Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2008 31 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Heilsa Mikið úrval fæðubótarefna Prótein - Kreatín - Glútamín - Gainer Ármúla 32. Sími 544 8000 Opið mán.-fös. frá kl. 10-18. Lr- kúrinn er tær snilld Viltu vita hvernig ég léttist um 22 kg á aðeins 6 mánuðum? Aukin orka, vellíðan og betri svefn. www.dietkur.is - Dóra, 869 2024. Húsnæði í boði Lúxusíbúð í Florida til leigu! Höfum til leigu 3 herbergja íbúð í hjarta Orlando, 5 mín akstur frá öllum helstu skemmtigörðum, 8.500 kr nóttin. Myndir á http://www.evesta. is/Vacation-Rentals/34716.aspx og í síma 895 2489. Íbúð til leigu Björt og falleg 2 herbergja íbúð til leigu í Njarðvík. Verð 75 þús. Íbúðin er laus strax. Upplýsingar gefur Berglind í síma 868 8376. Atvinnuhúsnæði Til leigu 100 fermetra atvinnu- húsnæði við Lónsbraut í Hafnarfirði. Góð lofthæð, 4x4 innkeyrsludyr. Uppl. síma 892-7121 Meðferðarherbergi til leigu Glæsileg aðstæða í heilsuverndar- stöðinni, ýmsir leigumöguleikar. Nálastungur Íslands ehf. s. 458-9400 og 863-0180 Sumarhús Sumarhús - orlofshús . Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Námskeið Vefinn í verklagið: Spennandi námskeið "Láttu netið vinna fyrir þig" 21. feb. fyrir fagfólk á ýmsum sviðum, háskólanema o.fl. "Konur - með á nótunum" 28. feb. Nánari uppl. á á www.infopro.is. Microsoft-kerfisstjóranám MCSA-kerfisstjóranámið hefst 25. febr. Nýr Windows Vista áfangi. Nokkur sæti enn laus. Upplýsingar á www.raf.is og í síma 863 2186 (Jón). Rafiðnaðarskólinn. Golf Famhaldsaðalfundur Golfklúbbs Bakkakots verður haldinn þriðjudaginn 19. feb. nk. að Síðumúla 35 og hefst kl. 20. Tilkynning þess efnis hefur verið send félagsmönnum. Stjórn GOB Til sölu Til sölu fatastandar fyrir verslanir, slár á hjólum og herðartré. Upplýsingar í síma 6963900 Tékkneskar og slóvenskar handslípaðar kristal- ljósakrónur. Mikið úrval. Frábært verð. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Stórir skór.is hætta 50-70% afsláttur af öllum dömuskóm í stærðum 42-44 og herraskóm í stærðum 47-50. Opið í dag kl. 16-18.30. Síðasti dagur á föstudag. Ásta skósali, Súðarvogi 7, sími 553 60 60. Óska eftir Sómi óskast Óska eftir góðum sóma bát. Verð 1- 4 milljónir. Upplýsingar í síma 693 5361. Þjónusta Raflagnir og dyrasímaþjónusta Setjum upp dyrasímakerfi og gerum við eldri kerfi Nýlagnir og endurnýjun raflagna. Gerum verðtilboð Rafneisti sími 896 6025 lögg. rafverktaki • www.rafneisti.is Hitaveitur/vatnsveitur Þýskir rennslismælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís sf., símar 567 1130 og 893 6270. Byggingavörur www.vidur.is Harðviður til húsbygginga. Vatns- klæðning, panill, pallaefni, parket o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði. Sjá nánar á vidur.is. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Ýmislegt 580 7820 580 7820 Vefhýsing og heimasíðugerð Svissnesk gæði á ótrúlegu verði. 50GB á 115 evrur. Við erum að tala um ársverð .... lestu meira hér á netsíðu: www.icedesign.ch Fóðruð vetrarstígvél fyrir dömur í úrvali. Stærðir 37 - 42 Verð frá: 6.850.-.- Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070. Opið mán.-föst. 10-18, og laugardaga 10-14 Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. Febrúartilboð Lín design Fífan með 15% afslætti Sængurver+ koddaver, íslensk hönnun, áður 6.020 nú 5.120. Íslensku dýrin með 15% afslætti Sængurver 100x140 + koddaver 35x50 áður 5.650 nú 4.802 Rúmteppi 100x160 áður 7.200 nú 6.120 Gæða sængurfatnaður með 15% afslætti. Hvít sængurver + koddaver, 300 þráða bómull áður 5.440. Nú kr. 4.624 Lín Design – einstakt heimili Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið. Sími 533 2220, www.lindesign.is Vélar & tæki Til leigu með/án manns. Gerum einnig tilboð í hellulagnir og drenlagnir. Upplýsingar í síma 696 6580. Bílar Opel Corsa 1.2 Comfort Skráður 2001. Ekinn 115 þús. km. Nýskoðaður. Verð kr. 350 þúsund. Upplýsingar í síma 848 2146. INSA TURBO VETRARDEKK 185/65 R 14, kr. 5900 185/65 R 15, kr. 5900 195/65 R 15, kr. 6400 205/55 R 16, kr. 8500 225/45 R 17, kr. 12900 Kaldasel ehf, hjólbarðaverkstæði Dalvegi 16 b, Kópavogi, s. 544 4333. Jeppar Volvo XC90, diesel árg. 2007 Umboðsbíll, Gæðabíll í fullri ábyrgð. Inscription leður, lúga, krókur, 7 manna o.m.fl. Verð 6,3. Tilboð eða skipti. Uppl. 660-1000. Þjónustuauglýsingar 5691100 ÞÁTTTAKA stúlkna og kvenna á skákmótum á Íslandi hefur aukist á undanförnum árum. Vísir er kominn að öflugum kjarna ungra stúlkna sem tefla mikið og reglulega eins og sýndi sig um síðustu helgi þegar Íslands- mót grunnskólasveita í stúlknaflokki var haldið og Íslandsmót stúlkna. Átta sveitir mættu til leiks á Ís- landsmóti grunnskólasveita í stúlknaflokki og varð snemma ljóst að keppnin um efsta sætið stæði á milli sveitar Rimaskóla og Grunn- skóla Seltjarnarness. Með Sigríði Björgu Helgadóttur og Hrund Hauksdóttur í broddi fylkingar náði sveit Rimaskóla yfirhöndinni og knúði fram sigur á mótinu með vinn- ingsforskoti. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Rimaskóli A 25½ v. af 28 mögu- legum. 2. Grunnskóli Seltjarnarness 24½ v. 3. Salaskóli A 20 v. 4. Hjallaskóli A 17½ v. 5. Salaskóli B 7½ v. 6. Hólabrekkuskóli 7 v. 7. Hjallaskóli B 5½ v. 8. Rimaskóli B 4½ v. Á sunnudeginum, degi eftir sveita- keppnina, fór Íslandsmót stúlkna fram og var teflt í tveim flokkum, eldri og yngri flokki. Í eldri flokki tefldu stúlkur sem ganga í 8.–10. bekk og urðu Sigríður Björg Helga- dóttir úr Rimaskóla og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir úr Hagaskóla jafnar og efstar með 3½ vinning af 4 mögulegum en Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, sem gengur í Grunnskóla Seltjarnarness, hreppti bronsið. Sigríður og Hallgerður munu heyja síðar einvígi um Íslands- meistaratitilinn. Í yngri flokknum tóku 25 stúlkur þátt og hafði Hrund Hauksdóttir úr Rimaskóla nokkra yf- irburði en hún fékk fullt hús vinn- inga, sjö vinninga af sjö mögulegum. Lokastaða efstu keppenda varð ann- ars þessi: 1. Hrund Hauksdóttir 7 v. af 7 mögulegum. 2. Hulda Rún Finnbogadóttir 6 v. 3.–5. Hildur Berglind Jóhanns- dóttir, Sonja María Friðriksdóttir og Sóley Lind Pálsdóttir 5 v. 6. Margrét Rún Sverrisdóttir 4½ v. 7.–10. Selma Randani, Aldís Birta Gautadóttir, Ástrós Lind Guðbjörns- dóttir og Klara Malín Þorsteinsdótt- ir. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á www.skak.blog.is. Stefán og Dagur í Ungverjalandi Alþjóðlegi meistarinn Stefán Kristjánsson (2476) og Dagur Arn- grímsson (2359) taka þátt í stór- meistaraflokki fyrstu laugardags- mótaraðarinnar sem fer senn að ljúka í Búdapest í Ungverjalandi. Alls taka þrettán skákmenn þátt í þessu lokaða móti og í níundu umferð lagði Stefán pólsku skákkonuna og alþjóðlega meistarann Iwetu Rajlich (2437). Stefán hefur fjóra og hálfan vinning af átta mögulegum en Dagur hefur þrjá vinninga af níu mögu- legum. Meistaramót Hellis 2008 Hið árlega meistaramót Tafl- félagsins Hellis hófst í vikunni og verða tefldar kappskákir. Tefldar verða sjö umferðir og lýkur því 25. febrúar næstkomandi. Mótið er kær- komið fyrir þá sem vilja koma sér í æfingu fyrir alþjóðlega Reykjavíkur- mótið sem hefst í byrjun mars. Nán- ari upplýsingar um mótið er að finna á www.hellir.com. daggi@internet.is Vel heppnað Íslandsmót stúlkna SKÁK Skáksamband Íslands ÍSLANDSMÓT STÚLKNASVEITA OG ÍSLANDSMÓT STÚLKNA 9.–10. febrúar 2008 Morgunblaðið/ Barátta Sveit Rimaskóla, t.v., hafði betur í baráttunni um Íslandsmeist- aratitilinn en Seltirningarnir. Helgi Áss Grétarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.