Morgunblaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 35. TBL. 96. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is FÁNÝTT DÓT STÓRYRTIR OG STUÐANDI, ÞANNIG ERU MYNDLISTARDÓMAR MATTHEW COLLINGS >> 38 Í HNOTSKURN »Inngönguleiðum í tóm húsþarf að loka. Einnig þarf að hafa eftirlit með húsunum og sjá til þess, ef inngangar hafa verið opnaðir, að þeim sé lokað á ný og haldið lokuðum. »Sambrunahætta er mikil þarsem byggð er þétt, en alltaf þarf að gá að fólki fyrst af öllu. Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is ELDHÆTTA og öryggisvandi fylgir yfirgefnum húsum sem bíða framkvæmda eða niðurrifs í Reykjavík, ekki síst í miðbænum. Þetta er mat Jóns Viðars Matthías- sonar, slökkviliðsstjóra slökkviliðs höfuðborgarsvæðis- ins. „Þeir sem ekki eiga höfði sínu að að halla annars staðar sækja í svona byggingar, en oft er búið að taka bæði hita og rafmagn af þeim svo að fólk er jafnvel að hlýja sér við opinn eld,“ segir Jón Viðar. „Við förum ávallt í bruna með því hugarfari að þar sé einhver inni. Það tefur slökkvistarf enda þarf fyrst að fara inn til að gá að fólki. Niðri í miðbæ er mikil sam- brunahætta vegna þéttrar byggðar og tíminn skiptir því höfuðmáli. Þess eru dæmi erlendis að slökkviliðsmenn farist í brunum eins og þessum og utangarðsmenn brenni inni,“ segir Jón Viðar. Hann kallar eftir ábyrgð- artilfinningu eigenda og meira eftirliti með húsum. Hann segir að ganga þurfi fljótt til verks um að rífa hús sem á að rífa. „Mínir menn þurfa að fara inn í hús sem hafa ver- ið rifin til hálfs, jafnvel með göt í gólfunum.“ Hann óttast að tómum húsum sem bíða breytinga fari nú fjölgandi, í ljósi fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbænum. Brunahætta af yfirgefnum húsum í miðborginni mikil  Hætta á sambruna í þéttri byggð  Slökkviliði stendur ógn af hálfrifnum húsum FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is HÆKKANDI fjármagnskostnaður hefur komið mjög illa við kúabú sem staðið hafa í miklum fjárfestingum á undanförnum árum. Kjörvextir verð- tryggðra lána hafa á tveimur árum farið úr 4,9% í 8,9%, en þetta er 81,6% hækkun. Sumir bændur hafa teygt sig mjög langt í fjárfestingum og sitja nú uppi með skuldir sem þeir eiga í erfiðleikum með að standa undir vegna hærri vaxta og hækkunar á rekstrarkostnaði. Meðalskuldir sérhæfðra kúabúa eru komnar yfir 40 milljónir. Þetta eru miklar skuldir í ljósi þess að heildartekjur meðalbúsins námu að- eins 18,1 milljón á árinu 2006. Skuld- irnar hafa hækkað hratt á und- anförnum árum, en þær námu 23,5 milljónum í árslok 2003. Þessi mikla skuldaaukning er til komin vegna þess að bændur hafa verið að stækka búin. Það kallar á nýbyggingar, kaup á nýjum tækjum og kaup á kvóta. Ekki er óalgengt að stækkun á fjósi með kvótakaupum kalli á fjárfestingu upp á 60 milljónir, en dæmi eru líka um miklu hærri tölur. Gerbreyttar forsendur Runólfur Sigursveinsson, ráðu- nautur á Selfossi, orðaði það svo á málþingi um mjólkurframleiðslu sem haldið var í síðustu viku, að ekki stæði steinn yfir steini í þeim rekstraráætl- unum sem bændur hefðu gert þegar þeir lögðu af stað með sínar fjárfest- ingar. Það eru orð að sönnu. Lands- samband kúabænda hefur reiknað út að frá ársbyrjun 2006 til dagsins í dag hefur áburður hækkað í verði um 96,9%, vextir hækkað um 81,6%, kjarnfóður hækkað um 51,6% og dís- ilolía hækkað um 48%. Á sama tíma- bili hækkaði verð á mjólk til bænda um 13,1%. Hækkandi fjármagnskostnaður hefur leitt til þess að æ fleiri bændur hafa kosið að skuldbreyta lánum í er- lenda gjaldmiðla. Vextir á erlendum lánum eru lægri og lánin eru óverð- tryggð. Þessi breyting þýðir hins vegar að nýr áhættuþáttur kemur inn í reksturinn, það er þróun gengis. Árvakur/RAX Fjárfesting Mörg ný fjós hafa verið reist hér á landi á síðustu árum. 81,6% hækkun á vöxtum Meðalbóndi skuldar yfir 40 milljónir ALLT tiltækt slökkvilið var kallað að Hverfisgötu 34 í Reykjavík rétt fyrir klukkan 18.00 í gær. Eldur logaði á annarri hæð og á milli þilja. Slökkvistarf gekk greiðlega. Hiti og rafmagn var aftengt í hús- inu, sem er mannlaust, og leikur sterkur grunur á að um íkveikju hafi verið að ræða. Aftur þurfti að kalla slökkvilið til á áttunda tím- anum, þar sem eldur tók sig upp á ný. Vel gekk að slökkva hann. Þetta var þriðja útkall slökkviliðs að Hverfisgötu 34 á stuttum tíma. Þess má geta að í næsta húsi er hótel. Árvakur/Júlíus Slökkva þurfti eld í mannlausu húsi í tvígang HARALDUR Benediktsson, formaður Bænda- samtaka Íslands, telur að Íslend- ingar eigi að feta sig frá kvótakerfi í mjólkurfram- leiðslu líkt og aðr- ar Evrópuþjóðir séu að gera. „Ég hef lengi verið þeirrar skoð- unar að við þyrftum að endurskoða þetta kerfi [kvótakerfið]. Á margan hátt hamlar það bæði hagræðingu og framförum í landbúnaði. Mér sýnist að við séum að ýmsu leyti á hættulegri braut með þetta kerfi. Við erum að millifæra milli framleið- enda gríðarlega fjármuni í gegnum kvótaviðskipti. Við eigum að gera svipað og aðrar Evrópuþjóðir og feta okkur frá kvótakerfinu,“ sagði Haraldur. Hann tekur þó fram að áfram verði hið opinbera að styðja bændur, líkt og gert sé við alla bændur í hin- um vestræna heimi. | Miðopna Eigum að feta okkur frá kvótakerfi Haraldur Benediktsson STÆRSTA kjúklingabú landsins verður á Melavöllum á Kjalarnesi með fyrirhugaðri stækkun fyrirtæk- isins Matfugls á aðstöðu sinni þar. Ætlunin er að reisa fjögur ný hús sem hvert um sig verður tæplega 1.800 fermetrar að stærð. Fram kemur í frummatsskýrslu vegna umhverfis- mats á stækkuninni að í heild verði í búinu pláss fyrir 196.000 fugla eftir stækkun, en fyrir eru þar 84.000 stæði. Svara aukinni eftirspurn Samkvæmt upplýsingum frá Fé- lagi kjúklingabænda er stærsta kjúk- lingabú landsins sem stendur á Ás- mundarstöðum í Rangárvallasýslu, en það er rekið af Reykjagarði hf. sem framleiðir svonefndan Holta- kjúkling. Þar eru í dag stæði fyrir 156.000 fugla og því er ljóst að hið stækkaða bú Matfugls verður lang- stærst. Yfirlýstur tilgangur stækkunarinn- ar er að svara aukinni eftirspurn eftir kjúklingakjöti. Hlutdeild þess sl. 12 mánuði nam rúmlega 30% af kjötsölu í landinu, eins og segir í skýrslunni. Pláss fyrir 196.000 kjúklinga Sæmundur fróði >> 37 Komdu í leikhús Leikhúsin í landinu NÝJUNG 250 ml umbúðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.