Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 36
■ Lau. 16. febrúar kl. 17 Kristallinn – kammertónleikaröð Þjóðmenningarhúsinu Fransk rússneskur kammersirkus. Litrík verk með fjölbreyttri hljóðfæraskipan. Claude Debussy: Sónata fyrir flautu, víólu og hörpu. Sergei Prókofíev: Kvintett fyrir óbó, klarinett, fiðlu, víólu og kontrabassa. Maurice Ravel: Inngangur og allegró fyrir hörpu, flautu, klarinett og strengjakvartett. ■ Fim. 21. febrúar kl. 19.30 – Nokkur sæti laus Sellósnillingur í toppformi Daniel Müller-Schott, ein skærasta stjarna sellóheimsins í dag, leikur einleik í byltingarkenndum konsert Haydns. Einnig eru á dagskrá forleikur eftir Mozart og Sveitasinfónía Beethovens. ■ Fim. 28. febrúar kl. 19.30 Liszt og Bruckner Tveir stórmeistarar hvor á sínu sviði. Flutt verða píanókonsert eftir Liszt og sinfónía eftir Bruckner. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is Gítarleikari með stóru G-i og bestur þegar hann var í Cream … 39 » reykjavíkreykjavík Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „VIÐ erum búin að ákveða að fara í tökur á fyrstu mynd Gríms Há- konarsonar í fullri lengd. Þetta er mynd sem heitir Sumarlandið og við höfum mjög mikla trú á,“ segir Agnes Johansen framleiðandi hjá Sögn/ Blueeyes Productions. Um er að ræða gamanmynd sem Grímur bæði leikstýrir og skrifar handritið að, en hún fjallar um „íslenskan spíritisma í nútímanum, fjölskyldu sem rekur sál- arrannsóknarfélag og er að reyna að „plögga“ álfa og drauga,“ eins og leik- stjórinn orðar það sjálfur, en eins og fram hefur komið skrifaði hann hand- ritið í Sarajevo. „Grímur hefur verið að gera það gott með stuttmyndunum sínum, og við erum mjög skotin í þessu handriti þannig að það verður virkilega gam- an að fara af stað með honum að gera bíómynd,“ segir Agnes, en stuttmynd Gríms, Bræðrabylta, hefur vakið töluverða athygli á hátíðum erlendis. Aðspurð segir Agnes að unnið sé að því að finna leikara í Sumarlandið. Sumarlandið í tökur í sumar Morgunblaðið/Frikki Grímur Hákonarson Skrifaði handritið að Sumarlandinu í Sarajevo. Fyrsta kvikmynd Gríms Hákonarsonar í fullri lengd í bígerð  Eins og fram hefur komið mun tónlistarmað- urinn Jón Ólafs- son sinna störfum tónlistarstjóra á Sgt. Peppers- tónleikunum sem fram fara í Höll- inni hinn 22. mars. Í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í gær- morgun sagði Jón að stífar æfingar stæðu yfir og áhorfendur ættu von á mögnuðum tónleikum þar sem all- ar hljóðversbrellurnar á plötunni yrðu teknar föstum tökum. Annars sagði Jón einnig frá því að hann væri nú í samstarfi við Sigurð Bjólu að semja tónlist við ljóð Steins Steinars en hundrað ár eru frá fæð- ingu skáldsins. Afraksturinn verð- ur fluttur á tónleikum í Óperunni í maí í samstarfi við Listahátíð. Þess má svo geta í lokin að Jón mun troða upp á sérstökum Icelandair- tónleikum á Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn á morgun. Nóg að gera hjá Jóni Ólafs og Sigurði Bjólu  Laugardagslögin síðustu fóru eins og hér var spáð og nú er komið á hreint hvaða lög keppa til úrslita í einni lengstu og flóknustu laga- keppni allra tíma. Í raun og veru átti Svala Björgvins og Wiggle Wiggle lagið aldrei sjens þó svo að sjálft atriðið hafi verið það besta þetta kvöld en mesta athygli vakti hins vegar ótrúlega slappur flutn- ingur vöðvabúntanna hans Barða. Gilzenegger og félagar virkuðu þrátt fyrir bronsgljáðar bringurnar jafn blóðlausir og Barði á slæmum degi og greinilegt að grípa þarf til annars en vaxtarræktar ætli þeir sér ekki að verða til skammar næst. Blóðlaus vöðvabúnt Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is RÚNAR Sigurbjörnsson hafði getið sér gott orð sem gítarleikari í rokksveitinni Náttfari og hafði gefið út sólóplötu þegar hann og kona hans Elín ákváðu að bregða búi og flytja til Kína – án þess að vita nokkuð hvað biði þeirra. Þetta var fyrir rúmum þremur árum og með í för voru synir þeirra, Rúnar Breki sjö ára og Sindri, þá nokk- urra mánaða. Það er ekki ofsögum sagt að fjöl- skyldan hafi spjarað sig þarna úti, en þau búa miðsvæðis í hafnarborginni Xiamen í stóru húsi. Þar reka þau veitingastaðinn Heima (sem selur m.a. plokkfisk) auk þess að vera með hljóðver, gallerí og tvær stærðarinnar vinnustofur. Fjöl- skyldan hefur þá ferðast um Kína þvert og endi- langt og spilað á tónleikum. „Ég fann það fljótlega þegar ég kom út að það var einmanalegt að flakka einn um landið þann- ig að við fórum að músísera saman,“ segir Rún- ar. „Ég og Elín vorum í hljómsveitum saman þegar við vorum unglingar og við vorum því ein- faldlega að taka upp þráðinn aftur.“ Afrakstur þessa samsláttar kemur svo bráðlega út í formi plötunnar The Long Road Home, en margir text- anna taka á heimþránni sem býr ósjálfrátt innra með þeim. Samt er Kína nú orðið „heima“ eins og nafn veitingastaðarins gefur til kynna, og þannig talar yngri sonurinn reiprennandi kín- versku og túlkar fyrir foreldrana þegar brýna nauðsyn krefur. „Þetta var ekki svo að við værum að flýja hraðann og gróðahyggjuna á Íslandi eins og klisjan segir. Það var alls ekki svo dramatískt,“ útskýrir Rúnar. „Við vorum eins og aðrir Íslend- ingar í fremur hefðbundnum pakka og allt í lagi með það. Engu að síður langaði okkur til að breyta allverulega til.“ Ekki dans á rósum allan tímann Elín segir að þau hafi líka viljað sýna strákun- um að það væri vel hægt að gera það sem mann langar til. „Þeirra heimur hefur stækkað. Fólk segist oft ekki hafa getað hreyft sig út af börnunum. En við erum þarna saman öllum stundum af því að þannig er það bara. Þetta er ekki spurning um byrði eða eitthvað svoleiðis. En þetta hefur eðli- lega ekki verið dans á rósum allan tímann. Þetta hefur verið sligandi erfitt stundum og maður hefur spurt sig hvað maður sé eiginlega að pæla. En á móti kemur að sjálfsbjargarviðleitnin fer upp úr öllu valdi við svona aðstæður.“ Hjónin eru nú að beita sér fyrir lista- mannaskiptum á milli landanna og sjálf halda þau tónleika einu sinni í viku í nútímalistasafni sem er rétt hjá heimili þeirra. „Við erum að allan sólarhringinn og byggðum húsið og endurhönnuðum nánast frá grunni,“ segir Rúnar. „Veitingastaðurinn er lifibrauðið og svo er það listin. Margir halda að við séum bara einhverjir nýhippar á fylleríi. En við höfum unnið þarna baki brotnu og ekki síst í því að búa okkur til og finna einhvern raunveruleika. Oft enda kvöldin hjá okkur með því að húsið er fullt af vinum og það er sungið og spilar og etið og drukkið. Það er erfitt að draga einhvern móral úr þessu eða að það hafi orðið einhver gagnger viðhorfsbreyting til lífsins. Ég get þó sagt með sanni að maður er ekki óöruggur lengur með það sem maður hefur valið sér. Ef einhver hefur eitthvað út á það að setja – þá hann um það. Slíkt skiptir okkur engu máli lengur.“ Og eins og áður segir þá hefur þetta ekki allt- af verið auðvelt. „Það getur verið hrikalega erf- itt þegar maður skilur aldrei neitt og það er endalaus misskilningur í gangi,“ segir Rúnar að lokum. „Þá er oft gott að segja bara Bin Dao!, en það þýðir Ísland, og þá verða allir hressir.“ Rúnar og Elín halda tónleika í kvöld á Organ og kynna efni af væntanlegri plötu. Listin að lifa Rúnar Sigurbjörnsson og Elín Jónína Ólafsdóttir fluttu til Kína Árvakur/Árni Sæberg Samheldni Elín og Rúnar ásamt Sindra og Rúnari Breka. „Fólk segist oft ekki hafa getað hreyft sig út af börnunum. En við erum þarna saman öllum stundum af því að þannig er það bara.“ www.myspace.com/runars www.myspace.cn/heimabistro

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.