Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristján Árna-son fæddist á Skarði í Lund- arreykjadal 14. marz 1929. Hann lést á Heilbrigð- isstofnuninni á Sauðárkróki 4. febrúar síðastlið- inn. Hann var elst- ur 9 barna hjónanna Elínar Sigríðar Kristjáns- dóttur og Árna Kristjánssonar. Systkini Kristjáns eru Sigrún, f. 1931, Friðjón, f. 1934, d. 2004, Steingrímur Kristinn, f. 1939, Elín, f. 1942, Þóroddur Már, f. 1945, Helga, f. 1948, Tómas, f. 1950, og Jón, f. 1951. í Landbroti, en þar var þá rek- inn skóli til að kenna ungum mönnum að verða sveitasmiðir sem kallað var. Eftir það var Kristján að mestu heima á Kistufelli og stundaði þar jöfn- um höndum búskap og trésmíði. 1975 fer hann norður að Hrauni í Sléttuhlíð til að byggja fjós, svo vel líkaði honum í Skaga- firðinum að hann ílentist þar upp frá því. Hann fékk land- skika á Skálá og byggði sér þar íbúðarhús og trésmíðaverkstæði. 1988 greindist Kristján með parkinsons-sjúkdóm. 2001 var heilsu hans svo farið að hann gat ekki lengur búið einn og fer þá á elliheimili Heilbrigðisstofn- unarinnar á Sauðárkróki og dvaldi þar til síðasta dags. Útför Kristjáns verður gerð frá Reykholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður á Lundi í Lundarreykjadal. Foreldrar Krist- jáns byrjuðu bú- skap á Stálp- astöðum í Skorradal 1927, 1946 flytja þau að Langholti í Bæja- sveit, þar sem þau eru í eitt ár en flytja þá að Kistu- felli í Lund- arreykjadal og átti Kristján þar heim- ili, þar til hann flytur norður í Sléttuhlíð í Skaga- firði. 1944 til 46 er hann í Ingi- marsskóla og lýkur þaðan landsprófi, sest í M.R. haustið 1946, en var þar aðeins einn vetur. Veturinn 1951 til ’52 er Kristján í trésmíðanámi á Hólmi Ég man það eins og það hefði gerst í gær, það var 29. júní 1995, sem ég sá Kristján, mág minn, í fyrsta sinn, ég var í mínu fyrsta ferðalagi með tilvonandi konu minni, Elínu, og leiðin lá að Skálá í Sléttuhlíð til Kidda smiðs, eins og hann kallaði sig gjarnan. Ég vissi ekki alveg á hverju ég átti von, ég hafði heyrt svo margt um Kidda bróður að þetta hlaut að vera maður sem hefði margt fram yfir meðalmanninn, enda reyndist það svo við nánari kynni. Þegar við renndum í hlað á Skálá stóð þar úti grannvaxinn kviklegur maður, hann faðmaði systur sína að sér kom síðan til mín og tók í hönd mína og horfði rannsakandi í andlit mitt, og bauð mig síðan velkominn. Hann sagði okkur að hann hefði nokkrum nóttum áður dreymt að Ella systir hans kæmi í heimsókn til sín með mann með sér, en að ég væri ekki sá, nokkru seinna kom hann í heimsókn til okkar í Reykja- vík, þar sá hann mynd af föður mín- um sem var látinn fyrir fimmtán ár- um, hann tók myndina horfði á hana góða stund og sagði svo: ,,Þetta er maðurinn sem kom með þér í draumnum, Ella mín.“ Seinna þegar ég kynntist Kidda betur fékk ég skilning á þeirri virð- ingu sem hann naut hvarvetna þar sem menn þekktu hann. Aldrei heyrði ég hann leggja hnjóðsyrði til nokkurs manns en ætíð var hann tilbúinn að leggja gott til málanna. Kristján var ákaflega fjölfróður maður hann hafði aflað sér alhliða menntunar með lestri góðra bóka, allgóð tök hafði hann á erlendum málum, einkum á ensku sem hann talaði og skrifaði svo orð var haft á, einnig las hann og skrifaði á dönsku og þýsku sem hann byrjaði að læra í bréfaskóla fyrir 4 árum til að geta verið í sambandi við þýskan vin sinn sem hann hafði kynnst norður í Sléttuhlíð árið áður. Kristján fékkst við yrkingar og ljóðagerð frá unga aldri hann gaf út 2 ljóðabækur, Fjöllin sál og ásýnd eiga og Mér finnst gott að hafa verið til, í þessum bókum má finna marg- ar fágætar perlur. Í ljóðum hans má sjá hve gott vald hann hafði á hvaða bragarhætti sem var. Kæri vinur, nú þegar komið er að leiðarlokum vil ég þakka þér fyrir það sem þú gafst mér, það urðu allir betri menn sem voru þér samferða. Þakka þér stundirnar sem við rædd- um í einrúmi og var ekki ætlað öðr- um eyrum en okkar, því miður hafði dregið mikið úr þessum stundum þar sem sjúkdómur þinn hefur hamlað svo mikið tjáskiptum. Mér finnst við hæfi, Kiddi minn, að kveðja þig með einu gullkorni úr bókinni þinni, Mér finnst gott að hafa verið til. Í hlýjan trefil vitund vefur, veitir sjúkum hvíldir mjúkar. Drauma geymir í dularheimi, dauðans bróðir svefninn góði. Far þú í friði, kæri vinur. Sigurður Hermannsson. Þrýtur líf og þrek í öldnum taugum þeim er fyrrum spruttu úr móður jörð. Þá er ljúft að loka þreyttum augum, láta duftið frjófga nýjan svörð. Er faðir lífsins vekur barn sitt, vorið, og veldi ljóssins sigrar enn á ný guðlegt frjómagn er þá endurborið, andi minn hann verður hluti af því. Svo kveð ég sáttur granna mína góðu, gömlum vinum þakka sálaryl. Ég hrópa yfir hina miklu móðu: „Mér finnst svo gott að hafa verið til.“ (K.Á.) Elsku Kiddi frændi, nú hefur þú kvatt þessa jarðvist. Orð eru alltaf svo lítilfjörleg þeg- ar á reynir, þó vil ég minnast þín hér með örfáum orðum. Ég var ekki há í loftinu þegar ég dvaldi fyrst á Kistufelli, þá áttir þú heima þar og lagðir svo sannarlega þitt af mörkum svo vel færi um mig. Þér þótti afskaplega vænt um okkur systkinabörnin þín og vildir alla tíð hlúa að okkur. Það var reyndar þannig að þú hlúðir að öllu og öllum í umhverfi þínu, hvar sem þú komst því við og því eru margir sem nú sakna þín ákaft. Þér var ekki umhugað um að safna veraldarauði, Kiddi minn. En þér var umhugað um að bæta veröldina í orðsins fyllstu merkingu. Landamæri og fjarlægðir komu þér ekki við ef þú taldir þig geta lagt þeim lið er þú taldir misrétti beitta. Hlýja þín veitti svo sannar- lega birtu víða. Þegar þú gladdist brostir þú á þinn kankvísa hátt og hallaðir eilítið undir flatt. Þú hafðir þá gáfu líka að setja saman ljóð og lausavísur, sem víð- kunnugt er. Erfiljóðin þín hugguðu syrgjendur með einstökum hætti, þér var gefið að sjá inn í líf þeirra sem gengnir voru, þó þú þekktir nánast ekkert til. Nú er ljóðaharpan þín þögnuð, Kiddi minn, en ljóðin þín lifa svo sannarlega áfram: Bjarma slær á Borgarfjörð í blænum hrærast stráin. Í þinn væra vígða svörð vil ég færast dáinn. Ból ég neitt ei betra finn beinin þreytt að geyma, ef það er veitt í þetta sinn þrauka ég eitthvað heima. (K.Á.) … og nú ertu kominn heim í Borgarfjörð! Guð verndi þig. Hafðu hjartans þökk fyrir sam- fylgdina. Rósa Birgisdóttir og fjölskylda. Þegar við fjölskyldan fluttumst norður að Skálá í Skagafirði eign- uðumst við strax þann besta fjöl- skylduvin sem komið hefur inn í líf okkar. Kiddi smiður bjó í litlu húsi rétt neðan við bæinn okkar, handan árinnar, en það hafði hann byggt skömmu áður en við komum. Oft lögðum við bræðurnir leið okkar yfir litlu brúna að húsinu hans Kidda til að smíða í verkstæð- inu hans eða rabba við hann um heiminn. Alltaf tók hann vel á móti okkur drengjunum og var okkur í raun sem afi. Kiddi þurfti aldrei að hafa bók við hönd þegar sögur voru sagðar, enda var sagnalistin honum í blóð borin. Hann settist gjarnan við rúmstokk- inn hjá okkur á kvöldin og sagði okkur sögur af álfum, draugum, jötnum, kóngum og skringileik hvers konar. Jafnvel átti hann til að segja okkur sögur sem reyndust vera endursagnir af bíómyndum sem hann hafði sjálfur séð sem drengur. Þar tróndi hæst sagan af Sindbað sæfara og svaðilförum hans. Hjálpsemi Kidda var óþrjótandi í garð fjölskyldunnar okkar, sem glímdi í sífellu við nýjar áskoranir í sveitinni, enda hafði hann sjálfur verið bóndi í Borgarfirði og var mjög handlaginn og duglegur smið- ur. Seinna á lífsleiðinni breyttust smíðaverk Kidda úr mótauppslátt- um og þakneglingum í forláta tré- rennismíð. Ófá eru heimilin sem eru prýdd lömpum og skálum sem Kiddi renndi. Vinátta Kidda smiðs og foreldra okkar var líka sönn og sterk alla tíð. Þegar fjölskyldan brá búi og flutti suður yfir heiðar var Kiddi tíður gestur á heimilinu. Þá áttum við alltaf vísan næturstað fyrir norðan í Smiðshúsum. Kiddi tók líka strax miklu ást- fóstri við yngsta bróðurinn Villa þegar hann kom í heiminn fyrir sunnan. Smíðaði hann gjarnan handa honum leikföng og orti kvæði. Helst hefði mátt ætla að Kiddi hefði haft þá fyrirætlan að gera úr Villa hinn mesta vígamann eða höfðingja, enda smíðaði hann ótal sverð og skildi handa honum úr tré, en einnig stórskemmtilega risa- eðlu á hjólum, veldissprota og fjöl- breytt umhverfislistaverk, sem með- al annars nýttu sér straum árinnar og vindorku til að knýja áfram ýmiss konar sjónarspil. Kiddi lét mótlæti lífsins aldrei buga sig, heldur brýna sig til góðra verka. Þannig varð honum eitt sinn að orði að hann hefði líklega aldrei farið að yrkja kvæði og búa til lista- verk úr tré hefði „Parkinson gamli ekki komið í heimsókn.“ Sjúkdóm- urinn minnti Kidda á dauðleika hans og um leið á nauðsyn þess að láta gott af sér leiða og skilja eftir sig góða arfleifð. Hún liggur nú meðal annars í formi tveggja ljóðabóka, fjölda smíðamuna, uppkominnar stúlku í Indlandi sem hann studdi alla tíð og ótal þakklátra karla, kvenna og barna um allt land, sem hann orti kvæði og vísur til. Við fjölskyldan frá Skálá þökkum Kidda samferðina í áranna rás og þá góðu vináttu og styrk sem hann veitti okkur alla tíð. Án efa bíða hans enn ótal verkefni, himneskar hlöður ósmíðaðar og kvæði ókveðin. Jón Gunnar, Svavar Knútur og Vilmundur Torfi. Mig minnir endilega ég hafi séð Kidda smið í fyrsta skipti á bygg- ingalager KS á Hofsósi, sem þá var við lýði, er við feðgar vorum þar á ferðinni. Það var kurteis hæglætis- maður sem ég kynntist þá og marg- fróður sem ég síðar margreyndi. Til margra ára var Kiddi með ann- an fótinn hjá okkur í kotinu við lónin að byggja og bæta og á hann mörg handtökin þar á bæ sem víðar. En Kiddi var ekki við eina fjölina felldur því auk hinna hefðbundnu smíða sinna var hann einnig lipur og lag- tækur ljóðasmiður. Höfðum við báðir mikla ánægju af að ræða ljóðagerð hans og skáldskap almennt, og var ég að hans eigin sögn aðalráðgjafi hans og gagnrýnandi og prófarkalas ég handrit að fyrri ljóðabók hans. Kiddi orti í hefðbundnum stíl, sem svo er kallaður, með háttbundinni hrynjandi, stuðlum og rími, sem síst er undur af manni af hans kynslóð og þar að auki úr sveit. Hann var byrjaður að yrkja réttkveðnar fer- skeytlur innan við fermingu. Hann líkti atómkveðskap við byggingar- efni sem búið væri að draga á stað- inn en á eftir að byggja úr. Það kom mér hinsvegar á óvart að Kiddi var nánast gersneyddur eyra fyrir tón- list nema þá einstaka sönglagi sem undantekningu. Hann var vel að sér um alla heima og geima svo mér þótti á tíðum furðu sæta. Hann var t.d. hálfgerður sérfræðingur í heims- styrjöldinni síðari, en hann var drengur þegar sá styr stóð og fylgd- ist með fréttunum af kappi. Um tíma vann hann á vellinum, í árdaga vest- ræns samstarfs, og þar bætti hann sér upp enskuna, sem hann missti af er hann kvaddi MR próflaus. Hann brá fyrir sig enskunni í ljóðagerð sem og dönskunni einnig, og fannst mér furða hvað karl kunni og mundi eftir svo langan tíma og svo stutta skólavist; en spaugilegt var að heyra stuðlunum beitt í engilsaxneskunni og baunamálinu. Kiddi var andans maður í tvenn- um skilningi því hann var vínhneigð- ur vel og runnu þessar andans elfur stundum saman í andagift skáld- skaparins. Hann var góður og glaður við skál og þá var gaman að disk- útera andans málin. Góðmenni var hann fram í fingurgóma og einstak- lega greiðvikinn og þægilegur í um- gengni. Ekki verðlagði hann sig þó hátt í smíðunum og bætti pabbi við bónus á karl, enda átti hann hverja krónu skilið. Samstarf okkar og kunningsskapur var afar góður og runnu vel saman hönnunargáfa pabba og kunnátta hins þaulvana smiðs. Ekki entist Kidda þó heilsa til að ljúka við að innrétta fjósið, hina síðustu einingu hinnar þríheilögu samsteypu, sem tekið var undir veit- ingahús og bar. Þess í stað var hann okkur hinn besti ráðgjafi. Parkin- sonsveikin hafði þá herjað á Kidda í mörg ár og varð hann um síðir að hafa hægar um sig og leggja smíða- tólin nánast alveg á hilluna, og slíkt hið sama alkahólismann, sem hann sigraðist á. Hin síðari ár hélt hann sig við rennibekkinn þegar færi gafst og sat löngum á eintali við ljóðadísina, sína einka hústrú; þar fóru efnið og andinn saman sem forðum daga hjá lista- og ljóðasmiðn- um. Alltaf var Kiddi sama dagsfars- góða prúðmennið þó að mikill sjúk- lingur væri og lét hvorki Parkinson né aðra leiðindagaura hlaupa í skap- ið á sér; dró víglínuna milli skrokks og sálar. Og þar trúi ég hún hafi leg- ið allt til endadægurs þess, sem hinn fyrrnefndi og ágengi Parkinson skapaði Kidda áður en Elli kerling fengi lagt hann að velli. Ég og fjölskylda mín færum ætt- ingjum hans og vinum samúðar- kveðjur. Minningin um góðmennið lifir. Ólafur Jónsson. Kristján Árnason Elsku amma mín. Þó að það séu liðnir tæplega tveir mánuð- ur síðan þú kvaddir þennan heim finnst mér eins og þú sért enn ókomin heim. Ég man að daginn áð- ur en þú veiktist kom ég og heim- sótti þig. Ég sat hjá þér í dágóða stund og eins og vanalega spurðir þú hvernig mér gengi í skólanum og hvað væri að frétta af mér. Síðustu orðin sem ég sagði áður en ég fór var „við sjáumst á morgun, amma“ og kyssti þig bless. En veikindi gera ekki boð á undan sér, og sólarhring síðar varstu skyndilega flutt suður með sjúkravél. Ég man eftir símtal- inu frá Gunnu sem sagði okkur að þú hefðir verið send á spítala. Ótal tilfinningar fóru í gegnum mig með- an við biðum eftir að vita hvað yrði. Við hringdum daglega til að vita Hlíf Ingibjörg Ragnarsdóttir ✝ Hlíf IngibjörgRagnarsdóttir fæddist á Rannveig- arstöðum í Álfta- firði eystra 16. febr- úar 1932. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 30. des- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hafn- arkirkju 10. janúar. hvernig þér liði, en staðan var alltaf sú sama. Ég hugsaði að amma mín væri sterk, hún myndi ná sér og kæmi heim aftur. Heimsókn okkar mömmu á spítalann er enn ofarlega í huga mínum. Við gengum inn á stofuna og þar lást þú tengd öllum þessum vélum. Ég gekk að rúminu og tók í höndina á þér og þú tókst kipp eins og þú skynjaðir að einhver nákominn væri í kringum þig. Eftir að hafa setið hjá þér í smástund fór ég frá þér með tárin í augunum og hugsaði til þess að þú yrðir að ná þér og koma aftur heim. Það dró svart ský fyrir sólu hjá okkur mæðgum þenn- an fallega sunnudagsmorgun hinn 30. des. á Kanarí þegar við fengum þær fréttir að amma hefði kvatt þennan heim. Það var erfitt að hugsa til þess að manneskja sem maður hefur alist upp með í 17 ár, sé skyndilega farin. Ég hugsaði þó til þess að þér liði betur á þeim stað sem þú ert á núna, og gast kvatt þennan heim án þess að kveljast. Það var skrýtið að koma heim og engin amma til að tala við og engin amma til að knúsa. Þegar ég lít til baka og hugsa um allar þær góðu og frábæru minn- ingar sem sitja eftir í huga mínum, átta ég mig á því að ég hefði ekki getað átt betri ömmu. Hún vildi allt fyrir mann gera, og það var svo lítið sem þurfti að gera til að gleðja hana á móti. Hún var án efa ein gjafmild- asta manneskja sem ég hef kynnst. Ef maður sá eitthvað fallegt, var hún alltaf tilbúin að gefa manni það ef mann langaði í það og sá aldrei eftir því sem hún gaf manni. Henni fannst algjör óþarfi að maður gæfi sér eitthvað, vildi frekar að maður eyddi í eitthvað fallegt handa sjálf- um sér. Ég man eftir öllum stund- unum sem við sátum og spiluðum, við gátum setið í marga tíma og spil- að hvert spilið á fætur öðru. Þegar ég var yngri fannst mér gaman að koma í heimsókn og leika mér með stóra bangsann sem þú áttir. Alltaf hljóp ég inn í skáp, náði í saumabox- ið þitt og tók fram nál og tvinna til að sauma í bangsann. Við höfðum það fyrir vana að í hvert skipti sem bangsinn varð „veikur“ saumaði ég nokkur spor í hann og honum batn- aði. Ég get talið upp endalaust af minningum sem við höfum átt sam- an, og þær geymi ég í hjarta mínu. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, og hvað er ég er heppin að hafa fengið að hafa þig í þessi 17 ár. Guð geymi þig, elsku amma mín, afmælisdagurinn þinn hefði verið í dag og þú ert í huga okkar allra. Særós Ester.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.