Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Alfons PAWEL Wincenty, skipverji á línubátnum Kóna II SH frá Ólafsvík, hampar 30 kílóa þorski sem fékkst á Flákanum í gær. Pawel er kát- ur með ferlíkið og sama má segja um Daða Má Ingvarsson, sem ekki getur leynt brosi sínu í gegnum kýraugað. Ferlíki í Ólafsvík STOFNAÐ 1913 46. TBL. 96. ÁRG. LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is HUGARFLUG ÞAÐ ER FRUMLEIKINN SEM ER Í́ FYRIR- RÚMI Á TÍSKUVIKUNNI Í LONDON >> 26 FRÉTTASKÝRING Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is NORSK loðnuskip hafa veitt mjög vel síð- ustu daga á loðnumiðunum austur úr Beru- firði. Á fimmtudag tilkynntu þau 18.000 tonna veiði. Í gær áttu þau eftir um 10.000 tonn af leyfilegum heildarafla, sem er 39.000 tonn. Skipin máttu veiða til miðnættis og allt benti til þess að þau klár- uðu kvóta sinn. Íslenzkir útgerð- armenn hafa hins vegar haldið að sér höndunum að beiðni Hafrann- sóknastofnunar þar sem enn hefur ekki tekizt að mæla nægilega mikið til að standa undir veiðum. Nú er komið fram í miðj- an febrúar og fiskifræðingar á Hafrann- sóknastofnuninni farnir að hafa verulegar áhyggjur af stöðu loðnustofnsins. Þess vegna var þess farið á leit við útvegsmenn að þeir héldu að sér höndum í veiðum og kæmu síð- an að aðstoð við leit eftir helgina. Þá með rannsóknaskipunum tveimur og legðu til þrjá til fjóra loðnubáta til aðstoðar til að leita utan þeirra svæða sem loðnan er á núna. Loðnan sem Norðmennirnir voru að veiða úr hafði safnazt saman rétt norðan við hitaskilin út af Berufirðinum og var Bjarni Sæmunds- son RE að mæla þar. Árni Friðriksson var þá við leit fyrir vestan. Afli íslenzku skipanna er nú 25.000 tonn en kvótinn er 122.000 tonn. Umdeild framlenging Veiðum Norðmanna átti að ljúka á mið- nætti á fimmtudag samkvæmt gildandi samningum. Þeir sóttu um framlengingu fram yfir helgi og að fá að fara sunnar en þeim er annars heimilt. Sjávarútvegs- ráðherra hafnaði þeirri málaleitan en heim- ilaði norsku skipunum veiðar í einn sólar- hring til viðbótar, allt að 40 skipum í einu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins vakti sú ákvörðun mikla reiði á Hafrann- sóknastofnun, en þar hafa menn jafnvel íhugað veiðibann. Einar K. Guðfinnsson seg- ir að hann hafi fallizt á sólarhrings framleng- ingu veiðanna, m.a. vegna mikilla frátafa vegna veðurs, en einnig af fleiri ástæðum. Útvegsmenn telja að staðan sé alvarleg en eru þó ekki farnir að örvænta. Verkefnið sé að halda áfram að leita. Loðnan eigi enn nokkuð í hrygningu og því sé nægur tími til veiða, finnist loðna í nægilegu magni. Þau byggðarlög sem mest eiga undir loðnunni eru Fjarðabyggð og Vestmannaeyjar. Áhyggjur af loðnunni Umdeild framlenging veiða Norðmanna Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur og Rúnar Pálmason TVEIMUR tímum eftir að Annþór K. Karlsson strauk úr fangageymslum lögreglunnar við Hverfisgötu í Reykjavík varð brotthvarfs hans vart og leit var hafin. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins á að líta eftir gæsluvarðhalds- föngum á tuttugu mínútna fresti. Annþór hafði daginn áður verið fluttur af Litla-Hrauni til Reykjavíkur þar sem átti að leiða hann fyrir dómara og óska eftir framleng- ingu gæsluvarðhalds. Á Litla-Hrauni hafði hann verið í einangrun en í fangageymslum í Reykja- vík var hann vistaður á svokölluðum fangagangi þar sem fangar geta gengið um. Þegar lögregl- an gaf út lýsingu á Annþóri í gær fylgdi það sög- unni að hann væri talinn hættulegur en hann hefur m.a. hlotið dóma fyrir alvarlegar líkams- meiðingar. Spurður hví gæslan hefði ekki verið strangari svaraði Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuð- borgarsvæðisins: „Við erum bara með fanga- klefa hérna, við erum ekki með neitt fangelsi. Við vorum bara að vista hann hér rétt yfir nótt- ina.“ Hann segir brýna þörf fyrir gæsluvarð- haldsfangelsi á höfuðborgarsvæðinu. „Lögreglan mun gera innri rannsókn á því hvað gerðist,“ segir Eyjólfur Kristjánsson hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er nokkur hætta á að strok Annþórs skaði rann- sókn á stóru fíkniefnamáli sem hann er í haldi út af, en hversu alvarlega muni koma í ljós við yf- irheyrslur á næstunni. Þó að lögreglan teldi ólík- legt að Annþór myndi nota nýfengið frelsi til að ógna vitnum sem tengjast rannsókn málsins hafði hún samband við fólkið sem um ræðir og lét það vita af strokinu. Ríkislögreglustjóri, tvö lögregluembætti og Tollstjóri tóku þátt í leitinni sem endaði með handtöku síðdegis í gær. Í kjölfarið var Annþór úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald. Rannsóknin í hættu?  Hættulegur fangi gekk laus í hálfan sólarhring  Lögreglan rannsakar hvað fór úrskeiðis  Var í einangrun á Litla-Hrauni en lausagæslu í Reykjavík  Slapp úr haldi | 4 KJARAVIÐRÆÐUR stóðu fram undir miðnætti í Karphúsinu í gær. Flestir sem að þeim koma voru búnir upp úr klukkan ellefu en Starfsgreinasambandið fundaði með Samtökum atvinnu- lífsins lengur. Flestir viðmæl- endur Morgunblaðsins voru bjart- sýnir á daginn í dag, en þeir halda vinnu áfram nú klukkan tíu fyrir hádegi. „Það sem er enn á sam- eiginlegu borði ASÍ klárast öðr- um hvorum megin við hádegið,“ sagði Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri SA, taldi einungis fjórtán sérkröfur mismunandi að- ila enn á sínu blaði og var jákvæð- ur um framhaldið. Fulltrúar landssambanda sem rætt var við voru sömuleiðis jákvæðir, þótt undirskriftir og handabönd biðu helgarinnar, en þyngra hljóð var í Guðmundi Gunnarssyni, formanni Rafiðnaðarsambandsins, sem kvaðst vonsvikinn af viðbrögðum ríkisstjórnarinnar í gær. Ráð- herrar hefðu virst óundirbúnir þrátt fyrir að hafa haft aðgang að kröfugerðum síðan í desem- ber. „Mér finnst jákvætt og virðingarvert við þessa samn- inga að þeir miðast við lág- launafólk sem setið hefur eft- ir og ekki notið launaskriðs, en það kallar auð- vitað á ákveðn- ar fórnir hjá öðrum í ASÍ,“ sagði Geir H. Haarde for- sætisráðherra í gærkvöldi. Nú væri rætt um aðgerðir af hálfu ríkisstjórnar í skatta-, vel- ferðar- og starfsmenntamálum, sem þyrfti að dreifa skynsamlega yfir samningstímabilið. „Við erum tilbúin í þær og nú er unnið í að móta þær.“ | 2 Örfáar kröfur enn á borðinu  Textavinna og samlestur tekur við eftir hádegið  Ríkisstjórnin vill styðja samninga með aðgerðum Geir H. Haarde Grétar Þorsteinsson GOSI >> 48 Komdu í leikhús Leikhúsin í landinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.