Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2008 9 FRÉTTIR VIÐ lok Delíleiðtogafundarins síðastliðinn laugardag bauð Sonia Gandhi, leiðtogi Kongressflokks- ins, forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, til viðræðna á heimili sínu. Sonia Gandhi lýsti miklum áhuga á rannsóknum á eyðingu jökla í Himalajafjöllum en forseti kynnti henni tillögur sem íslensk- ir sérfræðingar hafa að und- anförnu mótað að frumkvæði for- seta, segir í tilkynningu. Tillögurnar fela í sér samvinnu íslenskra og indverskra jökla- fræðinga með þátttöku sérfræð- inga frá öðrum löndum en rann- sóknir á Himalajafjöllunum hafa verið vanræktar um árabil. Það er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að bráðnun Himalajajökla vegna loftslagsbreytinga getur leitt til mestu umhverfishörm- unga 21. aldar enda er fæðuöflun og vatnsbúskapur um 700 millj- óna Indverja háður þessum jökl- um. Á fundi forseta Íslands og Soniu Gandhi kom einnig fram ánægja með árangur Delíleið- togafundarins. Á lokadegi Del- íráðstefnunnar tók forseti einnig þátt í samráðsfundi um skipulag og áherslur Delíleiðtogafundanna á næstu árum. Lagði forseti til að t.d. 2010 yrði leiðtogafundurinn helgaður efninu „Vatn – Höf – Jöklar. Áhrif á fæðuöryggi og hagkerfi heimsins.“ Samvinna um rannsóknir á Himalajajöklunum Fundur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti fund með Soniu Gandhi, leiðtoga Kongressflokksins, á heimili hennar við lok Delíleiðtoga- fundarins síðastliðinn laugardag. LANDSNET hf. hefur efnt til hug- myndasamkeppni um hönnun há- spennulínumastra í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Sam- keppnin er almenn hugmynda- samkeppni, gefin út á íslensku og ensku og verður auglýst erlendis. Markmið samkeppninnar er að fá hugmyndir að gerð og útliti mast- urs eða mastra í 220 kV háspennu- línu. Landsnet leggur áherslu á að sjónræn áhrif mastranna (línunnar) verði skoðuð sérstaklega í sam- keppni þessari og að keppendur komi með tillögur að útfærslu mastra sem taka tillit til þessa eins og kostur er og er þá bæði miðað við möstur (línu) nærri þéttbýli og í óbyggðu landi. Keppnislýsingu er að finna á vef- slóðinni /samkeppnir/landsnet/ Skiladagur samkeppninnar er 28. mars 2008 og frestur til fyr- irspurna rennur út 3. mars 2008. Samkeppni um hönnun háspennulínumastra FÉLAGS- og tryggingamálaráðu- neytið mun að beiðni framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins standa fyrir sérfræðingafundi með fulltrúum 15 aðildarríkja sambandsins síðar á þessu ári. Á fundinum verður meðal annars fjallað um íslenska fæðingar- orlofslöggjöf og þátttöku íslenskra feðra í feðraorlofi. Þetta var staðfest á fundi sem Jó- hanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, átti með fulltrúum framkvæmdastjórnarinnar í tengslum við fund jafnréttisráðherra aðildarríkja Evrópusambandsins og EES-ríkja sem haldinn var í Slóveníu í síðastliðinni viku. Ráðherra átti jafn- framt viðræður við Vladimir Spidla, framkvæmdastjóra atvinnu- og fé- lagsmálasviðs Evrópusambandsins á atvinnu- og félagsmálasviði, um hug- myndir framkvæmdastjórnarinnar um breytingar á reglum um fæðing- arorlof varðandi fæðingarorlof feðra. Jóhanna Sigurðardóttir átti einnig viðræður við Manuelu Ramin-Os- mundsen, barna- og jafnréttisráð- herra Noregs, sem óskaði eftir að heimsækja Ísland í apríl til að kynna sér reynsluna af fæðingarorlofinu á Íslandi og fleiri mál. Umboðsmaður jafnréttis- og mismununar í Noregi, Ingeborg Grimsmo, afhenti Manuelu Ramin-Osmundsen, barna- og jafn- réttisráðherra, nýlega úttekt á fæð- ingarorlofskerfinu í Noregi með þeim orðum að heppilegt væri að feta í fót- spor Íslendinga og binda ákveðinn hluta orlofsins eingöngu við feður, segir á heimasíðu ráðuneytisins. Loks óskaði Viera Tomanova, ráð- herra atvinnu-, félags- og fjölskyldu- málaráðherra Slóvakíu, eftir fundi með félags- og tryggingamálaráð- herra. Óskaði Tomanova eftir því að sérfræðingar frá Slóvakíu heimsæktu félags- og tryggingamálaráðuneytið og kynntu sér uppbyggingu á fæðing- arorlofi á Íslandi og þátttöku ís- lenskra feðra í umönnun barna sinna. Lög um fæðingar- orlof vekja athygli Fréttir í tölvupósti Glæsileg silki- og ullarnærföt Notaleg í kuldanum Litir: svart og hvítt Póstsendum Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Nærföt, náttkjólar og sokkabuxur 40%-70% afsláttur. Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið virka daga 10.00-18.00 Laugard. Bæjarlind 10.00-16.00 og Eddufell 10.00-14.00 Sparibuxur í 3 síddum Útsölulok Bindi 2.990 Skyrta 3.490 Gallabuxur 4.990 Jakki 9.900 Vesti 3.990 Gallabuxur 4.990 Jakki 8.900 Einnig fáanlegar jakkafatabuxur 3.990 Ferming 2008 Kringlan 1. hæðRýmingarsala í 3 daga Allt að 90% afsláttur Freemans/Clamal • Reykjavíkurvegi 66 • Hafnarfjörður • S: 565 3900 Fyrstir koma fyrstir fá!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.