Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2008 29 Með nýjum heilbrigð-islögum hefur Land-spítalinn verið skil-greindur sem aðalsjúkrahús landsins og há- skólasjúkrahús, sem veitir sér- hæfða sjúkrahúsþjónustu fyrir alla landsmenn og almenna sjúkrahúsþjónustu fyrir íbúa höf- uðborgarsvæðisins. Vitanlega voru um það skiptar skoðanir meðal almennings og starfsmanna spítalanna, hvort sameina ætti sjúkrahúsin í Reykjavík árið 2000. En meg- inröksemdin fyrir sameiningunni var, að nú yrði stofnað til nútíma- legs háskólasjúkrahúss, sem stæði undir nafni á alþjóðavísu, hvað varðaði stærð, fjölbreytilega þjón- ustu og vísindalegan grundvöll. Það var þessi sýn, sem olli því að langflestir læknar snerust til fylgis við sameininguna. Starfs- menn spítalanna og allur almenn- ingur skildi líka þörfina fyrir nýja spítalabyggingu, sem leysti af hólmi úreltar og óhagkvæmar byggingar, og aðbúnaður sjúk- linga yrði í samræmi við kröfur tímans og aðstæður í landinu.. Hvað er háskólaspítali – þurf- um við háskólasjúkrahús? Háskólaspítali veitir fjölbreytta þjónustu í flestöllum við- urkenndum sérgreinum lækn- isfræðinnar, en leggur jafnframt áherslu á kennslu, rannsóknir og þróun. Þjónusta við sjúklinga, kennsla og rannsóknir eru þannig samþætt í starfi háskólasjúkra- húss. Slík samþætting hefur í för með sér markvissa öflun, varð- veislu og miðlun þekkingar, sem leiðir til bætts árangurs í meðferð sjúklinga. Læknar og aðrir starfs- menn Landspítalans eiga stóran hlut í árlegu vísindaframlagi Há- skóla Íslands, ef það er metið á alþjóðlega vísu með fjölda og gæðum birtra greina á við- urkenndum vettvangi. Háskóli Ís- lands kemst ekki í röð 100 fremstu háskóla heims nema með atbeina heilbrigðisgreinanna. Mörg öflug fyrirtæki hafa sprottið upp úr frjóu sambýli spítala og háskóla og veita þúsundum Ís- lendinga atvinnu. Vörur tengdar heilbrigðisgreinum eru lang- stærsti hluti útflutnings Íslend- inga á hátæknivarningi. Í hinu íslenska fámenni er aug- ljós nauðsyn að sameina alla krafta og þekkingu. Á þeim for- sendum ákváðu framsýnir leiðtog- ar þjóðarinnar að byggja upp nýtt og nútímalegt háskólasjúkrahús á sameiginlegri lóð Landspítalans og Háskóla Íslands við Hring- braut. Rökin fyrir staðarvalinu voru eftirfarandi: 1. Staðsetning við Hringbraut var langódýrasti kosturinn vegna alls þess nýtilega húsnæðis, sem þar er fyrir. 2. Tengsl Landspítala við Há- skóla Íslands eru mikilvæg og munu vaxa með nábýli. 3. Við Hringbraut var nægilegt rými til uppbyggingar. Víða er- lendis, t.d. í Osló og Stokkhólmi eru nýir spítalar byggðir þéttar og hærra á flatareiningu en fyr- irhugað er við Hringbraut. 4. Margir töldu æskilegt að efla miðbæjarlíf. Er Landspítalinn of stór? Landspítalinn er mjög fyr- irferðarmikill í íslensku heilbrigð- iskerfi. En íslenskt heilbrigð- iskerfi er örsmátt á mælikvarða nágrannaþjóðanna. Sem háskóla- spítali er Landspítalinn því lítill. Margar sérgreinar eru tæpast nógu stórar til að marktækur ár- angur náist í fræðastarfi, þótt góð þjónusta sé veitt á flestöllum svið- um. Það væri glapræði að sundra sérfræðikröftum íslenskra heil- brigðisstarfsmanna og sólunda fjármunum almennings með því að skipta spítalanum á ný í örein- ingar. Sem kennslustofnun annast Landspítalinn fræðslu og þjálfun um 1100 nemenda á ári og er þannig ein stærsta menntastofnun landsins. Vegna hratt vaxandi þekkingar og aukinnar sérhæf- ingar í heilbrigðisgreinum hafa háskólasjúkrahús víðast farið stækkandi. Landspítalinn er ekki of stór. Markmið með nýbyggingu Landspítala Höfuðmarkmið með nýbyggingu er að auka gæði og öryggi þjón- ustunnar. Starfsemi spítalans er nú á 16 stöðum á höfuðborg- arsvæðinu í 100 húsum. Mörg þeirra eru viðbyggingar við eldri hús eða bráðabirgðahús, sem hafa staðið miklu lengur en í upphafi var ætlað. Meginstarfsemin bæði við Hringbraut og í Fossvogi er í húsum, sem hönnuð voru fyrir meira en hálfri öld fyrir sjúkra- hússtarfsemi, sem var gjörólík þeirri, sem nú er stunduð svo að ekki sé minnst á starfsemi, sem er fyrirsjáanleg í næstu framtíð. Engin leið er að veita sjúkling- um ásættanlega þjónustu í þess- um húsakosti. Í annan stað er í hönnunarforsendum hins nýja sjúkrahúss mælt svo fyrir, að hagsmunir sjúklingsins skuli ávallt í fyrirrúmi. Í því felst m. a. að sjúkrastofur skuli vera einbýli, um- hverfi hlýlegt, góð aðstaða fyrir að- standendur og greiður aðgangur að upplýsingum. Í þriðja lagi skal spítalinn vera góð- ur vinnustaður, sem dregur að starfs- fólk. Tilfinnanlegur skortur er á fag- lærðum og ófag- lærðum starfsmönnum í heilbrigð- isþjónustu hér á landi eins og víðast í vestrænum ríkjum. Án verulegra umbóta í starfsumhverfi á spítalanum er ekki líklegt að úr rætist á næstunni. Fjórða mark- miðið er hagræðing og aukin skil- virkni. Reynsla erlendis sýnir, að spara má 8-10% árlegs rekstr- arkostnaðar með því að flytja starfsemi úr gömlu húsnæði í húsakynni, sem hönnuð eru með gagnreyndri þekkingu nútímans. Þar að auki lýkur sameining- arferli sjúkrahúsanna í Reykjavík með nýbyggingunni – eiginlegu háskólasjúkrahúsi. Í því felst aug- ljós viðbótarhagræðing. Ætla má, að af 33 milljarða rekstri gæti ár- legur sparnaður numið a.m.k. 3 milljörðum. Þetta skýrist einkum af bættum starfsaðstæðum og aukinni sjálfvirkni. Mestu varðar þó, að öryggi sjúklinga stóreykst. Bandaríska eftirlitsstofnunin Institute of Medicine hefur sýnt að við nútímalegar aðstæður fækkar mistökum við lyfjagjafir um 30% og spítalasýkingum um 11%. Upplýsingaöflun og varð- veisla verður öruggari og for- sendur einkalífs eru virtar með einbýli sjúklinga. Á undanförnum mánuðum hafa fjölmargir starfsmenn spítalans unnið með arkitektum og verk- fræðingum danska fyrirtækisins C.F. Möller, sem hlutskarpast varð í samkeppninni im skipulags- hönnun sjúkrahússins. Í þeirri samvinnu hafa þróast snjallar og framsæknar lausnir, sem þjóna vel framangreindum markmiðum. Hvað er framundan? Það er til mikils að vinna, ef hraðað verður svo sem unnt er þeim nýbyggingaráformum, sem kynnt hafa verið. Það fer saman, að almenningur og starfsmenn bíða óþreyjufullir eftir kynningu á næstu áföngum uppbyggingar og að aðilar vinnumarkaðarins hafa kallað eftir auknum opinberum framkvæmdum. Hagkvæmur, al- þjóðlega samkeppnisfær háskóla- spítali, sem er hornsteinn heil- brigðisþjónustu í landsinu, leysir af hólmi úreltar og óhagkvæmar byggingar, býr sjúklingum stór- bættar aðstæður, bætta þjónustu og aukið öryggi er framtíðarsýn, sem allir landsmenn geta samein- ast um. Hvað miðar uppbygg- ingu Landspítalans ? Eftir Guðmund Þorgeirsson og Þórð Harðarson »Engin leið er að veita sjúklingum ásættanlega þjónustu í þessum húsakosti. Guðmundur Þorgeirsson Höfundar eru prófessorar við læknadeild Háskóla Íslands og yf- irlæknar á Landspítala. Þórður Harðarson Fyrirhugað byggingarsvæði Landspítalans og Háskóla Íslands. lega þarf að bora holur til þess að komast að því hvort það sem þar er undir sé nýtanlegt. En ef menn geta tekið ákvörðun um það að viðkomandi svæði eigi annaðhvort að vera orkunýtingarsvæði eða verndarsvæði segir það sig sjálft að það væri miklu skynsamlegra að fá þá ákvörðun og þá meira afgerandi,“ segir hann Hann bendir á að með breytingu á skipu- lagslögum, sem nú séu til umfjöllunar á Al- þingi, sé verið að setja inn nýtt skipulagsstig, landsskipulagið. Með því mun Alþingi geta tekið fram fyrir hendurnar á sveitarstjórnum og getur tekið ákvarðanir um nýtingu eða verndun ákveðinna svæða. „Þá er verið að færa inn á Alþingi umræðu um grundvall- arspurningar, en eins og lagaramminn hefur verið hingað til, eru nokkur mál nánast í sjálf- heldu. Nærtækast er að skoða Norðlingaöld- una eða Langasjó sem eru í ákveðinni sjálf- heldu í skipulagi, vegna þess að lagaramminn er ekki nægilega skýr og ríkisvaldið hefur ekki haft nægjanlega skýr lagatæki til þess að taka fram fyrir hendurnar á sveitarstjórnum,“ segir Árni. Því megi hins vegar líka velta fyrir sér hvað geti réttlætt það að landsstjórnin taki fram fyrir hendur á sveitarstjórnum í ákvörðunum um nýtingu eða verndun svæða. Reiknað sé með því að þingsályktun verði samþykkt um landsskipulagið og því gæti Alþingi komið með afgerandi niðurstöður á borð við þær að flugvöllur verði í Vatnsmýri, Kerlingarfjöll verði verndarsvæði og Hengilssvæðið verði orkuvinnslusvæði. n gerir athugasemd við það. En síðan framkvæmdin hefur farið rétt í gegnum lið og kemur að framkvæmdinni sjálfri, r fólk.“ egt að fjallað sé fyrr um mál tt eru það sveitarstjórnir sem taka ðanir um framkvæmdir. Árni segir að gt væri að færa umfjöllun um þær r í skipulagsferli. „Það sem skiptir meg- er að fá umræðuna um grundvall- n á fyrri stigum,“ segir hann. Árni á að það að bora eina rannsóknarholu m það bil 120 milljónir króna. „Vissu- m að sama málinu Árvakur/ÞÖK »Eistar lýstu yfir sjálfstæði 24.febrúar 1918 og var fyrsta stjórnarskrá lýðveldisins samþykkt árið 1920. »Landið var síðan sjálfstættþangað til Sovétmenn tóku yfir Eistland, Lettland og Litháen með Molotov-Ribbentrop-samningnum við nasista árið 1939 um skiptingu Austur-Evrópu. »Sovétmenn hernámu Eistland íkjölfarið í júní 1940 og fólu samningarnir í sér að nasistar tóku yfir stærsta hluta Póllands. »Á valdaskeiði Míkhaíls Gorbat-sjovs á níunda áratugnum tóku vonir Eista um sjálfstæði að aukast á ný, samhliða því sem þeir gátu rætt á opinskáan hátt um fortíðina. »11. febrúar 1991 lýsti Alþingiyfir stuðningi við sjálfstæði Eistlands, Lettlands og Litháens. »Hreyfingin í átt að sjálfstæði íEistlandi hafði þá risið með auknu málfrelsi allt frá árinu 1988. »Eistar lýstu yfir sjálfstæði 20.ágúst 1991 í kjölfar valdaráns- ins í Moskvu 19. ágúst, sem stóð yf- ir í þrjá daga. »Sama dag var sovéskum skrið-drekum og hervögnum ekið inn til Tallinn um 300 km leið frá landamærunum, þeim var síðan snúið við 21. ágúst. »Þann 22. ágúst viðurkenndi Ís-land endurvakið sjálfstæði Eista, fyrst erlendra ríkja. »Eistar leggja mikla áherslu á orðið endurheimt í þessu sam- hengi, enda telja þeir sig hafa verið svipta sjálfstæði sínu í síðari heims- styrjöldinni. »Þann 26. ágúst 1991 undirrit-uðu Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og kollegi hans Lennart Meri sameiginlega yfirlýs- ingu um að ríkin tvö hefðu komið á formlegum samskiptum að nýju. »Við utanríkisráðuneyti landsinser nú að finna „Íslandstorg“, sem svo var nefnt árið 1999 til að minnast framlags Íslands til sjálf- stæðisbaráttunnar. Vörðuð og grýtt leið að frelsinu – Hver var tilfinning fólksins eftir að þeir voru farnir? „Yfirgnæfandi meirihluti Eista var mjög jákvæður í garð sjálf- stæðisyfirlýsingarinnar, þrátt fyrir ýmis samtök sem voru mjög á bandi Sovétríkjanna. Fólk í slíkum samtökum var að sjálfsögðu mjög niðurdregið.“ Voru tilbúnir fyrir sjálfstæði – Hvar varstu þegar lýst var yf- ir sjálfstæði 1991? „Ég var sautján ára gamall, bjó í Tallinn, þar sem ég starfaði á út- varpsstöð. Ég man þegar ég heyrði fyrst af valdaráninu í Moskvu. Dagana þrjá hafði ég gott tækifæri til að fylgjast með fram- vindunni í Tallinn. Andrúmsloftið var mjög tilfinn- ingaþrungið. Þegar ljóst varð þann 20. ágúst að valdaránsmennirnir [sem vildu snúa aftur til Sovéttím- ans] höfðu ekki erindi sem erfiði ... jókst bjartsýni fólksins. Sá dagur var þrunginn tilfinningu.“ – Íslenska ríkisstjórnin lýsti yfir stuðningi við sjálfstæði Eista, Letta og Litháa í febrúar sama ár. Hvaða þýðingu höfðu atburðir mánaðarins í sjálfstæðisferlinu? „Árið 1988 varð til mjög sýnileg sjálfstæðishreyfing og með hverju ári fjölgaði þeim sem tóku til máls og ræddu möguleikann á að lýsa yfir sjálfstæði Eistlands. Í febrúar 1991 var meirihluti Eista tilbúinn fyrir sjálfstæði og trúði að það gæti orðið að veruleika. Málfrelsi jókst. Það skipti einnig máli í þessu samhengi að eistneska lýðveldið varð til 24. febrúar 1918. Ástandið í Lettlandi og Litháen var svipað, nema hvað þar kom til átaka á milli almennings og her- sveita Sovétríkjanna. Nokkrir týndu lífi í þessum átökum, ólíkt því sem var í Eistlandi þar sem enginn týndi lífi.“ – Vladímír Pútín Rússlandsfor- seti lætur nú af embætti. Hvernig er sambandið við Rússa í dag? „Það er því miður ekki virkt. Við höfum áhuga á að efla sambandið, en teljum okkur skynja skort á áhuga af þeirra hálfu.“ ar. Verð- fnan á að agi 2011, Tallinn ýsa and- n örlaga- egar ljóst nær? gja daga hófst, 19. f því að væru á l Tallinn. kuld ótta dir ríkis- þjóðar og kið ótta- hópaðist nartálma bygging- akamiðla og ræddi horfurnar eiddu til ar 20. na varð kvu hefði ru skrið- nn.“ í heimsókn á níutíu ára sjálfstæðisafmælinu ar mjög ð“ Reuters ATO, þar rið 2004.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.