Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2008 33 ✝ Haraldur Guð-mundsson skip- stjóri og útgerð- armaður fæddist í Ólafsvík 28. apríl 1926. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness miðvikudaginn 6. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðmundur Kristmundsson, f. 26. feb. 1860 og Ás- dís Kristjánsdóttir, f. 24. ág. 1896, d. 8. nóv. 1967. Alsystkin Haraldar eru: Pétur, f. 1921, Kristmundur Þórarinn, f. 1923, d. 1951, og Dagmar, f. 1932. Fóstur- foreldrar Haraldar voru Hans Pétur Jóhannsson útvegsbóndi, f. 19. apr. 1885, d. 9. nóv. 1940 og Kristín Sigrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 28. jan 1885, d. 29. mars 1963. Uppeldisbróðir Har- aldar var Kristján Torberg Guð- mundsson, f. 25.maí 1920, d. 25. jún. 1989. Hans Pétur og Kristín bjuggu með drengina, þá Harald og Kristján, í Péturshúsi á Ólafs- vík. Árið 1949 giftist Haraldur og Kolfinna Ósk dóttir Haraldar. Sambýliskona Haraldar Guð- mundssonar hin síðari ár var Ebba Jóhannesdóttir, f. 23. sep. 1931. Haraldur ólst up hjá fósturfor- eldrum sínum í Péturhúsi, Ólafs- vík. Í kjallaranum á Péturshúsi byrjuðu Haraldur og Gréta sinn búskap og bjuggu þar til ársins 1959, en þá var flutt í nýbyggingu að Grundarbraut 5 en nýja heim- ilið var við hliðina á Péturshúsi, æskustöðvum Haraldar. Haraldur stundaði sjómennsku alla sína tíð, sjóinn sótti hann aðallega frá Ólafsvík en einnig fór hann á ver- tíðar m.a til Sandgerðis og upp á Akranes. Haraldur tók þátt í síld- arævintýrinu og þá var iðulega landað á Siglufirði. Síðustu ára- tugina réri Haraldur á sínum eig- in bátum sem hann átti einn eða í félagi við vini sína. Haraldur sat í Sjómannadagsráði Ólafsvíkur, hann starfaði innan Lions- hreyfingarinnar, var einn af fulltrúum útvegsmanna frá Snæ- fellsnesi á LÍÚ þingum, einnig sat hann í stjórn Samábyrgðar Ís- lands. Haraldur lét til sín taka á pólítískum vettvangi, var hann einlægur stuðningsmaður Alþýðu- bandalagsins, þá tók hann einnig virkan þátt í verkalýðsbaráttu sjómanna um miðja síðustu öld. Útför Haraldar fer fram frá Ólafsvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Grétu Jóhann- esdóttur húsfreyju, forstöðukonu og verslunarkonu, f. í Vestmannaeyjum og alin upp að Hamra- endum við Breiðuvík á Snæfellsnesi, f. 8. jan. 1929, d. 12. mars 2002. Í Ólafsvík bjuggu þau alla sína hjúskapartíð eða í 53 ár. Haraldur og Gréta eiga þrjú börn: 1) Pétur Jó- hannes, f. 4. júl. 1949, kvæntur Guðrúnu Halldórs- dóttur, þau eiga þrjú börn Har- ald, sambýliskona hans er Hafrún Eva Arnardóttir, Guðnýju og Sig- rúnu. 2) Kristín Margrét, f. 6. ágúst 1951. Kristín á tvö börn, Grétu Björk, gift Calcedonio Gonzales og Hrannar Þór sem er látinn, kvæntur Margeurite West- hausen. 3) Óðinn, f. 13. feb. 1960, kvæntur Guðfinnu Guðfinns- dóttur, þau eiga eina dóttur, Mar- gréti. Barnabarnabörn Haraldar og Grétu eru þrjú, Pétur Leó, sonur Hrannars Þórs, Kristín Ga- ia Gonzales dóttir Grétu Bjarkar Elsku afi, nú þegar komið er að kveðjustund langar mig að þakka þér fyrir að hafa gengið mér í föð- urstað ásamt öllu því sem þú hefur gefið mér í lífinu; yndisleg bernsku- ár, gott atlæti, ástúð og umhyggju og bið algóðan guð að leiða þig inn í eilífðina. Þá hinsti garðurinn úti er, ég eygi land fyrir stöfnum og eftir sólfáðum sæ mig ber að sætum, blælygnum höfnum. Og ótal klukkur ég heyri hringja og hersing ljósengla drottins syngja: „Velkominn hingað heim til vor!“ (Valdimar V. Snævarr.) Þín Gréta Björk. Elsku tengdapabbi og afi, nú er komið að kveðjustund, við mæðgur viljum þakka þér fyrir allan þann kærleik og ástúð sem ávallt var til staðar í návist þinni. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Elsku Halli, við biðjum Guð að geyma þig. Guðfinna og Margrét. Elsku Halli! Okkur fjölskylduna langar að þakka þér fyrir þau viðkynni sem við höfum átt á síðustu árum. Þú komst inn í líf okkar eins og kall- aður, eftir að þú og amma höfðu bæði misst maka ykkar. Ömmu leiddist þófið og þér líka, fólk sem er vant að vinna hörðum höndum og vill hafa fyrir hlutunum. Það var ánægjulegt að fylgjast með því hvað þið náðuð vel saman og höfðuð gam- an af því að rökræða hlutina. Einnig var ánægjulegt hvað þið voruð dug- leg að ferðast um allan heim, allt fram til þess síðasta. Svona á fólk að vera, ekki láta sér leiðast að óþörfu. Það var alltaf mjög ánægjulegt að koma til ykkar á Laugarnesveginn, þar var alltaf kaffi á könnunni og eitthvað með því. Þar bar alltaf á góma fréttir að vestan og sjó- mennskan. Stelpurnar munu einnig sakna þess að fá sleikjó og horfa á Bleika pardusinn í sófanum í sjón- varpsherberginu. Enda var alltaf stungið uppá því þegar þær voru sóttar á leikskólann. Þú ættir bara að sjá fallegu myndirnar sem Þor- björg er búin að mála af Halla afa og henni við hin ýmsu tækifæri. Elsku Halli, guð geymi þig, þú verður alltaf í huga okkar. Kristinn, Bergþóra, Þor- björg og Jóhanna Kristín. Mig langar að minnast vinar míns Haraldar Guðmundssonar, Halla P. eins og hann var alltaf kallaður í Ólafsvík. Ég kynntist honum fyrst árið 1960, þá var ég 14 ára unglingur sem vildi komast á sjó og gerast sjó- maður eins og flestalla stráka við sjávarsíðuna dreymdi um. Ég bað Halla um pláss á báti hans sem bar nafnið Farsæll, eikarbátur 15-20 tonn að stærð og var gert út á drag- nót. Halli tók mér vel, fékk ég að prófa sjómennskuna og gekk allt sæmilega, þar með varð ég fastur í þessari atvinnugrein. Við Halli vor- um oft saman á sjó eftir það og reyndist hann mér allaf vel. Seinna meir gerðist ég skipstjóri á Jóa á Nesi og Halli var þá með Hring. Alltaf var róið frá Ólafsvík á veturna, stutt á miðin og gott fiskirí. Á þeim tíma voru svo margir bátar að oft var erfitt að koma veiðarfær- um sómasamlega fyrir. Kæmi það fyrir að ég lenti of nálægt kallinum, sagði hann glettinn „ég hefði átt að ala þig betur upp, helvískur“. Svo var það gleymt og allir vinir þegar að bryggju var komið. Minnisstætt er mér alltaf þegar farið var á sjó á morgnana, iðulega var komið við í næstu bátum til að spjalla og kaffi drukkið, síðan var sleppt og kveikt á talstöðinni og hlustað á þessa reyndu sjóara tala um pólitík og fleira, hafði Halli oft orðið, dugði ekki útstímið til, slíkur var áhuginn, nú er allur sjarmi far- inn, nokkrir bátar í útgerð og öll samtöl fara fram í síma. Þegar maður hugsar aftur í tím- ann með söknuði og þakklæti í huga gerir maður sér ljóst um leið að allir lendum við á þessari endastöð. Halli minn, ég kveð þig núna en minning þín mun lifa. Aðstandend- um votta ég samúð mína. Pétur F. Karlsson (Fíi). Frá því að ég man eftir mér hefur Halli verið hluti af fjölskyldu minni ásamt Grétu, konu sinni. Tengslin á milli heimilanna sitt hvorum megin við götuna voru mikil alla tíð. Halli er nú látinn og eru margir sem taka á móti honum og er örugglega mikið talað og rökrætt. Halli var alltaf á sjónum, þegar hann var í landi leið ekki sá dagur að ekki væri farið á milli húsa, drukkið kaffi, talað um fiskirí, spjall um pólitík og stundum karpað, því fólk var ekki alltaf sam- mála en alltaf allt í góðu. Halli var með skemmtilegri mönnum, fróður og sanngjarn við okkur stelpurnar þegar aðrir voru kannski orðnir pirraðir á okkur. Ég vil muna hann eins og hann var þeg- ar hann sat í djúpum stól, horfði á veðurfréttir og ekki datt úr frétta- tími, handleggirnir afslappaðir á stó- lörmunum, með bylgju í hárinu, sposkur á svip, nýbúinn að stríða konunni sinni og hún skellihlæjandi og sendi honum nokkur vel valin blíðuorð, allir glaðir. Börnin þeirra, Pétur, Stína, Óðinn, og Gréta Björk, sem alltaf var talin til barnanna, voru stór hluti af mér og minni fjölskyldu. Viljum við votta þeim og fjölskyldu þeirra okkar dýpstu samúð. Elsku Halli minn. Þakka þér fyrir allar skemmtilegu og góðu minning- arnar sem ég á um þig. Sjáumst seinna, bið að heilsa öllum sem við þekkjum þarna hjá þér. Fanney og fjölskylda. Vinur okkar, Haraldur Guð- mundsson skipstjóri frá Ólafsvík, lést snögglega eftir alvarleg veikindi. Síðustu ár voru honum erfið eftir að hann greindist með ólæknandi sjúk- dóm. Hann bara sig alltaf vel og sagðist hafa það gott. Þeim fækkar nú óðum Ólsurunum sem verið hafa minnisstæðastir gegnum tíðina og verið hluti af tilverunni frá fyrstu tíð. Halli var einn af þeim, hann ólst upp hjá hálfsystur sinni, Kristínu Guð- mundsdóttur, og manni hennar, Pétri Jóhannssyni í Péturshúsi, Kristín gekk honum í móðurstað, um þau hjón talaði Halli alltaf af mikilli virðingu og hlýju. Eins og títt var um unga menn fór Halli snemma að heiman á vertíðir, m.a. til Sandgerðis ásamt öðrum mönnum. Hann var lánsamur því hann fékk skiprúm hjá frænda sínum og nafna, Haraldi Kristjánssyni skipstjóra, miklum dugnaðar- og aflamanni. Ungu mennirnir komu heim að vertíðum loknum, reynsl- unni ríkari. Um 1950 efldist vélbáta- útgerð og fiskvinnsla í Ólafsvík og tóku menn þátt í því ævintýri á mis- munandi sviðum. Uppbygging bæj- arfélagsins var mikil á þessum árum. Árið 1964 keyptu þeir Haraldur, Guðmundur Jensson, Konráð og Jónas Gunnarssynir bátinn Víking, þar með hófs útgerðarferill þeirra og farsælt samstarf sem stóð yfir í tæp þrjátíu ár. Eftir fráfall Guðmundar héldu Haraldur og Jónas áfram út- gerð. Halli var farsæll skipstjóri og heiðraður af sjómannadagsráði Ólafsvíkur. Hann var mikill alþýðu- bandalagsmaður og studdi Lúðvík Jósepsson af heilum hug. Harkalega var tekist á, á framboðsfundum og í beitningaskúrunum, þar voru málin rædd og krufin til mergjar. Halli var virkur félagsmálamaður og stuðlaði að framförum í bæjarfélaginu, m.a var hann formaður Leikfélags Ólafs- víkur þegar vegur þess var mestur og frábær leikverk færð upp á hverju ári. Hann var einnig félagi í Lions- klúbbi Ólafsvíkur frá stofnun klúbbs- ins. Halli var gæfumaður í lífinu, hann kvæntist atorkukonunni Grétu Jó- hannesdóttur frá Hamraendum og hófu þau búskap í Péturshúsi hjá fósturmóður hans. Síðar byggðu þau sér fallegt hús á Grundarbraut 5. Gréta var annáluð fyrir myndarskap og dugnað og hjá þeim hjónum var alltaf pláss fyrir gesti og gangandi, voru þau samhent um það enda bæði skemmtileg og góð heim að sækja. Halli og Gréta eignuðust þrjú börn, auk þess ólu þau upp dótturdótturina Grétu Björk sem hefur alla tíð verið þeim einstaklega kær. Fjölskyldan varð fyrir miklu áfalli þegar heilsu Grétu tók að hraka en hún barðist hetjulegri baráttu við krabbamein í tíu ár. Fjölskyldan öll gerði allt til að létta henni baráttuna og hún mat það sannarlega. Halli var lánsamur að kynnast Ebbu Jóhannsdóttur, þau voru góðir vinir og ferðafélagar síðustu árin. Hann bjó á Dvalarheimilinu Jaðri síðustu mánuðina og fannst vel að sér búið. Við sem komum þangað daglega höfum fylgst með og dáðst að umhyggju og fórnfýsi Ebbu. Við hjónin og fjölskylda okkar kveðjum kæran vin og þökkum sam- fylgdina í gegnum árin. Jónas og Jenný. Haraldur Guðmundsson ✝ Elskulegur, ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, EGGERT ÓLAFSSON, Skarðshlíð 23e, Akureyri, sem lést á heimili sínu fimmtudaginn 7. febrúar, verður jarðsunginn frá Glerárkirkju þriðjudaginn 19. febrúar kl. 14:00. Sigurlaug Anna Eggertsdóttir, Bergvin Jóhannsson, Steinunn Pálína Eggertsdóttir, Jóhann Jóhannsson, Stefán Eggertsson, Elín Valgerður Eggertsdóttir, Hilmar Stefánsson, Sigurður Grétar Eggertsson, Rósa Helgadóttir, Kristín J. Swan, afa- og langafabörn. ✝ Elskuleg frænka okkar, INGA ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR frá Eskifirði, lést í Sunnuhlíð fimmtudaginn 14. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Auður Eiríksdóttir, Þóra Gerða Geirsdóttir. ✝ Elsku hjartans mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, EBBA GUÐRÚN EGGERTSDÓTTIR, Byggðavegi 143, Akureyri, lést á lyflækningadeild Sjúkrahúss Akureyrar föstudaginn 8. febrúar. Jarðsett var í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug, sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks lyflækningadeildar fyrir einstaka alúð og umhyggju. Anna J. Benjamínsdóttir, Brynjar St. Jacobsen, Ármann Benjamínsson, Sigríður Benjamínsdóttir, Guðgeir Hallur Heimisson, G. Gréta Benjamínsdóttir, Helgi Haraldsson, Eggert Benjamínsson, Ásta Hrund Jónsdóttir, Sævar Í. Benjamínsson, Lilja Jakobsdóttir, ömmu og langömmubörn. ✝ Okkar kæra, SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR frá Hamri, Barðaströnd, síðar Þinghóli, Tálknafirði, lést sunnudaginn 10. febrúar. Jarðsett verður í kyrrþey. Rúna, Þóroddur, Freydís, Ágúst Evald, Aron Kári og Logi Þór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.