Morgunblaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 31 gleðimannsins sem var hrókur alls fagnaðar á skemmtunum kórsins þar sem lagið var oft tekið „utan dag- skrár“ í lokin. Og í vinahópi tók hann ósjaldan gítarinn í hönd og skemmti fólki með söng. – En var þessi öðling- ur skaplaus? Ekki aldeilis. Það var ekki síst þegar þjóðmálin bar á góma að honum gat hitnað í hamsi. Réttlæt- iskenndin var rík, hann var einlægur félagshyggjumaður, hugsjón um jafn- rétti og bræðralag manna var honum í blóð borin. Þætti honum hallað réttu máli eða talað af léttúð um stöðu lít- ilmagnans gat hann verið harður í horn að taka. „Ævitíminn eyðist …“ kvað Björn Halldórsson í Sauðlauksdal á 18. öld. Tækni nútímans hefur engu breytt í þeim efnum. – Við þökkum þessum góða félaga langa samfylgd og tryggð og sendum Höddu og fjölskyldunni samúðarkveðjur. Ástvaldur Magnússon, Gunnar Guttormsson. Hann kvaddi skjótt, félagi okkar í hópi eldri félaga í Karlakór Reykja- víkur, Gunnar H. Stephensen. Dag- inn áður var hann í hópnum á söng- æfingu og sýndi ekki á sér fararsnið. Við urðum samferða út af æfingunni. Talið barst að nýjasta meirihlutanum í Reykjavík og ég sagði eitthvað á þá leið, að nú hefði Sjálfstæðisflokkurinn kannski gert ein sín mestu mistök. „Er það ekki bara gott,“ sagði þá gamli sósíalistinn og það brá fyrir gamalkunnu bliki í augunum. Í áratugi var hann einn af föstu punktunum hjá Karlakór Reykjavík- ur og seinna hjá eldri félögum kórs- ins. Alltaf sami góði félaginn sem lagði öllu starfi lið. Hann hafði sér- stakt lag á að lauma að hugmyndum sem síðar urðu að veruleika. Tíman- lega fyrir 80 ára afmæli Karlakórs Reykjavíkur orðaði hann við stjórn- armenn eldra kórsins, hvort það væri ekki kjörið að gefa kórnum nýjan fé- lagsfána. Hann hafði heyrt að nunn- urnar í Hafnarfirði saumuðu fána með miklum ágætum. Allt gekk þetta eftir – hugmynd varð að veruleika og nunnurnar í Karmelklaustrinu skil- uðu frábæru verki. Svona vann Gunn- ar – ein styrkasta stoðin sem alltaf mátti treysta. Í hita og svækju á söngpalli í Kína forðum var þó þessi stoð allt í einu horfin. Okkur sem næstir stóðum á pallinum varð sannarlega bylt við, enda í miðju lagi. Allt fór þó vel og Gunnar jafnaði sig fljótt af yfirliðinu. Svona geymast minningarnar og þær eru einstaklegar ljúfar þegar félagi okkar, Gunni Stef., á í hlut. Ég man hann t.d. vel á vörubílnum, þegar rófnaræktin stóð sem hæst í Mosfells- dalnum og það þurfti að aka uppsker- unni á öruggan stað. Þá var verið að afla fjár eftir Kínaferðina frægu haustið 1979. Kannski ekki það fyrsta sem mönnum myndi detta í hug í kór- starfi, en ótrúlegt ævintýri í minning- unni. Þau hefðu sannarlega mátt vera fleiri árin í Suðurtúninu á Álftanesi, þar sem þau Hadda og Gunnar höfðu komið sér notalega fyrir eftir langa dvöl í Kópavoginum. Gunnar og Hadda – alltaf voru þau í sama orðinu og þarna var gamli búfræðingurinn kominn í sveitina. Við gömlu félagarn- ir höldum þó áfram að ylja okkur við sönginn þó einn vanti í hópinn og þá munu þessar ljóðlínur hljóma: Nú sefur jörðin sumargræn. Nú sér hún rætast hverja bæn og dregur andann djúpt og rótt um draumabláa júlínótt. (Davíð Stefánsson) Vertu svo ævinlega kvaddur, félagi Gunnar. Kæra Hadda og fjölskylda: Okkar innilegasta samúð. Fyrir hönd eldri félaga í Karlakór Reykjavíkur, Reynir Ingibjartsson. Gunnar Stephensen var mikill listamaður, lýrískur og bjartur tenór og beitti rödd sinni af mikilli smekk- vísi. Hann söng og spilaði og var hrók- ur alls fagnaðar hvar sem hann fór. Nú er röddin hljóðnuð en hún lifir áfram með okkur sem sungum með honum, hvort heldur var í tónlistar- höllum heimsins eða þegar við köll- uðumst á við náttúru landsins á glöð- um degi. Það var bjart yfir þessum góða dreng, ávallt bros á vör og blik í auga. Handtakið hlýtt og þétt, sannur vinur í raun. Við kveðjum hann í dag með miklum söknuði. Vinskapur Gunnars við sr. Karl Sigurbjörnsson leiddi til þess að Karlakór Reykjavíkur hóf tónleika- hald í Hallgrímskirkju á aðventu. Það var þarft framtak og lifir enn góðu lífi. Gunnar var traustur maður og sannur. Hann var uppalinn í hinum harða heimi stéttabaráttunnar og samkennd, jöfnuður og réttlæti var- ritað í lífsbók hans. Hann var yndis- legur félagi og hjálpsamur svo af bar. Gunnars er sárt saknað, jafnt af söng- félögum og öðrum samfylgdarmönn- um. Megi góður Guð blessa Höddu og alla afkomendur þeirra og ættingja. Anna og Baldur Óskarsson. Fréttir berast okkur jafnan á degi hverjum, sumar góðar, aðrar valda depurð. Þannig setti menn hljóða á æfingu í Kór Digraneskirkju á dán- ardegi Gunnars H. Stephensen. Hann hafði verið þar liðsmaður í rúman áratug og unnið kirkjustarfinu vel eins og öllu sem hann tók aðsér. Við höfðum þekkst lengi og ég er stoltur yfir að hafa átt hann að vini. Þegar ég sótti um organistastarfið í Digraneskirkju sagðist Gunnar hafa heitið því á mig að ganga til liðs við kórinn í eitt ár. Þau urðu rúmlega tíu. Okkar leiðir lágu víðar saman, bæði á meðan hann starfaði við útfararþjón- ustu og eins á vettvangi Karlakórs Reykjavíkur, eldri félaga, og með sönghópnum Tónabræðrum. Nú þegar Gunnar er allur hrannast minningarnar upp en þær eru allar ljúfar. Ekki minnist ég þess að okkur yrði nokkurn tíma sundurorða. Oft lagði hann mér til hugmyndir að söng- skrám og gaf mér nótur sem ég gat nýtt. „Góður söngfélagi er gulli betri,“ stóð á korti sem Gunnar fékk frá kór Digraneskirkju þegar hann hélt upp á sjötugsafmæli sitt af miklum mynd- arskap. Þessi orð tala sínu máli og segja frá því hve söngfélagar hans mátu hann mikils. Sú er einnig raunin veit ég hjá Karla- kór Reykjavíkur en þar starfaði hann um áratuga skeið, byrjaði með Sigurði Þórðarsyni og söng undir stjórn ann- arra söngstjóra sem á eftir komu. Í nokkurn tíma söng hann með bæði yngri og eldri félögum en hin síðustu ár var hann aðeins með eldri félögum og mætti þar á sína síðustu æfingu kvöldið áður en hann dó. Öll samskipti mín, sem söngstjóra, við Gunnar voru ljúf og góð. Hann naut þess að syngja enda músíkalskur vel. Kór Digraneskirkju þakkar fyrir samfylgdina og félagsskapinn, minn- ugur margra góðra stunda í kirkjunni og í söngferðalögum þar sem hann jafnan bætti andrúmsloftið með söng sínum og nærveru. Ég sendi eftirlifandi eiginkonu hans og ættmennum öllum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur og mun jafnan minnast hans þegar ég heyri góðs manns getið. Blessuð sé minning Gunnars H. Stephensen. Kjartan Sigurjónsson. Nú hnígur sól að sævar barmi sígur húm á þreytta jörð. Nú blikar dögg á blóma hvarmi, blundar þögul fuglahjörð. Í hljóðrar nætur ástarörmum, allir fá hvíld frá dagsins hörmum. (Axel Guðmundsson.) Ofangreindur texti á vel við, þegar kvaddur er traustur kórfélagi og vinur. Gunni Steff, eins og hann var kallaður, hefur lokið lífsgöngu sinni hér á jörð eftir erfið veikindi. Þrátt fyrir veikindi sín var hann léttur í lundu og gamansamur og naut þess að syngja fram á síðasta dag. Degi áður en hann lést var hann mættur á æf- ingu hjá eldri félögum í Karlakórnum og upplýsti að hann væri staðráðinn í að mæta á þorrablót kórsins í næstu viku. Enginn ræður sínum næturstað stendur einhvers staðar. Ekki efast ég um að vel verður tekið á móti þér, kæri nafni minn, á nýjum heimaslóð- um. Þegar ég mætti á mína fyrstu æf- ingu hjá karlakórnum haustið 1989 fékk ég sérlega góðar móttökur hjá kórfélögum. Sérstaka athygli mína vakti stór og stæðilegur maður, með blik í augum sem lýstu glettni og góð- vild. Maður var umvafinn hlýju og manni voru lagðar lífsreglurnar. Hvernig mætti, ætti að bera sig að og haga sér. Síðan þá hef ég reynt að fylgja þessu fordæmi þegar nýir menn mæta á sína fyrstu kóræfingu. Allt frá fyrstu tíð höfum við náð ein- staklega vel saman þrátt fyrir nokk- urn aldursmun. Eitthvað áttum við þó sameiginlegt nafnarnir þó ekki væri nema að við erum báðir fæddir í nautsmerkinu. Hann fæddur 6. maí en ég 4. maí. Verst þótti nafna mínum á sínum tíma að við hefðum ekki getað haldið sameiginlega upp á afmælin okkar eða þegar hann varð sjötugur en ég fimmtugur. Nú er komið að leiðarlokum. Mér er efst í huga vinátta ykkar Höddu við mig og Sigrúnu mína. Eigðu góða heimkomu, elsku vinur, og kærar þakkir fyrir allt og allt. Góðs vinar er sárt saknað. Elsku Hadda mín. Guð blessi og styrki þig og fjölskyldu þína á erfiðri stund. Blessuð sé minning Gunnars Hans- sonar Stephensen. Gunnar Hans Helgason. Góður granni hefur kvatt, allt of snöggt og því fylgir mikill söknuður. Fyrir sex árum var gatan okkar tilbú- in. Suðurtún á Álftanesi. Hér hefur myndast gott samfélag og hefur okk- ur tekist að koma okkur vel fyrir og þar létu þau Gunnar og Hadda sig ekki vanta og lögðu hönd á plóg. Sig- mundur, eiginmaður minn, var gamall söngfélagi Gunnars í Karlakór Reykjavíkur og var ánægjulegt fyrir þá að rifja upp gamlar minningar. Gunnar hafði verið minntur á að öll fáum við ákveðinn tíma hér á jörðu, en eftir áföll reis Gunnar upp og hafði ekki tapað glettninni né góðu kímn- inni, sem aldrei særði eða meiddi nokkurn mann. Það stytti okkur stundir að líta inn til Gunnars og Höddu þar sem einatt var tekið á móti okkur af ljúfmennsku og ekki skorti umræðuefni, hagur lands og lýðs krufinn til mergjar. Gunnar var ljúf- menni og hafði sterka réttlætiskennd, ekki vorum við Gunnar alltaf sam- mála hvernig vandamálin skyldu leyst en góð niðurstaða fékkst að lokum. Sterk er alltaf minningin um Gunna með gítarinn að spila eins og sá sem valdið hefur og með miklum tilþrifum. Samúðarkveðjur til Höddu og fjöl- skyldunnar. Guð geymi ykkur öll. Pálína Sigurjónsdóttir. Hræðilegar fréttir hafa borist að heiman. Í gær fékk ég þær skelfilegu fréttir að heiman að frábær maður sem ég kallaði einu sinni afa, en hann var í raun ekki afi minn, hefði dáið. Þegar ég var að alast upp var Andri Freyr besti vinur minn og við vorum alltaf saman. Fjölskyldur okkar eru miklar vin- afjölskyldur og eru mömmur okkar bestu vinkonur. Ég hef alltaf þekkt alla fjölskylduna hans Andra Freys og þar á meðal afa hans (Gunna) og ömmu hans (Höddu). Ég eyddi mikl- um tíma með Andra Frey og ömmu hans og afa og byrjaði að kalla þau ömmu og afa. Þau voru svo góð við mig og í hvert skipti sem mig vantaði eitthvað þá gerðu þau það fyrir mig. Þau voru óendanlega góð við mig. Á miðvikudaginn skeði sá harm- leikur að Gunnar H. Stephensen féll frá. Hann var gamall – en ekki það gamall að hann hefði getað átt mörg ár eftir. Hann var frábær maður og langar mig að senda öllum í fjölskyldunni og öllum þeim sem þekktu hann samúð- arkveðju. Hvíldu í friði á himnum. Við mun- um öll sakna þín. Kveðja, Aron.  Fleiri minningargreinar um Gunn- ar Hansson Stephensen bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SALVARAR KRISTRÚNAR VETURLIÐADÓTTUR. sem lést á Dvalarheimilinu að Droplaugarstöðum þann 15. janúar síðastliðinn. Sérstakar þakkir til starfsfólks Droplaugarstaða fyrir hlýja og aðúðlega umönnun. Halldór Sverrir Arason, Ingibjörg Magnúsdóttir, Helgi Arason, Maj-Britt Krogsvold, Sveinn Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæra eigin- manns, föður, tengdaföður, afa og langafa GUNNARS GISSURARSONAR prentara Hlíðarhúsum 3, Reykjavík. Guðný Helgadóttir, Rannveig Gunnarsdóttir, Björn H. Jóhannesson, Ásta Gunnarsdóttir, Guðmundur R. Bragason, Kristín Gunnarsdóttir, Haraldur Þ. Gunnarsson, barnabörn og langafabarn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og stuðning við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, ALMARS VIKTORS ÞÓRÓLFSSONAR, Tjarnarbakka 14, Reykjanesbæ. Sérstakar þakkir færum við séra Baldri Rafni Sigurðssyni. Hrefna Pétursdóttir, Viktoría Ósk Almarsdóttir, Steinþór Kristinsson, Þórólfur Almarsson, Guðrún Petra Tómasdóttir, Jón Einar Jónsson, Sigurgeir Guðni Tómasson, Sjöfn Olgeirsdóttir, Alma Tómasdóttir, Hrefna Guðný Tómasdóttir, Ásgeir Svavar Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÓSKAR HALLSDÓTTUR frá Hrísey, Tinnubergi 6, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki B 2, taugadeildar Landspítalans í Fossvogi, fyrir góða ummönnun og hjartahlýju. Fyrir hönd fjölskyldunar, Garðar Sigurpálsson. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, MAGNÚSAR ÁSMUNDSSONAR, hjúkrunarheimilinu Sóltúni, áður á Bústaðavegi 83, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sóltúns fyrir góða umönnun og vináttu. Ásmundur Magnússon, Auður Magnúsdóttir, Halldór Kristiansen, Stefanía Júlíusdóttir, Sigurður Jónsson, Magnús Ásmundsson, Hrefna Ásmundsdóttir, Einar Halldórsson, Davíð Einarsson, Gabríel Aron og Mikael Máni Sigurðarsynir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.