Morgunblaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
HVER er hann þessi Litli maður
sem mörgum stjórnmálamönnum,
auðmönnum og vald-
höfum er svona hug-
leikinn? Hver er hann
þessi stubbur sem er
hossað svo djarflega í
fangi þeirra sem sækj-
ast eftir auði og völdum
og telja sig þess um-
komin að ákveða hver
skuli uppskera og öðl-
ast og hver ekki?
Þegar kosningar eru
í nánd er Litli mað-
urinn dreginn fram í
dagsljósið og skellt í
fangið á framboðsfólki
sem rífst um það hvert þeirra ætlar
að gera mest fyrir hann. Honum er
hossað og klappað og sýnd vorkunn-
semi og allir segjast vita um að-
stæður hans og hvað hann má þola af
óréttlæti og raunum fyrir það eitt að
vera svona lítill og máttvana. Hann er
jafnvel stundum tuskaður til og sagt
að hann reyni ekki sjálfur nógu mikið
til að bjarga sér, þrátt fyrir að litli
bærinn hans sé umlukinn gaddavírs-
girðingum og háum illklífanlegum
múrum sem reynist erfitt að komast
yfir. Þegar honum tekst að klífa yfir
múrinn bíða hans strengja-
brúðuverðir sem elta hann eins og
hundar, leita í vösum hans og skoða
farangurinn hans til að vera vissir um
að ekkert sé þar yfir þeim mörkum
sem kúgarar hans hafa sett. Þeir vilja
eiga hann að þegar í harðbakka slær
og þurfa að nota hann í þeim tilgangi
að slá á sektarkennd sína út af
græðgi vegna auðæfa sinna og valda
og blindrar trúar á að þeir verðskuldi
svo miklu meiri lífsgæði en aðrir og
hafi jafnvel verið sérútvaldir af al-
mættinu til að ráðskast með aðra.
Aðstæður Litla mannsins eru
skapaðar og mótaðar af
vilja þessa fólks. Um
hans málefni hafa verið
búnar til stofnanir og fé-
lög sem eru settar
skorður og búin til lög
og lög þar ofan á og svo
reglur og reglugerðir,
svo að strengjabrúð-
unum sem starfa innan
þessa ramma fyrir gráð-
uga fólkið sé gert það
ómögulegt að skilja
nokkuð í þessum frum-
skógi reglna og reglu-
gerða sem hefur mynd-
ast, hvað þá að komast í gegnum
hann. Strengjabrúðurnar eru margar
líka bara fegnar á meðan einhver tog-
ar í strengina þeirra og stýrir þeim
áfram og hafa ekki mikla burði til að
breyta á meðan þær eru aðeins
strengjabrúður. Margar strengja-
brúður fá líka umbun fyrir að fara að
vilja gráðuga fólksins og er haldið
góðum svo þær séu ekki að stíga nein
sjálfstæð skref og losa sig við streng-
ina. Það eru margar strengjabrúður
hræddar við að lenda innan múranna
í kringum bæ Litla mannsins.
Í bæ Litla mannsins er einmana-
legt. Hann er oft veikur og þreyttur.
Húsakynnin hans eru léleg og hann
er slitinn vegna stanslausra tilrauna
til að klífa múrinn og reyna að sækja
sér betri vistir og aðbúnað fyrir utan
og láta í sér heyra. Það er þó erfitt
fyrir hann að fá áheyrn þegar hann er
keflaður þegar út kemur og að koma
með nokkuð til baka þegar leitað er á
honum og allt hirt sem mögulegt er
að hann geti nýtt sér til að öðlast
meiri kraft og getu til að brjóta niður
múrana sem umlykja bæinn hans.
Hann fær engin tækifæri. Hann er
dæmdur til vistar innan múranna og
dæmdur til að búa þar um aldur og
ævi á meðan gráðuga fólkið ræður og
blekkingin grasserar.
En í raun er Litli maðurinn hetja.
Hann reynir á sínum veikbyggðu,
stuttu fótum að klífa múrinn aftur og
aftur og leita að réttlæti. Hann er
með ríka réttlætiskennd. Hann vill
ekki láta hossa sér. Hann hefur þolað
mikið og verið kúgaður og sagðir um
hann ljótir hlutir sem eru ósannir.
Litli maðurinn býr yfir djúpstæðri
visku og þekkingu. Hann er hjarta-
hreinn og blíðlyndur. Gráðuga fólkið
er í raun hrætt við hann þótt það
hossi honum og klappi annað slagið.
Það er skíthrætt við það vald sem
hann fengi ef hann tæki til máls og
múrarnir brystu og strengjabrúð-
urnar hlustuðu á hann þegar hann
færði rök fyrir sínu máli og leyfði
visku sinni að streyma óhindrað. Þau
vita nefnilega að hann veit sínu viti og
að hann sér í gegnum spillinguna og
veit að gráðuga fólkið getur ekki
horfst í augu við hann. Það verður
flóttalegt ef hann reynir að ná augn-
sambandi.
Tími Litla mannsins mun koma.
Hans tími kemur þegar hver og einn
mun horfast í augu við sjálfan sig án
þess að líta undan. Litli maðurinn er
okkar innri kjarni. Hann er sannleik-
urinn.
Hver er Litli
maðurinn?
Litli maðurinn er okkar innri
kjarni segir Margrét St. Haf-
steinsdóttir
Margrét St.
Hafsteinsdóttir
» Litli maðurinn dreg-
inn fram í dagsljósið
og skellt í fangið á fram-
boðsfólki sem rífst um
það hvert þeirra ætlar
að gera mest fyrir hann.
Höfundur er listakona.
STUNDUM er eins og tekist hafi
að kæfa alla heilbrigða hugsun og all-
ar mannlegar tilfinningar gagnvart
þeirri hálfri annarri milljón manna,
sem innilokaðar eru á því landsvæði
sem kallað er Gaza í útjaðri Palest-
ínu. Í morgunfréttum Rúv. 20. jan.
var sagt frá aðflutningsbanni Ísraels
á allar nauðsynjar til
svæðisins. Þar kom
fram að raforkufram-
leiðsla væri að stöðvast
af þeim sökum og síðan
bætt við fréttina, að
óvíst væri hvaða áhrif
það hefði. Þarna er ver-
ið að tala um tíu sinnum
fleira fólk en býr í
Reykjavík. Já, hvaða
áhrif skyldi það hafa ef
Reykvíkingar hættu að
fá rafmagn? Ætli það
væri nokkuð léttbærara
þó þeir væru tífalt
fleiri?
Kannski er þetta meðvituð tilraun
fréttamanns til að vekja íslensk
stjórnvöld? Stundum getur ein
heimskuleg spurning vakið meiri og
heilbrigðari viðbrögð, en löng og
gáfuleg ræða.
Þó mörgum kunni að þykja það
heimskulegt, þá verð ég að játa að ég
þjáist á hverjum degi út af sam-
ábyrgð okkar Íslendinga á þeim
voðaverkum sem hernámsþjóðin
heldur þarna áfram.
Um langt árabil hef ég orðið þess
var, að ef ráðamenn í Ísrael gefa
grænt ljós á samningaviðræður er
sérstök ástæða að óttast framferði
þeirra.
Það fór hálfgerður hrollur um mig
á dögunum þegar Bush lýsti því yfir
að þeir þyrftu að sjálfsögðu að skila
herteknu svæðunum. Enda var þá
stutt í loftárásir.
Hversu oft hefði hann ekki getað
verið búinn að krefjast þess í alvöru?
Og þvílík er snilli gyðinga í áróðri,
að heimurinn virðist trúa því að þeir
séu einlægir friðarsinnar og vilji í al-
vöru bjóða fram sættir, þó þeir drepi
tugi manna í loftárásum um leið og
fyrsta samningalotan er búin, eða var
það á meðan hún stóð yfir? Var það
ekki hryðjuverk?
Lengi vel var líkast því að sjálfs-
morðsárás inn í Ísrael kæmi eins og
eftir pöntun, ef búið var
að koma viðræðum af
stað.
Það hefur raunar
ekki farið dult að þeim
hefur tekist að kljúfa
palestínsku þjóðina upp
í andstæðar fylkingar.
Hamas-samtökin,
sem meira en helm-
ingur þjóðarinnar styð-
ur, hefur verið skil-
greindur sem
hryðjuverkasamtök, yf-
irráðasvæði þeirra
óvinaland. En hver úr-
skurðaði það? Spyrja má, voru ekki
öll samtök á móti hernámsliði Þjóð-
verja í grannlöndum okkar í heims-
styrjöldinni síðari hryðjuverka-
samtök?
Þetta er ferli sem Zionistar þurfa
að hafa í gangi til þess að ná mark-
miðum sínum, að sundra og dreifa
frumbyggjum landsins og innlima
síðan alla Palestínu.
Þeir vita hvað þeir vilja, og þeir eru
í stríði, og stríð kostar mannfórnir.
Eftir því sem heimurinn hjálpar
þeim lengur að þjarma að Palest-
ínumönnum verður mannfallið hlut-
fallslega minna þeirra megin. Fyrir
u.þ.b. áratug var hlutfallið 1:4,5. Ári
2006 var það 1:30, í fyrra var það svo
1:40, en þessa síðustu daga er hlut-
fallið 0:39 skv. fréttum.
Þær meintu ógnir af eldflaugum,
sem eru taldar ástæðan fyrir þessum
seinustu aðgerðum, eru einhvers kon-
ar fálm örvita fólks, (líkt og grjótkast
barna) sem eiga þá eina hugsun eftir
að deyja frekar en kyssa vönd þeirra
harðstjóra sem alla ævi hafa rænt það
landi þeirra og mannréttindum.
Sennilega eru þessi skeyti frekar í
ætt við pappírsflugdreka en vopn og
gætu auk þess verið send af flugu-
mönnum, eftir pöntun frá Ísrael.
Það er fátt hættulegra fyrir ein-
staklinga og þjóðir en að fá þau skila-
boð frá umhverfi sínu eða meintum
vinum, að þeir séu hafnir yfir lög og
rétt og hafi eindæmi yfir þeim sem
þeir þurfa að losna við.
Þess háttar skilaboð höfum við Ís-
lendingar, eins og allar aðrar vest-
rænar þjóðir, sent gyðingum með því
að slíta engin vináttusambönd eða
viðskipti, þó þeir hafi hunsað fjölda-
margar samþykktir Sameinuðu þjóð-
anna.
Vonandi skilst okkur sem fyrst, að
við erum ekki eingöngu að bregðast
Palestínumönnum með þessu af-
stöðuleysi, ekki síður erum við að
bregðast Ísraelsmönnum.
Hverjir hafa frekar möguleika á
frumkvæði í þessu máli en við Íslend-
ingar? Hvar eru mörkin sem við setj-
um fyrir stuðningi við Ísrael?
Gleymum ekki, að þögn er sama og
samþykki.
Því vænti ég að skilaboðin sem ut-
anríkisráðherra okkar sagðist, í sjón-
varpsviðtali 21. janúar, ætla að flytja
ríkisstjórn Ísrael, hafi verið tæpi-
tungulaus.
Hvar eru mörkin?
Sævar Sigbjarnarson
skrifar hugleiðingu um
ástandið á Gaza
»…við erum ekki ein-
göngu að bregðast
Palestínumönnum með
þessu afstöðuleysi, ekki
síður erum við að bregð-
ast Ísraelsmönnum.
Sævar Sigbjarnarson
Höfundur er félagsmálamaður og fv.
bóndi frá Rauðholti.
Hann birtist við
hliðið á Ljótsstöðum,
svipbjartur maður
með rauðbrúnt, þykkt
og liðað hár. Augun sterk og fram-
koman minnti á persónu úr skáld-
sögu eftir föðurbróður hans, Gunnar
Gunnarsson. Þarna sá ég Sigurjón
fyrst – í heimsókn með Elínborgu og
Friðmari frá Tungu í Fáskrúðsfirði
til systur þeirra Ragnhildar sem var
nýgift Gunnari, elsta syninum á
Ljótsstöðum.
Heimsóknin að Ljótsstöðum var
ævintýraleg, heimilið iðandi af lífi og
fjöri. Spriklandi lax, sóttur í bæjar-
ána á hádegisverðarborðið, heimilis-
faðirinn Sigurður við borðsendann,
líkur ættarhöfðingja með ellefu börn
í föðurhúsum. Útreiðartúr á sunnu-
degi um Vopnafjarðarsveitir.
Auðvitað fylgdist unglingsstelpan
með hve vel Sigurjón og Elínborg
náðu saman. Þau klæddu hvort ann-
að, bæði sprottin upp úr fögrum
fjallahring Austfjarða, með svipaða
lífssýn – hugsjónafólk.
Svipmynd frá Ási: Sigurjón mætt-
ur, spariklæddur. Elínborg að koma
úr kennslunni, í svartri glanskápu,
með regnúða í rauðbrúnu lokkunum.
Blikið í augum beggja leyndi sér
ekki. „Þú leyfir þeim að vera í friði,“
sagði Oddný móðir mín og bauð þeim
til stofu. Þau giftu sig stuttu síðar og
leituðu að jarðnæði líkt og bændur
fyrri tíma. Syðra Hvarf í Skíðadal
varð fyrir valinu og dalurinn varð
ríkari af mannauði. „Þar streymdi
hamingjan til okkar niður fjallshlíð-
arnar,“ segir Elínborg.
Austfirsku hjónin urðu fljótt eins
Sigurjón Sigurðsson
✝ Sigurjón Sig-urðsson fæddist
á Ljótsstöðum í
Vopnafirði 4. mars
1925. Hann lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri 6.
janúar síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Dalvík-
urkirkju 12. janúar.
og innfæddir Skíðdæl-
ingar, mörkuðu spor í
menningar- og fé-
lagslíf, tóku þátt í sjálf-
boðavinnu af lífi og sál.
Gamla skátaheimilið á
Dalvík breyttist í fé-
lagsheimilið Mímis-
brunn, sem auðgaði
menningarlíf byggðar-
innar – og endurbyggð
Vallakirkja reis úr
brunarústum. Sigur-
jón steypti stjörnur í
kirkjuhvelfinguna, en
stjörnur Sigurjóns
prýða nú kirkjur víða um landið.
Kórastarf og söngur í Mímiskór og
kirkjukór Vallakirkju var annar sam-
eiginlegur vettvangur.
Gaman var að heimsækja hina tón-
elsku fjölskyldu í dalnum, Elínborg
settist gjarnan við orgelið – og Sig-
urjón var alltaf til í fjallgöngur, að
sýna góðar berjalautir og villtan
gróður. Glöggur náttúruunnandinn
gerði sér góða grein fyrir samspili
jarðargróðurs og veðráttu. Í Hjalta-
staðadal fann hann steingervinga
með ummerki hitabeltisgróðurs og í
garðinum heima gerði hann tilraunir
með trjárækt með snjóalög í huga.
Eitt haustið kom hann með af-
leggjara af blæösp sem gekk erfið-
lega að festa rætur sunnanlands, en
hann færði mér þá aðra þrjá. Þurrk-
að villiblómaseyði úr Skíðadalnum
minnir líka á Sigurjón.
Á haustdögum hljómaði rödd Sig-
urjóns í símanum: Nú eru berin alveg
að verða þroskuð! Oft var stefnt í
berjamó norðan heiða með heilræði
hans í farteskinu. Hann var meiður af
bændastétt, eins og þær gerast best-
ar, lánsamur að verða aldrei gamall,
alltaf léttur á fæti og fullur lífsorku.
Kæra Elínborg. Megir þú áfram
njóta „gullkistu fegurðar“ eins og Ás-
grímur Jónsson sagði um Skíðadal-
inn – og vonandi á blæösp Sigurjóns
eftir að syngja hér sunnan heiða,
minna á austfirska öðlinginn sem
festi rætur í norðlenskri mold.
Oddný Sv. Björgvins.
Það er með söknuð í
hjarta sem ég sest nið-
ur og skrifa nokkrar
línur til að minnast
þín, Sigga mín.
Ég man alltaf hvað þú varst hress,
sama hvað við strákarnir gerðum.
Þegar við komum saman til að
skemmta okkur var það oft sem þú
settist hjá okkur og tókst þátt í
skemmtuninni.
Ég held ég geti aldrei gleymt
hversu glatt þú hlóst þegar þú komst
að okkur Bjössa koma inn í bústað-
inn eldsnemma morguns eftir að
hafa labbað alla leið frá Grundar-
firði, því við höfðum enga trú á því að
nokkur maður gæti verið edrú í hús-
inu. Þú stríddir okkur í nokkur ár
eftir þessa göngu.
Sigga, ég vil láta þig vita að þú
þarft ekki að hafa áhyggjur af hon-
um Bjössa þínum því við strákarnir
lítum á hann sem bróður okkar og
Sigríður Björnsdóttir
✝ Sigríður Björns-dóttir fæddist í
Seli í Grímsnesi 8.
september 1940.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urnesja 21. janúar
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Keflavík-
urkirkju 28. janúar.
gerum hvað sem er
fyrir hann.
Ég vil þakka þér,
Sigga mín, fyrir allar
samverustundirnar
sem við áttum saman.
Elsku Bjössi, Ásdís
og aðrir aðstandend-
ur, ég sendi ykkur
innilegar samúðar-
kveðjur
Haukur.
Þú ert ljúf og yndisleg,
manneskja og vinur.
Við söknum þín.
Saman áttum stundir góðar,
í vinahóp og víðar
þú gengur nú á englafund
og móttökur færð blíðar
Við trúum því.
Bænin okkar er svo sú
að góður Guð þig geymi,
gæska þín og viðmót hlýtt
var slíkt að enginn gleymir.
Elsku Sigga, við kveðjum þig nú
að sinni og óskum þér góðrar heim-
komu. Takk fyrir allar góðu stund-
irnar.
Sendum öllum ættingjum samúð-
arkveðjur og Guð gefi þeim líkn með
þraut. Þínir vinir,
Margrét og Þórður.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar sem
pláss er takmarkað getur birting
dregist, enda þótt grein berist áður
en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar
UMRÆÐAN