Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2008 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Í HNOTSKURN »Skuldatryggingarálag mælirhvað það kostar að kaupa tryggingu gegn því að útgefandi skuldabréfs geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. »Vafningar með ótryggum fyr-irtækjalánum eru farnir að kynda undir markaðsóróanum. EINSTAKLINGAR með vafasamt greiðslumat sem fengu samt hús- næðislán eru nú ekki einir í eldlín- unni vegna ríkjandi markaðsóróa. Síðustu daga hafa ótrygg og skuld- sett fyrirtækjalán hrunið í verði, þess er því vænst að bankar reyni að losa sig við lán þessi á brunasölu- verði, að því er segir í Wall Street Journal. Þá hafi vísitala Standard & Poor’s sem mælir slíka vafninga náð metlægðum í síðustu viku. Þessir hrakningar, en hið sama á við um ýmsa vafninga byggða á námslánum og skuldabréfum útgefnum af sveit- arfélögum, geta saman stráð salti í skuldsett sár fjármálageirans. Fjárfestar draga sig í auknum mæli út úr slíkum lánavafningum, og magna upp byrði bankanna við að losa sig út úr um 152 milljarða dala skuldbindingum síðustu ára. Tryggingarálag aldrei dýrara Skuldatryggingarálagið hrjáir fleiri en íslensku bankana, en sam- kvæmt viðmælendum Bloomberg hafa slíkar tryggingar aldrei verið dýrari. Þannig hækkuðu breskir bankar eins og Abbey, Barclays, HBOS og HSBC um 2-3 punkta, en minni bresk fjármálafyrirtæki eins og Bradford og Bingley og Alliance & Leicester um 10-15 punkta. Í Bandaríkjunum hækkuðu Bank of America og JP Morgan um 1-3 punkta, Lehman, Morgan og Citi um 5-10 punkta og Merrill og Wachovia um 15-20 punkta. Ýmis fyrirtæki fóru ekki varhluta af sviptingunum, t.d. hækkaði álag Carlsberg í Kaup- mannahöfn um 22 punkta, en félagið er ásamt Heineken við kaup á brugg- aranum Scottish & Newcastle. Íslenska krónan setur Ísland í sér- staka stöðu, en evran er við það að rjúfa hundrað króna múrinn. Hand- elsbanken í Danmörku skrifar að ís- lenskar fjárfestingar séu meðal þeirra fjárfestinga sem mótist hvað mest af markaðsáhættu. Á móti muni íslenska myntin finna sterkan meðbyr þegar lygnir á fjármála- mörkuðum, þó ekki glitti í það enn. Fyrirtækjalán burt á brunaútsöluverði Tryggingarálag banka og fyrirtækja hækkar um allan heim Reuters Til sölu Fjárfestar reyna að losna út úr flóknum fjármálavafningum. ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALAN lækkaði um 3% í gær og lauk í 4.848 stigum. Fær- eysku félögin Atlantic Airways, Atl- antic Petroleum og Eik banki virtust ósnortin af íslenska storminum og hækkuðu á bilinu 2,5 til 5%. Þá hækkaði Teymi um 0,8%. Mest lækk- aði Exista, um 5,2%, og fór þó betur en á horfðist fyrr um daginn. Sem fyrr var mest velta með bréf Kaup- þings, fyrir 2,3 milljarða króna. Skuldabréfavelta nam 83% af 34 milljarða heildarveltu dagsins. Gengisvísitala krónunnar er komin í 131 stig, veiking krónunnar nam 0,9%. Tryggingarálag bankanna hækkaði, Kaupþing um 17,5 punkta í 512,5, Glitnir um 22,5 í 467,5 og Landsbankinn um 7,5 í 257,5. Færeyingar standa af sér íslenska storminn ● VILHJÁLMUR Bjarnason hefur fyrir hönd Sam- taka fjárfesta sent FME fyr- irspurn um af- skipti þess af birtingu upplýs- inga um innherja- viðskipti í Spron. Spurt er hvort FME hafi, eins og Spron heldur fram, bannað að birt- ar yrðu upplýsingar um viðskipti stjórnarmanna og á hvaða laga- grunni það væri reist. Þá er spurt hvort FME líti svo á að sama gildi um aðra sparisjóði, en á síðasta ári hafi nokkur þúsund fjárfestar átt viðskipti með stofnfjárhluti í spari- sjóðum fyrir tugi milljarða króna. Brýnt sé að eyða öllum vafa um hvort heimilt eða skylt hafi verið að birta slíkar upplýsingar. Spyrja FME um birt- ingu upplýsinga Spron ● STJÓRN Glitnis segir engan vafa leika á því að kaup bankans á hluta- bréfum Bjarna Ármannssonar við starfslok hans hafi fallið innan vald- heimilda stjórnar og verið eðlileg í alla staði. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá bankanum vegna ummæla Vilhjálms Bjarnasonar um mögulega málsókn vegna þessa. Þar segir að þegar samið hafi verið við Bjarna um gengið 29 krónur, hafi gengi bréfa í bankanum hækkað mjög mikið frá áramótum, það hafi endurspeglað markaðsaðstæður og væntingar á þeim tíma. Gengið hafi svo farið yfir 30 krónur í júlí. Æskilegt hafi verið talið að bankinn keypti öll hlutabréf fráfarandi forstjóra. Kaup á bréfum Bjarna eðlileg ● BAKKABRÆÐUR, þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, hafa „leyni- lega“ keypt 8% hlut í írska félaginu Greencore, stærsta sam- lokuframleiðanda í heimi, en mark- aðsvirði félagsins er um 830 millj- ónir evra, um 82 milljarðar króna. Hlutabréfin voru keypt í gegnum Exista, en á fréttavef Irish Independ- ent segir að bræðurnir sjái fyrir áætl- anir um samruna Greencore við Geest, sem er í eigu Bakkavarar. Við kaupin á Geest varð Bakkavör stærsti framleiðandi á ferskum til- búnum réttum í Bretlandi. Independ- ent greinir einnig frá því að Robert Tchenguiz, stjórnarmeðlimur og 5% hluthafi í Exista, hafi keypt 10% hlut í Greencore. Bréf í Greencore hækkuðu um 5% í gær, lokagengi var 4,20 evrur, en hæsta gengi síðustu tólf mánaða var 5,60 evrur í júní. Bakkavör sameinist samlokurisa? TILBOÐ Microsoft þótti ekki meta fyllilega virði Yahoo, hvorki nú né þegar tekið er mið af framtíð- arhorfum. Þetta kom fram í yfirlýs- ingu Yahoo þegar 44,6 milljarða dala, rúmlega þrjú þúsund millj- arða króna, yfirtökutilboði hugbún- aðarrisans Microsoft var hafnað í gær. Greinendur telja líklegt að Microsoft muni hækka boðið, sem hljóðaði upp á 31 dal á hlut, í að minnsta kosti 35, jafnvel 40 dali á hlut. Ekki kom fram í yfirlýsingu Yahoo hvaða verði er sóst eftir. „Fjandsamleg yfirtaka, þ.e. að kaupa bréf Yahoo á markaði, er ekki heppilegur kostur því tækni- geirinn er viðkvæmur og áhættu- samur. Microsoft veit það,“ segir einn viðmælenda Reuters. Bréf Microsoft lækkuðu um 1,2% í kjölfarið, en síðan tilboðið var birt hafa þau lækkað um 13%. Bréf Yahoo hækkuðu hins vegar um 2,3% og var gengi þeirra tæpir 30 dalir við loka markaða í gær. Samruninn myndi marka hinn stærsta í sögunni í tæknigeiranum. Vanmetið á 3.000 ma. CAPACENT í Danmörku, systur- félag Capacent á Íslandi, hefur skrif- að undir kaupsamning við Institut for Karriereudvikling (IKU) í Dan- mörku. Í tilkynningu frá Capacent segir að IKU sé eitt af leiðandi fyr- irtækjum í Danmörku á mann- auðssviði, það sinni þjónustu á sviði ráðninga og starfsþróunar. Félagið hafi vaxtið töluvert undanfarin ár, starfsmenn IKU eru um 60 og tekjur þess voru um 700 milljónir króna á síðasta ári. Núverandi stjórnendur IKU munu áfram stýra félaginu og verða hluthafar í Capacent í Danmörku. IKU er fjórða félagið sem Capacent kaupir í Danmörku, hin voru KPMG Ráðgjöf, Logistik Gruppen og Ep- inion sem nú eru rekin undir merkj- um Capacent. Skúli Gunnsteinsson, forstjóri Capacent, segir kaupin á IKU mjög mikilvæg, nú fyrst væri þjónustu- framboðið í samræmi við Capacent módelið. Samningaferlið hafi verið langt og strangt, en kaupverðið er trúnaðarmál. Glitnir aðstoðaði við kaupin og fjármagnaði þau að hluta. Starfsmenn Capacent eru nú um 340, 220 í Danmörku og 120 á Ís- landi, en heildarvelta samstæðunnar á árinu 2008 er áætluð verða rúmir fimm milljarðar króna. Skúli segir að verið sé að skoða frekari kauptæki- færi í Danmörku, auk nýrra tæki- færa í Svíþjóð og Þýskalandi. Bæta við sig í Danmörku HALLDÓR J. Kristjánsson bankastjóri Landsbankans, telur, að umfjöll- un The Sunday Times um helgina, þar sem breskum spari- fjáreigendum var ráðlagt að fara varlega í innláns- viðskiptum sínum við íslenska banka, muni ekki hafa áhrif á starf- semina í Bretlandi. Þetta sé hluti af víðtækari umræðu í Bretlandi þar sem hvatt sé til varfærni í innláns- málum almennt og margir bankar hafi verið þar í umræðunni. Halldór bendir á að Landsbankinn sé búinn að vera með innlána- starfsemi í Bretlandi frá árinu 2003 og hinn eftirsótti Icesave reikningur hafi staðið Bretum til boða í eitt og hálft ár. Aldrei hafi fleiri opnað þar reikning á einni viku en í síðustu viku og um helgina hafi um 1.100 ný- ir sparifjáreigendur bæst við. „Landsbankinn er með eina traustustu eigin- og lausafjárstöðu evrópskra banka og í umræðunni í Bretlandi hefur verið komið á fram- færi þeim mikla styrk sem bankinn býr yfir. Landsbankinn hefur ekki verið á þeim hlutum fjármálamark- aðarins sem skapað hafa öðrum bönkum vanda, eins og varðandi húsnæðislán í Bandaríkjunum eða neitt tengt slíku, heldur er þvert á móti í mjög sterkri stöðu. Við þekkj- um innlánamarkaðinn mjög vel, bjóðum góðar vörur og það skiptir mestu máli. Samkeppni um innlán hefur aukist nokkuð vegna mark- aðsaðstæðna en við teljum að Ice- save hafi náð traustri stöðu á mark- aði til langs tíma,“ segir Halldór og bendir á að bundin innlán séu nú ná- lægt 20% heildarinnlána. Fjöldi við- skiptavina sé yfir 150 þúsund og sé mjög traustur grunnur. Ekki náðist í talsmann Kaupþings vegna umfjöllunarinnar í Bretlandi. Fleiri velja Icesave Halldór J. Kristjánsson ?6@$ ?6@%   $% &% A A ?6@& 'B@    &% &% A A C DE "     $% $% A A  F C @    &% &% A A ?6@()% ?6@,.     &% &% A A " 1      1 2345   6++%&&. )* + , -# #, +    G  B:  G  FH    7  G  " "   IF  G> 1$ "  JK "    G  G; "1B"  7" " $ "   6   LM?  8B!9#9  N   O  . * / 01  *-%  K  " K DN " KL   L0 F B"  1  G  P NB" JK " K  G  Q #   N11 "1 ! :! "  R ""  :! "  )  " / 2  S" N  " S  IB "   I G !#"  3 1 45 #1 %     % %  %  %  %    %   %          !" # "   " $ !" %$ " #" #" $$#" #!&"   " #% " $&&"  " #$" ! "  !#" # "  " $%&" &$"   "  "  "  "  " %'!"  "  " R ! G 1 "   !  G   +,,,,),) )*(%((,'% **-(.,),% +,*-*+%*% /*,)+*''' ++/).%)) )*%-((%. ++'('*/*'/ /*))%.%+% ++*')+.. +../'/'*% %(.'.+,+' +-)%... )+*++%/' +-(.... +%*,.... )%,()*% ,*)+.' (+/-'+ ('/... ,)*+.%% (% 8 8 8 /('%,*.. 8 8 (&/. ,*&%. ).&', '&)% )(&.. *.&%% +-&)% (..&.. +(&,% '/&%. %&,. )+&.% %&+. /'&(. )&(- -&*. )/-&%. )%+%&.. ,%.&.. )&.% )*)&.. *&+- 8 8 8 *',%&.. 8 8 (&/+ ,,&+% ))&.* '&+. )(&). *.&(% +-&,. (.+&.. +(&-. ''&.. %&,% )+&), %&+* '.&.. )&(( -&*% )/'&.. )%*/&.. ,%%&.. )&.- )*+&.. *&*. +*&%. 8 8 *''%&.. ).&.. -&%. #:  ! G  % *. '( '- (( ). , )-/ )*' ( () (+ ) % , , % + ) * )' ) 8 8 8 )) 8 8 C1 " "1  !! ))++../ ))++../ ))++../ ))++../ ))++../ ))++../ ))++../ ))++../ ))++../ ))++../ ))++../ ))++../ ))++../ ))++../ ))++../ ))++../ ))++../ ))++../ ))++../ ))++../ ))++../ /++../ (++../ -)++..( ++/+..( ))++../ +%)+../ ),)+../

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.