Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 18
Matast í myrkri Matsölustaðurinn Dans le Noir í Par- ís og London, er blindur matsölu- staður þar sem gestir borða í myrkri. Beggi, gríptu borðtuskuna,“kallar Hlynur til félagasíns í myrkrinu þar semþeir þjóna gestum á blindu kaffihúsi sem Ungblind setti upp í Hinu húsinu á Vetrarhátíð- inni. Við þessi orð Hlyns fara sjá- andi gestir að hlæja því þeir vita að báðir þessir þjónar eru blindir. Gestirnir sitja við nokkur borð í myrkrinu og reyna að borða kökur og drekka kaffi án þess að sulla niður á sig. Hlynur og Beggi kunna að gera grín að sjálfum sér og ekki síður öðrum. Beggi til dæmis hróp- ar hneykslaður þegar hann ætlar að ganga frá borði þar sem gestir eru nýfarnir: „Þetta er svakalegt sull, það er kaka út um allt borð, mætti halda að fólk væri staurblint hérna.“ Það er nóg að gera hjá þeim fé- lögum en þeir eru alvanir að þurfa að þreifa sig áfram. Þeir nota hend- urnar og minnið þar sem þeir fara um salinn með kaffibolla, kökur og annað góðgæti. Hlynur leiðir hinn sjáandi blaðamann til sætis og það er óneitanlega svolítið skondið að þiggja hjálp hjá blindum manni. En blaðamanni er vorkunn, þetta eru jú fyrstu blindu skrefin, en Hlynur er aftur á móti sjóaður í myrkra- göngu frá því hann man eftir sér. Það er ekki laust við að blaða- maður fyllist óöryggi þar sem hann fálmar eins og blindur kettlingur og býst við að rekast á veggi, borð eða fólk í hverju skrefi. Og það er gott að setjast niður. Þreifa á borð- inu, stólunum, staðsetja sig. Og það er svolítið merkilegt að það er eins og gestir tali lægra saman, nánast hvísli. Þetta kemur kannski til af því að fólk sér ekki hvar eða hverj- ir eru í kringum það og því áttar það sig ekki á hverjir heyra hvað. Og þegar ekkert sjónrænt áreiti er á svæðinu, þá er meiri ró og samtöl fólks verða kannski nánari. And- rúmsloftið er í það minnsta nota- legt og ólíkt því sem gengur og gerist á öðrum fremur hávaðasöm- um kaffihúsum. Fólk gleymir því sem það tók með „Við í Ungblind höfum verið með svona blint kaffihús nokkrum sinn- um áður og fólk hefur tekið þessu mjög vel og því finnst athyglisvert að prófa að vera blint við hvers- daglegar aðstæður. Þá breytist nefnilega allt. Fólk gleymir til dæmis oft vettlingum, treflum eða töskum, af því það sér ekki hvað það kom með inn með sér þegar það yfirgefur svæðið. Og það sér ekki hvar skeiðin er, kökudiskurinn eða bollinn. Við ákváðum að hafa þetta frekar einfalt núna, bjóðum upp á kleinur og kökur en ekki fljótandi súpu. Síðast þegar við vor- um með blint kaffihús rákust tveir blindir þjónar saman; annar var með fullan disk af sveppasúpu en hinn með bolla fullan af kaffi, og þetta var frekar skondið atriði.“ Þrjóskan hjálpar til Hlynur segir að með því að bjóða upp á blint kaffihús vilji þau leyfa þeim sem eru með fulla sjón að prófa að upplifa hvernig það er að koma inn á einhvern stað þar sem allt er í myrkri, til að gefa þeim einhverja hugmynd um hvernig það er fyrir blinda að koma á nýjan stað. „Þeim sem sjá finnst svo sjálf- sagt að geta skimað um og vitað hvar allt er, en þegar við sem erum blind eða sjónskert komum á nýjan stað verðum við óörugg og þurfum að snerta allt til að skynja um- hverfið.“ Hlynur stundar nám í Versló, en hann er ekki algjörlega blindur, heldur mjög sjónskertur, hefur um 30 prósent sjón og gerir flestallt nema keyra bíl og lesa al- fræðiorðabækur. „Ég fer oft á venjuleg kaffihús og líka á djammið þótt ég sé sjónskertur, en ætli þrjóskan hjálpi mér ekki nokkuð mikið, ég læt helst ekkert stoppa mig. Ég er líka í tónlistarnámi en það skiptir máli að hafa nóg að gera vegna þess að blindir hafa til- hneigingu til að einangra sig. Ung- blind eru einmitt samtök sem stofn- uð voru meðal annars til að fá ungt fólk út úr sinni einangrun og forða því frá að detta í sjálfsvorkunn. Líf- ið er ekki búið þótt maður missi sjónina,“ segir Hlynur sem er alb- inói og fæddist með skemmda augnbotna. „Ég er mjög ljósfælinn og líður betur í myrkri og þá sé ég móta fyrir útlínum. Hinn þjónninn, hann Bergvin Oddsson, er aftur á móti alveg blindur, en hann stund- ar nám við Menntaskólann í Hamrahlíð og svo eru nokkrir nem- endur með fulla sjón úr skólanum hans í sjálfboðastarfi hér, hjálpa til í eldhúsinu og við ýmislegt fleira.“ Að lokinni heimsókn er skær birtan úti æpandi fyrir kettlinginn sem fékk að prófa að vera blindur um stund. Og það vottar fyrir þakklæti fyrir gluggana, augun, sem hleypa inn myndum af öllu því sem á vegi verður. khk@mbl.is Árvakur/RAX Lætur ekkert stoppa sig Hlynur fer á kaffihús og gerir flest það sem aðrir gera þrátt fyrir aðeins 30% sjón. Myrkvað kaffihús Það er sérstök upplifun að fara á kaffihús þar sem er svartamyrkur og þjónarnir blindir. Krist- ín Heiða Kristinsdóttir prófaði að fara á eitt slíkt í miðborginni og leið eins og blindum kettlingi. „Þeim sem sjá finnst svo sjálfsagt að geta skimað um og vitað hvar allt er.“ |þriðjudagur|12. 2. 2008| mbl.is daglegtlíf TALIS er könnun á vegum OECD-ríkjanna sem fjallar um kennslu, starfsumhverfi og starfsþróun kennara. » 21 menntun Þær fæddust mörg þúsund kíló- metra frá Íslandi en fluttust engu að síður yfir hafið og sett- ust hér að. » 20 daglegt Hjálmar Freysteinsson hefurfundið upp nýtt orðtak, „að gera Hillary“, sem hann segir merkja að tárast í beinni. „Reyndar lærði Hillary þetta trikk af Birni Inga, en nú eru allir löngu búnir að gleyma honum.“ Þjóðin er sáttfús og hjartahlý hneykslismál falla gleymsku í, þegar hún verður vitni að því að Vilhjálmur gerir Hillary. Hreiðar Karlsson orti eftir að hafa séð Kastljósið: Í íslenskri umræðu er stefið (eftir röflið og þrefið) að einn skuli hengja og annan flengja – en öðrum er fyrirgefið. Rúnar Kristjánsson fylgist með frá Skagaströnd: Kvíði fer um framagrey, fátt í stöðu hreinni. Ábyrgð manna út af REI ekki í skýrslu neinni. Umboð fyrir almenning ýmsir vilja hafa. En flestir þeir sem fara á þing fylla hugann vafa. Ekki er staðan skárri á fjármálamarkaðnum: Hrannast nú á himni ský, hættur magnast óðar, – bankadýrð að breytast í barning heillar þjóðar. Þegar og ef þannig fer, þjóðareignir bála. Snillingarnir snúa sér snöggt frá ábyrgð mála. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Að gera Hillary Hvort þetta er hel- ber tilviljun eða hvort almættið er með þess- um hætti að minna Vík- verja á tilvist sína skal ósagt látið. En uppá- koman var óneitanlega skondin. x x x Víkverji varð fyrirnokkrum von- brigðum með leik- fangaverslunina Just 4 Kids á dögunum. Þang- að lagði hann leið sína til að kaupa ákveðna vöru og gekk leiðang- urinn hreint prýðilega þangað til komið var út í bíl aftur. Þá kom í ljós að Víkverji hafði af gáleysi fest kaup á rangri vöru. Ekki var því um annað að ræða en snara sér inn aftur og fá vörunni skipt. Varan sem Víkverji hafði í huga var hins vegar ekki til þannig að hann óskaði eftir endurgreiðslu. Það var ekki hægt en Víkverja boðin inneignarnóta í stað- inn. x x x Víkverji hefur í prinsippinu ekk-ert við þá vinnureglu að athuga að skilavörum sé breytt í inneign- arnótu í verslun. En verður ekki að vera sanngjarn sveigjanleiki í við- skiptum af þessu tagi? Kaupi við- skiptavinur óvart ranga vöru og snúi aftur þremur mínútum síðar hlýtur það að vera sanngjörn krafa að hann fái vöruna endurgreidda enda sé sú vara sem hann ætlaði upphaflega að kaupa ekki til í versluninni. Engu tauti varð aftur á móti komið við starfsfólk Just 4 Kids enda ekki við það að sakast. Það var bara að fram- fylgja reglum. Það er hins vegar spurning hvort forsvarsmenn versl- unarinnar gætu hugsað sér að breyta þessum reglum. Það var guðað ágluggann hjá Vík- verja að morgni liðins laugardags og það í orðsins fyllstu merk- ingu. Í fárviðrinu á föstudag og aðfaranótt laugardags fór sitthvað lauslegt á flakk, þar á meðal lítið papp- írssnifsi sem rifnað hafði úr dagblaði. Um morguninn hafði snifsi þetta leitað skjóls á stofuglugganum hjá Víkverja og sat þar sem fastast. Sonur Víkverja veitti þessu athygli og þar sem honum þótti áletrunin á snifsinu stórmerkileg kvaddi hann aðra fjöl- skyldumeðlimi á vettvang. Og hvað heldur þú, lesandi góður, að hafi staðið skýrum stöfum á snifsinu? Nema hvað – „guð“.             víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.