Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 14
6789:( 006;7<= 60>06 %(63706( 2 7(%>. < 62 ?< >(: 7%%0 )'6 '%(06 %7< )60< )060 2 3(        @ ' +   1  1 ,     , <  /  ;  /1  '  1  &  $  , :     A" 5, )'6 '%(006B>>0 0C 0 < ' %$' > $0 ; <7 :0 :0 < <' (; A0 06 0: 0 > (:   (0 ): %$ 0C  ' 0  $0  <'  06 0: 0 > (:   A0 (0 ):  %$   E+   "  1  1 F # 1    1 /  GHI HJK LMJ MKJ    ! "#!         )7 NM NO NH $%&'()'* $+,$'- &(&'.$ /$0*1 $2$&&* &%3)'%&' ! ""  " "         " !  "  E+ E+ 4$0$*5677 #"8*$79:$*. $&';*)(* ,&')' 8*4$0$*; %<=:*(>:*(;'(& .*7)%'&'(0*%;0 5$0*5$$*.*-$( ?*5) 7)%'&'( -;0>7$$*; 7AB0B'' C,$:*. %$00&*9&: ,5$,, $79:$ ?*5,;% &,9&70*5 %&(9;($&'' $,,$*7AB0;'' .7&%&'%*. 5)7)%'&'( ;<C4,&7$'$ 9>&:> ?.6<0 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is BARACK Obama er nú kominn með fleiri kjörmenn en Hillary Clinton í forkosningum demókrata vegna for- setakosninganna í Bandaríkjunum 4. nóvember. Búist er við að forskot Obama aukist þegar kosið verður í tveimur sambandsríkjum og Wash- ington DC í dag. Um helgina sigraði Obama í Maine, Washington-ríki, Louisiana og Nebraska. Clinton hafði vonast eftir góðu gengi í Maine eftir að hafa sigrað í grannríkinu New Hamp- shire í janúar. Svo fór þó að hún fékk aðeins átta kjörmenn í Maine en Obama þrettán. Obama hefur nú sigrað í 20 ríkjum og Clinton í ellefu. Til að verða forsetaefni demó- krata þarf frambjóðandi í forkosn- ingunum að fá a.m.k. 2.025 kjör- menn sem velja forsetaefnið formlega á flokksþingi demókrata 25.-28. ágúst. Samkvæmt talningu óháðs vefseturs, RealClear- Politics.com, er Obama kominn með fleiri kjörmenn en Hillary Clinton í fyrsta skipti frá því að forkosning- arnar hófust. Að sögn RealClearPolitics.com er Obama með 1.137 kjörmenn og Clin- ton 1.134, að meðtöldum svo- nefndum „ofurfulltrúum“ sem hafa tekið afstöðu til frambjóðendanna. Alls fá 796 „ofurfulltrúar“ úr röðum demókrata sjálfkrafa atkvæðisrétt á flokksþinginu og 213 þeirra hafa lof- að að styðja Clinton en 139 Obama. 444 hafa ekki gert upp hug sinn. Stjórnmálaskýrendur segja lík- legt að síðastnefndu fulltrúarnir greiði atkvæði með þeim frambjóð- anda, sem virðist hafa farið með sig- ur af hólmi í forkosningunum, til að komast hjá klofningi á flokks- þinginu. Erfiður mánuður fyrir Clinton Obama var í gær spáð sigri í for- kosningum sem fram fara í Virginíu, Maryland og Washington DC í dag. Nýjar kannanir benda til þess að Obama sé með 16 prósentustiga for- skot í Virginíu og 18 prósentustiga í Maryland. Skekkjumörkin voru fimm prósentustig. Fréttaskýrendur The Washington Post segja þó að Clinton eigi mögu- leika á sigri í Maryland verði kjör- sóknin mikil meðal kvenna og aldr- aðra eins og í forkosningunum þar fyrir fjórum árum. Kannanir fyrir utan kjörstaði bentu þá til þess að konur hefðu verið 58% kjósendanna í Maryland og 22% kjósendanna voru 65 ára eða eldri, en Clinton hef- ur notið mikils stuðnings í þessum kjósendahópum. Talið er að febrúarmánuður verði erfiður fyrir Clinton en hún vonast til þess að geta snúið vörn í sókn 4. mars þegar kosið verður í Texas og Ohio. Barist verður þá um 228 kjör- menn í Texas og 161 í Ohio. Um 25% skráðra kjósenda í Texas eru ættaðir úr Rómönsku Ameríku og kannanir benda til þess að fylgi Clinton í þessum kjósendahópi hafi verið um 63% í forkosningum demó- krata 5. febrúar þegar kosið var í yf- ir 20 ríkjum. Obama er nú með fleiri kjörmenn en Clinton Obama spáð sigri í Virginíu, Maryland og Washington í dag 14 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Dili. AP, AFP. | Jose Ramos-Horta, forseti Austur-Tímors, særðist alvarlega í skotárás hermanna sem gert hafa uppreisn gegn stjórn landsins. Xanana Gusmao forsætis- ráðherra slapp ómeiddur í annarri skotárás í misheppn- aðri valdaránstilraun uppreisnarmannanna. Ramos-Horta, sem fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1996, var fluttur á sjúkrahús í Ástralíu eftir að hafa feng- ið skot í magann og bringuna. Læknar á sjúkrahúsinu sögðust vera vongóðir um að hann næði „fullum bata“. Forseti þings Austur-Tímors sagði að Ramos-Horta væri úr lífshættu. Talsmaður hersins sagði að leiðtogi uppreisnarmann- anna, Alfredo Reinado, hefði beðið bana í átökum eftir að árásarmennirnir hefðu hafið skothríð á heimili Ramos- Horta í úthverfi Dili. Einn lífvarða forsetans lá einnig í valnum. Um klukkustund síðar var reynt að ráða Gusmao af dögum í skotárás á heimili hans. Gusmao lýsti yfir neyð- arástandi í landinu í tvo daga og útgöngubann var í gildi til dögunar. Stjórn Ástralíu ákvað að fjölga hermönnum sínum í Austur-Tímor, en Ástralar fara fyrir þúsund manna alþjóðlegu friðargæsluliði í landinu. Reinado var á meðal nokkurra herforingja sem tóku þátt í uppreisn hermanna árið 2006 þegar forsætisráð- herra landsins ákvað að reka 600 hermenn, sem voru í verkfalli, eða um þriðjung allra hermanna landsins. Ákvörðunin leiddi til óeirða sem kostuðu 37 manns lífið og yfir 150.000 manns þurftu að flýja heimkynni sín. Ramos-Horta úr lífs- hættu eftir skotárás Lýst yfir neyðarástandi á Austur-Tímor eftir að reynt var að ráða forseta og forsætisráðherra landsins af dögum ÍRANSKAR skólastúlkur tóku í gær þátt í hátíð- arhöldum í tilefni af 29 ára afmæli klerkabylting- arinnar í Íran. Hundruð þúsunda söfnuðust saman á Friðartorginu í Teheran við þetta tækifæri. Ayatollah Khomeini var leiðtogi byltingarinnar en með henni var Pahlavi-ættarveldinu velt úr sessi. Reuters Byltingarafmæli fagnað í Teheran Zürich. AFP. | Vopnaðir menn rændu fjórum þekktum málverkum, sem eru metin á sem svarar rúmum ellefu milljörðum króna, í listasafni í Zür- ich á sunnudag, að sögn svissneskra yfirvalda í gær. Er þetta eitt af mestu málverkaránum sögunnar. Málverkin eru eftir Paul Cezanne, Claude Monet, Edgar Degas og Vin- cent Van Gogh og voru máluð á ár- unum 1871-1890. Verkin voru í eigu Bührle-safnsins sem viðskiptajöfur- inn Emil Bührle stofnaði, en hann auðgaðist á skotfæraverksmiðju í Zürich í síðari heimsstyrjöldinni. „Þetta eru bestu verkin í safni okkar,“ sagði safnstjórinn Lukas Gloor. Svissneska lögreglan sagði að þrír menn hefðu farið inn í safnið klukkan 4.30 e.h. að staðartíma á sunnudag og ógnað starfsfólki með skamm- byssu. Þeir báru málverkin inn í bíl og komust undan. „Þetta er mesta rán sem framið hefur verið í Sviss, jafnvel í Evrópu,“ sagði talsmaður lögreglunnar við fréttamenn. Þremur málverkum Van Goghs var stolið úr safni í Arnhem í Hol- landi árið 1988 og þau eru metin á sem svarar 12,3 milljörðum króna. Reuters Rán „Pilturinn í rauða vestinu“ eft- ir Cezanne, eitt horfnu verkanna. Þekktum málverk- um rænt Metin á ellefu milljarða króna TRÚARLÖGREGLAN í Sádí- Arabíu gengur nú í búðir í höf- uðborginni Riyadh og skikkar búðareigendur til að fjarlægja vörur sem tengjast Val- entínusardeg- inum, segir á vef The Saudi Ga- zette. Öll rauð vara eða annað sem hægt er að tengja við ást á einhvern hátt, rauðar rósir, gjafapappír, kort eða bangsar telst bannvara, en Val- entínusardagurinn er n.k. fimmtu- dag. Á Valentínusardaginn gerir lögreglan alla vöru upptæka sem ekki hefur þegar verið fjarlægð. Af- leiðingin er svartamarkaðsbrask, en verð rósanna stígur ört fram til 14. febrúar. Forsjálir viðskiptavinir panta með fyrirvara „stundum sendum við rósir um miðjar nætur til að komast hjá athygli lögreglunnar,“ segir blóma- sölumaður sem selur forboðnar rósir þrátt fyrir bannið. Valentínusardagurinn og svipaðar hátíðir eru bannaðar í Sádí-Arabíu þar sem þær þykja ýta undir ósið- samleg samskipti ógiftra karla og kvenna. Rautt er bannað til föstudags Rauðar Bannvara fram á föstudag. ♦♦♦ Washington. AP. | Bandaríska varnar- málaráðuneytið hefur ákært sex fanga úr Guantánamo fangelsinu fyrir morð og stríðsglæpi tengda hryðjuverkaárásunum þann 11. september 2001. Farið verður fram á dauðarefsingu. Meðal dæmdu er Khalid Sheik Mohammed sem á að hafa skipulagt árásirnar, en flugvélum var rænt og flogið inn í byggingar í New York og Washington. Þriðja vélin brotlenti í Pennsylvaníu. Fangarnir munu koma fyrir herrétt, en málið gæti flækst þar sem Mohammed var yf- irheyrður með umdeildri drekking- araðferð. Ákært fyrir hryðjuverk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.