Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2008 43                              !       " #      "         "      ! $%      " #  #      # &   '  ( #          #  ! $*      #         "# ) &    +#, ##    -      # #        .## #! +#     /  -     %      0  0   #           ! 1  # -    233425167                                                     !   "          ##  $    "#  88            64'19-3'6-%+: ;<= >?@@ 64 '1A-3'67B8@-C43/7!- 8?    <D 8= - kemur þér við Sérblað um vinnu- vélar fylgir blaðinu Hvað ætlar þú að lesa í dag? ÁTVR mismunar bjór og brýtur EES Vantar meðferð fyrir geðsjúka fíkla Draumur að búa í Garðabæ Golf eða skíði um páskana? Clapton fær pláss fyrir fótboltaspilið RAGNAR Bragason, Baltasar Kor- mákur, Vesturport og Stefán Jóns- son hafa öll sannað það nýlega að vinna með tilbúið og frágengið handrit er ekki alltaf besta leiðin til að vinna sýningu. Það að leyfa leik- urum, hönnuðum og öðrum að tjá sig og leggja fram sínar hugmyndir og lausnir er ekki aðeins gert til að fá eitthvað meira spontant úr hópn- um sem slíkum, heldur einnig til að þróa stykki (hvort sem það er mynd eða leiksýning) með öðrum hætti. Stefán Jónsson hefur nú þegar sýnt mikinn árangur á þessu sviði með verkum Hugleiks Dagssonar en hef- ur sennilega aldrei gengið eins langt í þessa átt og hann gerir núna með Baðstofuna. Í stað þess að leggja fram tilbúið handrit hefur Hugleikur Dagsson leyft Stefáni og hópnum sem vann með honum bæði að Forðist okkur og Legi að taka enn stærri þátt en áður sem samhöfundar hans í nýj- asta verkinu, því handritið var nokkuð ómótað þegar æfingatíminn hófst. Í höndunum á óreyndu fólki er svona aðferð áhættusöm og hefur oft endað í misheppnuðum gjörn- ingum – en hér er allt annað að sjá. Í Baðstofunni leiða sex atvinnu- leikarar og þrír tónlistarmenn okk- ur í gegnum róttæka endurskoðun á daglegu lífi á öldum áður. Ekki þó í gegnum ljúfa sveitasögu – langt því frá. Fremur er um að ræða hryll- ingssögu um íslenska menningu sem fæstir vilja reyndar kannast við; um ofbeldi, kúgun, nauðgun og dráp þar sem spilltur prestur og húsbóndi sem er varla mennskur ráða yfir öllum í kringum sig. Þetta er sagan sem sögubækurnar segja okkur ekki. Þó að Hugleikur hafi einhvern tímann sagt að félagsleg gagnrýni í verkum hans sé algjör tilviljun hef- ur hann greinilega mikinn áhuga á samskiptum Íslendinga og ekki síst hvernig þeir haga sér siðferðislega. Þetta má merkja í öllum verkum hans hvort sem um teikningar, leik- rit eða annað er að ræða. Hvort okkur finnst fyndið að horfast í augu við þessa hegðun er svo annað mál, en margir vilja meina að húm- or Hugleiks sé lágkúrulegur og klámfenginn þar sem hann er oftast að gera grín að því versta í fari okk- ar. Það kann vel að vera en Bað- stofan sýnir þó sömuleiðis aðra hlið á Hugleiki því hann sýnir þar líka samúð með því fólki sem hann hlær að. Marbendillinn eða Grænlending- urinn er gott dæmi um það. Hann er utanaðkomandi vera sem lendir í klóm bóndans og er niðurlægður og barinn og meðhöndlaður eins og dýr. Hugleikur sýnir einnig mikla samúð með kvenpersónunum Unni, Sigrúnu og Sólveigu sem þrátt fyrir galla sína eru mun betri en karl- arnir sem vanvirða þær og misnota. Hvort sem manni líkar við Hug- leik og verk hans eða ekki þá er þessi sýning mjög sérstök. Atvinnu- leikararnir sex (Brynhildur, Dóra, Elma Lísa, Stefán Hallur, Valur Freyr og Vignir Rafn) leika frábær- lega vel og missa aldrei tökin á per- sónum sínum í erfiðum og framandi leikatriðum. Tónlistarmennirnir Davíð Þór (Sveinn bóndi) og Helgi (amma) hafa með höndum mun ein- faldari hlutverk; láta ýmis hljóð fara frá sér frekar en að tala. Ilmur Stefánsdóttir leikmyndahönnuður sem hefur unnið með Stefáni og hópnum í Forðist okkur og Legi segir að Baðstofa sé einnig „hljóð- verk“ þar sem öll hljóðin eru búin til á staðnum og eru í stöðugu sam- tali við annað sem er að gerast í sýningunni. Það er því ekki síður fyrir þessi hljóð úr alls konar þekkt- um og tilbúnum hljóðfærum að Bað- stofan verður sérstök og eft- irminnileg. Aðdáendur Hugleiks munu fagna því að fá enn eitt tækifæri til að sjá ímyndunarafl hans lifna við á sviði. Þeir verða örugglega sammála leik- stjóranum sem segir að húmor Hugleiks lýsi upp skúmaskotin. Þeir sem líkar ekki við hann geta með nokkrum rétti haldið því fram að hér séu engar djúpar pælingar á ferð heldur aðeins einföld saga þar sem aðstæður og persónur eru ýkt- ar. Bæði sjónarhornin eru skilj- anleg, en það breytir ekki því að það sem þessi sýning gerir á sinn einkennilega hátt er að hræra í alls konar tilfinningum, góðum og vond- um, sem eiga eftir að fylgja manni lengi – rétt eins og draugarnir tveir sem virðast toga mann til sín í lok sýningarinnar. Það er ákveðinn galdur í því; galdur sem Hugleikur skapar ekki einn heldur hópurinn allur sem heild. Hugmyndaríkur „Aðdáendur Hugleiks munu fagna því […] að sjá ímyndunarafl hans lifna við á sviði.“ Galdur hópsins LEIKLIST Þjóðleikhúsið Leikstjóri: Stefán Jónsson. Höfundur: Hugleikur Dagsson. Leikarar: Brynhildur Guðjónsdóttir, Dóra Jóhannsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Stefán Hallur Stef- ánsson, Valur Freyr Einarsson, Vignir Rafn Valþórsson. Leikmynd: Ilmur Stef- ánsdóttir. Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir. Lýsing: Egill Ingibergsson. Tónlist/leikur: Flís; Davíð Þór Jónsson, Helgi Svavar Helgason, Valdimar Kol- beinn Sigurjónsson. Baðstofan eftir Hugleik Dagsson Martin Stephen Regal HEATHER Mills átti í sex mánaða ástarsambandi við mann að nafni Tim Steel á meðan hún var að kynnast Paul McCartney, að því er segir í breska dagblaðinu News of the World. Steel sem vinnur við kvikmynda- klippingar sagði að Heather hefði haft óþrjótandi þörf fyrir kynlíf og átt ríkulegt safn kynlífstækja sem hún notaði þegar Steel naut ekki við. Í viðtali við blaðið segir Steel að Mills hafi skemmt sér yfir því að McCartney hafi gengið með grasið í skónum á eftir henni og sýndi Steel meðal annars sms-skilaboð frá Bítlinum. Segir hann að Mills hafi aldrei verið sérstaklega hrifin af McCartney en séð ákveðin tækifæri fólgin í því að gift- ast honum. Að undanförnu hefur Mills reynt að telja McCartney á að gera sátt í skilnaðarmáli þeirra en því hefur Bítillinn hafnað. Málið var tekið fyrir í gær og lýk- ur að öllum líkindum í lok þessarar viku. Heather flytur sitt mál sjálf eftir hafa rekið lögfræðiteymi sitt sem hún segir hafa brugðist sér og veitt sér slæma ráðgjöf. Er reiknað með að hún muni fara fram á 50 milljóna punda greiðslu í peningum og 30 milljónir í eignum og viðhald á þeim. Heather Mills og Paul McCartney giftust árið 2002 en skildu fjórum árum síðar. Þau eiga eina dóttur saman, Beatrice, sem er fjögurra ára gömul. Fyrrverandi ást- maður Heather Mills tjáir sig Reuters Heather Mills Fer fram á háar fjárhæðir frá McCartney.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.