Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. NÝ BORGARMYND Hvernig myndi Reykjavík lítaút án flugvallar í Vatnsmýr-inni? Þessi spurning hefur verið áleitin og gildir þá sennilega einu hvort um er að ræða andstæð- inga eða stuðningsmenn þess að flug- völlurinn verði áfram þar sem hann er nú. Staðsetning flugvallarins á sín- um tíma var síður en svo ákveðin eftir vandlega yfirlegu og greiningu á framtíðarþróun Reykjavíkur. Hún hefur hins vegar haft mikil áhrif á það með hvaða hætti Reykjavík hefur þróast og stækkað. Í fyrradag voru kynntar niðurstöður í hugmyndasam- keppni um skipulag Vatnsmýrarinn- ar í Listasafni Reykjavíkur. Í sam- keppninni var ekki kveðið á um það hvort flugvöllurinn ætti að fara, en óskað eftir hugmyndum um hvernig þróa mætti byggð á þessu svæði til framtíðar. Verðlaunahugmyndin er úr smiðju skoskra arkitekta, Stuart Dickson, Graeme Massie og Alan Keane, og birtist uppdráttur af henni í Morg- unblaðinu í gær. Hugmyndir þeirra sýna glöggt þá möguleika, sem búa í Vatnsmýrinni. Uppdrátturinn sýnir mun eðlilegri og rökréttari borgar- mynd en nú blasir við þar sem flug- völlurinn breiðir úr sér milli Hring- brautar, Öskjuhlíðar, Skerjafjarðar og Suðurgötu. Margt virðist sniðugt í tillögum Dicksons og Massies. Þeir gera ráð fyrir nýrri tjörn austan við Litla Skerjafjörðinn og ýmiss konar menningar- og afþreyingarstarfsemi. Þeir vilja greinilega einnig leggja áherslu á að saga svæðisins gleymist ekki og gera ráð fyrir því að bæði verði varðveittar stríðsminjar frá seinni heimsstyrjöldinni við sjávar- síðuna og gamli flugturninn fái að halda sér. Samsett mynd úr fyrirhuguðu íbúðahverfi sýnir að þeir hafa ekki í huga háreistar blokkir heldur lág- reista, vinalega byggð, sem er ekki hærri en svo að Perlan verður að kennileiti og vegvísi þar sem hún trónar ofan á Öskjuhlíðinni. Mikil þátttaka var í samkeppninni og bárust 136 tillögur. Það er ekki að furða því að það er ekki oft sem tæki- færi býðst til þess að skipuleggja byggð í hjarta höfuðborgar frá grunni. Verðlaunatillagan er vitaskuld ekki lokaorðið um það hvernig Vatnsmýr- in verður skipulögð þegar flugvöllur- inn hverfur á braut. Hún er hins veg- ar góð byrjun og einnig líklegt að margar forvitnilegar hugmyndir sé að finna í hinum tillögunum sjö, sem voru verðlaunaðar. Dagur B. Egg- ertsson borgarfulltrúi var formaður dómnefndarinnar í samkeppninni. „Við þurfum að skilja tækifærin í Vatnsmýrinni,“ sagði hann. „Ákvörð- un um hana gæti ráðið úrslitum um þróun Reykjavíkurborgar.“ Mikilvægt er að vel verði staðið að skipulagningu Vatnsmýrarinnar. Tækifærin í Vatnsmýrinni eru gríð- arleg og þau þarf að nýta vel þannig að Reykjavík verði betri og heil- steyptari borg. HREINT OG KLÁRT TILLITSLEYSI Sjötíu manns á 50 dögum“ var fyr-irsögn á frétt sem birtist á bak- síðu Morgunblaðsins í gær. Þar var sagt frá fötluðum manni sem ofbauð tíð mannaskipti í heimaþjónustu hjá sér. „Fimmtíu og fimm starfsmenn heimahjúkrunar sinntu umönnun- inni, frá einu upp í tíu sinnum hver, frá félagsþjónustu komu fimm starfs- menn og frá svæðisskrifstofu fatlaðra tíu,“ segir jafnframt í fréttinni. Þrátt fyrir að ástandið gagnvart þessum tiltekna manni hafi batnað eitthvað síðustu vikur eru þessar tölur með svo miklum ólíkindum að það hlýtur að þurfa að fara vandlega ofan í saumana á því hvernig þetta getur átt sér stað. „Þeir sem bera ábyrgð á þjónust- unni spyrja aldrei okkur, sem erum kúnnarnir, hvernig okkur líki það sem í boði er og hvort eitthvað mætti betur fara,“ segir þessi viðskiptavin- ur heimaþjónustunnar, og bendir á að enginn vilji „fá endalaust nýtt fólk heim til sín til að sinna manns per- sónulegustu þörfum“. Að hans sögn er engin önnur þjónusta í boði, „það er annað hvort þetta eða fara inn á stofnun“. Fólki sem ekki þarf að búa við fötl- un eða veikindi þætti meira en nóg um ef það fengi sjötíu manns á fimm- tíu dögum heim til sín í verk á borð við smíðar, múrverk eða hreingern- ingar. En að senda jafnmarga til að sinna persónulegu hreinlæti einstak- lings, aðstoð á matmálstímum, hátta- tímum og þess háttar er fáheyrt til- litsleysi sem hreinlega er til þess fallið að vega að sjálfsmynd þess sem fyrir því verður. Þarna er verið að meðhöndla fatlað fólk eins og hvern annan varning án þess að tekið sé mið af sálrænum þáttum er með réttu ættu að vera í hávegum hafðir í slíku þjónustuferli. Það er sama hversu gott starfsfólk fæst í heimaþjónustu, gæðin eru lítils virði nema samneyti við notendur byggist á gagnkvæmu trausti og trúnaði. Aðstoð jafn margra og hér um ræðir á svo stutt- um tíma býður upp á hvorugt. Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins, bendir á að heima- þjónusta sem veitt er hér á landi sé ekki samræmd, heldur komi margar stofnanir að máli hvers og eins, sem er afleitt. Hann, eins og sá sem fjallað var um í fréttinni, vísar ennfremur til dansks kerfis þar sem notendur geta stjórnað því hvaða þjónustu þeir fá en til þess fái þeir ákveðið fjármagn. Er nokkuð því til fyrirstöðu að taka upp slíkt kerfi hér? Ef fatlaðir geta sjálfir tryggt sér þjónustu sem þeim líkar fyrir sama verð og ótalmargar skrif- stofur gera nú án samráðs við þá, því ekki að láta á það reyna sem valkost? Að öðrum kosti er hætt við að sú þversagnakennda staðhæfing, að fólk verði að vera fullfrískt til að þola það að vera veikt á Íslandi, verði æ oftar dregin fram í dagsljósið. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is REGLUR sem gilda um framkvæmdir í orkugeiranum eru flóknar. Í stórum fram- kvæmdum eins og virkjun jarðvarma koma sömu umsagnaraðilarnir, á borð við Umhverf- isstofnun, allt að 20 sinnum að málinu áður en framkvæmdinni lýkur. Þetta kom fram í er- indi sem Árni Bragason, ráðgjafi hjá Línu- hönnun, hélt á aðalfundi Samorku í gær. Árni er fyrrverandi forstjóri Náttúruverndar rík- isins og forstöðumaður Náttúruverndarsviðs Umhverfisstofnunar og hefur því yfirsýn yfir regluumhverfi framkvæmda úr ólíkum áttum. Árni bendir á að reynist borun rannsókn- arborholu matsskyld fari af stað matsferli þar sem umsagnaraðilar þurfa að koma þrisvar sinnum að. „Síðan kemur í ljós hvort viðkomandi hola gefur eitthvað. Þá er sótt um nýtingarleyfi sem fer til umsagnar hjá umhverfisráðuneyti og Umhverfisstofnun. Þegar sú niðurstaða liggur fyrir þarf að breyta skipulagi. Þá fer af stað ferli þar sem aftur þarf að fara í gegnum þessar stofnanir,“ segir Árni. Næst komi að því að reisa virkjun. „Þá koma líka viðbót- arferli í sambandi við byggingarmál, breyting á aðalskipulagi, umhverfismat áætlana og deiliskipulag. Það eru yfirleitt þessar sömu stofnanir sem fjalla um þessa sömu fram- kvæmd aftur og aftur.“ Árni segir að oft sé það svo að það sé ekki fyrr en komi að byggingu virkjana að almenn- ingur átti sig á því hvað er að gerast. Þá séu enginn þegar f allt ferl vaknar Æskil Yfirleit ákvarð æskileg framar inmáli e armálin bendir kosti um málin gjarnan búin að vera lengi í ferli og búið að taka allar grundvall- arákvarðanir. „Yfirleitt eru grundvallarákvarð- anir teknar með að- alskipulagsbreytingu hjá sveitarfélögunum. Þær vekja yfirleitt litla sem enga athygli,“ segir Árni og tekur áform um Bitru- virkjun sem dæmi. „Þar var í raun tekin grundvallarákvörðun árið 2002 með breytingum á aðalskipulagi Gríms- nes- og Grafningshrepps. Það komu næstum engar athugasemdir við aðalskipulagið árið 2002. Það var einn einstaklingur sem gerði at- hugasemd vegna hestaferða um svæðið. Það voru engar athugasemdir frá frjálsum fé- lagasamtökum,“ segir hann. Kannski ekki nema von enda hefði Kárahnjúkavirkjun verið í umræðunni á sama tíma. Það hefði ekki gerst fyrr en í fyrra, fimm árum eftir að breytingin á aðalskipulaginu var gerð, að almenningur fór að gera verulegar athugasemdir. Á sama tíma hefði komið upp stjórnmálaágreiningur um málið, bæði á Alþingi og í borgarstjórn. Ljóst sé að almenningur hafi aðkomu að málum á fyrri stigum en virðist mjög tregur til að nýta sér hana. Einn vandi er að fólk lítur ekki alvarlega á breytingu á aðalskipulagi, til dæmis að iðnaðarsvæði sé sett þangað inn. Með því er verið að taka stefnumarkandi ákvörðun um að þarna eigi að vera með orku- nýtingu. „En það tekur enginn eftir því og Koma tuttugu sinnum Árni Bragason Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Viðurkenning Íslands ásjálfstæði Eistlands varað sjálfsögðu mjög mik-ilvæg ákvörðun af því að við bjuggumst við og vonuð- umst eftir skjótri viðurkenningu annarra ríkja. Vegna þess að Ís- land var fyrst hafði það og hefur enn mikla þýðingu fyrir okkur,“ segir Urmas Paet, utanríkisráð- herra Eist- lands, um hið örlagaríka ár 1991. Eins og rak- ið er í ásnum hér til hliðar endurheimtu Eistar sjálf- stæði sitt í ágústmánuði 1991 og er Paet hér í opinberri heimsókn til að minnast framlags Íslands til sjálf- stæðisbaráttunnar í tilefni af því að nú eru 90 ár frá því Eistland öðlaðist sjálfstæði 24. febrúar 1918. Eistar heimsækja einnig Dani, Svía, Finna og Breta á þessum tímamótum og eru þau ríki valin vegna stuðnings þeirra í kringum stofnun sjálfstæðisins 1918 – Ís- land vegna framlagsins árið 1991. Aðspurður hvaða þýðingu skref íslensku ríkisstjórnarinnar, með Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra og Davíð Oddsson for- sætisráðherra í fararbroddi, hafi haft fyrir viðurkenningu annarra ríkja á sjálfstæði Eistlands segir Paet erfitt að meta það. „Hitt er ljóst að þegar Ísland ruddi brautina gaf það fordæmi ásamt því að setja þrýsting á stjórnvöld annarra ríkja. Það skipti óbeint líka máli með því að hafa áhrif á almenningsálitið í öðr- um ríkjum og kann að hafa hraðað því að þau viðurkenndu sjálfstæði okkar.“ – Hversu þekktir eru Jón Bald- vin Hannibalsson og Davíð Odds- urnar um upptöku evrunna bólgan er nú of há og stef taka upp evruna í fyrsta la ekki fyrr.“ Vann á útvarpsstöð í T – Hvernig myndir þú lý rúmsloftinu í Tallinn hinn ríka ágústmánuð 1991, þe var að sjálfstæðið færðist „Morguninn þegar þrigg valdaránið í Rússlandi h ágúst, bárust fregnir af skriðdrekar og hertæki leið frá landamærunum til Þær fregnir vöktu vitask og reyndu margir erlend borgarar að flýja til Svíþ Finnlands. Að sjálfsögðu var fólk slegið, en á sama tíma það saman, byggði varn umhverfis þingið, stjórnarb ar og höfuðstöðvar ljósva til að vera við öllu búið. Stjórnin kom saman o ástandið og hverjar h væru, umræður sem le sjálfstæðisyfirlýsingarinna ágúst. Eftir yfirlýsingun ljóst að valdaránið í Mosk mistekist og 21. ágúst vor drekarnir á brott frá Tallin son í eistneskum stjórnmálum? „Þeir eru mjög vel þekktir á meðal stjórnmálamanna frá þeim tíma og þeirra sem hafa afskipti af stjórnmálum og utanríkismálum í dag. Þeir eru mjög mikilvægir í augum Eista vegna ákvarðananna sem þeir tóku.“ Lýðræðisríkið helsta afrekið – Eistar hafa aukið frelsi í við- skiptum og hagsæld hefur vaxið. Hvert telur þú helsta afrek Eista frá því þeir fengu sjálfstæði 1991? „Aðalafrekin eru líklega þau að okkur hefur tekist að byggja upp lýðræðislegt samfélag sem er byggt upp á sömu gildum og ríki Evrópusambandsins og Atlants- hafsbandalagsins. Þá má nefna inngöngu okkar í ESB og NATO 2004 og að fjölmiðlar eru frjálsir, eru nú í þriðja sæti í þeim efnum. Hvað efnahaginn varðar höfum við þegar farið fram úr nokkrum eldri aðildarríkjum ESB hvað snertir verga þjóðarframleiðslu. Ég vil í þessu samhengi einnig minna á að Eistar bjuggu við jafn- vel ívið meiri velsæld en Finnar fyrir síðari heimsstyrjöldina.“ – En helstu verkefnin? „Meðal annars að uppfylla kröf- Eistar þakka fyrir stuðning Íslendinga örlagaárið 1991 í „Andrúmsloftið va tilfinningaþrungið Tímamót Hermenn ríkja sem gengu í Atlantshafsbandalagið, NA með talið Eistlands, fagna inngöngunni í Brussel þann 2. apríl ár Urmas Paet
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.