Morgunblaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÞJÓÐAREIGN Í STJÓRNARSKRÁ Í forystugrein Morgunblaðsins ígær voru færð rök að því með til-vitnunum í ummæli formanna stjórnmálaflokkanna, að almenn samstaða væri á milli þeirra um það grundvallaratriði varðandi orkuauð- lindir að þær yrðu í þjóðareign, hvort sem eignarhaldið væri í höndum rík- is, sveitarfélaga eða auðlindirnar væri að finna í þjóðlendum. Hins veg- ar yrði ekki hreyft við þeim einka- eignarrétti á orkuauðlindum, sem væri nú í höndum landeigenda. Næsta skref í umræðum um orku- auðlindir er að ræða ákvæði í stjórn- arskrá, sem kveði á um þjóðareign á auðlindum, svo sem fiskimiðunum í kringum landið, orkuauðlindum í op- inberri eigu og öðrum auðlindum, sem augljóslega eru í sameign þjóð- arinnar, svo sem útvarpsrásum, sjón- varpsrásum og símarásum. Nú þegar liggur fyrir samkvæmt viðtölum við formenn stjórnmála- flokkanna í Morgunblaðinu sl. sunnu- dag, að Samfylking, Framsóknar- flokkur og Vinstri grænir eru fylgjandi slíku stjórnarskrárákvæði. Í ljósi þess að hugmyndin er komin frá einum af forystumönnum Sjálf- stæðisflokksins frá fyrri tíð verður að ætla, að Sjálfstæðisflokkurinn verði hlynntur slíku stjórnarskrárákvæði, þótt vafalaust þurfi einhverjar um- ræður að fara fram innan flokksins um það. Frjálslyndi flokkurinn hefur ekki tekið afstöðu til málsins en jafn- vel þótt hann snerist gegn slíku ákvæði, sem engin sérstök ástæða er til að ætla, mundi afstaða hans ekki ráða úrslitum. Fyrirfram verður því að ætla, að fjórir af fimm flokkum verði sammála því að taka upp í stjórnarskrá ákvæði, sem tryggir þjóðareign á auðlindum. Varla mundi Sjálfstæðis- flokkurinn gera Samfylkingunni kleift að rjúfa stjórnarsamstarfið á slíku prinsippatriði og gera henni mögulegt að mynda ríkisstjórn með Framsóknarflokki og Vinstri græn- um um slíkt grundvallaratriði í ís- lenzkum þjóðmálum. Þá er eftir að ræða tvo aðra þætti þessara mála. Annað er hversu djúpt í jörðu niður eignarréttur jarðeig- enda nær. Þetta er áhugavert um- ræðuefni, sem nauðsynlegt er að hefja umræður um. Þeir verða áreið- anlega margir, sem telja að slíkur eignarréttur hljóti að vera takmörk- unum háður. Hitt snýst um hina svonefndu orkuútrás. Þar er afstaða flokkanna ekki jafn skýr. Samfylking og Fram- sóknarflokkur virðast vera þeirrar skoðunar, að sjálfsagt sé að einkafyr- irtæki og fyrirtæki í opinberri eigu starfi saman á vettvangi orkuútrásar. Meirihluti borgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins og Vinstri grænir vilja greina þarna á milli. Forysta Sjálf- stæðisflokksins á landsvísu sýnist hins vegar sammála Samfylkingu og Framsóknarflokki. Þennan skoðana- mun þarf að ræða innan Sjálfstæð- isflokksins, þannig að flokkurinn hafi skýra afstöðu til málsins. HVAR ERU HUGMYNDIRNAR? Pólitík byggist á hugmyndum. Efhugmyndagrunnur stjórnmála- flokkanna er ekki í stöðugri endur- nýjun kemur fljótt í ljós, að þeir hafa ekkert nýtt fram að færa. Þetta á við um alla íslenzku stjórnmálaflokkana eins og nú standa sakir. Það kom mjög fljótt í ljós í sumar, að Samfylkingin kom ekki með neinar nýjar hugmyndir inn í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Núverandi ríkisstjórn fylgir í öllum meginatrið- um sömu stefnu og fyrri ríkisstjórn. Það hafa engar nýjar hugmyndir komið fram í utanríkismálum, í um- hverfismálum, í samgöngumálum, í iðnaðarmálum eða í viðskiptamálum eftir að Samfylkingin gerðist aðili að ríkisstjórn. Það stendur engin hugmyndaleg endurnýjun yfir í Sjálfstæðisflokkn- um. Sú endurnýjun að þessu leyti, sem fram fór í Sjálfstæðisflokknum fyrir tveimur áratugum eða svo og mótaði stefnu ríkisstjórna Sjálfstæð- isflokksins á síðasta áratug síðustu aldar og fram á þessa öld, hefur runn- ið sitt skeið á enda. Það hefur ekkert nýtt komið í staðinn. Hvert stefnir Sjálfstæðisflokkurinn? Framsóknarflokkurinn er í öng- stræti og er ekki búinn að gera upp við sig hvers konar flokkur hann ætl- ar að verða. En það er að vísu orðið ljóst hvað Framsóknarflokkur Guðna Ágústssonar ætlar ekki að verða. Hann ætlar ekki að verða flokkur sem berst fyrir aðild að Evrópusam- bandinu. Vinstri grænir eru heldur ekki uppfullir af nýjum hugmyndum. Þeir eru ekki búnir að gera upp við sig hvort þeir ætla að vera vinstri eða grænir. Þessi togstreita er sennilega djúpstæðari innan flokksins en marg- ir gera sér grein fyrir. Frjálslyndir hafa frá upphafi byggt á ákveðinni pólitík í sjávarútvegsmál- um og á því hefur engin breyting orð- ið. Þess vegna þurfa þeir ekki á hug- myndalegri endurnýjun að halda. Þessi skortur á nýjum hugmyndum stendur öllum íslenzku stjórnmála- flokkunum fyrir þrifum. Þeir hafa ekkert nýtt fram að færa og þess vegna er ekkert merkilegt að gerast á vettvangi stjórnmálanna. Jafnvel þegar Sjálfstæðisflokkur- inn fær loksins yfirráð yfir heilbrigð- isráðuneytinu stendur á því að flokk- urinn leggi fram nýjar hugmyndir í heilbrigðismálum. Það er vissulega eðlilegt að nýr flokkur, nýr ráðherra og nýir ráðgjafar fái tíma til að móta og leggja fram nýjar hugmyndir en tíminn er að renna út. Kom Sjálf- stæðisflokkurinn ekki með neitt veganesti inn í heilbrigðisráðuneyt- ið? Flokkarnir þurfa allir að taka sig taki og hrista upp í hugmyndabönk- um sínum. Annars verður stöðnun í þróun og uppbyggingu samfélags okkar. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Nemandinn er horfinnundir hettuna á peys-unni sinni. Gott ef hanndregur ekki ýsur. Hann situr í öftustu röð, þannig að kenn- arinn kemur ekki auga á hann fyrr en um síðir. Gefur sig þá á tal við hann. „Fyrirgefðu, ertu sofandi?“ spyr kennarinn kurteislega. Nem- andinn muldrar í barm sér. „Ég heyri ekki hvað þú segir.“ Kenn- arinn hækkar róminn lítið eitt en gætir eftir sem áður fyllstu kurteisi. „Sértu sofandi verð ég að færa til bókar að þú sért fjarverandi.“ Nú rís nemandinn upp við dogg og segir í hálfum hljóðum: „Ég er ekki fjar- verandi.“ Nú, jæja. Kennarinn lætur það gott heita og tekur upp þráðinn í kennslunni. Austurríska kennaranemanum Katharinu Angerer er mikið niðri fyrir meðan hún lýsir þessari upp- lifun sinni úr kennslustund í einum af framhaldsskólunum á höfuðborg- arsvæðinu á dögunum. Hún er hér stödd á vegum evrópska samstarfs- verkefnisins EUROPROF ásamt ellefu öðrum kennaranemum frá sex löndum og eru þau að bera saman bækur sínar þegar fyrri vikunni af tveimur er lokið. „Finnst þér vanta aga í kennslu- stundum í íslenskum framhalds- skólum?“ spyr fundarstýran, Hafdís Ingvarsdóttir, sem veitir kennslu- réttindanáminu í HÍ forstöðu. „Já, ég verð að viðurkenna það,“ svarar Katharina varfærnislega og brosir eilítið vandræðalega. Hafdís segir henni að hafa ekki áhyggjur af því. Allar athugasemdir séu vel þegnar, góðar og slæmar. Til þess er leikurinn gerður. Komast upp með margt „Íslenskir nemendur komast upp með ótrúlega margt,“ heldur Kat- harina áfram. „Það þýddi ekki fyrir nokkurn mann að vera með húfu eða hettu yfir höfðinu í kennslustund heima í Austurríki.“ „Eða svara í farsíma,“ bætir Sus- anne Juul Lange frá Danmörku við hlæjandi. Í þeirra huga sver þetta ástand sig bersýnilega í ætt við súr- realisma. Annar nemandi blundaði í tíma að hinni pólsku Katarzynu Dzieslaw viðstaddri. „Hann var annaðhvort sendur til hjúkrunarkonunnar eða skólameistarans,“ upplýsir hún. „Í skólanum sem ég sótti heim var stúlka með fætur uppi á borði alla kennslustundina. Mikil príma- donna,“ segir Milena Sokolowska, einnig frá Póllandi. „Og hvað gerði kennarinn í því?“ spyr einhver. „Honum var slétt sama. Hann stóð heillengi sjálfur uppi á borði,“ svarar Milena og augu félaga henn- ar standa á stilkum. Blaðamanni verður hugsað til Robins Williams í þeirri merku kvikmynd Dead Poets Society. Ætli hann sé kominn til Ís- lands? Ljóst er að agaleysið hefur komið hinum góðu gestum spánskt fyrir sjónir. En þeir sjá líka fjölmargar jákvæðar hliðar á íslenskri fram- haldsskólakennslu. „Mér finnst frábært hvað sam- skipti nemenda og kennara eru náin og afslöppuð hérna. Það er eitthvað annað en heima,“ segir hin ítalska Lara Buffoni. Og Jurgita Bartašiunaitè frá Litháen tekur í sama streng: „Það er ótrúlegt að verða vitni að því að kennari sest við hlið nemanda síns í miðri kennslustund og byrjar að ræða við hann um hremmingar Britneyjar Spears!“ Gestirnir eru almennt sammála um að íslenskir framhaldsskóla- kennarar séu upp til hópa áhuga- samir og ferskir í sinni nálgun. Það er tilfinning Karinar Lublin Hansen frá Danmörku að vel fari á með íslenskum kennurum en þeir geri lítið af því að ræða innbyrðis um kennsluna. „Heyrðu,“ byrjar Haf- dís. „Ég er búin að rannsaka þetta í nokkur ár og þú sérð þetta strax eft- ir eina viku!“ Þá þykir flestum stórmerkilegt að kennarar og nemendur séu „Nemendur hika ekki við a kennarann með skírnarnaf Katharina frá Austurríki. „ mjög áhugavert og gerir an loftið afslappað.“ Hafdís notar tækifærið o hópnum grein fyrir því að h föður- og ættarnöfn alls ekk samskiptum. Aðeins skírna „Yrði ég kölluð Ingvarsdótt ég stara í forundran á viðko Þetta þykir hinum evróp um merkilegur siður. Hópurinn er á einu máli u enskukunnátta sé almennt hjá íslenskum framhaldssk um. „Í því sambandi skiptir anlega sköpum að þið textið og bandarískt sjónvarpsefn í Austurríki er allt döbbað,“ Katharina. Mergjaður tækjakostur Ekki fer milli mála að hópn mikið til tæknibúnaðar í ísl skólastofum koma. Ekkert sem hér um ræðir stendur sporði í þeim efnum. Einku litháísku nemarnir, Alisa C fyrrnefnd Jurgita, heillaðir eins og við séum staddar á verustigi, þvílíkur er tölvu- tækjakosturinn,“ segir Alis gita hefur haft tækifæri til ast með listkennslu í einum anna og hrífst ekki síður af Sitthvað í íslenskum framhaldsskólum kemur erlendum Ýsudráttur, óforml tækjagnótt og Brit Ánægðar Evrópsku kennaranemarnir tólf ásamt Hafdísi Ingvar Hér á landi eru nú staddir tólf verðandi tungumálakennarar frá sex Evrópulöndum til að kynna sér kenn- aramenntun við HÍ, skólastarf og kennslu- hætti í framhalds- skólum. Orri Páll Ormarsson var fluga á vegg þegar þeir báru saman bækur sínar í gær. Ekki er ofsögum sagt að gestirnir séu glöggskyggnir. raunaverkefn Talsverðar vo Hafdísar Ingv Ragnarsdóttu hér á landi. Verkefnið e eru samtímis sem hér eru v indadeild Hás í sams konar h Ætlað að au Verkefnið he gögnum um k um ólíku lönd upplifir kenn ingu og um le kennara. „Væntinga irnar og starf Erindi kennaranemanna tólf hingað tillands er að kynna sér kennaramenntunvið Háskóla Íslands, skólastarf og kennsluhætti í þeim framhaldsskólum sem eru sérstakir samstarfsskólar félagsvísindadeildar um menntun kennara, Borgarholtsskóla, FÁ, FG, MH, MK og Kvennaskólanum. Á sama tíma eru sjö íslenskir kennaranemar í nemendaskiptum í jafnmörgum Evrópulöndun. Hópurinn er hér á vegum kennslufræðinnar við HÍ en verkefn- isstjórar í skólunum sex bera hitann og þungann af heimsókninni. Helsta stoð verkefnisins er téð samstarf HÍ og skólanna. Heimsókn nemanna er liður í þriggja ára Co- meníusar-samstarfsverkefni átta háskóla í átta löndum sem allir mennta tungumálakennara. Löndin eru Austurríki, Danmörk, England, Frakkland, Ítalía, Litháen og Pólland, auk Ís- lands. Verkefnið nefnist EUROPROF og er til- Talsverðar vonir bu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.