Morgunblaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HVAÐ EIGUM VIÐ AÐ GERA? ÉG ÆTLA AÐ FARA MEÐ ÞIG Á ÍTALSKAN VEITINGASTAÐ SÍÐAN GETUM VIÐ FARIÐ Á SÆDÝRASAFNIÐ ÞETTA ER KÆRASTAN MÍN... ÞÚ ÞARFT AÐ FINNA ÞÉR NÝJA JÆJA... ÞÁ ER MATURINN BÚINN ÞAÐ ER GOTT AÐ FINNA FYRIR SVONA ÖRYGGISKENND Á SAMA TÍMA Á MORGUN FÆ ÉG AFTUR KVÖLDMAT OG DAGINN EFTIR ÞAÐ FÆ ÉG AFTUR KVÖLDMAT Á SAMA TÍMA GEFÐU MÉR SMÁKÖKUR EÐA ÉG KASTA ÞESSARI VATNSBLÖÐRU Í ÞIG! EKKI HÓTA MÖMMU ÞINNI! OG EKKI LÁTA ÞÉR DETTA ÞAÐ Í HUG AÐ KASTA ÞESSARI BLÖÐRU HÉRNA INNI! ÚT! ÚT! ÉG ER VISS UM AÐ ÉG HEFÐI FENGIÐ SMÁKÖKUR EF ÉG HEFÐI SETT MÁLNINGU Í BLÖÐRUNA ÉG LEGG AF STAÐ TIL ENGLANDS Í LEIT AÐ FRÆGÐ OG FRAMA! ÉG LEGG AF STAÐ TIL ENGLANDS Í LEIT AÐ FRÆNKU MINNI, FRÍÐI! HVAÐ? ÞAÐ ER SVO LANGT SÍÐAN ÉG HEIMSÓTTI HANA AÐ ÉG ER BÚINN AÐ GLEYMA ÞVÍ HVAR HÚN Á HEIMA ÞETTA VAR FRÁBÆR HUGMYND, TONTO! ÞAÐ Á ENGINN EFTIR AÐ ÞEKKJA OKKUR Í ÞESSUM DULARGERVUM ÚGH! KRAKKARNIR ERU HLAUPANDI UPP UM ALLA VEGGI! ÞAÐ ER EINS GOTT AÐ SKÓLARNIR BYRJA Á MORGUN! NEMA ÞAÐ VERÐI KENNARA- VERKFALL ÞAÐ Á EKKI EFTIR AÐ VERÐA NEITT VERKFALL! ÞEIR ERU EKKI ENNÞÁ BÚNIR AÐ SEMJA... AF HVERJU ERTU SVONA VISS? ÞEIR MEGA EKKI FARA Í VERKFALL! MAMMA! ÞÚ BJARGAR ÞÉR EKKI MEÐ ÞVÍ AÐ HREYFA ÞIG... ÉG GET EKKI PLATAÐ ÞIG ÁÐUR EN ÉG GERI ÞETTAÉG GERÐI ÞETTA REYNDAR BARA TIL AÐ FÆRA MIG FRÁ NÖRNU... dagbók|velvakandi Hafa skal það sem sannara reynist Í frétt í Morgunblaðinu sunnudag- inn 3. febrúar sl. hefur Magnús Jónasson yfirlæknir ekki rétt eftir mér. Orðrétt skrifaði ég: „Vegna tíðra innlagna útaf hjartabilun, nú síðast um sl. helgi, með vatn í lungum, vonaðist ég til að komast enn einu sinni í endurhæfingu hjartasviðs Reykjalundar.“ Rétt er að ég var á Reykjalundi fyrir u.þ.b. tveimur árum. Frá þeim tíma hef ég margoft legið á hjartadeild Landspítalans, nú síð- ast í október sl. Nú bíð ég bara eftir að hringt verði í mig og mér boðið pláss á Reykjalundi fyrst Magnús kannast ekki við að hafa sagt að ég væri orðin of gömul fyrir dvöl þar. Og með þessum orðum lýkur skrifum mínum um Reykjalund og bið ég staðnum Guðs blessunar og sendi kveðju til Magnúsar með von um að hann geti í framtíðnni staðið við orð sín. Farnist honum vel. Svanfríður Guðrún Gísladóttir. Nýja lyfið Tysabri við MS sjúkdómnum Ég á son sem hefur greinst með MS sjúkdóminn. Hann hefur alla tíð verið hraustur og dugmikill til vinnu enda fyrir stórri fjölskyldu að sjá. Hann hefur fengið lyf þar sem hann sprautar sig sjálfur en samt sem áður hefur hann fengið nokkur köst eins og það er kallað, þá liggur leiðin á spítalann til að fá stera í æð til að minnka dofa og bólgur sem koma við þessi köst. Hann hefur verið nokkuð heppinn hingað til því köstin hafa gengið að mestu til baka þó dofinn, þreyt- an og máttleysið sé alltaf til stað- ar. Hann er einn af þeim sem bíða eftir því hvort hann sé einn af þessum 50 sjúklingum sem skv. nýjustu fréttum fái nýja lyfið Ty- sabri. Er furða þó fólk spyrji afhverju það séu aðeins 50 manns sem fái lyfið þegar það gæti bjargað heilsu fjölda þeirra sem eru með þennan sjúkdóm? Getur það verið kostnaðurinn? Ef svo er þá langar mig að vita hvort þeir sem fjár- magninu ráða geri sér ekki grein fyrir því að þegar fólk dettur út af vinnumarkaði og getur ekki leng- ur séð sér og sínum farborða, hvort það sé ekki dýrara fyrir samfélagið þegar upp er staðið, fyrir utan alla þá þjáningu sem sjúklingurinn og fjöldskyldan líður vegna þess. Ég skora á þá sem fara með þessi mál að sjá til þess að allir þeir sem þurfa fái þetta nýja lyf Tysabri. Áhyggjufull móðir og amma. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Það er eins gott að kuldaeinangrunin sé í lagi þegar synt er í 15 stiga frosti. Ljósmyndari Árvakurs tók þessa mynd uppi í Heiðmörk um helgina, en líkast til eru þetta stálpaðir ungar frá síðasta sumri. Árvakur/Ómar Bað í 15 stiga frosti FRÉTTIR MIÐVIKUDAGSFYRIRLESTUR Kennaraháskóla Íslands ber yf- irskriftina Öðruvísi fólk, annars konar miðlar. Þar fjallar Stefán Jökulsson lektor um hlutverk fjöl- miðla í fjölmenningarsamfélögum. Hann veltir upp þeirri spurningu hvort tekist hafi að skapa fjölmiðla- umhverfi sem hæfir slíkum sam- félögum og þeim margbreytileika sem einkennir þau. Hvernig þjóð- arfjölmiðlar geti lagt sitt af mörk- um við breyttar aðstæður og hversu mikilvægt er að minni- hlutahópar reki eigin fjölmiðla. Jafnframt verður vikið að hugtak- inu verulíki (representation), sem snertir efnisval og efnistök fjöl- miðla, og námsgreininni táknvísi (media literacy) sem getur ýtt undir gagnrýna hugsun og fjölskrúðuga framleiðslu fjölmiðlaefnis. Fyrirlesturinn er öllum opinn og fer fram í Bratta, fyrirlestrarsal í Skriðu, við Kennaraháskóla Íslands miðvikudaginn 6. febrúar kl. 16. Öðruvísi fólk, annars konar miðlar HRAFNAÞING – fræðsluerindi Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn 6. febrúar kl. 12.15 í Möguleikhúsinu við Hlemm. Þröstur Þorsteinsson, jarðeðl- isfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, flytur erindi um mestu sinuelda sem þekktir eru á Íslandi. Í Mýraeldum brann alls 73 ferkílómetra landsvæði á þremur dögum, frá 30. mars til 1. apríl. Fylgst var með framvindu eldanna meðan á þeim stóð, en auk þess var stuðst við gervitunglamyndir til frekari rannsókna. Þröstur mun fjalla um niðurstöður þessara rann- sókna og í lokin segja frá öðrum bruna sem varð á Miðdalsheiði í júní 2007. Nánari umfjöllun um erindi Þrastar er á heimasíðu Nátt- úrufræðistofnunar á slóðinni www.ni.is Útbreiðsla og ákafi Mýraelda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.