vísar til
þeirra miklu breytinga sem verða
oft samskiptum á unglingsárun-
um.
Foreldrar í Útskálaprestakalli taka þátt í fermingarfræðslunni með börnunum
Tækifæri til að ræða málin
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Mæðgur Ósk Matthildur Arnardóttir, Fanney Halldórsdóttir og
Thelma Guðlaug Arnardóttir fóru saman í fermingarfræðslu.
Í HNOTSKURN
»Fermingin á sér langa hefðhér á landi. Meginþorri ís-
lenskra ungmenna „gengur til
prests“ og fermist, eða yfir
90% úr hverjum árgangi.
»Fermingarundirbúning-urinn er mismunandi. Í Út-
skálaprestakalli felst hann í
námskeiðahaldi allan veturinn,
börnin sækja messur og einnig
er farið í fræðslu- og menning-
arferðir. Lögð er áhersla á
samvinnu við foreldrana.
Reykjanesbær |
Leikskólarnir í
Reykjanesbæ eru
fullsetnir um þessar
mundir, að því er
fram kom hjá leik-
skólafulltrúa á fundi
fræðsluráðs fyrir
skömmu. Ástæðan er
mikil fjölgun íbúa.
Verið er að huga að
frekari uppbygg-
ingu.
Fjölgun íbúa í háskólahverfinu á Vall-
arheiði hefur haldist í hendur við fjölgun
leikskólaplássa þar. Hjallastefnan rekur
leikskóla í samvinnu við Reykjanesbæ.
Með nýbyggingu við Vesturberg bæt-
ast við 47 leikskólapláss en fræðsluráð
hefur óskað eftir því að laus skáli við
Vesturberg verði færður að Heiðarseli til
bráðabirgða til að mæta þörf þar næsta
haust. Samhliða flutningi skálans verði
starfsmannaaðstaða bætt.
Verið er að skoða hugmyndir um við-
byggingu við leikskólann Hjallatún en
fræðsluráð telur að slík viðbygging gæti
verið góður kostur þar sem eftirspurn
eftir leikskólaplássum er töluverð mið-
svæðis í bænum.
Samkvæmt framtíðarsýn Reykjanes-
bæjar liggur fyrir að byggður verður nýr
leikskóli í Dalshverfi og verður hugað að
undirbúningi á næstunni. Jafnframt er
vilji til að skoða aðra kosti, svo sem á
Fitjum, Baugholti, Vatnsholti eða í Hlíð-
arhverfi. Kostirnir verða skoðaðir með
tilliti til íbúaþróunar í bænum á næstu
árum.
Að auki mun fræðsluskrifstofa Reykja-
nesbæjar leitast við að tryggja nýráðnum
leikskólakennurum íbúðir á Vallarheiði
til tveggja ára til þess að fjölga leik-
skólakennurum í bæjarfélaginu.
Leikskólarnir
í Reykjanesbæ
eru fullsetnir
Leikur Þorramatur á
borðum í leikskóla.