Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is STROKUFANGINN Annþór K. Karlsson fannst í heimahúsi í Mosfellsbæ í gær, um hálfum sólarhring eftir að hann strauk úr fanga- geymslum lögreglunnar við Hverfisgötu í Reykjavík. Hann var þar að beiðni lögreglunnar á Suð- urnesjum og fíkniefnadeildar ríkislögreglustjóra en stefnt var að því að yfirheyra hann og leiða fyrir dómara. Þar átti að óska eftir því að gæslu- varðhald yfir honum, sem rann út í gær, yrði framlengt en hann er grunaður um aðild að um- fangsmiklu fíkniefnasmygli. Annþór var vistaður á svokölluðum fangagangi og var hann eini fanginn þar. Myndavélar eru á ganginum en þær eru staðsettar við afgreiðsluna en ekki sjálfan fangaganginn. Talið er að Annþór hafi sloppið um fimmleytið í gærmorgun en hann braut sér leið inn í læsta geymslu þar sem hann komst yfir kaðal. Í kjölfarið braut hann glugga sem snýr að Snorrabraut og lét sig síga út. Faldi sig í skáp Þegar í stað hófst mikil rannsóknarvinna við að kortleggja öll möguleg skref Annþórs. Skipu- lega var farið á ákveðna staði þar sem talið var að hann kynni að halda sig og húsleit gerð. Karl og kona voru handtekin, grunuð um að hafa aðstoð- að Annþór á flóttanum, en þeim var síðan sleppt. Síðdegis í gær taldi lögreglan sig hafa traustar heimildir fyrir því að Annþór væri staddur í heimahúsi í Mosfellsbæ, að öllum líkindum í eigu kunningja hans. Tveir sérsveitarmenn og tveir rannsóknarlögreglumenn voru sendir á staðinn og fundu Annþór inni í skáp og streittist hann ekki á móti handtöku. Fangi slapp úr haldi og lék lausum hala í hálfan sólahring  Fannst eftir umfangsmikla leit  Úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald PÁLL Winkel fangelsis- málastjóri segir meginregl- una vera þá að gæslu- varðhaldsfangar í einangrun séu vistaðir hjá Fangels- ismálastofnun. Svo var ekki í þessu tilviki þar sem óskað var eftir því að Annþór dveldist yfir nótt í fangels- inu við Hverfisgötu. „Gæslu- varðhaldsfangar hafa verið vistaðir hjá lög- reglu áður og það hefur gengið áfallalaust.“ Hvort endurskoða þurfi það fyrirkomulag að flytja fanga til Reykjavíkur þegar framlengja eigi gæsluvarðhald sé nokkuð sem þurfi að skoða í ljósi þessarar uppákomu. Endurskoðunar þörf? KÓPAVOGSBÆR undirbýr nú yfir- töku á rekstri leikskólans Hvarfs. Þessi ákvörðun var tekin í kjölfar þess að þjónustusamningi við ÓB- ráðgjöf var sagt upp. Fyrirtækið mun því hætta rekstri leikskólans 30. apríl næstkomandi. Leikskólanefnd bæjarins fundaði um skólann í vikunni og lagði til að Kópavogsbær tæki við rekstrinum. Í bókun nefndarinnar kom fram að óvissa og erfitt ástand hefði ríkt í leikskólanum allt síðan í október. Óvissa og erfitt ástand Samúel Örn Erlingsson, formaður leikskólanefndar, segir togstreitu hafa komið upp á milli rekstraraðila og faglegra stjórnenda skólans. „Það verður ákveðinn brestur á milli þeirra. Þegar menn byrja að takast á verður núningur sem smitar út frá sér í ýmsu tilliti. Það skapar óvissu fyrir alla sem eiga hlut að máli,“ seg- ir Samúel. Að hans sögn hafði rekst- urinn ekki gengið og því setti bærinn fyrirtækinu fjárhaldsmann og sagði upp þjónustusamningnum. Hvarf og annar leikskóli, Kór, eru þeir einu í bænum sem reknir hafa verið samkvæmt þjónustusamning- um, en rekstur Kórs hefur gengið með ágætum. Þrír leikskólar eru að fullu einkareknir. Þar greiðir Kópa- vogsbær daggjöld með börnum úr Kópavogi. Sautján leikskólar eru svo reknir af bænum. Kópavogs- bær tekur Hvarf yfir DANSKA fríblaðið Nyhedsavisen mun í næstu viku segja upp 36 starfsmönnum samkvæmt frétt á vef danska blaðsins Politiken. Þar segir að upphaflega hafi staðið til að segja upp 40 manns en trúnaðarmönnum og stéttarfélagi danskra blaða- manna, DJ, hafi tekist að fækka þeim um fjóra. Til þess þurftu starfs- menn blaðsins að gefa eftir launa- hækkanir sem væntanlegar voru síð- ar á árinu. Ritstjórnarefni Nyhedsavisen hef- ur að stórum hluta verið skorið niður á undanförnum mánuðum að sögn Politiken og er það ein ástæða upp- sagnanna. Nyhedsav- isen fækkar EIGENDAFUNDUR Orkuveitu Reykjavíkur (OR) fór fram í gær. Þar var m.a. samþykkt að Reykjavik Energy Invest (REI) yrði að 100% í eigu OR og áfram rekið með það hlutverk að sinna þróunar- og fjár- festingarverkefnum á erlendri grund. Þá var einnig samþykkt að fela óháðum aðilum að fara yfir stjórnsýslu OR og kanna hvernig henni sé best fyrir komið til fram- tíðar, svo hún nýtist í stefnumótun- arvinnu sem eigendur hafa falið stjórn OR að ráðast í. Í kjölfar eigendafundarins fór fram stjórnarfundur þar sem tillögur af fyrri fundinum voru lagðar fram. Að sögn Kjartans Magnússonar, for- manns stjórnar OR, var þar rætt á mjög víðum grundvelli um málefni REI, s.s. um það hvernig litið væri á fyrirtækið, hvernig það myndi starfa og hvert það myndi stefna í almenn- um sem einstökum verkefnum. REI verði að fullu í eigu OR Óháðir aðilar fari yfir stjórnsýslu OR NEMENDUR og kennarar Háteigsskóla gerðu sér í gær dagamun í tilefni Ólafsdaga og heiðruðu minningu Ólafs Guðmundssonar, sem kenndi náttúrufræði við skólann í fjöldamörg ár. Hefðbundið skólastarf var brotið upp og unnu nem- endur að margvíslegum verkefnum. Þau tengdust flest hugðarefnum Ólafs – náttúru og vísindum. Meðal þess sem þeir tóku sér fyrir hendur var keppni um bestu uppfinninguna, besta frumsamda leikinn, þeir smíðuðu bíla sem knúnir voru áfram með lofti, ráku útvarpsstöð og gáfu út blað. Ásgeir Beinteinsson, skólastjóri, sagðist vera með verk í brosvöðvunum svo gaman hefði verið að fylgjast með nemendunum og afrakstri þeirra á Ólafsdögum. Árvakur/Golli Ólafsdagar í Háteigsskóla ♦♦♦ Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ÖSSUR Skarphéðinsson iðnaðar- ráðherra sagði í ávarpi sem hann hélt í gær á aðalfundi Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi, að hann hefði ekki orðið var við beina andstöðu sveitarstjórna eða orkufyrirtækja gegn því mark- miði sem hann hefði lýst, að opin- berum aðilum, ríki og sveitarfélög- um, ætti ekki að verða heimilt að framselja með varanlegum hætti orkuauðlindir. Össur benti á að for- sætisráðherra hefði tjáð sig með eindregnum hætti um þetta mál, bæði á Alþingi og í fjölmiðlum. Svipuð viðhorf hefðu komið fram hjá öllum stjórnmálaflokkum á Al- þingi og ennfremur almenningi. Eftirsóknarverð orka Endurnýjanleg orka væri að verða mjög eftirsóknarverð. „Gleymum því ekki, að eins og lögin eru í dag, þá er ekkert sem hindrar að orkuauðlind- irnar séu seldar – ef vilji er til þess hjá sveitar- félagi. Sú staða getur komið upp, og hefur komið upp,“ sagði Össur. „Ég vil líka segja það alveg skýrt, að ég hef engan vilja til að ríkið ásælist þann hluta orkulindanna, hvort sem er um að ræða í vatnsföllum eða jörðu, sem er í einkaeigu í dag,“ bætti hann við. Hann sagði að þessi stefna hans rýrði þó að engu leyti „möguleika orkufyrirtækjanna til að nýta orku- lindirnar, og ætti miklu fremur að auðvelda þeim það“. Þarna væri ósvarað nokkrum spurningum, m.a. um forgang þeirra, sem fyrir væru á svæðunum. Össur sagðist telja að í þessu fyrirkomulagi fælist „líka leið til lausnar á ákveðnum vanda sem hefur komið upp á Suð- urnesjum, en það verður auðvitað ekki mitt að skipa þeim málum til lykta – en menn ættu að skoða þessi orð mín vel“. Í ávarpi sínu sagðist ráðherra einnig leggja áherslu á að greina ætti að samkeppnis- og sérleyfis- þættina í rekstri orkufyrirtækja og tryggja að fyrirtæki sem stunda sérleyfisstarfsemi verði að meiri- hluta í opinberri eigu. Ráðherra vék ennfremur að raf- orkulögunum sem sett voru fyrir fimm árum, en þar var kveðið á um fjárhagslegan aðskilnað milli orku- fyrirtækja í flutningi og dreifingu annars vegar og sölu og vinnslu hins vegar. „Ég er þeirrar skoðun- ar að ganga eigi lengra í þessum efnum og gera kröfu um að þessir þættir séu í aðskildum fyrirtækj- um. En vel að merkja þá er ég ekki að setja fram hugmyndir um eig- endaaðskilnað og mér finnst einnig eðlilegt að um verði að ræða ein- hvers konar veltumörk þannig að lítil fyrirtæki verði undanskilin í þessum efnum,“ sagði ráðherra. Þá ræddi ráðherra um frumvarp um hitaveitur en iðnaðarráðuneytið hefur að undanförnu unnið að drög- um að frumvarpi til laga um þær. Sagði Össur að nú væri verið að leggja lokahönd á lagatexta frum- varpsins. Tillagan yrði send Sam- orku til umsagnar í næstu viku en stefnt væri að því að leggja frum- varpið fram á yfirstandandi þingi. Þá fjallaði ráðherra um framtíð- armöguleika heits vatns og raforku á Íslandi. Össur sagði það spá sína að í framtíðinni ætti græn orka eft- ir að reynast helsta tromp Íslend- inga í ferðamannaiðnaðinum. Bláa lónið væri þar aðeins forsmekkur- inn. „Við eigum eftir að margnýta heita vatnið á miklu fjölbreyttari hátt en við gerum okkur í hugar- lund í dag og þar verður sjálfsagt ekki látið staðar numið við ræktun þörunga fyrir snyrtivörur, lífrænt eldsneyti og kolefnisbindingu með öðrum hætti.“ Vill ekki að ríkið ásælist orku- lindir sem eru í einkaeigu Iðnaðarráðherra segir græna orku verða aðaltrompið í ferðamannaiðnaðinum Össur Skarphéðinsson MIKILVÆGT er að orku- og veitufyr- irtæki búi við stöðugt, einfalt og skilvirkt regluumhverfi. Ekki er beðið um neina afslætti af þeim umhverfis- og öryggiskröfum sem fyr- irtækin sæta, heldur um að skoðaðar verði leiðir til einföldunar þessa regluumhverfis og reynt að ná niðurstöðu til lengri tíma um æskilegt regluverk. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Samorku sem haldinn var í gær. Segir að orku- og veitufyrirtækin lýsi sig reiðubúin til samstarfs vegna hvers kyns breytinga á þessu sviði og raunar nauðsynlegt að aðkoma þeirra sé tryggð þegar fjallað er um breytingar á starfsum- hverfi þeirra. Þar segir jafnframt að umræða um mál- efni orku- og veitufyrirtækja snúist oft óþarflega mikið um eignarhald á auðlind- um og veitukerfum. Hægt sé að stýra starfsemi allra orku- og veitufyrirtækja mjög nákvæmlega í krafti laga og reglna án tillits til eignarhaldsins. Líklega sé ekk- ert fyrirtæki að hagnast á dreifingu raf- orku vegna lagarammans og skiptir þá ekki máli hvort fyrirtækið er í opinberri eða einkaeign Einnig er í ályktuninni skorað á stjórn- völd að draga ekki lengur að greiða styrki til hitaveitna sem aukið hafi við dreifikerfi sitt til að geta tengt íbúðarhús sem notið hafa niðurgreiðslu á raf- eða olíuhitun. Einfaldar regl- ur mikilvægar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.