Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 42. TBL. 96. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is Sólarferð >> 37 Allir í leikhús Leikhúsin í landinu VÆNTANLEGUR HVAÐ SEGJA ÞEIR SEM VITIÐ HAFA UM GÍTARSNILLINGINN ERIC CLAPTON? >> 39 FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is TJÓN sem orðið hefur á eignum af völd- um óveðurs frá því í desember í fyrra hleypur á mörgum hundruðum milljóna króna. Samkvæmt upplýsingum frá Sjóvá og Vátryggingafélagi Íslands (VÍS) munu bótagreiðslur vegna tjónanna væntanlega nema um 250 milljónum króna. Ef miðað er við að samanlögð markaðs- hlutdeild félaganna tveggja sé 70% má ætla að alls nemi bætur tryggingafélaga tæplega 360 milljónum. Þá er ótalinn annar kostn- aður vegna ótíðarinnar, s.s. hjá opinberum aðilum sem oft eru ekki tryggðir fyrir tjón- um af völdum óveðurs auk þess sem fjöl- mörg tjón hjá einstaklingum eru óbóta- skyld. Samkvæmt upplýsingum frá Sjóvá mun félagið greiða um 100 milljónir í bætur vegna tjóna sem orðið hafa á þessu ári vegna veðurs. Bótagreiðslur VÍS verða væntanlega upp undir 150 milljónir vegna óveðurs í desember og fram í febrúar. Ekki verra frá því í febrúar 1991 „Þetta er miklu verra en hefur verið und- anfarna vetur. Svona mikið ofsaveðurstjón hefur eiginlega ekki orðið síðan 1991,“ segir Pétur Már Jónsson, forstöðumaður tjóna- þjónustu VÍS. Tjón eftir hverja einstaka hrotu sé ekki jafnmikið og varð í fárviðrinu sem reið yfir 3. febrúar 1991 en þegar allt sé tekið saman gæti tjónið í vetur slagað upp í að vera meira en þá. Að sögn Auðar Daníelsdóttur, deild- arstjóra tjónadeildar Sjóvár, var algeng- asta ástæðan fyrir tjónum í desember og janúar sú að hlutir fuku á vinnusvæðum, þakplötur sviptust af og lausir munir fóru á flug. Frá áramótum hafa alls verið skráð 60 tilfelli tjóns af völdum asahláku. Óveðrin dýrkeypt Bótagreiðslur Sjóvár og VÍS um 250 milljónir Árvakur/Golli Gröm Djúp lægð gekk yfir landið á föstu- dag og gerði flestum gramt í geði. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ÁKÖF leit við mjög erfiðar að- stæður var gerð að bandarískum flugmanni lítillar Cessna-flugvélar sem lenti í hafinu 50 sjómílur vest- ur af Reykjanesi um miðjan dag í gær. Vélin er af gerðinni Cessna 310 og missti flugmaðurinn afl á báðum hreyflum. Flugmaðurinn var einn um borð í vélinni sem var á leið frá Narsassuaq í Grænlandi til Reykjavíkur. Hreyflarnir duttu út hvor á fætur öðrum, sá fyrri um kl. 15. Tókst flugmanni þá að senda neyðarskeyti frá sér um að hann ætti í erfiðleikum með að flytja eldsneyti á milli tanka. Skömmu seinna barst frá honum tilkynning um að einnig hefði drep- ist á hinum hreyflinum og vélin svifi í um sjö þúsund feta hæð. Landhelgisgæslan sendi þyrlu til móts við vélina en þá þegar var dönsk herflugvél komin á svæðið og byrjuð að leita. Fiskiskip í nágrenni slysstaðar og varðskip og björgunarbátar voru einnig kvödd á slysstað. Cessna-flugvélin er skráð í Bandaríkjunum. Mikill sjór og hvassviðri Sigurður Heiðar Wiium, yfir- flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni, sem fór á TF-LIF á vettvang, sagði aðstæður til leitar í gær hafa verið erfiðar. „Það var mikill sjór og hvasst í veðri, sem gerði það að verkum að leit á sjó var erfið.“ Skömmu áður en TF-LIF kom á leitarvettvang var danska flugvélin komin til leitar og síðar kom Fokk- er-flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF. Að auki voru þrjú fiski- skip við leit og fleiri flugvélar. Þegar líða fór á kvöldið gengu dimm él yfir leitarsvæðið og mikil bræla. Þorsteinn Eyjólfsson, skip- stjóri á togaranum Baldvini Njáls- syni GK-400, var staddur á veiðum aðeins 10 mílur frá leitarstaðnum þegar hann var kallaður til leitar og var fyrstur á staðinn um klukk- an 17.30. Lýsti Þorsteinn leitaraðstæðum sem afar erfiðum. Skipin þrjú höfðu tvær mílur á milli sín og sigldu um leitarsvæðið. „Það eru mjög erfiðar aðstæður til leitar, svartaél og ég hef hvorki séð eitt né neitt,“ sagði hann. „Á meðan var bjart var ég með menn uppi í brú og úti á vængjum að rýna út í sort- ann. En nú erum við fjórir hér í brú.“ Leit úr lofti var hætt seint í gær. Flugmanns saknað  Lítil Cessna-flugvél á leið til landsins missti afl á báðum hreyflum og lenti í sjónum 50 mílur vestur af Reykjanesi í gær  Aðstæður til leitar mjög erfiðar Árvakur/Árni Sæberg Leit Enginn árangur varð af leitinni í gær og var leit úr lofti hætt seint í gærkvöldi en skip á svæðinu látin kanna svæðið fram á nótt.                                 Cessna 310 | 8 VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, oddviti borg- arstjórnarflokks sjálfstæðismanna, gefur í skyn í samtali við Morgunblaðið að yfirstandandi kjörtímabil verði hans síðasta. Hann segir að ef hann ákveði að hætta á kjörtímabilinu muni hann gera það á sínum eigin forsendum. Vilhjálmur segir að borgarstjórnarflokkurinn skynji víðtæka óánægju og eins kveðst hann finna fyrir óánægju út í sig sem fyrrverandi borgarstjóra. Hann segir að á fundinum í gær, sem haldinn var á hefðbundnum fundartíma borgarstjórnarflokksins, hefði verið rætt um að til að kjósa nýtt borgarstjóraefni,“ sagði Vil- hjálmur. Varðandi það að Vilhjálmur taki aftur við borgarstjórastólnum eins og kveðið er á um í málefnasamningi D-lista og F-lista segir hann að ekkert hafi breyst. Engar viðræður hafi verið við samstarfsflokkinn um breytingar á málefna- samningnum. „Ég hef sagt félögum mínum að síðan verði að koma í ljós hvað ég geri. Það er eitt ár og mánuður í að ég verði borgarstjóri. Ég set hagsmuni Sjálfstæðisflokksins ofar mínum eigin,“ sagði Vilhjálmur. | Miðopna borgarfulltrúarnir þyrftu að fá að fara yfir málin og kynna sín sjónarmið. „Við ræddum það á fundinum áðan að við stæðum frammi fyrir erfiðu viðfangsefni, en við stöndum þétt saman og ætlum að vinna með félögum okkar í borginni að því að endur- vinna traust borgarbúa. Til þess þurfum við starfsfrið. Við komum ekki saman í dag Vilja endurvinna traust Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.