Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2008 35 ✝ Jóhannes Mar-inó Ólafsson fæddist í Reykj- arfirði í Arnarfirði hinn 9. maí 1919. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Patreks- firði 7. febrúar síð- astliðinn. Jóhannes var sonur hjónanna Ólafíu Vigfúsdóttur og Ólafs Jóhann- essonar. Systkini hans voru þau Gunnar, f. 9. jan. 1918, d. 1993, og Guðrún Elín, f. 8. apríl 1923. Þau systkinin misstu ung að aldri föður sinn og ólust upp í Reykjarfirði með móður sinni og móðurafa. Þrátt fyrir fátækt byggðu þau upp jörðina og stund- uðu búskap þar allt til 1960, en þá brugðu þeir bræður búi og fluttu til Bíldudals. Þar bjó Jóhannes hjá systur sinni og hennar fjölskyldu til ævi- loka. Jóhannes gegndi ýmsum störfum um ævina ásamt fjárbúskap sem hann stundaði allt fram á síðasta haust er kraftar voru þrotnir til erfiðisvinnu. Jóhannes verður jarðsunginn frá Bíldudalskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elskulegur föðurbróðir okkar hefur nú lokið sinni jarðvist. Jói frændi, eins og við systkinin köll- uðum hann, bjó í húsinu á móti okkur þegar við vorum að alast upp. Jói kvæntist aldrei né eign- aðist börn og bjó alla tíð hjá Gunnu frænku, systur sinni, Birni mági sínum og börnum þeirra. Það eru bara góðar minningar sem við eig- um frá uppvaxtarárunum. Fjöl- skyldan öll í sömu götunni og jafn sjálfsagt að fara heim í Hof eins og Þórshamar. Jói lifði fyrir rollurnar sínar og gat aldrei hætt að vera bóndi þó hann flytti úr Reykjar- firði. Hann þekkti þær allar með nafni og þó heilsan gæfi sig og hann gæti ekki sinnt búskapnum lengur gat hann ekki hætt alveg. Hann fékk bara gott fólk til að hjálpa sér og fækkaði aðeins í stofninum. Jói dró það eins lengi og hann gat að leggjast inn á sjúkra- hús. Hann sagði að þá myndi hann ekki eiga aftur afturkvænt heim. Það reyndist rétt hjá honum, hann lést eftir viku. Nú er elsku Gunna orðin ein eftir á lífi af Reykjarfjarð- arsystkinunum. Við þökkum Jóa ánægjulega samfylgd í lífinu og ógleymanlegar sögustundir sem flestar byrjuðu á: „Ég get sagt ykk- ur það“ og munu lifa um ókomna tíð. Við trúum því að pabbi og allir hinir gengnu ástvinirnir hafi tekið honum opnum örmum á nýjum stað. Við biðjum Guð að vaka yfir Gunnu frænku og ástvinum öllum á kveðjustund. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem.) Ólafur Jóhannes, Anna Maggý, Selma og Bragi Geir Gunnarsbörn. Jóhannes Marinó Ólafsson ✝ Bryndís Ein-arsdóttir Hólm fæddist á Eskifirði 30. janúar 1943. Hún lést á krabba- meinsdeild Land- spítalans 9. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Kristín Sím- onardóttir, f. 20. febrúar 1910, d. 13. janúar 1960 og Ein- ar Hólm, f. 6. febr- úar 1908, d. 6. apríl 1970. Systkini Bryndísar eru: 1) Jónas, f. 12. desember 1930, d. 21. júlí 1991, 2) Lára, f. 1. febrúar 1932, d. 23. apríl 1978, 3) Geir, f. 9. janúar 1933, 4) Reynir, f. 7. maí 1934, d. 4. júlí 1999, 5) Bára, f. 13. júní 1935, d. 16. nóvember, 6) Hörður, f. 21. október 1936, d. 1. ágúst 1937, 7) Már, f. 11. ágúst 1938, og 8) Kristín Elísabet, f. 16. júní 1940 Bryndís giftist 22. maí 1966 Birni Lúðvík Jónssyni, skipstjóra frá Dilksnesi í Hornafirði, f. 7. september 1942. Börn: 1) Harpa, f. 30. ágúst 1963 (faðir Svavar Krist- jánsson frá Skuld á Eskifirði, f. 14. nóv- ember 1944), gift Finni Loftssyni, f. 28. mars 1963, dæt- ur þeirra Helga, f. 18. júlí 1985 og Brynja, f. 10. júní 1989. 2) Kristín, f. 10. apríl 1967, gift Einari Smárasyni, f. 21. desember 1964, börn þeirra Bryn- dís, f. 15. október 1993 og Agnar, f. 4. ágúst 1995. 3) Jón, f. 21. maí 1972, unnusta Kristrún Ýr Gylfadóttir, f. 14. september 1980. Bryndís fluttist til Horna- fjarðar 1965 og bjó þar alla tíð síðan. Hún stundaði þar ýmiss störf en lengst af vann hún í Kaupfélaginu á staðnum. Hún var virk í félagstarfi við Rauða krossinn,Slysavarnarfélagið og golfkúbbinn á Höfn. Útför Bryndísar fer fram frá Hafnarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Með þessum örfáu orðum langar okkur að minnast Bryndísar Hólm, sem nú er látin. Eins miskunnarlaus og dauðinn er okkur mönnunum, er hann því miður jafnnáinn okkur og lífið sjálft. Eins og Kristján Fjalla- skáld orti; Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn, er ég græt, en drottinn telur tárin mín – ég trúi’ og huggast læt. Kæra fjölskylda, það er mikill missir af góðri konu, móður, tengdamóður, ömmu og vinkonu. Minningin um hana varðveitist í hjörtum eftirlifenda og eftir því sem tíminn líður munu allar hinar góðu minningar verða sífellt kærari. Þó lífið sé á stundum myrkvað má ætíð finna ljósgeisla brjótast fram er lýsa upp þann veg sem framundan er. Baldvin, Guðrún Ásta og börn. Bryndís Einarsdóttir Hólm son mágur minn var skyndilega kall- aður brott. Farinn án þess að við gætum kvatt og þakkað fyrir samfylgdina. Minn- ingarnar streyma að, fátækleg orð segja lítið. Meðan Eskifjörður var meðal öfl- ugustu athafnasvæða landsins var Tómas verkstjóri, ýmist í frystihúsi staðarins eða á síldarplönunum. Þá sótti ég, ásamt fleira fólki af Héraði, vinnu þangað. Í stað þess að búa í verbúðum, dvaldi ég hjá Björgu syst- ur minni og Tómasi, umvafin alúð og umhyggju. Eftirminnilegt er hvað Tómas stóð vörð um að heimilisfólkið nyti hvíldar og næðis þó hann væri sjálfur, vegna komu skipanna, á vakt allan sólar- hringinn. Aldrei æðruorð, allt kapp lagt á að ná sem mestum afla á land og koma honum í verð. Þrátt fyrir þreytu og annríki var stutt í glensið og grínið. Tómas var mjög barngóður og fóru börnin mín og barnabörn ekki varhluta af því. Öldruðum sýndi hann sérstaka umhyggju og virðingu, þess urðu for- eldrar mínir aðnjótandi í ríkum mæli. Svo skammt er síðan Tómas hug- hreysti mig í minni sorg að mér finnst ég enn finna hlýja handtakið hans. Nú situr aðeins söknuðurinn eftir. Áfram rennur tíminn og tekur sinn toll. Hversu ásættanlegur hann er sýnist sitt hverjum, hverju sinni. Við Grétar vottum Björgu, dætr- unum og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð og biðjum þeim hugg- unar í harmi. Elsku Björg mín, við skulum hugga okkur við orð Kahlil Gibran: Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aft- ur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. Þín systir Þórunn. Tómas Þ. Hjaltason, vinur og fé- lagi í meir en 40 ár, er látinn. Nú er skarð fyrir skildi á Eskifirði, því að þar ól hann allan sinn aldur og var hverjum manni þekkur. Glettnisblik- ið í augum þessa granna og kvika manns skerpir ekki lengur litina í hversdeginum. Tómas fór í Sjómannaskólann og var lærður stýrimaður. Sjómennsk- an, veiðar og vinnsla áttu hug hans allan, en hann lagði á margt fleira gjörva hönd. Þegar við kynntumst, vann ég hjá Pöntunarfélaginu, en Tómas hafði tekið að sér að breyta gömlu húsi hjá félaginu í mjólkur- og matvælageymslu. Hann var hagur til hugar og handa, sem sást svo vel á þeim mörgu bátum, sem hann eign- aðist. Tómas starfaði lengi hjá þeim bræðrum Aðalsteini og Kristni Jóns- sonum, fyrst sem verkstjóri vinnslu í hraðfrystihúsinu, sem breyttist á þessum tíma úr gamaldags fiskhúsi í fullkomið matvælaframleiðslufyrir- tæki. Seinna stjórnaði Tómas vinnslu hjá þeim bræðrum í Auð- björgu, en félagið var um skeið stærsta félag í síldarsöltun á Íslandi. Ég átti nokkuð stóran hóp ætt- ingja á Eskifirði, en þekkti aðeins náið Arnþór Jensen, hálfbróður minn, og hans fólk. Þau Tómas og Björg bjuggu þá í Presthúsi og þá var Lísa þeirra lítil prinsessa með stórar slaufur í hárinu. Það má segja, að þau Tómas og Björg hafi tekið okkur Helgu í fóstur, og þau kynntu okkur fyrir mörgu góðu fólki á Eskifirði, sem þar bjó þar og sumt býr þar enn. Þau Tómas og Björg sögðu mér oft í stríðnistón, að þessi eða hinn væri frændi eða frænka mín. Og Tómas var hjálplegur maður og aðstoðaði mig oft í mínu starfi hjá Pöntunarfélaginu og þá sérstaklega við skipaafgreiðsluna og olíuna, en Pöntunarfélagið hafði dreifingu fyrir BP og afgreiðslu fyrir Hafskip. Vin- áttubönd við hann og fjölskyldu hafa verið okkur Helgu dýrmæt og í engu trosnað við árin mörgu og fjarlægð- ina. Kynni okkar þættust líka af fleiru en venjulegum vinafundum og að lyfta glasi í Trade Mark og Kók, meðan slíkt nú var. Eftir að við Helga fórum frá Eski- firði, héldust okkar góðu kynni við þau hjón, og fóru dætur okkar í heimsóknir til þeirra á sumrin svo og við sjálf, margoft. Við breytingarnar á bættri aðstöðu við matvælafram- leiðslu hraðfrystihússins, þurfti Tómas að sækja nokkur námskeið fyrir þess hönd til Reykjavíkur. Tómas bjó þá hjá okkur Helgu. Þá fórum við mörg kvöld til ættingja hans og vina, og í bíltúra, sem end- uðu oft með að fara út að borða á ein- um frægasta matsölustað Reykja- víkur, Bæjarins bestu. Eins og eðlilegt er, þegar góðir vinir búa hvor í sínum landshluta, er notaður sími. Þeim Björgu og Helgu þótti oft nokkuð teygjast á samtöl- unum. Eitt sinn þegar samkeppnin var hvað mest hjá flugfélögunum, sagði Björg við Tómas, segðu Þóri að það sé orðið svo ódýrt að fljúga aust- ur. Við hittumst oft á sumrin, og ferðuðust um Austurland, og Norð- urland, þar á meðal út í Grímsey, Drangey og skoðuðum hinn stór- kostlega Skagafjörð.Það var sama hvar við komum við sjávarsíðuna, at- hygli Tómasar var við bátahafnirnar. En einhver stundin verður hinst. Við Tómas töluðum saman í síma að kvöldi 5. febrúar og daginn eftir var hann allur. Það var klippt snöggt og óvænt á hans sterka og kraftmikla lífsþráð. Það var sárt og sárast fyrir hans nánustu, Björgu, Elísabetu, Nönnu, Þórhildi og þeirra fjölskyld- ur. Við Helga og börnin okkar send- um einlægar samúðarkveður. En í gegnum tregann lýsir minningin um góðan dreng og góðan vin og þakk- lætið fyrir það að hafa átt hann að vini. Þórir Jensen. Látinn er Tómas Hjaltason frá Eskifirði á sjötugasta og þriðja ald- ursári. Ég man eftir Tómasi frá fyrstu tíð. Tómas leyfði mér að stýra amerískri glæsikerru þegar ég var barn. Ég man eftir því þegar hann leyfði mér að sitja í jarðýtu þegar hann var að vinna við byggingu nýju hafnarinn- ar. Helsta áhugamál Tómasar voru skotveiðar. Til er saga af því þegar þeir feðgar fóru til rjúpna inn á Fagradal. Hjalti faðir hans fór inn í Launárdal og kom með á annað hundrað rjúpna í bílinn. Tómas fór handan vegarins og kom með litlu minna, þrátt fyrir að skeftið á byss- unni hefði brotnað og höndin verið illa marin af þeim sökum. Til er önnur saga af Tómasi þegar hann rann til á svelli á rjúpnaveiðum. Við það missti hann byssuna, sem rann á eftir honum og þegar byssan rakst á stein hleypti hún af skoti en sem þetur fer snéri byssan í aðra átt þannig að ekki hlaust skaði af. Tómas var einnig liðtæk gæsa- skytta og sótti helst út að Héraðs- flóa. Lengi vel stundaði Tómas verk- stjórn hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar. Enn fremur gegndi hann verkstjóra- og matsmanns- starfi hjá Auðbjörgu, síldarsöltunar- stöð í eigu Aðalsteins Jónssonar, svo og hjá Eljunni hf., sem Guðjón bróð- ir hans átti. Tómas var einkar vel lið- inn í verkstjórnarstörfum sínum og var réttur maður á réttum stað í þeim störfum. Síðustu árin stundaði Tómas smá- bátaveiðar af krafti og hafði þá gjarnan byssuna meðferðis og eru þeir ófáir sem fengu frá honum svartfugl í soðið. Þrátt fyrir dugnað og eljusemi var Tómas ekki alltaf hraustur. Í einni sjóferð sprakk maginn, en af harðfylgi tókst honum að komast í land af sjálfdáðum. Tómas kvæntist Björgu Sigurðar- dóttur frá Borgarfirði eystri. Þau hjón voru mjög samrýmd og eign- uðust þrjár dætur, elst er Elísabet Tómasdóttir, næst er Nanna Tóm- asdóttir og yngst er Þórhildur Tóm- asdóttir. Allar eru dæturnar hinar mætustu manneskjur. Missir ykkar er mikill, bið ég guð að styrkja ykkur í sorgarferlinu Júlíus. FEBRÚARTILBOÐ MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Á LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM 10-50% AFSLÁTTUR ✝ Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, langafi og bróðir, SIGURÐUR ÞORSTEINSSON skipstjóri, Sólvallagötu 82, sem lést laugardaginn 9. febrúar á sjúkradeild Hrafnistu, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 18. febrúar kl. 13.00. Margrét Erla Guðmundsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Kolbrún Harðardóttir, Þorsteinn Sigurðsson, Karen Despane, Sigurður Sigurðsson, Tanya Ólafsdóttir, Jens Sigurðsson, Ashlie Prahl, Þorbjörg Sigurðardóttir, Nickulas Griesback, Bjarni Sigurðsson, Kelly Fidzgerald, barnabörn og langafabarn og systkini. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, SIGURVEIG JÓNSDÓTTIR, leikkona, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 18. febrúar kl. 15. Sigrún Valdimarsdóttir, Jón Steindór Valdimarsson, Gerður Bjarnadóttir, Gunnur Jónsdóttir, Halla Jónsdóttir, Hildur Jónsdóttir, Ísar Logi Arnarsson, Ari Steinn Arnarsson, Valdimar Garðar Guðmundsson, Fanney Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.