Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2008 49 ■ Í kvöld kl. 17 Kristallinn – kammertónleikaröð Þjóðmenningarhúsinu Fransk rússneskur kammersirkus. Litrík verk með fjölbreyttri hljóðfæraskipan. Claude Debussy: Sónata fyrir flautu, víólu og hörpu. Sergei Prókofíev: Kvintett fyrir óbó, klarinett, fiðlu, víólu og kontrabassa. Maurice Ravel: Inngangur og allegró fyrir hörpu, flautu, klarinett og strengjakvartett. ■ Fim. 21. febrúar kl. 19.30 – Nokkur sæti laus Sellósnillingur í toppformi Daniel Müller-Schott, ein skærasta stjarna sellóheimsins í dag, leikur einleik í byltingarkenndum konsert Haydns. Einnig eru á dagskrá forleikur eftir Mozart og Sveitasinfónía Beethovens. ■ Fim. 28. febrúar kl. 19.30 Liszt og Bruckner Tveir stórmeistarar hvor á sínu sviði. Flutt verða píanókonsert eftir Liszt og sinfónía eftir Bruckner. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is Hið breiða holt Ljósmyndasýning þar sem unglingar eiga stefnumót við afa sína eða ömmur! Sýningarstjóri: Berglind Jóna Hlynsdóttir. Styrktaraðili: Beco Allt í plati! Sýning úr söguheimi Sigrúnar Eldjárn Kíkið í heimsókn á heimili Málfríðar, mömmu hennar, Kuggs og Mosa! Hver man ekki eftir risablómkálinu og eldflauginni? Sjón er sögu ríkari! Tekið er á móti hópum. Sími: 575 7707. Sýningin stendur til 24. febrúar. Vissir þú ... ... að í Gerðubergi er frábær aðstaða fyrir ráðstefnur, námskeið, fundi og veislur? Salir og fundarherbergi fyrir 8 - 120 manns. Sjá nánari upplýsingar: www.gerduberg.is, s. 575 7700. Sýningar eru opnar virka daga frá kl. 11-17 og um helgar frá kl. 13-16. Sími: 575 7700. gerduberg@reykjavik.is „Frumsýning í Hafnarfjarðarleikhúsinu er alltaf tilhlökkunarefni. Í þetta sinn stigu flinkir leikarar á svið með skemmtilega sýningu.“ Elísabet Brekkan, Fréttablaðið. „Hjálmar Hjálmarsson fer á kostum í hlutverki sjón- varpsins“ „ ... get ég ekki annað en mælt með sýningunni, sem er troðfull af skemmtilegum atriðum ...“ Martin Regal, Morgunblaðið. „ ... konan sem sat tveim sætum frá mér hló oft hátt og snjallt. Og ég er viss um að hún var í raun og veru að skemmta sér...“ Jón Viðar Jónsson, DV. Midasala: 555 2222. www.midi.is i í f fj l i i llt f til l f i. tt i ti i i l i i til i . lís t , tt l i . j l j l f t í l t i j i ... t i lt i i, t f ll f til t i ... ti l, l i . ... t t i t f l ft tt j llt. i í t ... i ss , . Næstu sýningar Lau. 16. febrúar kl. 20 Lau. 23. febrúar kl. 20 Lau. 1. mars kl. 20GESTIR í spurningaleiknum Orð skulu standa í dag eru Broddi Broddason fréttamaður og Jens Sig- urðsson símamaður. Á milli þess sem þeir velta fyrir sér m.a. „hræ- görn“ og „í miðjum klíðum“ botna þeir þennan fyrripart um næsta borgastjóra Reykvíkinga: Hver það verður veit nú enginn. Villi? Gísli Marteinn? Hanna? Um nýliðna helgi var fyrripart- urinn um afkomutölur bankanna: Þar er hvorki vol né víl, en vextir lækka ekki. Í þættinum botnaði Hlín Agnars- dóttir svona: Gammar bjóða gróðadíl og gera okkur hrekki. Davíð Þór Jónsson fór svipaða leið: Það gerir enginn góðan díl ef gengst hann undir hlekki. Halldór Einarsson hugsaði líkt: Engan veit ég verri díl en verðtryggingarhlekki. Og notaði svo viðurkennt nýyrði: Á fullu láni fæ mér bíl með fokkings aukadekki. Úr hópi hlustenda botnaði Þór- arinn Einarsson svona: Bankastjóri á betri bíl, brunar frá í mekki. Ingólfur Ármannsson sendi þenn- an: Þeir gera aldrei góðan díl sem gangast undir hlekki. Auðunn Bragi Sveinsson: Allir vilja eignast bíl, - einnig skuldahlekki. Státa sig af stærri bíl, starfa lítt eða ekki. Allt er bruðl og eyðsla í stíl; auðnan fer í kekki. Magnús Halldórsson á Hvolsvelli: Sjúga merg úr skitnum skríl, með skuldaklafa hlekki. Orð skulu standa Borgarstjórar og bankar Hlustendur geta sent sína botna í netfangið ord@ruv.is eða bréfleið- is til Orð skulu standa, Rík- isútvarpinu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. ALLT er gott sem endar vel. Í miðju kafi hinna frábæru Næturvakta– þátta, lá ekki ljóst hvert stefndi, væntingarnar orðnar ýktar og efa- semdir í gangi um að mönnum hrein- lega tækist ekki að loka þeim á við- unandi hátt. Ákveðinn stígandi var búinn að setja svip á fyrri helming þáttaraðarinnar og afsakanlegt þó eitthvað færi úrskeiðis þegar tók að sjást fyrir endann á þeim og það er jafnan vandasamt að ljúka verki, hvað þá heldur þegar búið er að taka persónurnar í dýrlingatölu. En, höfundarnir brugðust ekki á lokasprettinum heldur tók þessi óborganlega sería óvænta stefnu og úti var ævintýri í draumaparadís vaktstjórans: á sjálfbærum búgarði umhverfissinna einhversstaðar á út- nára í Svíþjóð. Georg (Jón Gnarr), náði sínu fram og kemur það ekki á óvart, en lengi skal manninn reyna og dregur durgurinn upp nýja og óvænta silkihúfu í lokin. Vaktfélag- arnir, Ólafur Ragnar (Pétur Jóhann) og Daníel (Jörundur Ragnarsson), fylgja foringjanum en sameiginlega eru Dísil– og smurolíuriddarar lands- ins búnir að koma sér í verri ógöngur en nokkurn óraði fyrir. Eiga þeir aft- urkvæmt? Verður næsta þáttaröð á Kvíabryggju, það væri ekki slorlegur rammi með sjálft Kirkjufellið gnæf- andi í baksýn. Síðari helft þáttanna hélt áfram í sömu tóntegund og náði eyrum þjóð- arinnar í þeirri fyrri (að und- anskyldum fyrirmyndum Georgs), og gerði linnulaust grín að vænum slatta af hinum síðri persónueinkennum þjóðarinnar. Þar erum við engir eft- irbátar annarra, af nógu að taka í ótaldar klukkustundir af útsending- arefni til viðbótar. Nú hefur orðið til hópur sem er fær um að halda áfram að spinna úr efninu og framhaldið liggur í loftinu. Þríeykið Pétur, Jörundur og Jón Gnarr slær aldrei feilpúst í hálfa sjöttu klukkustund, sem er mikið af- rek, hvernig sem á það er litið og ekki síst í samanburði við aðra skemmti- þætti í sjónvarpi sem eiga oftar en ekki fleiri lægðir en hæðir í hvert skipti sem þeir birtast. Hár gæða- staðall hvert sem er litið er og metn- aður er aðall Næturvaktarinnar auk ánægjunnar sem höfundarnir hafa greinilega af sköpunarverkinu og smitar út til okkar. Fyrir utan ógleymanlegan leik og persónusköp- un þremenninganna komu glúrnar aukapersónur við sögu, leikstjórn og öll tæknivinna til fyrirmyndar og við viljum meira af þessum listamönnum, sem flestum þeirra í svipuðum pakka. Ekki seinna en í haust, það er svo gaman að hlæja að vitleysingunum allt í kringum okkur! Vaktinni lokið en nóg eftir á tankinum SJÓNVARPSÞÁTTUR STÖÐ 2 Íslenskir sjónvarpsþættir. Leikstjórn: Ragnar Bragason. Handrit: Jóhann Ævar Grímsson, Jón Gnarr, Jörundur Ragn- arsson, Pétur Jóhann Sigfússon, Ragnar Bragason. Framleiðandi: Harpa Elísa Þórisdóttir. Kvikmyndatökustjóri: Berg- steinn Björgúlfsson. Leikmynd og bún- ingar: Helga Rós Hannam. Hljóðhönnun: Þorsteinn Ásgeirsson. Hljóðupptaka: Pétur Einarsson. Klipping: Sverrir Krist- jánsson. Tónlist: Bubbi Morthens ofl. Aðalleikendur: Jörundur Ragnarsson, Jón Gnarr, Pétur Jóhann Sigfússon. Sýningartími 165 mín. Saga film fyrir Stöð 2. 2007. Næturvaktin – seinni helmingur (6.–12. þáttur) bbbbb Hár gæðastaðall „Þríeykið Pétur, Jörundur og Jón Gnarr slær aldrei feilpúst í hálfa sjöttu klukkustund,“ segir Sæbjörn m.a í dómnum. Sæbjörn Valdimarsson Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.