Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 38
vélin staldrar við andlit morðingj- ans og birtir gleðilega nautnina sem skín af því er hápunktinum náð. Hér tjáir Bardem einhvers konar ægilega tilvistarlega ánægju persónunnar, eitthvað sem gefur í skyn að svona eigi hlutirnir að vera. Og áhorfandann hryllir við. Með þessum hætti kynna Coen- bræður eina minnisstæðustu kvik- myndapersónu síðustu ára í verki sem mun án efa skipa sér í raðir klassískra verka bandarískrar kvikmyndagerðar. Þetta er spennumynd sem grefur undan flestum lögmálum hefðarinnar en notar þau á sama tíma með slíkum þunga að maður fær á tilfinn- inguna að sjaldan hafi verið unnið með hefðina á jafnkraftmikinn hátt. Coen-bræður hafa alltaf haft næmt auga fyrir smáatriðum í kvikmyndagerð sinni, en hér nær vandvirknin, sjónræn útsjón- arsemin og sérkennilegur húm- orinn sem einkennir flest verk þeirra enn meiri hæðum. Ástæðan er að hluta til þungi bókmennta- verksins sem þeir laga hér að hvíta tjaldinu. Þeir fanga andnú- tímalegar og bölsýnar áherslur skáldsögu Cormacs McCarthys án þess að úr verði einfeldningsleg táknsaga. Það er eins og viðfangs- efnin leiki í höndunum á kvik- myndagerðarmönnunum og feil- spor eru ekki stigin í þessari merkingarþrungnu táknsögu um illsku mannsins. Anton Chigurh (Javier Bardem) birtist dökkur yfirlitum í blábyrj- un nýjustu kvikmyndar Coen- bræðra, Ekkert land fyrir öld- unga, og ekki er laust við að áhorf- endur fái strax illan bifur á þessum sérkennilega einstaklingi þar sem hann er leiddur inn í lög- reglubíl á yfirgefnum og sand- blásnum eyðimerkurvegi. Yfir hljómar rödd Tommys Lees Jones í hlutverki fógetans Eds Bells sem lýsir því í annarri af tveimur ein- ræðum sínum (en þær opna kvik- myndafrásögnina og loka henni) hvernig heimurinn, sem hefur kannski alltaf verið á leiðinni í hundana, sé nú endanlega kominn þangað. Aldrei er útskýrt hvað leiddi til handtöku Chigurhs og það er ekki fyrr en nokkru síðar að áhorfendur gera sér grein fyrir á hvaða leið hann hlýtur að hafa verið. En strax í næsta atriði kynnast áhorfendur honum betur. Í einu af fjölmörgum meist- aralegum myndskeiðum mynd- arinnar fylgjumst við með Chigurh grípa lögreglumanninn aftan frá með handjárnunum og herða að. Þeir veltast um gólf lögreglustöðv- arinnar þar sem löggan, sem berst fyrir lífi sínu, glatar öllum lík- amlegum þokka í örvænting- arfullum og skelfilegum dansi. At- riðið varir lengi og er áhorfendum ekki sleppt úr takinu fyrr en yfir lýkur. Klippingarnar verða hraðari og sjónarhornið breytist, horft er ofan frá á mennina sem nú virðast standa lóðréttir og þegar mynda- Heimur versnandi fer KVIKMYND Sambíóin Álfabakka og Kringlunni Leikstjórn og handrit: Joel og Ethan Coen. Aðalhlutverk: Tommy Lee Jones, Javier Bar- dem, Josh Brolin, Kelly Macdonald, Woody Harrel- son. 122 mín. Bandaríkin, 2007. Ekkert land fyrir öldunga (No Country for Old Men) bbbbb Heiða Jóhannsdóttir Anton Chigurh Bardem í hlutverki sínu. 38 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ* Meet the Spartans kl. 4 - 6 - 8 - 10 Ástríkur á Ólympíul.. kl. 3:30 - 5:40 Walk hard kl. 6 - 8 - 10 B.i.14 ára Brúðguminn kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára Brúðguminn kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 LÚXUS Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í SmárabíóSími 462 3500 Sími 564 0000 Sími 551 9000 FYRST RAY, SÍÐAN WALK THE LINE... NÚ ER KOMIÐ AÐ DEWEY COX !! FRÁ GAURNUM SEM FÆRÐI ÞÉR KNOCKED UP, SUPERBAD OG TALLADEGA NIGHTS SÝND Í SMÁRABÍÓI OG REGNBOGANUM Rambo kl. 8 - 10 B.i. 16 ára Ástríkur á Ólympíul.. kl. 6 Brúðguminn kl. 8 B.i. 7 ára Atonement kl. 5:50 - 10 B.i. 12 ára EITTHVAÐ SKELFILEGT ER Á SVEIMI! eee DÓRI DNA, DV eee - V.I.J., 24 STUNDIR eee - S.V, MBL FERÐIN TIL DARJEELING SÝND Í SMÁRABÍÓI OG REGNBOGANUM SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í REGNBOGANUM NÚ VERÐUR ALLT VITLAUST! SÝND Í REGNBOGANUM Missið ekki af einum flottasta spennutrylli ársins!! Cloverfield kl. 8 - 10 B.i.14 ára Alvin og íkornarnir ísl. tal kl. 4 Meet the Spartans kl. 6 - 8 - 10 Walk hard kl. 6 - 10 B.i. 14 ára The Darjeeling Limited kl. 6 B.i. 12 ára Brúðguminn kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára Aliens vs. Predator kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum SÝND Í SMÁRABÍÓI - Kauptu bíómiðann á netinu - Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! BRÚÐGUMANUM verður ekki velt af toppi kökunnar. Þetta er fjórða vika myndarinnar á toppi Bíólistans og jafnframt fjórða vika hennar á lista en hún var frumsýnd 18. janúar síðastliðinn. Rúmlega 33.000 manns hafa séð Brúðguma Baltasar Kor- máks sem hefur nú skilað tæpum 36 milljónum í kassann. Fimm nýjar kvikmyndir þurfa að sætta sig við að sitja fyrir aftan hinn íslenska Brúð- guma. Ber þar fyrsta að nefna Rambo sem töffarinn Sylvester Stallone leik- ur í fjórða sinn. Að þessu sinni tekst hann á við hermenn í Búrma. Rambo þarf að bjarga málaliðum í haldi hers- ins og verður þá mannfall mikið, enda Rambo þrautþjálfaður í því að brytja menn niður í frumskógum. Í þriðja sæti Bíólistans er gam- anmyndin Meet the Spartans sem er grínmynd sem gerir grín að öðrum kvikmyndum. Í henni er einkum gert grín að myndinni 300 auk þess sem það bregður fyrir persónum úr Ghost Rider, Rocky Balboa og Transform- ers. Coen-bræðurnir Joel og Ethan fengu BAFTA-verðlaunin á sunnu- daginn fyrir bestu leikstjórn í No Co- untry For Old Men, myndin fékk líka verðlaun fyrir bestu kvikmyndatöku og Javier Bardem fékk BAFTA- styttu fyrir besta aukaleik í mynd- inni. No Country For Old Men situr í fjórða sæti Bíólistans. Rétt á eftir er Ástríkur á Ólympíu- leikunum en í henni segir frá hinum hrausta Gaulverja Ástríki og vini hans Steinríki sem keppa sem Róm- verjar á Ólympíuleikunum. Fimmta nýja myndin situr í sjö- unda sæti en það er ástarsagan PS I Love You sem skartar íslandsvin- inum Gerard Butler í aðalhlutverki ásamt Hilary Swank. Tekjuhæstu kvikmyndir helgarinnar Brúðguminn situr sem fastast á toppnum        6 J ""  ""                   !"  #$ %&' (  )* +,&# ) & * - #.''/.0      $&  12345 6    6&4  '"  * "&4 7 &'          Vinsæl Íslenska myndin Brúðguminn var frumsýnd 18. janúar síðastliðinn og hefur verið aðsóknarmesta myndin í íslenskum bíóhúsum síðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.