Morgunblaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 19
úr bæjarlífinu
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 19
Fyrirlestur um tölvufíkn unglinga
verður haldinn í ME í dag kl. 18.00.
Fyrirlesturinn flytur Þorsteinn K.
Jóhannsson, sem sjálfur hefur þurft
að glíma við alvarlega tölvufíkn í
aldarfjórðung og markaði það mjög
líf hans og aðstandenda. Persónu-
leikabreytingar koma að sögn Þor-
steins fram hjá fólki við mikla tölvu-
notkun og ætlar hann að leitast við
að varpa ljósi á þann vanda sem
margir standa frammi fyrir eða
stefna hratt í.
Fyrirlesturinn er opinn öllum for-
eldrum, forráðamönnum og kenn-
urum sem hafa áhyggjur af tölvu-
notkun barna.
Sátt virðist hafa náðst í launadeilu
milli sveitarfélagsins og starfsfólks
við leikskólann Tjarnarland. Fyrir
mistök hefur ákveðnum starfs-
mönnum leikskóla á Fljótsdalshér-
aði, nema þeim er vinna á Tjarn-
arlandi, undanfarin misseri verið
greidd of há álagsþóknun fyrir að
borða hádegisverð með leik-
skólabörnunum. Starfsfólk á Tjarn-
arlandi vildi fá sömu greiðslur og þá
afturvirkar í ákveðinn tíma. Sveitar-
félagið hefur nú lent málinu með
starfsfólkinu þar, en ekki er gefið
upp í hverju það nákvæmlega felst.
Laus sæti til Egilsstaða er frasi sem
hefur öðlast nýja merkingu í hugum
fólks eftir að Svandís Svavarsdóttir
lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu
fyrir nokkrum vikum að sæti hennar
í flugvél sem var að lenda á Egils-
stöðum losnaði. Við það fékk hún
hálshnykk og brá að vonum. Hann
er heldur ónotalegur hristingurinn
þegar komið er fram af Jökuldals-
heiðinni og verið að lækka flugið að
vellinum á Egilsstöðum. Væri ráð að
hnika flugleiðinni eitthvað til?
Samkvæmt Fasteignamati ríkisins
hefur eitt einbýlishús selst á Fljóts-
dalshéraði frá áramótum en engin
íbúð í fjölbýli. Mikið er búið að
byggja undanfarið og talsvert af
húsnæði því laust til sölu eða leigu.
Eiríkur Bj. Björgvinsson, bæj-
arstjóri á Fljótsdalshéraði, sagði á
fundi fyrir nokkrum vikum að bæj-
arstjórn hefði frá upphafi gert sér
ljóst að ákveðin samkeppni yrði um
fólk milli sveitarfélaga á Austur-
landi. Spilað hefði verið út frá því.
„Ég hef ekki miklar áhyggjur af of-
framboði á húsnæði vegna þess að
þensluáhrifin eru ekki öll komin
fram“ sagði Eiríkur þá. „Við munum
áfram njóta þeirra. Við höfum heyrt
þetta frá öðrum svæðum, eins og t.d.
varðandi járnblendið á Grundar-
tanga á Akranessvæði og Borgarnes
þar sem þensluáhrifa gætir enn.
Mér finnst jákvætt í dag að heyra að
hér sé offramboð á húsnæði því yf-
irleitt var nú talað um vöntun á því
og lóðaskort. Ég hef ekki heyrt fólk
hafa sérstakar áhyggjur af of-
framboði á húsnæði á Akureyri eða í
Reykjavík, þar sem er gríðarlegt
framboð. Auðvitað er þetta eitthvað
sem verður að koma í ljós en ég hef
trú á að ekki sé allt komið enn,“
sagði Eiríkur.
Sveitarfélagið styrkir nú á vorönn
Þekkingarnet Austurlands til að
halda tölvunámskeið fyrir íbúa
sveitarfélagsins sem eru af erlend-
um uppruna, þeim að kostn-
aðarlausu. Segir á heimasíðu Fljóts-
dalshéraðs að námskeiðið sé til að
hjálpa þátttakendum við að afla sér
upplýsinga um ýmis atriði sem geta
verið gagnleg til að aðlagast ís-
lensku samfélagi, sem og að geta
fylgst með því sem gerist í þeirra
heimalandi. Sjötíu og tveir nem-
endur geta tekið þátt. Sveitarfélagið
hefur einnig komið upp tölvu á
Bókasafni Héraðsbúa sem sér-
staklega er ætluð erlendum íbúum
til upplýsingarleitar.
Í hinu svokallaða Jónshúsi hér í bæ,
þar sem býr gamalt fólk og sumt
heldur lasburða, hafa lyftuvandræði
verið áberandi sem aldrei fyrr. Þetta
hefur valdið íbúum endalausum
vandræðum og mál til komið að ein-
hver gangist við vandanum og láti
laga almennilega fyrir fullt og fast
svo fólk sitji ekki fast milli hæða.
Steinunn Ásmundsdóttir
Árvakur/Steinunn Ásmundsdóttir
Vetrarveður Snjóbyljir geta gert
búðarferð nánast að svaðilför.
Erlendur Hansen á Sauðárkrókiyrkir um sviptingar í borginni:
Eftir dapra orrahríð
aftur kemur betri tíð.
Laugavegur lifnar við
ljóma slær á íhaldið.
Einn af lesendum Vísnahornsins
sendi þættinum kvæðið Ráðið eftir
Pál J. Árdal, sem honum fannst eiga
erindi eftir stjórnmálaumræðu síð-
ustu daga og vikna:
Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann,
þá segðu aldrei ákveðnar skammir um
hann,
en láttu það svona í veðrinu vaka,
þú vitir, að hann hafi unnið til saka.
En biðji þig einhver að sanna þá sök,
þá segðu að til séu nægileg rök,
en náungans bresti þú helst viljir hylja,
það hljóti hver sannkristinn maður að
skilja,
og gakktu nú svona frá manni til
manns,
uns mannorð er drepið og virðingin
hans,
og hann er í lyginnar helgreipar seldur,
og hrakinn og vinlaus í ógæfu felldur,
en þegar svo allir hann elta og smá,
með ánægju getur þú dregið þig frá,
og láttu þá helst eins og verja hann
viljir,
þótt vitir hans bresti og sökina skiljir.
Og segðu hann brotlegur sannlega er
en syndugir aumingja menn erum vér,
því umburðarlyndið við seka oss sæmir,
en sekt þessa vesalings faðirinn dæmir.
Svo leggðu með andakt að hjartanu
hönd,
með hangandi munnvikjum varpaðu
önd,
og skotraðu augum að upphimins
ranni,
sem æskir þú vægðar þeim brotlega
manni.
Já, hafir þú öll þessi happsælu ráð,
ég held þínum vilja þú fáir náð,
og maðurinn sýkn verði meiddur og
smáður,
en máske að þú hafir kunnað þau áður.
pebl@mbl.is
VÍSNAHORNIÐ
Af orrahríð og Ráðinu
www.ellingsen.is
Njóttu frelsis
í FleetwoodSantaFe
Árgerð 2008
Rafgeymir 12 V 115 amp
Heildarlengd 508 cm
Heildarbreidd 226 cm
Hæð að innan 203 cm
Eigin þyngd 805 kg
Heildarþyngd 1356 kg
Aðrar upplýsingar
Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is
Opið mánudaga–föstudaga 10–18, laugardaga 10–16
Rúm
196x178 cm
Sæti SætiFæranlegt
matborð
Eldhús
Bekkur með útdrægu rúmi
Rúm
196x122 cm
• Saumlaust Fílon®-þak með
sambyggðum Rack Track-teinum,
engar berar þéttingar
• Vatnsþolnar eldhúsborðplötur með
saumlausum köntum
• Rafhemlar og 5 bolta nafir
• Fjórir stuðningsfætur
• Sveif lyftikerfis þægileg í mittishæð
• Grjótþolnar TPO-plötur að aftan og
framan
• Galvaníseraðar hliðarplötur úr stáli
• Stálgrind úr holum bitum
• E-Z Lube Axle™-öxull og öflugar
Slipper-blaðfjaðrir
• Álfelgur með krómuðum róm og
krómaðri miðju
• Gólf og rúmbotnar úr ósamsettum
Structurwood-plötum
• Þykkir állistar umhverfis vagn eða rúm
• „Posi-Lock“-lyftikerfi úr ryðfríu stáli
• Hurð með álramma í einu lagi
• Undirstöður sæta með máluðum
málmramma
• Áfastir rúmfætur
• Hurðarþrep með innbyggðu
geymslurými
• Öryggiskeðjur með pósitífri læsingu
• Nefhjól sem leggst upp
• Varadekk, festing, felgulykill og
vínylhlíf fyrir varadekk
• Skiptur Sunbrella® 302 tjalddúkur
með gluggaflipum
• Gagnsæir vínylgluggar
• Sandskeifur
• Efri eldhússkápar velta ekki en
sveiflast með fullri geymslugetu
• Djúpur postulínsvaskur
• 3 gashellur
• 9 kg LP-gaskútur og vínylhlíf
fyrir gasgeymi
• 80 l vatnsgeymir undir gólfi
• Þétt svampdýna með áklæði
• 53 l gasísskápur
• 25 ampera straumbreytir með
hleðslutæki
• 12 V rafknúin vatnsdæla
• Útiljós á palli
• Vatnsþolið matborð með
saumlausum köntum
• Fóðruð tjöld fyrir gluggum
og rúmum
• Skrautkappi allan hringinn
• Truma®-gashitari
• FM/AM-útvarp/geislaspilari
Staðalbúnaður
Verð
1.520.0
00 kr.
Útborg
un 3
04.000
kr.
Mánað
argreið
sla
miðað
við 84
mánuð
i
Verðdæ
mi
18.640
kr.
T
B
W
A
\R
E
Y
K
JA
V
ÍK
\
S
ÍA
\
9
0
8
0
1
5
0