Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2008 27 MINNINGAR ✝ Hallur Guð-mundsson fædd- ist í Auðsholti í Biskupstungum 27. apríl 1922. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 2. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Hallsson, f. 14. júní 1895, d. 14. júní 1942, og Ágústa Ingjaldsdóttir, f. 20. ágúst 1892, d. 7. nóvember 1984. Systkini hans eru Guðjón, f. 9. febrúar 1924, kvæntur Jónu Guð- rúnu Einarsdóttur, f. 31. ágúst 1927, d. 8. júlí 1995, og Sigríður, f. 17. október 1929, gift Ólafi Kristjáni Helgasyni, f. 5. desem- ber 1921, d. 4. september 2005. Hallur kvæntist 21. júlí 1956 Súsönnu Guðmundsdóttur, f. 1. september 1930. Þau eiga tvær dætur, þær eru: 1) Ágústa, f. 27. október 1956, gift Agnari Loga Axelssyni, f. 21. september 1957, þau eiga tvö börn, Hall Ólaf, f. 9. mars 1982, kvæntur Kristínu Lilju Jónsdóttur, f. 1. apríl 1984, þau eiga tvö börn og Gunnar Loga, f. 27. ágúst 1990. 2) Kristín Margrét, f. 30. mars 1958, gift Guðmundi Bergmann Borgþórs- syni, f. 13. ágúst 1956, þau eiga þrjú börn, Borgþór, f. 8. janúar 1978, hann á tvö börn, Súsönnu Höllu, f. 27. september 1985, unn- usti Helgi Þór Helgason, f. 13. október 1983, þau eiga tvö börn og Anton Bergmann, f. 20. maí 1994. Sonur Súsönnu og fóst- ursonur Halls er Pétur Hauksson, f. 12. október 1952, í sambúð með Guðrúnu Kristínu Erlingsdóttur, f. 13. apríl 1956, þau eiga tvö börn, Pétur Magnús, f. 1. mars 1984, og Önnu Mar- gréti, f. 5. apríl 1988. Fyrir átti Pét- ur tvo syni, Guð- mund Kristin, f. 27. nóvember 1972, kvæntur Sólveigu Wium, f. 23. apríl 1973, þau eiga þrjú börn og Reyni Við- ar, f. 7. september 1976, unnusta Duan Buakrathok, f. 29. október 1977, þau eiga eitt barn. Hallur er fæddur og uppalinn í Auðsholti í Biskupstungum ásamt systkinum sínum. Hallur tók ung- ur við búi ásamt móður sinni. Í Auðsholti var mjög gestkvæmt en þar dvaldi hjá þeim mæðginum ungt fólk og var Guðrún Ólafs- dóttir, systurdóttir hans, þar yngst, aðeins sjö vikna gömul er hún kom þar fyrst. Einnig átti Einar Finnbogason, bróðursonur hans, þar sumardvalarstað frá níu ára aldri. Mjög náin tengsl voru milli þeirra. Árið 1954 fluttu þau mæðgin búferlum til Reykjavíkur og hóf hann þá starf hjá Gamla kompaníinu. Árið 1955 kynntist hann Súsönnu. Þau bjuggu á Langholtsvegi þar til 1973 er þau fluttu á Kóngsbakka og að lokum í Vallengi 15. Hallur starfaði hjá Snæbirni Ásgeirssyni hjá Spón hf. og svo í seinni tíð hjá Sambandinu og síðar hjá Karli Ólafssyni við kartöflupökkun til 77 ára aldurs. Útför Halls fór fram í kyrrþey, að ósk hins látna. Nú svíða harma sárin nú sveipast rökkri grund nú titra tár á hvarmi á tregans þungu stund. Nú blikna vonir bjartar á blómin fölva slær. Nú verðum við að skilja vinur hjarta kær. Nú vinur vil ég þakka er vegir skiljast hér þá auðlegð alla er veittir af ástúð þinni mér. Minn þó dvelji muni minningunum hjá með orðum ei kann segja það allt er vildi tjá. Þú varst minn eiginmaður þú varst mitt líf og sól þú varst það allt er unni mitt yndi hlíf og skjól. Þín hetjulundin hreina þín hugarró og tryggð þín vinátta og vilji voru á kletti byggð. Þú áttir allra hylli þú áttir barnins lund þú áttir hreinleik hjartans og hlýja og styrka mund. Þú vildir verma og græða og veita birtu í sál. Alla auma gleðja var æ þitt hjartans mál. Á guðs þíns gleði vegi nú genginn ert á braut frá jarðlífs svölum sölum og sjúkdóms harðri þraut. Um stund ég enn má una uns andinn frelsi nær. Þá veit ég að mín vitjar vinur hjarta kær. Kveðja eiginkona. Elsku yndislegi bróðir minn, með örfáum orðum ætla ég að minnast þín, þú gafst ekki mikið fyrir orðmælgi. Í mínum huga ert þú faðir og bróðir minn. Ég var 12 ára þegar faðir okkar lést, þú 18 ára og Guðjón bróðir okkar 16 ára, svo þú varðst strax sjálfkjörinn í húsbóndasætið enda vandanum vaxinn, snemma svo ábyrgðarrík- ur. Móðir okkar lét ekki deigan síga, svo áttum við í Auðsholti ein- staka nágranna sem hjálpuðu okk- ur mikið og verður aldrei fullþakk- að. Nú hefur hópurinn þynnst og flestir farnir af okkar kynslóð. Elsku bróðir minn, ég á þér mik- ið að þakka, þau eru mörg hand- tökin þín í mínu húsi og allt unnið af þinni einstöku elsku. Það er margs að minnast þegar ég horfi til baka. Þú hugsaðir lítið um sjálf- an þig en ég sé þig fyrir mér þegar þú sóttir fyrir okkur hestana og lagðir á en sjálfur varstu alltaf heima og þar var alltaf nóg að gera. Þú áminntir okkur að fara varlega, alltaf hugsandi um aðra. Fjölskyldu þinni hefur þú verið einstakur. Vakinn og sofinn yfir velferð þeirra. Elsku Súsanna og fjölskyldan öll, mínar hjartanlegu samúðar- kveðjur til ykkar allra. Þar sem góðir menn ganga þar eru guðs vegir, þannig gerðar var bróðir minn. Hjartans þökk fyrir allt og allt. Þín systir Sigríður. Elsku Hallur. Það eru svo ótal mörg ár síðan við hittumst fyrst þegar þú vannst hjá Spón hf. Þá var ég einungis fimmtán ára ung- lingur í Vogaskólanum og kom til þín með allt sem þurfti til að spón- leggja. Alltaf tókst þú á móti okkur krökkunum með einstakri alúð og staflaðir spónaplötunum af natni í staflann. Oft hugsaði maður þá að þetta kæmi rétt spónlagt til baka, og það brást aldrei. Slík var einurð þín við vinnu og skipulagningu sem þér var einum lagið. Seinna meir lágu leiðir okkar saman sem aldrei skildi, allt þar til þú kvaddir okkur á eftirminnilegan hátt á Landspít- alunum aðfaranótt annars febrúar sl. Árið 1974 kynnist ég dóttur þinni Ágústu og tókst með okkur vinskapur og ást sem staðið hefur síðan. Ég gleymi aldrei þeirri stundu þegar ég kom með Gústu heim á Kóngsbakkann og sá þig þar sem föður hennar, var þar kominn maður sem ég þekkti vel. Einhvern veginn hafðir þú þannig lag á öllu í umhverfi þínu að öllum leið vel í kringum þig. Stundum gat umræðan orðið ansi hörð um stjórnmál okkar á milli og ég held að stundum hafir þú skynjað að ég var á köflum að stríða þér en þú sast alltaf við þinn keip í allri um- ræðu og tókst sjaldnast rökum. Þetta er svo lýsandi fyrir þrjósku og lífsvilja þinn fyrir fjölskyldu og þjóð. Ég efast um að ég eigi nokk- urn tímann eftir að kynnast jafn miklum öðlingi og þér sem vildir berjast fyrir velferð allra annarra. Stundum gleymdir þú jafnvel þér sjálfum. Mér varð brugðið þegar þér skrikaði fótur í flokksmálum og þú kvaddir Framsóknarflokk- inn, flokk sem þú hafðir starfað fyrir og gekkst til liðs við Vinstri græna. Síðasta umræða okkar um stjórnmál var í febrúar á síðast- liðnu ári og mun ég aldrei gleyma þeim þjóðerniskrafti sem þú ólst með þér. Aðeins einu ári eftir að við Gústa kynntumst ákváðum við að flytja saman og einnig á sama tíma að kaupa okkar fyrstu íbúð. Ekki kom annað til greina af þinni hálfu og Súsönnu en að við byggjum hjá ykkur á meðan á byggingu okkar fyrstu íbúðar stóð. Þegar við Gústa fluttum að heiman frá ykkur fann ég fyrst hversu þú og Gústa voruð gífurlega náin. Þegar okkur Ágústu fæddist fyrri sonur okkar kom ekkert annað nafn en Hallur í huga og var hann skírður Hallur Ólafur. Það skýrir hversu ofarlega í huga þú varst okkur hjónum frá fyrstu tíð og eins hversu þið hjón voruð ávallt greiðvikin við afa minn og ömmu, sem ég ólst upp hjá. Það var gaman að sjá hversu þú lagðir alla tíð natni við að kynnast báðum drengjunum okkar Gústu með því að koma um helgar og taka þá með í sund og skoða hest- ana og dýrin í umhverfi okkar sem þér voru svo hugleikin alla tíð. Okkur hefur ekki alltaf liðið vel svo fjarri þér í veikindum þínum og ekki getað komið í heimsókn og stutt þig, en við vissum að Haddi færði þér kveðju okkar. Það var okkur svo kærkomið að vera hér á landi og geta hitt þig og kvatt á hinnstu stundu. Elsku Hallur, ég vil þakka þér fyrir allar samverustundir okkar. Megi Guð varðveita þig og vernda og hafðu ekki áhyggjur af fjöl- skyldunni, þar verður allt í besta lagi á komandi árum. Agnar Logi Axelsson. Það er sumar og sól. Ég er í skemmtilegu ferðalagi með frænda mínum Halli Guðmundssyni og Sú- sönnu konu hans. Ég er bara lítill drengur og er í aftursætinu með frænkum mínum Ágústu og Krist- ínu. Vegurinn liggur bugðóttur upp og niður brekkur. Þetta er mal- arvegur og rykið þyrlast í ský fyrir aftan okkur. Hallur frændi er við stýrið. Skyndilega heyrist eins og hvellur og hvítt ský liðast upp und- an vélarhlífinni. Okkur bregður. Hallur stöðvar bifreiðina og fer að skoða undir vélarhlífina. Vélin hef- ur ofhitnað og við þurfum að bíða meðan hún kólnar. Nesti er tekið fram og saman setjumst við niður í laut við lítinn læk. Það liggur vel á okkur öllum og það er gott að vera til. Ég finn það á Halli að honum líður sérstaklega vel enda erum við komin í sveitina og hann fer að segja okkur sögur úr sveitinni þeg- ar hann var strákur og var að alast upp. Sveitin hans er bærinn Auðsholt í Biskupstungum. Hann segir okk- ur sögur af hundinum Strút sem var vitrastur allra og skildi allt sem við hann var sagt. Traustur og dýrmætur vinur. Hallur segir okk- ur sögur af litlu systur sinni Siggu og bróður Guðjóni. Bærinn Auðs- holt rís eins og ævintýrahöll fyrir sjónum okkar barnanna. Sögur af skautaferðum þegar Hvítá lagði af ís. Smalaferðum með fé á fjall og réttunum. Saman renna sögurnar í ævintýraheim þar sem allt er gott og fallegt. Gamla sveitin hans Auðsholt var honum dýrmæt minning og þangað reikaði hugurinn oft. Veröldin sem Hallur fæddist inn í var ekki ólík þeirri er forfeður hans lifðu enda búskaparhættir í eðli sínu svipaðir og verið hafði um aldir. Það hefur líklega verið erfitt að framfleyta heimilinu á þessum tíma. Kynslóðin er ólst upp varð að sætta sig við lítið og gera sem mest úr því sem til var. Samvinna og hjálpsemi voru einkunnarorð í sveitum landsins. Hallur tók ungur við búinu ásamt Guðjóni bróður sínum og saman ráku þeir búið ásamt móður sinni eftir fráfall föður þeirra. Það hefur án efa verið mikið álag fyrir Hall þá tæplega tvítugan og bróður hans að taka við búinu sem þá var leigujörð. En þeir bræður gengu þá þegar í að kaupa jörðina og greiða upp á tveimur árum. Líklega hefur mörg- um þótt heldur djarft teflt af svo ungum mönnum. En með dugnaði og eljusemi tókst þeim að eignast jörðina. Auk þess byggðu bræð- urnir nýtt fjós og hlöðu. Og gjör- breytti það öllum húsakosti og gerði búið hið besta. Hallur hafði mikla ánægju og gleði af búskapnum og greinilegt að það lá vel fyrir honum. Hann var mikið fyrir skepnur og hafði ánægju af að hirða fé og fórst það vel úr hendi. Sannaðist hið gamla að ef verkið er unnið af ánægju og gleði er það leikur einn. En búið óx og dafnaði í höndum hans. Hallur hefur nú fengið hvíld eftir langa og farsæla ævi. Hann hlaut virðingu og vináttu samferða- manna sinna. En hann var ætíð hinn hægláti og ljúfmannlegi mað- ur sem var fjölskyldu sinni eins og klettur og ekkert raskaði ró hans. Um leið og ég kveð föðurbróður minn með þakklæti bið ég Guð að blessa minningu hans. Einar G. Guðjónsson. Elsku Hallur, margar góðar minningar á ég úr Vallenginu. Þú varst mikill og sterkur persónu- leiki, ekki bara afi Hadda míns, heldur hans besti vinur. Ég mun aldrei gleyma okkar skemmtilegu og eldheitu umræðum um stjórn- mál í eldhúskróknum þínum þar sem kaffi, ristað brauð og þín eigin rabarbarasulta var ávallt á borð- um. Þér fannst ómögulegt að ég vildi hafa kaffið ómengað. Þótt þú værir þrjóskur þá tókst þér ekki að breyta kaffivenjum mínum, en reyndir það þó oft. Alltaf var gott að koma í sunnudagssteikina til ykkar Súsönnu, þú passaðir upp á að fjölskyldan færi vel södd heim. Þú studdir okkur Hadda mikið þegar við byrjuðum að búa saman og bauðst okkur í mat minnst tvisvar í viku. Oft talaðir þú um hvað þú hafðir gaman af því að fara í sund og ekki síst að spjalla um pólitíkina í heita pottinum í Grafarvogslauginni. Alla tíð varstu mikill vinnuþjarkur og seinni árin þín notaðir þú mikið í lestur bóka. Þú varst nafli fjölskyldunnar og mun ég ávallt sakna þín. Ég mun láta strákana okkar Hadda muna eftir þér alla tíð með þeim fjölda góðra minninga sem við eigum. Í stuttu máli varst þú einfaldlega maður sem ekki er hægt að gleyma. Elsku Súsanna, Ágústa, Kristín, Pétur og fjölskyldur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi góður Guð gefa ykkur styrk til að komast í gegnum erfiða tíma. Kristín Lilja Jónsdóttir. Hann Halli uppáhaldsfrændi minn er látinn. Hann var búinn að vera mikið veikur nú í vetur, inn og út af spítala.Nú síðast þegar ég hitti hann, í næstsíðustu spítalaleg- unni, var hann fullur bjartsýni, á að hann væri miklu betri og hreif hann okkur með sér í þessu bjart- sýniskasti eins og hans var von og vísa. Nú hrannast minningarnar upp og af nógu er að taka. Ég var nefnilega svo ljónheppin að fá að vera í sveit hjá ömmu og Halla í Auðsholti með annan fótinn fyrstu 7 ár ævinnar. Þessi fyrstu bernskuár eru mér afar dýrmæt og eru sveipuð miklum ævintýraljóma. Halli leyfði mér nú eiginlega alla skapaða hluti og man ég raunar ekki að hann hafi bannað mér neitt. Hann var einstaklega eft- irlátur, hann frændi, sannkallað ljúfmenni. Þær voru ófáar ferð- irnar í Grænhól til að vitja um kindurnar, fannst mér það nú ansi langur gangur, í það minnsta fyrir stutta fætur og bar ég æði oft við mikilli þreytu. Þá brást það ekki að mér var bara kippt á háhest og ekkert verið að agnúast yfir því að krakkinn væri til trafala. Hann hefur alla tíð borið hag allra annarra mest fyrir brjósti og verið einstaklega umhugað um fjöl- skylduna sína og verið viðbúinn að rétta hjálparhönd á alla vegu eins og honum var unnt. Ég vil að leiðarlokum þakka elskulegum frænda mínum alla gæskuna, og óska honum góðrar heimkomu í Guðsríki. Þín frænka Guðrún Ólafsdóttir. Hallur Guðmundsson Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.