Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is SEX karlmenn voru í gær dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir þátt sinn í Pólstjörnumálinu svo- kallaða, stærsta einstaka smyglmáli sem upp hefur komist hér á landi. Í málinu var lagt hald á 23,6 kíló af amfetamíni, tæplega 14 kíló af am- fetamíndufti og 1.746 e-töflur. Rannsókn málsins hófst síðla árs 2006 þegar lögreglu bárust upplýs- ingar um að von væri á stórri fíkni- efnasendingu til landsins með skútu og var Einar Jökull Ein- arsson ásamt fleirum sagður standa að innflutningnum. Það var einmitt Einar Jökull sem í gær hlaut þyngsta dóminn í málinu, 9½ árs fangelsi, fyrir að skipuleggja innflutning fíkniefnanna og skipta verkum með sökunautum sínum. Þeir sem tóku við fíkniefnum frá Einar Jökli í Hanstholm og sigldu skútunni hingað, með viðkomu í Hjaltlandseyjum og Færeyjum, hlutu næstþyngstu dómana; Guð- bjarni Traustason var dæmdur í sjö ára og fimm mánaða fangelsi og Al- var Óskarsson hlaut sjö ára dóm. Dómara þótti að sigling á seglskútu til landsins í september og langur aðdragandi ferðarinnar og skipulag bæri vott um einbeittan brotavilja. Með broti sínu rauf Guðbjarni skil- orð og skýrir það hvers vegna hann hlaut þyngri dóm en Alvar. Marinó Einarsson hugðist taka á móti fíkniefnunum á Fáskrúðsfirði og afhenda þau öðrum sökudólgi í málinu, Arnari Gústafssyni. Þá hafði hann ætlað sér að láta þeim Guðbjarna og Trausta í té vistir og olíu svo þeir gætu siglt skútunni áfram til Fáskrúðsfjarðar. Til þessa kom ekki enda réðst lögregla til atlögu skömmu eftir að skútan lagðist að bryggju. Fyrir sinn þátt í málinu hlaut Arnar Gústafsson eins árs fangels- isdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var Bjarni Hrafnkelsson dæmdur í 18 mánaða fangelsi en hann sá um að búa um stóran hluta fíkniefnanna hinn 20. ágúst í íbúð í Kaupmannahöfn. Dómnum þótti ósannað að hann hefði pakkað efn- unum í því skyni að unnt væri að flytja þau til Íslands og var hann því sýknaður af þeim þætti ákær- unnar. Bjarni er elsti maðurinn sem hlaut dóm í málinu, fæddur 1972. Hinir eru allir innan við þrí- tugt, fæddir á árunum 1980–1984. Þeir mega búast við að þurfa að af- plána a.m.k. 2/3 hluta dómanna, áð- ur en þeir eiga möguleika á reynslulausn. Guðjón St. Marteinsson kvað upp dóminn. Þungir dómar í Pólstjörnumáli  Þyngsti dómurinn 9½ ár í fangelsi  Þeir sem sigldu skútunni fengu sjö ára dóm fyrir þann verknað  Merki um einbeittan brotavilja  Íslendingurinn sem var handtekinn í Færeyjum fyrir rétt í apríl Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is RÍKISSTJÓRNIN setti af stað vinnu í gær við að undirbúa með hvaða hætti stjórnvöld gætu greitt fyrir niðurstöðu kjarasamninga með aðgerðum, m.a. í skattamálum, vel- ferðarmálum og starfsmenntamál- um. Þetta var ákveðið í framhaldi af fundum fjögurra ráðherra í Ráð- herrabústaðnum í gær með forsvars- mönnum ASÍ fyrir hádegi og með forystu Samtaka atvinnulífsins í há- deginu. Forystumenn samtaka á vinnumarkaði sögðu skýrt að þótt kjarasamningar væru í sjónmáli yrði ekki skrifað undir nýja samninga fyrr en ljóst yrði hver aðkoma stjórnvalda yrði. Tíminn er knappur Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að fulltrúar sambandsins hafi í sjálfu sér ekki búist við að fá end- anleg svör frá ríkisstjórninni á fund- inum í gærmorgun. Hann segist vera hóflega bjartsýnn eftir fundinn. „Nú verður sett í gang ákveðin vinna. Tíminn er knappur,“ sagði Grétar. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði eftir fundina að bæði ASÍ og SA væru með ákveðnar hugmyndir um aðkomu ríkisstjórnarinnar. ,,Við munum funda með þeim frekar. Fyrst munu sérfræðingar frá báðum aðilum setjast niður og fara yfir það sem er á þessu borði. Það eru hug- myndir sem tengjast skattamálum, húsnæðismálum, starfsmenntunar- málum. Þetta er það helsta sem er verið að ræða. Svo sjáum við hverju fram vindur,“ sagði Geir. ,,Við þurf- um líka að átta okkur á hvað við erum að tala um að þetta nái yfir langt tímabil. Helst viljum við tímasetja svona hluti út allt kjörtímabilið en það er þá að því gefnu að líklegt sé að kjarasamningarnir haldi megnið af því tímabili,“ sagði Geir. Spurður hvort hann teldi ástæðu til að ríkis- stjórnin gripi til stórtækra aðgerða í tengslum við endurnýjun kjarasamn- inganna, s.s. með því að hraða und- irbúningi opinberra framkvæmda, með breytingum í skattamálum o.fl., sagði Geir: „Þetta er allt saman til umræðu. Skattar og bætur hanga gjarnan saman en hvað framkvæmd- ir varðar þá erum við með margt í gangi á vegum ríkisins og sumir gagnrýna hvað það er mikið. Það hef- ur ekkert verið ákveðið en við erum að vega og meta alla þessa hluti.“ Forsætisráðherra sagði ómögulegt að segja fyrir hvort niðurstaða úr þessari vinnu lægi fyrir um helgina. Samningsaðilar væru komnir nokkuð langt með gerð samninga ,,og þeir vilja gjarnan fá svör frá okkur eins fljótt og hægt er. Við munum reyna að bregðast hratt við,“ sagði Geir. Auka jöfnuð og tryggja jafnvægi „Það er alveg greinilegt að það er verið að vinna út frá þeirri grundvall- arhugmynd annars vegar að auka hér jöfnuð og hins vegar að tryggja jafnvægi. Þetta tvennt verður að fara saman og ríkisstjórnin hlýtur að vinna út frá því,“ sagði Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir utanríkisráðherra. Aðspurð hvort ríkisstjórnin væri tilbúin að leggja mikið af mörkum sagði Ingibjörg: „Okkur er alveg ljóst að það er ýmislegt sem við þurfum og viljum gjarnan gera og það er í sam- ræmi við stjórnarsáttmálann að taka á ýmsum hlutum sem skipta miklu máli fyrir hinn almenna launamann.“ Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri SA, sagði að ekki hefði verið gengið eftir svörum ríkisstjórn- arinnar á þessum fundi. „Við höfðum gert ráð fyrir því að það sem þau fengu frá okkur yrði tilefni til þess að þau settust niður og undirbyggju ein- hver viðbrögð við því. Við eigum svo von á að heyra frá þeim innan þess tímaramma sem við erum að vinna eftir.“ Þegar rætt var við Vilhjálm skömmu eftir hádegi í gær sagði hann að markmið SA væri að aðilar vinnumarkaðarins myndu ganga frá efnisatriðum kjarasamninga í gær- kvöldi þannig að einungis tæknileg vinna yrði eftir við frágang kjara- samninga. Ef hún gengi að óskum gæti samningsgerðinni lokið í dag en allt eins mætti þó reikna með að hún tæki eitthvað lengri tíma. SA hafa lagt mikla áherslu á að hækkun launakostnaðar ríkis og sveitarfélaga í komandi samningum við starfsmenn hins opinbera verði í takt við það sem gerist á hinum al- menna vinnumarkaði. SA vilja einnig að peningastefnu Seðlabankans verði breytt til að lækka vexti, að fyrir- hyggja verði sýnd í atvinnumálum, að tekjuskattur fyrirtækja verði lækk- aður í 15%, að þungaskattur af vöru- flutningum verði felldur niður, að rík- ið komi að uppbyggingu endurhæfingar o.fl. Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, var nokk- uð bjartsýnn á framhaldið að loknum fundinum í Ráðherrabústaðnum í gær þótt engin bein svör hefðu feng- ist frá ráðherrunum. „Ég fann mik- inn vilja hjá ríkisstjórninni. [Ráð- herrarnir] sögðust ætla að víkja öðrum málum til hliðar í dag og fara á fulla ferð í að reyna að ljúka þessu.“ Ríkisstjórnin lofar að bregðast hratt við óskum ASÍ og SA Árvakur/Frikki Stífir fundir Formenn stjórnarflokkanna, Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra, ræða við fréttamenn að afloknum löngum fundarhöldum í Ráðherrabústaðnum í gær. Í HNOTSKURN »Forystumenn ASÍ og lands-sambandanna gengu á fund fjögurra ráðherra í Ráð- herrabústaðnum eftir rík- isstjórnarfund í gærmorgun. »Forystumenn Samtaka at-vinnulífsins komu á fund ráð- herra um hádegi í gær og kynntu áherslur samtakanna gagnvart stjórnvöldum til að greiða fyrir gerð kjarasamninga »Viðsemjendur á almennavinnumarkaðinum ætluðu að reyna að ljúka samningum um öll efnisatriði nýrra kjarasamninga í húsnæði ríkissáttasemjara í gærkvöldi. SKÚTAN sem notuð var við að smygla fíkniefnunum til Íslands er enn í vörslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og situr hún í geymslu á Keflavík- urflugvelli. Að sögn Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildarinnar, er verið að undirbúa flutning hennar til Noregs enda vill eigandi henn- ar, norskt fyrirtæki sem leigir út skútur, gjarnan fá hana aft- ur. Enn á eftir að dæma í máli Íslendings sem var handtekinn í Fær- eyjum ásamt öðrum manni vegna rannsóknar á Pólstjörnumálinu. Í tengslum við handtökurnar var lagt hald á um tvö kíló af amfetamíni. Að sögn Bergleif Brimvík, yfirmanns rannsóknardeildar lögregl- unnar í Færeyjum, kemur hann fyrir dóm í byrjun apríl. Íslending- urinn hafði verið búsettur í Færeyjum um nokkra hríð. Hinum mann- inum var sleppt samdægurs. Skútan brátt til Noregs Árvakur/Júlíus Eitrið Hluti af fíkniefnunum. JÓN Ásgeir Jó- hannesson, starf- andi stjórnarfor- maður Baugs og stjórnarformað- ur FL Group, segist telja að bankarnir muni á næstu tólf mán- uðum fækka starfsfólki veru- lega. Þetta segir hann í viðtali við Markaðinn á Stöð 2 sem birtist á mánudag nk. Brot úr viðtalinu voru sýnd í þætti Markað- arins í gærkvöldi. Jón segist telja stöðu bankakerf- isins mun verri en almennt sé talað um. „Það þýðir ekkert að blekkja er- lenda aðila sem sjá skuldaálag á bönkunum og skuldaálagið sem er á bönkunum í dag tekur mið af því að þeir séu hreinlega gjaldþrota,“ segir Jón og bætir því við að þetta sé nokkuð sem þurfi að hafa áhyggjur af og taka á. „Ég held að menn geti ekki stungið hausnum í sandinn og sagt að allt sé í lagi og það muni reddast. Þetta er stórhættulegt fyrir íslensku bankana,“ segir Jón. Hann segir bankana eiga sér framtíð hér á landi verði Ísland aðili að Evrópusambandinu og því eigi það að vera langtímamarkmið ríkis- stjórnarinnar að skoða aðild alvar- lega. „Mér finnst svolítið skrítið að ríkisstjórnin skuli segja að málið verði ekki skoðað. Það eru gjör- breyttar aðstæður á síðustu 6-8 mánuðum og enginn getur stungið hausnum í sand og sagst ætla ekki að skoða málin.“ Jón segist telja ákvörðun Seðla- bankans um að breyta stýrivöxtum ekki vera ranga. „Það eykur hætt- una á því að lækkunin verði skörp sem eykur hættuna á því að krónu- bréfin hverfi út úr kerfinu sem eykur hættuna á því að íslenska krónan veikist mjög hratt,“ segir Jón. Staðan verri en talið er Skuldaálagið tekur mið af að bank- arnir séu gjald- þrota Jón Ásgeir Jóhann- esson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.