Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 24
lifun 24 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Við leggjum meira upp úrvellíðan en rándýrumhúsgögnum eða risastór-um rýmum. Til dæmis finnst okkur lýsingin á heimilinu skipta miklu máli, að hún sé mjúk og notaleg. Þess vegna erum við með mikið af ljósaseríum og kert- um, við kjósum það frekar en sker- andi birtu frá stórum loftljósum. Eins viljum við hafa persónulega hluti í kringum okkur, sem tengja okkur við fortíðina og minningar, hvort sem þær eru frá útlöndum, bernskunni eða einhverjum æv- intýrum,“ segja sambýliskonurnar Halla „himintungl“ Frímannsdóttir galdrakona og Inga Dóra Guð- mundsdóttir myndlistarkona, en þær hafa búið sér persónulegt heimili í risíbúð við Hringbraut. „Þetta er ekki stór íbúð en hún er skemmtileg. Út frá stóra kvistinum í stofunni er hægt að ganga út á hringlaga svalir og þaðan er útsýni stórkostlegt, við sjáum til Bláfjalla, Suðurnesja og yfir hafið og alla leið til Snæfellsjökuls. Við erum með enn frekari tengingu við Snæfells- nes, enda förum við oft þangað, því í eldhúsinu erum við með stóran bakka fullan af steinum frá Snæ- fellsnesi sem eru handvaldir af gyðju og innan um þá loga kerti.“ Efri hæðin eða svefnloftið er ekki aðeins svefnstaður, því þar kennir ýmissa grasa. M.a. er þar forláta skatthol frá langömmu Ingu Dóru sem og ágætt safn vínilplatna sem hún hefur komið sér upp í gegnum tíðina. Sumar plöturnar koma frá mömmu hennar, aðrar frá afa hennar sem var mikið fyrir djass og flamengó, en svo fer hún líka í Kolaportið og gramsar þar í plötunum. „Okkur finnst gaman að blanda saman fræðum og því settum við upp sérstakt velgengnishorn uppi á svefnloftinu. Þar er til dæmis gúmmíplanta sem laðar að fjár- magn, þar hanga uppi öll skírteinin okkar sem við höfum safnað að okkur með námi og námskeiðum í gegnum tíðina. Við erum með svart og rautt silki, enda fylgir því góð orka, og við erum líka með altari þar sem á eru hlutir sem eru okkur kærir og færa okkur mikla ham- ingju. Vegabréfin okkar eru í vel- gengnishorninu, af því að við höfum svo gaman af því að ferðast.“ Salibunur niður Laugaveginn Þær eru nýlega búnar að fjár- festa í borðstofuborði og stólum og breyttu ýmsu í leiðinni í borðstof- unni. „Við tókum hjólin undan bókahillunni sem þar var og sner- um henni um níutíu gráður og lét- um hana undir súðina.“ Sérstakur órói með tunglum vekur athygli þar sem hann hangir í súðarglugga yfir borðstofuborðinu, en Guðveig, sem rak veitingastaðinn Hala- stjörnuna undir Hraundröngum, gaf Höllu hann þegar kvenna- hljómsveitin Heimilistónar spilaði þar í hlöðunni forðum. Fleira vekur athygli í borðstofunni. Þar er stór- merkilegt hjól sem er með stóru hjóli að framan en miklu minna hjóli að aftan, svona eins og tíðk- aðist í gamla daga. „Það eru bara til tvö svona hjól á landinu skilst mér. Ég var svo heppin að þetta hjól var til sölu í Erninum þegar ég var að skúra þar fyrir átján árum, og ég horfði á það miklum löng- unaraugum. Það tók mig heilan mánuð að skúra til að eiga fyrir Notalegt Opið er á milli eldhúss og borðstofu og nýja skipulagið hið besta mál. Galdraherbergið Spáspil, rúnir, álftafjaðrir og fleira fallegt. Hlátur og galdur undir súð í Vesturbænum Árvakur/Árni Sæberg Gaman Þær eru flottar Inga Dóra og Halla, hvor með sitt Didgeri Doo og umvafðar ljósaseríum. Þær fengu hláturskast þegar átti að taka af þeim mynd og þær dansa stundum á bláa baðherberginu. Kristín Heiða Kristinsdóttir heimsótti glettna galdrakonu og hlát- urmilda myndlist- arkonu sem búa í ris- íbúð í Vesturbænum. Gripir Hjólið sem Halla spókaði sig á og myndverk eftir Ingu Dóru. Heimshornaflakkarar Arabísk vatnspípa og ferðastóll frá Malaví. Undir súð Hillan sem fór á hliðina. Þar er baunaspil frá Nígeríu. Aðferðirnar er að finna í þessari bók. Febrúartilboð - 1990 kr. Virkjaðu hugann til góðra verkja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.