Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2008 41 Fundir/Mannfagnaðir Sjálfstæðisfélag Kópavogs Laugardagsfundur með Gunnari Birgissyni í Kópavogi Laugardagsfundur verður að venju laugardaginn 16. febrúar kl. 10.00-12.00 í félagsheimili sjálfstæðis- flokksins að Hlíðasmára 19. Byrjað verður í morgunkaffinu en um kl. 10.45 verður haldið í vettvangsferð um Kópavog undir leiðsögn bæjarstjórans Gunnars Birgissonar. Farið verður í rútu og kíkt á það helsta sem er að gerast í bænum okkar þessa dagana. Allir velkomnir. Stjórnin. Sjálfstæðisfélag Garðabæjar Laugardagskaffi 16.feb. kl 11-13 Stefán Snær Konráðsson bæjarfulltrúi og formaður skipulagsnefndar verður gestur í laugardags- kaffi hjá Sjálfstæðisfélaginu í dag laugardaginn 16. febrúar. Allir velkomnir. Húsnæði í boði Til leigu aðstaða fyrir snyrtifræðing Til leigu aðstaða fyrir snyrtifræðing sem vill starfa sjálfstætt á snyrtistofu á 103 svæðinu í Reykjavík. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 892 6962. Raðauglýsingar EINS og við mátti búast vakti andlát Bobby Fischers geysilega at- hygli út um allan heim. Allir helstu fjölmiðlar heims greindu frá andláti hans, helstu afrekum hans, „einvígi aldarinnar“ 1972, sjálfvalinni ein- angrun, hinu umdeilda einvígi við Boris Spasskí 1992, fangelsun hans og þætti Íslendinga í að bjarga hon- um úr prísundinni í Japan. Síðan hefur athygli á alþjóðavísu verið beint að kvikmynd um ævi hans en útgáfurétturinn að tiltölulega nýút- kominni bók um einvígið í Reykja- vík 7́2 „Bobby Fischer goes to war“ var fyrir nokkru keyptur af fram- leiðendum hinnar þekktu kvik- myndar „Touching the void“ og leik- stjóri „The last king of Scotland „ hefur verið fenginn til að leikstýra myndinni sem verður væntanlega frumsýnd árið 2010. Ekki verður frá Fischer tekið að hann hefur staðið sig vel í landkynningunni. Innan um aragrúa pistla á netmiðlunum er vit- anlega eitt og annað misjafnt en á heildina litið er tónninn vinsamleg- ur. Kasparov brást ekki bogalistin þegar hann skrifaði í Time að sigrar Fischers á árunum í kringum 1970 væru sennilega þeir stórfenglegustu sem skáksagan kynni frá að greina og bætti því að ferð Brooklyn- drengsins á toppinn væri í senn dramatísk og einstæð. Fyrir nokkru hringdi í mig fyrr- verandi skákdálkahöfundur Morg- unblaðins Daði Örn Jónsson tölvu- fræðingur og rifjaði upp skemmtilegt atvik sem tengdist Fischer. Hann hefur þegar skrifað um þetta grein á vinsæla hollenska vefsíðu Chess cafe. Svo er mál með vexti að skömmu eftir komu Fischers til landsins 2005 hafði ég samband við Daða og bað hann um aðstoð vegna lítilsháttar ágreinings sem uppi var milli mín og Fischers. Fischer hafði lengi verið á þeirri skoðun að eigi allfáar skákir í heimsmeistaraeinvígjum sovéskra stórmeistara hefðu verið samdar fyrirfram; og úrslitin fyrir fram ákveðin. Fyrir þessum grunsemd- um hans lágu mannleg rök sem voru m.a. byggð á eigin reynslu Fischers; eftir áskorendamótið í Curacao 1962 kom upp grundvallar-trúnaðarbrest- ur milli Fischers og „sovéska skák- skólans“. Fischer taldi að úrslitum skáka í mótinu hefði verið hagrætt, sem var rétt að því leyti að fyrir mót- ið skriðu þeir saman í eina fylkingu Petrosjan, Geller og Keres og gerðu stutt jafntefli í öllum innbyrðis skák- um sínum. Þetta varð heilmikið mál sem varð þess valdandi að FIDE breytti fyrirkomulagi heimsmeist- arakeppninnar. Fjölmörg þekkt dæmi eru um keypta vinninga og selda á sovéskum meistaramótum, t.d. hafa Karpov og Kasparov við ýmis tækifæri viðrað grunsemdir sínar í garð hvor annars og er það ljót saga sem ekki verður rakin hér. Skákin sem Bobby var ofarlega í huga þennan dag var 9. einvígisskák Karpovs og Kasparovs í Moskvu í september 1984. Hann taldi fullvíst að skákin öll hefði verið byggð á við- ureign Fischers við Anthony Saidy í lokaumferð bandaríska meistara- mótsins 1963–́64. Lítum á dæmin tvö: HM-einvígi í Moskvu 1984; 9. einvígisskák: Karpov – Kasparov 45. Re3 Bb1 46. b4 gxh4 47. Rg2 hxg3+ 48. Kxg3 Ke6 49. Rf4+ Kf5 50. Rxh5 Ke6 51. Rf4+ Kd6 52. Kg4 Bc2 53. Kh5 Bd1 54. Kg6 Ke7 55. Rxd5+ Ke6 56. Rc7+ Kd7 57. Rxa6 Bxf3 58. Kxf6 Kd6 59. Kf5 Kd5 60. Kf4 Bh1 61. Ke3 Kc4 62. Rc5 Bc6 63. Rd3 Bg2 64. Re5+ Kc3 65. Rg6 Kc4 66. Re7 Bb7 67. Rf5 Bg2 68. Rd6+ Kb3 69. Rxb5 Ka4 70. Rd6 – og Kasparov gafst upp. Bandaríska meistaramótið, New York 1963–́64: Saidy – Fischer 23. Rd7 24. Kf1 Rf8 25. Ke2 Re6 26. Kd3 h5 27. Be3 Kh7 28. f3 Kg6 29. a4 Kf5 30. Ke2 g5 31. Kf2 Rd8 32. Bd2 Kg6 33. Ke3 Re6 34. Kd3 Kf5 35. Be3 f6 36. Ke2 Kg6 37. Kd3 f5 38. Ke2 f4 39. Bf2 Rg7 40. h3 Rf5 41. Kd3 g4 42. hxg4 hxg4 43. fxg4 Rh6 44. Be1 Rxg4 45. Bd2 Kf5 46. Be1 Rf6 47. Bh4 Rh5 48. Be1 Kg4 49. Ke2 Rg3+ 50. Kd3 Rf5 51. Bf2 Rh4 52. a5 Rxg2 53. Kc3 Kf3 54. Bg1 Ke2 55. Bh2 f3 56. Bg3 Re3 – og Saidy gafst upp. Skyldleiki þessara skák liggur í augum uppi en þess má geta að Fisc- her náði 100% vinningshlutfalli með því að leggja Saidy í elleftu og síð- ustu umferð. Bobby hélt því fram við mig að útilokað væri að staða með svipuðum „strúktúr“ í peðastöðu með riddara gegn biskup hefði kom- ið upp í skákum þekktra meistara fyrir 1963. Þessa fullyrðingu hans dró ég í efa og lauk viðskiptum okkar með þeim hætti að ég hét því að snúa aftur með dæmi sem hrektu fullyrð- ingu hans. Flestir kannast við að þurfa að hlusta á aðila, oft stjórn- málamenn, sem geta engan veginn haldið þræði röklega séð. En þar sem skákir Fischers eru ein sam- kyrjandi röksnilld var hér mikið í húfi. Og þá kemur Daði Örn til sög- unnar. Hann var fljótur að setja sig inn í vandamálið þegar ég hringdi í hann og verkefnið leysti hann með því nota Chess assistant gagnagrunn með ca. þrjár milljónir skáka. Í leit- arvalkosti var sett upp aðgerð sem fann stöður með riddara gegn biskup og sex peðum. Sú leit tók innan við mínútu og fundust um 20 þús. skákir. Síðan þrengdi Daði leitina með býsna flóknum aðgerðum sem hann rekur í grein sinni og eru áreiðan- lega afar athyglisverðar fyrir tölvu- áhugamenn. Hann fann 14 sambæri- leg dæmi úr skákum tefldum á árunum 1934–1963. Af þeim fannst mér athyglisverðust skák frá sov- éska meistaramótinu 1939 milli Le- venfish og Kotov. Daði sendi mér niðurstöður sínar í tölvupósti og ég prentaði út allt sem skipti máli og bankaði uppá hjá ellefta heimsmeist- aranum á herbergi hans á gamla Loftleiðahótelinu með væna möppu undir hendinni. Þegar ég sýndi Bobby gögnin hrópaði hann upp fyr- ir sig: „Unbelievable. Great research.“ – Ótrúlegt. Frábær rannsóknarvinna. Það kom síðan á daginn þegar við ræddum niðurstöðuna frekar að hann kannaðist við nokkrar þær skákir sem ég hafði meðferðis m.a. viðureign Paul Keresar gegn Skot- anum Fairhurst sem tefld var 1955. Ekki minntist hann á níundu skákina frá 8́4 aftur við mig. Samanburðarrannsóknir SKÁK d Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Getty images Niðursokkinn Vasataflið var aldrei langt undan. Bobby Fischer í neðan- jarðarlest í New York 1962, Gullsmárinn Mánudaginn 11. febrúar var spilað á 11 borðum og meðalskorin 168. N/S Þorgerður Sigurgeirsd. – Stefán Friðbjss. 197 Kristín Óskarsd. – Gróa Þorgeirsdóttir 195 Eysteinn Einarsson – Jón Stefánsson 192 Díana Kristjánsd. – Ari Þórðarson 190 A/V Páll Ólason – Elís Kristjánsson 204 Heiður Gestsdóttir – Dóra Friðleifsd. 187 Sigurpáll Árnas. – Sigurður Gunnlaugss. 181 Jón Jóhannsson – Haukur Guðbjartss. 177 Úrslit í N/S 7. febrúar: Eysteinn Einarsson – Jón Stefánss. 200 Þorsteinn Laufdal – Magnús Halldórss. 183 A/V Hermann Guðmss. – Ernst Backman 197 Haukur Guðmss. – Katarínus Jónsson 193 Úrslit í N/S 5. febrúar: Sigríður Ingólfsd. – Sigurður Björnss. 318 Magnús Halldórss. – Þorsteinn Laufdal 294 A/V Hrafnhildur Skúlad. – Þórður Jörundss. 333 Jón Jóhannsson – Haukur Guðbjartss. 319 Bridsdeild Sjálfsbjargar Mánudaginn 11. febrúar var spil- aður tvímenningur og urðu eftirtalin pör efst í N/S Guðný Lúðvígsd. – Birgir Lúðvígsson 220 Karl Karlss. – Sigurður R. Steingrss. 215 Þórarinn Bech – Jón Úlfljótsson 211 A/V Skúli Sigurðsson – Ingolf Ágústsson 266 Marteinn Marteinss. – Kári Sigurðss. 234 Lúðvík Ólafss. – Rúnar Hauksson 232 Meðalskor 192. Úrslit mánud. 4. febrúar í N/S: Birna Lárusd. – Sturlaugur Eyjólfss. 198 Sigríður Gunnarsd. – Björn Björnss. 188 A/V Skúli Sigurðsson – Ingolf Ágústss. 199 Aðalfríður Pálsd. – Steinn Sveinsson 190 Tvímenningskeppni verður fram- haldið næsta mánudag. Nóg pláss fyrir ný andlit. Spila- mennska hefst kl. l9. Spilað er í Sjálfsbjargarheimilinu. Mjótt á munum hjá Bridsfélagi Reykjavíkur Þriggja kvölda Butler-tvímenn- ingi Bridsfélags Reykjavíkur lauk nýlega. Mikil spenna var allt til síð- asta slags í mótinu en á endanum sigruðu Kjartan Ásmundsson og Hlynur Garðarsson þá Jón Baldurs- son og Þorlák Jónsson með 0,9 impa mun! Efstu pör 143,1 Hlynur Garðarss. – Kjartan Ásmundss. 142,2 Jón Baldursson – Þorlákur Jónsson 103,5 Guðm. Hermannss. – Helgi Jóhannss. 77,0 Ómar Olgeirsson – Kristján Blöndal 76,5 Kristinn Kristinss. – Halld. Svanbergss. 55,5 Sverrir G. Kristinss. – Páll Valdimarss. Þriðjudaginn eftir Bridshátíð verður spilaður eins kvölds tvímenn- ingur. Aðaltvímenningur BR hefst svo 26.febrúar. Nánar á bridge.is/br Minnt er á topp 24 einmenninginn sem verður haldinn í vor. Efstu menn vetrarins í bronsstigum: Jón Baldursson 218 Þorlákur Jónsson 218 Kjartan Ásmundsson 159 Páll Valdimarsson 144 Gunnlaugur Karlsson 129 Kjartan Ingvarsson 129 Hlynur Garðarsson 129 Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, fimmtud. 14.02. Spilað á 9 borðum. Árangur N-S: Ragnar Björnsson - Jón Lárusson 243 Oddur Halldórsson - Oddur Jónsson 243 Jón Hallgrímsson - Helgi Hallgrímss. 232 Árangur A-V Þröstur Sveinsson - Bjarni Ásmunds 268 Einar Einarsson - Magnús Jónsson 252 Halla Ólafsdóttir - Hilmar Valdimarss. 249 Tvímenningskeppni spiluð mánud. 11.02. Spilað var á 10 borðum. Árangur N-S Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 285 Ægir Ferdinandss. – Jóhann Lútherss. 251 Sæmundur Björnss. – Gísli Víglundss. 244 Árangur A-V Bragi Björnsson – Albert Þorsteinsson 277 Þröstur Sveinsson – Bjarni Ásmundss. 237 Björn E. Péturss. – Ólafur Theodórss. 233 Meðalskor 216 stig. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Sími 551 3010 Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.