Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2008 23 stólinn ndurnýj- tól borg- REI- ví að fara ví í stýri- irri til- á að ki aftur Það var g reglur, ég baðst þetta nu, ðila og umræð- ina og En kaðaðist Það ligg- ndi borg- gur or, s vegna pist REI. tt og vel rfar í rir til- ns, sem við isflokks- ber, m.a. ttu á að á að orku- órn OR reysti fara yfir lögur í svo að ð slíku nar OR.“ for- a við t það ðum um góð- kir mikið tuðning m flokks- a – það mál- fyrir og akið á mér. En jafnframt að við skynjum vel þessa óánægju. Þetta er ástand við viljum breyta og við erum sammála um að vinna þetta saman sem hópur og reyna að standa okkur. Það er krafa þeirra sem kusu okkur. En það getur verið erfitt á meðan svona fjöl- miðlaumræða dynur yfir, sem get- ur verið með margvíslegum hætti.“ – Mun yfirlýsing þín í dag efla flokkinn eða hugsanlega valda honum stórtjóni? „Ég vona að flokksmenn sýni okkur skilning á meðan við vinnum okkur út úr þessu máli. Við þurfum virkilega á honum að halda. Við erum með öflugt félag, Vörð – fulltrúaráð sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík, þar sem hundruð manna eiga sæti. Ef hinn almenni flokksmaður sér ekki fljótlega breytingar til hins betra, þá getur hann auðvitað komið skilaboðum til okkar.“ – En borgarbúar? „Borgarbúar gera það í kosn- ingum.“ – Er ekki hætta á að þið fáið einmitt skilaboð þar? „Það má segja það. Við skynj- um þessa óánægju. Við viljum fá tækifæri og tíma og frið til að vinna að þeim mikilvægu málum sem okkur var falið að hrinda í framkvæmd í núverandi meiri- hluta. Að sjálfsögðu viljum við vinna aftur stuðning borgarbúa. Lengst af mældist ég með 50-60% stuðning í minni borgarstjóratíð. Þannig að óvinsældir eða vinsæld- ir stjórnmálamanna geta breyst fljótt.“ – Þú heldur að þú getir náð þér upp aftur? „Ég vil gjarnan gera það. Ég hef starfað sem borgarfulltrúi í 26 ár. Ekki að neinn skuldi mér neitt fyrir það. En ég hef lagt mikið af mörkum í mörgum málum. Þetta verður bara að koma í ljós. Ég yrði ekkert hissa á því ef þetta yrði mitt síðasta kjörtímabil. En ef ég hætti á þessu kjörtímabili, þá ætla ég að hætta á mínum for- sendum.“ Það kemur blik í augun á Vil- hjálmi. „En ekki fyrir þrýsting frá Morgunblaðinu … nei, fyr- irgefðu,“ segir hann og hlær. kifæri ið arfulltrúa Árvakur/Frikki loknum fundi með borgarfulltrúum flokksins. pebl@mbl.is STAÐA Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, hefur veikst og trúverðugleiki hans beðið hnekki. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde, for- sætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, þegar hann svaraði spurningum blaðamanna í Alþingishúsinu í gær. Geir sagði skynsamlegt hjá Vilhjálmi að fara vel yfir stöðu sína en vildi ekki gefa upp hvort hann styddi Vilhjálm til að taka sæti borgarstjóra. Vil- hjálmur þyrfti sjálfur að ákveða það. „Ég tek af- stöðu til þess þegar þar að kemur,“ sagði Geir og var ekki í vafa um að niðurstaða Vilhjálms yrði í þágu Sjálfstæðisflokksins og borgarbúa. Aðspurður sagðist Geir ekki telja atburði und- anfarinna mánuða hafa veikt Sjálfstæðisflokkinn til lengri tíma litið. „Það er alveg ljóst að Sjálf- stæðisflokkurinn í Reykjavík hefur fengið á sig ágjöf og tekið vissar dýfur út af þessum málum en það er ekki ennþá komið fram á landsvísu,“ sagði Geir og bætti við að vonandi myndi það ekki ger- ast enda væri um einangrað mál að ræða sem snerti Reykjavíkurborg. Geir áréttaði að REI-skýrslan hefði ekki leitt neitt nýtt í ljós og að Vilhjálmur hefði þegar beðist afsökunar á aðkomu sinni að þeim málum. Honum hefðu síðan orðið á mistök í sjónvarpsþætti sem hann hefði einnig gert grein fyrir. „Það er líka ljóst að trúverðugleiki hans beið ákveðinn hnekki af því tilefni og hann er að reyna að vinna sig út úr þeim erfiðleikum,“ sagði Geir og vísað til ummæla Vilhjálms í Kastljósi um að hann hefði leitað álits borgarlögmanns varðandi umboð sitt til að sam- þykkja samruna REI og GGE. „Það sem skiptir máli núna er það að allir borg- arfulltrúar flokksins snúi sér að því að fullu að vinna þau verk sem þeim hafa verið falin í þágu borgarbúa,“ sagði Geir. Trúverðugleiki Vilhjálms hefur beðið hnekki Geir H. Haarde gefur ekki upp hvort hann styðji Vilhjálm til borgarstjóra Geir H. Haarde BORGARFULLTRÚAR D-listans sem sátu fundinn í Valhöll í hádeg- inu í gær, og Morgunblaðið náði tali af, sögðu að fundurinn hefði verið góður og umræður hrein- skiptnar og einlægar. Hvað varðar stuðning þeirra við Vilhjálm Þ. Vil- hjálmsson í sæti borgarstjóra töldu þeir að Vilhjálmur þyrfti að fá að ráða ráðum sínum sjálfur. Ekki náðist í Þorbjörgu Helgu Vigfús- dóttur við vinnslu þessarar fréttar. Ekki í verkahring borgarstjórnarflokksins „Ég tek undir það með formanni flokksins þegar hann segir að staða oddvita borgarstjórnarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hafi veikst á undanförnum dögum,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins og for- seti borgar- stjórnar í gærkvöldi. „Það er hins- vegar ekki í verkahring borgarstjórnarflokks- ins að ákveða hvort kjörnir fulltrú- ar í okkar hópi skuli vera eða víkja. Ég skil að Vilhjálmur telji sig þurfa að meta sína stöðu og er sammála honum um að of snemmt sé að kveða upp úr með það hvort ein- hverjar breytingar verða á þeirri skipan mála að hann taki við emb- ætti borgarstjóra. Sá aðili sem tek- ur að sér það embætti verður að njóta mikils og almenns trausts, og ég veit að Vilhjálmur, líkt og við öll, áttar sig á því. Það er ekki langt síðan hann naut bæði góðs trausts og stuðnings sem borgarstjóri. Og þess vegna veit ég að ákvörðun hans mun auðvitað fyrst og síðast taka mið af hagsmunum Reykvík- inga og Sjálfstæðisflokksins.“ arfulltrúanna og farið yfir stöðuna frá sínum sjónarhóli. Júlíus Vífill kvaðst ekki hafa séð ástæðu til að fresta fundi menntaráðs vegna fundar borgarfulltrúanna. Stjórn- un borgarinnar hefði gengið fyrir. Aðspurður hvort Vilhjálmur nyti stuðnings til að verða aftur borg- arstjóri sagði Júlíus Vífill að Vil- hjálmur hefði sjálfur sagt að hann ætlaði að skapa sér ákveðið ráðrúm til að fara yfir þau mál og skoða með tilliti til þess hvaða stuðnings hann nýtur. Júlíus Vífill kvaðst hafa fullan skilning á þeirri stöðu sem Vilhjálmur er nú í. „Ég mun ræða þetta við hann í þeim mikla vinskap sem milli okkar ríkir, þeg- ar þar að kemur, og styðja hann í þeirri ákvörðun sem hann mun taka. Ég veit að hún verður tekin í góðri samvinnu og samráði við okk- ur borgarfulltrúana,“ sagði Júlíus Vífill. Ótímabær spurning Kjartan Magnússon borgar- fulltrúi kvaðst ekki hafa verið á fundi borgarfulltrúanna í gær. Hann var á ferðalagi úti á landi þegar fundurinn var haldinn. Kjartan kvaðst hafa heyrt í félögum sínum eftir fund- inn og sagði ljóst af þeim samtöl- um að mikil ein- drægni ríkti í hópnum. Kjartan taldi að spurning um traust á Vilhjálmi sem borgarstjóra væri ótímabær. „Vilhjálmur ætlar að að skoða sína stöðu og sagði sjálfur að hann ætlaði að meta hana,“ sagði Kjartan. „Ég tel að það sé óþarft að svara þessari spurningu fyrr en Vilhjálmur hefur gefið upp hvað hann ætlar að gera.“ hefði verið góð- ur. „Vilhjálmur ætlar ekkert að hlaupa frá okk- ur,“ sagði Jór- unn. Hún sagði að umræður á fundinum hefðu verið opinskáar og ljóst væri að Vilhjálmur mundi fara yfir sína stöðu og skoða hana í fram- haldinu. „Við þurfum fyrst og fremst að fara að vinna fyrir borg- arbúa,“ sagði Jórunn. En telur hún að Vilhjálmur njóti stuðnings til að verða borgarstjóri? „Það kemur í ljós og hann verður að meta það sjálfur þegar þar að kemur. Ég get ekki svarað því á þessari stundu,“ sagði Jórunn. Hún kvaðst styðja Vilhjálm nú sem odd- vita sjálfstæðismanna í borgar- stjórn. Styður ákvörðun Vilhjálms Júlíus Vífill Ingvarsson borgar- fulltrúi sagði að hádegisfundur borgarfulltrúa sjálfstæðismanna í gær hefði verið mjög góður. „Menn fóru yfir stöðuna og það sem hefur verið rætt á undanförnum dögum. Það rík- ir mikill einhug- ur og sáttfýsi í okkar hópi. Nið- urstaðan varð sú að Vilhjálmur gerði grein fyrir þessari niðurstöðu sjálfur og aðrir ákváðu að láta hann einan um það,“ sagði Júlíus Vífill. Hann kvaðst sjálfur hafa þurft að víkja af fundinum fyrr en flestir aðrir til þess að stýra fundi menntaráðs Reykjavíkur sem hófst kl. 13.00. Þess vegna hefði hann tekið snemma til máls á fundi borg- Fór yfir málin af hreinskilni „Vilhjálmur gerði borgarstjórn- arflokknum grein fyrir sinni af- stöðu, fór yfir málið á mjög hrein- skilinn hátt,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi og for- maður borgar- stjórnarflokks sjálfstæðis- manna. „Mjög marg- ir vildu fá að tjá sig og það var mikill sam- hljómur í af- stöðu manna. Flestir lýstu þeirri reiði sem þeir höfðu fundið fyrir um helgina í borginni. En sögðu jafnframt að við yrðum að standa þetta af okkur og þeir virtu ákvörðun Vilhjálms. Málið hefur verið erfitt fyrir þenn- an hóp, alveg síðan í október þegar REI-málið kom fyrst upp. Og hóp- urinn hefur gengið í gegnum ótrú- lega margt saman á þessum stutta tíma sem liðinn er síðan þá. Það var mál manna að þessi REI-skýrsla og ummæli Vilhjálms í Kastljósinu væru ekki eina ástæðan fyrir þeirri reiði sem blossað hefur upp, enda langt frá því að vera það versta sem komið hefur upp í þessu ferli öllu. REI-skýrslan rennir meira að segja stoðum undir allt það sem við sjálfstæðismenn höfum sagt um það mál. Við höfum gert hreint fyr- ir okkar dyrum. Það hafa ekki allir flokkar gert. Reiðin sem við finnum öll fyrir er hins vegar uppsöfnuð og ekkert eitt einstakt tilvik sem hægt er að benda á. En það er ljóst að trúverðugleiki hópsins hefur beðið skaða. Menn voru sammála um það að veita Vilhjálmi þann tíma sem hann biður um til þess að íhuga sína stöðu.“ Styður Vilhjálm sem oddvita Jórunn Frímannsdóttir borgar- fulltrúi sagði að hádegisfundurinn Munu virða ákvörðun Vilhjálms Hanna Birna Kristjánsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson Gísli Marteinn Baldursson Kjartan Magnússon Jórunn Frímannsdóttir Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is Í ANDDYRI Valhallar bíða yfir tuttugu fjölmiðlamenn. Von er á Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni. Fjöl- miðlamenn standa í þeirri trú að blaðamannafundur hefjist klukkan eitt, en síðar kemur á daginn að borgarfulltrúarnir vissu ekki af því. „Við bíðum enn í Valhöll, þessar fimm mínútur hafa dregist á lang- inn,“ segir fréttamaður í beinni. Tökuvélum er beint að stiganum í Valhöll. Landsmenn geta talið þrepin. Reglulega fer kliður um hópinn þegar einhver kemur niður stigann. Myndavélarnar á loft. Og hljóðnemarnir. Oftar en ekki eru það við- skiptavinir tannlæknastofunnar á þriðju. Sjaldan hefur verið svona spennandi að fara til tannlæknis. ana. Kæru félagar. Ófriður í aðsigi. Milli vonar og ótta. „Þegar Villi kemur niður verða allir sofnaðir... hroorrrr,“ heyrist í fréttamanni. Um leið er hrópað: „Hanna Birna og Gísli Marteinn eru fyrir utan!“ Nokkur reiði brýst út. Þau dirfð- ust að sneiða hjá myndavélunum. „Viltu kaffi?“ spyr Vilhjálmur þegar blaðamaður gengur inn í fundarherbergið. „Mjólk?“ „A-arna Schra-am!“ kallar Krist- ín Hrefna Halldórsdóttir og hleypir henni inn. „Ég er bara að reyna að lífga upp á þetta,“ bætir hún við og hlær. Ágúst Ragnarsson starfsmaður flokksins situr makindalega með blaðamanni DV fyrir utan og hefur orðið: „Svo þegar við komum á aðra golfvelli...“ fyrir fjölmiðlastéttinni?“ „Þetta er enginn stóri dómur,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir þegar blaðamaður rekur inn nefið á annarri hæð til að athuga hvenær búast megi við tíðindum. Eins og hún sé að spila niður væntingar blaðamannastéttarinnar. – Hvað er að gerast! segir æstur fjölmiðlungur þegar blaðamaður snýr aftur í anddyrið. – Ekkert, svarar annar íbygginn. Sem er nærri sönnu. Nema þegar Guðjón Þórðarson þjálfari gengur inn í Valhöll. „Heldurðu að það hafi ekki verið erfitt þegar Skaginn tapaði fyrir Breiðablik 3-0 og tapaði áður fyrir HK,“ segir Guðjón og lítur á blaða- mann þýðingarmiklu augnaráði. „Ég leysti það.“ Enn líður tíminn. Blaðamaður skoðar bókaskáp- „Það er ekkert fréttnæmt að fá okkur niður stigann,“ segja eldri hjón afsakandi. „Á forsíðuna!“ heyrist í útvarps- manni. Sumir staldra við, forvitnir með nýviðgerðar tennur, og bíða með fjölmiðlamönnunum. Svo brestur þolinmæðin og þeir hverfa á braut. Tíminn líður. Bíp. Skilaboð frá traustum sjálf- stæðismanni: „Free Willy“. Þetta er stóra SMS-málið. Ótal SMS berast í anddyrið, enda sent þaðan út í beinni og ekkert annað að sjá en fjölmiðlamenn að stanga úr tönnunum og bora í nefið. „Af hverju eruð þið svona fýld,“ stendur í einu skeytinu. Bjarni Benediktsson horfir stó- ískur yfir hópinn af málverki í fund- arherberginu og má lesa úr svip gamla ritstjórans: „Er svona komið Við bíðum enn í Valhöll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.