Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2008 43 Félagsstarf Aflagrandi 40 | Félagsmiðstöðin er opin virka daga kl. 9- 16.45. Bólstaðarhlíð 43 | Ágúst Guðmundsson leikstjóri verður með stofuspjall 18. feb. kl. 14, um gerð kvikmyndarinnar Mávahlát- urs. Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9 og Hana-nú ganga kl. 10. Félagsstarf Gerðubergs | Virka daga er dagskrá kl. 9-16.30. Föstud. kl. 10.30 er leikfimi (frítt) o.fl. í ÍR-heimilinu v/ Skógarsel, kaffi og spjall á eftir. Mánud. 10. mars verður Skatt- stofan með framtalsaðstoð, skráning á staðnum og s. 575- 7720. Strætisvagnar S4, 12 og 17. Hæðargarður 31 | Skapandi skrif, Müllersæfingar, Bör Börson, baráttuhópur um bætt veðurfar miðvikud. kl. 13.30, Páll Berg- þórsson mætir. Þegar amma var ung, hláturklúbbur o.s.frv. Hvað dettur þér í hug þegar þú hugsar til Íslendingasagnanna 22. feb. 3 skipti. Leiðbeinandi Trausti Ólafsson. Uppl. 568- 3132. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Snælandsskóla, Víðigrund kl. 9.30. Upplýsingar í símum 564-1490 og 554-5330. SÁÁ félagsstarf | Félagsvist og dans í Von Efstaleiti 7. Vistin hefst kl. 20 og dans að henni lokinni. Hljómsveitin Klassík leik- ur fyrir dansi. Kirkjustarf Hallgrímskirkja | Fræðslumorgunn verður á sunnudag kl. 10 í safnaðarsal. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prestur í Reykja- víkurprófastsdæmi vestra, flytur fyrirlesturinn: Styrking sjálfsmyndar á heimilinu. Petrína hefur á undanförnum árum haldið námskeið í sjálfsstyrkingu bæði fyrir konur og unglinga. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Styrktartónleikar verða fyrir biblíuskólann Masters Commission Iceland (MCI) eru kl. 20. Fram koma m.a. Þóra Gísladóttir, Erdna Varðardóttir, U.N.G., Tómas Davíð Ibsen o.fl. Aðgangseyrir: frjáls framlög. dagbók Í dag er laugardagur 16. febrúar, 47. dagur ársins 2008Orð dagsins: Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í samanburði við þá dýrð, sem oss mun opinberast. (Rm. 8, 18.) Háskóladagurinn 2008 er ídag, og kynna allir háskól-ar landsins þær námsleiðirsem í boði eru. Jón Örn Guðbjartsson er markaðs- og samskiptastjóri Háskóla Íslands: „Kynningin fer fram á þremur stöðum í borginni. Háskóli Íslands og KHÍ kynna sitt námsframboð á nývígðu Há- skólatorgi HÍ, en í sumar verða há- skólarnir tveir sameinaðir og mynda stærsta háskólasamfélag landsins,“ segir Jón Örn. „Í Ráðhúsi Reykjavíkur verða kynningar Háskólans á Ak- ureyri, Háskólans á Bifröst, Háskól- ans á Hólum, Háskólans í Reykjavík, Landbúnaðarháskóla Íslands og Listaháskólans. Í Norræna húsinu verður svo kynning á framhaldsnámi í Danmörku. Þeir sem hyggja á há- skólanám geta því á einu bretti kynnt sér alla valkosti í hæfilegu göngufæri.“ Háskólar landsins hafa staðið fyrir þessari sameiginlegu kynningu und- anfarin ár. Von er á að fjöldi fólks leggi leið sína niður í Ráðhús eða út á Háskólatorg, jafnt menntaskólanemar og háskólanemar, sem fólk á vinnu- markaði sem vill bæta við sig þekk- ingu. Jón Örn bendir á að ákvörðun um háskólanám sé einhver sú mikilvæg- asta sem fólk tekur á lífsleiðinni: „Framboð á háskólanámi er gríð- arlegt, og við Háskóla Íslands einan eru í boði hátt á fjórða hundrað náms- leiðir, en fimm hundruð námsleiðir samanlagt hjá öllum háskólunum,“ segir hann en námsframboðið spannar allt frá tannlækningum og frönsku til listdans og hrossaræktar. „Á kynn- ingum háskólanna taka nemendur, kennarar og námsráðgjafar háskól- anna vel á móti gestum, og allt gert til að hjálpa þeim við námsvalið. Sam- hliða kynnum við margskonar þjón- ustu sem er boði í háskólasamfé- laginu.“ Á slóðinni www.haskoladagurinn.is er að finna nánari upplýsingar um dag- skrána og tengla með ítarupplýsingum um háskólana og námsframboð þeirra. Þess má geta að háskólarnir verða með kynningu í VMA 27. febrúar, í Menntaskólanum á Egilsstöðum 28. febrúar og hinn 5. mars í Mennta- skólanum á Ísafirði og Háskólasetrinu. Menntun | Námsframboð háskólanna kynnt í dag á Háskóladeginum 2008 Hvað viltu læra?  Jón Örn Guð- bjartsson fæddist 1962 og ólst upp í Haukadal í Dýra- firði. Hann lauk BA- og MA-gráðum í íslensku frá HÍ, MBA-gráðu með láði frá United Int- ernational Business School í Barcelona 2007 og MA-gráðu í almannatengslum frá sama skóla. Jón Örn hefur starfað við markaðsstjórn og almannatengsl í rúman áratug, var fréttamaður á Stöð 2 og sinnir stunda- kennslu við UIBS. Hann tók við starfi markaðs- og samskiptastjóra HÍ í nóv- ember. Jón Örn er kvæntur Rut Gunn- arsdóttur lögfræðingi og eiga þau sam- tals fjögur börn. Fyrirlestrar og fundir Háskóli Íslands | Fyrirlestur á vegum Vin- áttufélags Íslands og Kanada verður mið- vikudaginn 20. febr. kl. 20, í Lögbergi, stofu 201. Friðþór Eydal, fyrrum upplýsingafulltrúi varnarliðsins, mun fjalla um bók sína Frá heimsstyrjöld til herverndar; Keflavíkur- stöðin 1942-1951. Tónlist Dillon | Hljómsveitin Ollie Byrd and the trees frá New York heldur tónleika sem hefjast kl. 22. Hljómsveitirnar Vicky Pollard og Cliff Clavin einnig koma fram. Frítt inn. Hjallakirkja | Kammerkór Akraness heldur tónleika í Hjallakirkju í Kópavogi. Tónleikarnir bera yfirskriftina Ljóð og lög. Á efnisskránni er tónlist upp úr söngheftunum Ljóð og lög sem Þórður Kristleifsson safnaði saman efni í og gaf út á árunum 1939-1949. Stjórnandi kórsins er Sveinn Arnar Sæmundsson. Langholtskirkja | Skagfirska söngsveitin, Óperukórinn, 30 manna sinfóníuhljómsveit, 3 einsöngvarar og barnakór frumflytja tón- verkin Solveig á Miklabæ og Jörð eftir Björg- vin Þ. Valdimarsson og Bjarna S. Konráðs- son. Stjórnandi er Garðar Cortes. Einsöngvarar Aron Axel Cortes, Nanna María Cortes og Hlöðver Sigurðsson. Seltjarnarneskirkja | Sinfóníuhljómsveit áhugamanna leikur 17. febr., kl. 17, Quiet City eftir Copland, Concertino eftir Donizetti og Sinfóníu nr. 5 eftir Vaughan Williams. Einleik- ari á englahorn er Peter Tompkins og á trompet Jens B. Guðjónsson. Stjórnandi er Óliver Kentish. Þjóðmenningarhúsið | Kammer- tónleikaröðin Kristallinn er kl. 17. Fransk- rússneskur kammersirkus. Tvö meistaraverk eftir forsprakka franska impressjónismans, þá Claude Debussy og Maurice Ravel, og sjaldheyrður kvintett Sergei Prokofievs, sem átti upphaflega að vera tónlist við sirkusball- ett. Myndlist Gallerí Thors | Linnetstíg 2, Hafnarfirði. Elva Hreiðarsdóttir sýnir grafíkverk. Opið má- nud.-föstud. kl. 11-18 og laugard. kl. 11-16. Sýningin stendur til 23. febrúar. Gallerí Thors er rekið af níu konum sem vinna t.d. að leirlist, málun, grafík og textíl. Gerðuberg | Ljósmyndasýningin Hið breiða holt. Unglingar eiga stefnumót við afa sína eða ömmur! Sýningin stendur til 20. apríl og er opin virka daga kl. 11-17 og um helgar kl. 13-16. Nánari uppl. á www.gerduberg.is Jónas Viðar Gallerí | Akureyri. Björg Eiríks- dóttir opnar sýningu kl. 15. Málverkin hafa verið unnin á síðustu 2 árum þar sem fjallað er um líkama, liljur og sæti. Sýningin stendur til 9. mars. Mannfagnaður Breiðfirðingafélagið | Félagsvist í Breiðfirð- ingabúð 17. febrúar kl. 14. Nánari uppl. á www.bf.is Húnvetningafélagið í Reykjavík | Opið hús 17. febr. kl. 14 í Húnabúð Skeifunni 11, 3. hæð (lyfta), í tilefni 70 ára afmælis félagsins. Fjöl- breytt dagskrá og kaffiveitingar. Húnvetn- ingar og velunnarar velkomnir. Sjálfstæðishúsið í Kópavogi | Hlíðasmára 19. Sjálfstæðisfélag Kópavogs stendur fyrir félagsvist í dag kl. 13, góð verðlaun og allir velkomnir. Uppákomur Bókasafn Kópavogs | Röð erinda um ástina er hafin í safninu. Næsta erindi er 21. febr. kl. 17.15. Þá talar Guðfinna Eydal um ástina í samböndum. Seinna halda erindi: Þorgrímur Þráinsson, Katrín Jónsdóttir og Óttar Guð- mundsson. Ókeypis aðgangur. ELGUR rannsakar ljósmyndara gaumgæfilega í Orrviken í Svíþjóð í gær. Reuters Hver ert þú? UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur Kennaraháskóla Ís- lands við Landsbankann um öflugan stuðning bankans við samnorræna ráðstefnu um kennaramenntun og skólaþró- un. Elín Sigfúsdóttir, fram- kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans, og Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, undirrituðu samning- inn. Ráðstefnan verður haldin í Kennaraháskólanum 21.-24. maí 2008. Landsbankinn verður bakhjarl hennar og veglegur styrkur bankans nýtist skipu- leggjendum m.a. til að lækka ráðstefnugjöld til íslenskra kennara og hvetja þannig til þátttöku þeirra. Samstarf skóla og stofnana sem annast kennaramenntun verður í brennidepli á ráðstefn- unni og fjallað verður um tengsl kennaramenntunar og skólaþróunar frá ýmsum sjón- arhornum. Ráðstefnan er opin öllum sem starfa að kennara- menntun hérlendis og á Norð- urlöndunum. Þema ráðstefnunnar, tengsl kennaramenntunar og skólaþróunar, er ofarlega á baugi í skólamálaumræðunni nú. Þessi tengsl eru til skoð- unar í nágrannalöndunum þar sem eðli og gildi vettvangsnáms er m.a. mjög til umræðu. Kenn- araháskóli Íslands er að efla samstarf sitt við vettvanginn, hefur m.a. gert samninga við leik- og grunnskóla um að vera heimaskólar kennaranema á námstíma þeirra. Vettvangs- nám er mikilvægur þáttur í menntun kennaranema og kennarar sem leiðbeina kenn- aranemum til dæmis í æfinga- kennslu eru sérstaklega hvattir til að taka þátt í ráðstefnunni. Vefur ráðstefnunnar er www.yourhost.is/khi2008 Árvakur/Golli Landsbankinn styrkir norræna ráðstefnu MATTHÍAS Imsland, forstjóri Iceland Express, afhenti ný- lega Ingibjörgu Karlsdóttur, formanni ADHD-samtakanna, andvirði 2.350.000 króna sem safnaðist meðal farþega í vél- um félagsins frá ágúst 2006 fram til ársloka 2007. Samtök- unum voru afhentar 1.650.000 krónur í peningum og 700.000 króna flugmiðaúttekt frá Ice- land Express sem samtökin geta nýtt við starfsemi sína. Við upphaf samstarfsins fengu ADHD-samtökin ferðastyrk frá Iceland Express að andvirði 500.000 króna, þannig að í heildina hefur framlag Iceland Express og farþega félagsins til samtakanna numið 2.850.000 krónum. Afhendingin nú er afrakstur samnings sem gerður var í júlí 2006 um samstarf Iceland Ex- press og ADHD-samtakanna, sem eru til stuðnings börnum og fullorðnum með athygl- isbrest og ofvirkni og fjöl- skyldum þeirra. Samningurinn var þríþættur og fólst í skipu- legri klinksöfnun meðal far- þega um borð í vélum félagsins, sölu á lita- og þrautabókum fyrir börn um borð og ferða- styrkjum. Klinksöfnun Iceland Express meðal farþega hófst í ágúst 2006. Stuðningur farþeganna verður nýttur til að útbúa greinargott fræðsluefni fyrir kennara um nám barna sem glíma við ADHD en samkvæmt könnunum eru ofvirk börn mesti streituvaldurinn í starfi grunnskólakennara. Einnig skipuleggja samtökin sérstök námskeið fyrir kennara um þetta efni, segir í fréttatilkynn- ingu. ADHD er taugaþrosk- aröskun og eru helstu einkenni athyglisbrestur, hvatvísi og of- virkni. Rannsóknir sýna að ná- lægt 5-10% barna og unglinga glíma við þessa röskun, sem hefur alvarleg áhrif á félags- lega aðlögun, námsárangur og sjálfsmynd. ADHD-samtökunum veittur ágóði klinksöfn- unar Iceland Express Margt smátt . . Ingibjörg Karlsdóttir, formaður ADHD samtak- anna, tekur við framlagi farþega Iceland Express úr hendi Matt- híasar Imsland, forstjóra Iceland Express.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.