Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2008 37 Mér er einnig minnisstætt hvernig Gígja talaði við hestana, hvíslaði í eyrun á þeim og hafði einstakt lag á þeim. Gígja kom alltaf fram við mann eins og jafningja og að tala við hana var eins og að tala við bestu vinkonu sína. Við gátum talað um allt og Gígja gaf góð ráð. Hún hafði líka svo mik- inn áhuga því sem við krakkarnir vor- um að gera. Upp á síðkastið höfum við tvær spjallað mikið um hvað ég ætli nú að fara að læra. Gígja sagði alltaf að það væri númer eitt, tvö og þrjú að velja eitthvað sem mér þætti skemmtilegt. Þannig var Gígja, alltaf svo skilningsrík og skemmtileg, mik- ið hlegið og hlutirnir ekki teknir of al- varlega. Eftir að Gígja fékk krabbamein sá ég hversu mikil hetja hún var. Ég sá örsjaldan á henni að hún væri eitt- hvað veik og í þau skipti sem hún var á spítala og ég heimsótti hana vildi hún sem minnst tala um veikindin. Hún spurði frekar um mig og hvað væri að frétta af öðrum. Ég á ótal góðar minningar um Gígju og ég veit að ég mun hugsa til hennar alla daga það sem eftir er. Elsku Gígja, takk fyrir umhyggj- una og allar góðu stundirnar, ég vildi óska að þær hefðu getað verið fleiri. Ég er heppin að hafa fengið að kynn- ast þér. Snæfríður Ólafsdóttir. Gígja Ingvars gæfu dís henni get ég sungið lof og prís. Hún er söngvin vöndu vís vel sé þeim er hana kýs. (Stefán Hallsson) Þannig orti kennari og skólastjóri okkar í Brautarholtsskóla um Guð- rúnu Ingvarsdóttur, Gígju frænku okkar og vinkonu. Hún var ein af okkur bræðrabörn- unum sem alin voru upp á Reykja- torfunni. Það var oft mikið fjör í öllum þess- um barnahóp sem ólst upp saman, bæði í leik og starfi, því þannig var háttað til að mikil samvinna var, sam- eiginlegur heyskapur meðal annars. Gígja fór oft fram úr sjálfri sér, hug- urinn var svo mikill að stundum varð eitthvað undan að láta og var oft hlegið að því seinna meir, þegar við komum saman, og hún ekki síst. Þeg- ar skólagöngu lauk í Brautarholti skildi leiðir og Gígja fór í Kvenna- skólann í Reykjavík og síðan í Hús- mæðrakennaraskólann, en alltaf hélst þessi strengur sem við bund- umst sem börn, og var oft að við hitt- umst á Reykjum um helgar þegar við komum heim í sveitina. Gígja var alltaf mjög dugleg að rækta fjölskylduna og kom hún í frænkupartíin sem við frænkurnar erum búnar að halda undanfarin ár, alveg yndislegar stundir saman og hittumst við síðast í október í gamla húsinu á Reykhól. Var þá talað mikið og hlegið þegar rifjaðir voru upp gamlir tímar. Gígja var að eðlisfari lífsglöð, dugleg og drífandi mann- eskja, afskaplega bóngóð með allt og voru þær ófáar veislurnar sem hún sá um í fjölskyldunni okkar með góð ráð og aðstoð. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Við sendum Magnúsi og fjölskyldu, móður hennar, systkinum og fjöl- skyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðju. Systkinin á Reykhól og fjölskyldur þeirra. Gígja frænka getur allt! Um það voru börnin mín sannfærð og reynd- ar flestir þótt fullorðnir væru. Gígju var einstaklega létt um að vinna, aldrei taldi hún eftir sér nokkurt spor og svo virtist hún hafa mun fleiri klukkutíma í sólarhringnum en við hin. Stórveislur sem fjósafleys- ingar – Gígja var búin að skipuleggja allt og framkvæma áður en við varð litið. Hún sá líka um allt þetta ósýni- lega sem þarf til svo allri stórfjöl- skyldunni líði vel. Samband Reykjahlíðarsystkin- anna hefur alltaf verið einstaklega gott og náið. Þau héldu saman heim- ili í Reykjavík á skólaárunum, Gígja stýrði þar húshaldi af festu. Sú stjórn hefur haldið sér áfram með mikilli þökk okkar makanna. Þegar Gígja hafði komið systkin- um sínum til manns réð hún sig sem kokk á Hvalvíkina sem sigldi til Níg- eríu með skreið. Túrinn varð tölu- vert lengri en ætlað var, því alltaf stóð á einhverju svo hægt væri að af- ferma skipið. En Gígja kom heim aft- ur og tilkynnti fjölskyldu og vinum að hún hefði fundið ástina í Nígeríu! Mörgum létti víst þegar í ljós kom að sá útvaldi var ljóshærður og blá- eygður – og úr Sandvíkurhreppnum. Þetta var sumsé Magnús skipstjóri, sem síðan hefur staðið eins og klett- ur við hlið hennar. Barngóð var Gígja og lagði mikið á sig, bæði fyrir eigin börn sem ann- arra. Matarást höfðu allir á Gígju, en Sigga Sóley sérstaka á Sörunum hennar. Þær voru því miður eitt af því fáa sem hún treysti sér ekki í ein- hent, en hún fann ráð: „Ég kenni þér þetta, Sigga mín.“ Og svo bökuðu þær saman Sörur, Gígja með „ein- ari“ og Sigga Sóley með báðum. Ingvar Hersir hefur sömuleiðis notið góðrar leiðsagnar frænku sinn- ar í sínu matarstússi. Fyrsta minning Siggu Sóleyjar um Gígju er þegar hún var að teyma hana um hlaðið á Fífu gömlu. Aðeins eldri þegar farið var lengra í systra- reiðtúr, Gígja teymdi undir þeirri stuttu sem ríghélt sér í hnakkkúl- una, en missti jafnvægið þegar Fífa stoppaði og valt niður í skeljasands- hrúgu. „Mikið varst þú heppin að detta í sandinn Sigga mín“ og þar með var óhappi breytt í gleði. Gígja var mikil skepnumanneskja, hún fylgdist grannt með búskapnum hér í Reykjahlíð þar til yfir lauk. Hún hafði líka hesta á húsi á Selfossi, þar naut hún seinni árin aðstoðar Möggu Bjarna, góðrar frænku og vinkonu. Snarfari og Hreggviður voru uppáhaldshrossin, seinna svo Bliki, Óðinn og Hnota. Eftir að Gígja missti máttinn í öðrum handleggn- um fékk hún sérstakan taum svo hún gæti farið á hestbak. Það var eins og hestarnir skildu þetta og þeir gerðu allt sem hún vildi, hún þurfti ekki annað en að smella í góm og þá voru þeir farnir að tölta. Gígja var lífsglöð og kát, það var alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast í kringum hana. Hún hélt alltaf sínu striki þótt á brattann væri að sækja seinni árin. Hún átti líka marga trausta vini sem studdu hana dyggi- lega, fyrir það erum við fjölskyldan þakklát. Við minnumst Gígju öll með gleði og þakklæti fyrir skemmtilegar sam- verustundir. Katrín í Reykjahlíð. Kveðja frá Fjölbrautaskóla Suðurlands Guðrún Ingvarsdóttir eða Gígja eins og hún var gjarnan kölluð, sam- kennari okkar við Fjölbrautaskóla Suðurlands er látin. Hún hóf störf við skólann sem stundakennari á vorönn 1985 og kenndi þá næring- arfræði. Hún var ráðin í fullt starf er Hússtjórnarbraut var sett á laggirn- ar við skólann haustið 1987. Það var í kjölfar þess að Húsmæðraskóli Suð- urlands á Laugarvatni hafði verið lagður niður, en Gígja hafði kennt þar 1974-1976. Það var því mikill fengur að fá hana að skólanum. Það var kraftur í henni og starfsgleði og veitti ekki af á frumbýlingsárum Hússtjórnarbrautar. Ekkert hús- næði var fyrir hendi til kennslu í matreiðslu við skólann. Var því kennt á Hótel Selfossi og í Gesthús- um til ársins 1994 en þá var loks tek- ið í notkun fullkomið kennslueldhús í skólahúsnæðinu Odda. Gígja var eðlilega einn aðalráðgjafinn við skipulagningu þess. Það reyndi því mikið á Gígju á fyrstu árunum og hún stóð fyllilega undir því. Gígja var góður kennari og áttu nemendur hauk í horni þar sem hún var. Hún var þeirra þegar á aðstoð þurfti að halda og hún hafði mikinn skilning á sjónarhorni nemenda. Gígja var góður starfsmaður og já- kvæður sem unni skólanum sínum. Stjórnendur gátu verið vissir um að Gígja tæki vel í óskir þeirra um að- stoð. Oft var til hennar leitað er sinna þurfti einhverju tengdu mat og matarveislum í skólanum og aldrei sagði Gígja nei. Gígja var einnig fjölhæfur starfs- maður. Hún var með húsmæðra- kennarapróf auk þess að hafa stund- að nám í lyfjafræði við Háskóla Íslands. Kennslugreinar hennar voru ófáar, því hún kenndi mat- reiðslu, næringarfræði, heilbrigðis- fræði, efnafræði, stærðfræði og nátt- úruvísindi. Gígja átti mikinn þátt í að skapa þann góða anda sem ríkt hefur hjá starfsfólki Fjölbrautaskólans. Gígja greindist með krabbamein árið 1999. Þá hófst hörð barátta. Sýndi hún ótrúlegt baráttuþrek, reis alltaf upp aftur eftir hvert áfall og hóf kennslu að nýju. Síðasta kennslustundin hennar var einungis rúmri viku áður en hún lést. Á sama tíma var hún að skipuleggja veislu með okkur samstarfsfólkinu. Guðrúnar Ingvarsdóttur er sárt saknað í Fjölbrautaskóla Suður- lands. Við minnumst hennar með söknuði, þakklæti og hlýju. Fjölskyldu Gígju og öðrum vanda- mönnum eru færðar innilegar sam- úðarkveðjur. Örlygur Karlsson, skólameistari. Það var dauft yfir kaffistofunni í F.Su, mánudaginn 4. febrúar sl. Þær fréttir höfðu borist okkur að Gígja væri komin á líknardeild og ætti að- eins örfáa daga eftir ólifaða. Enda þótt við vissum öll að hún væri með ólæknandi krabbamein var eins og við værum hætt að trúa því að það myndi nokkurn tíma geta sigrað hana. Tveimur dögum síðar var hún öll. Í huga mér eru Gígja og Fjöl- brautaskóli Suðurlands samofin. Hún kenndi á sviði hússtjórnar og raungreina við skólann og starfaði við kennslu til dauðadags. Eftir ára- mótin kom hún aftur til starfa eftir einnar annar hlé og kenndi sína síð- ustu kennslustund aðeins viku áður en hún lést. Kaffistofan, félagslífið, gönguferð- ir innanlands og ferðalög erlendis með samstarfsfólkinu – á allt þetta hefur hún sett sterkan svip gegnum árin. Sá svipur hefur einkennst af já- kvæðni, einurð, glaðlegu viðmóti, áhuga á öllu sem hún taldi vera gott, skemmtilegum frásögnum, kankvís- um húmor og síðast en ekki síst óbil- andi kjarki. Oft gaf hún samstarfs- fólki sínu góð ráð og benti á jákvæðar hliðar á erfiðum málum. Fyrir þetta allt erum við innilega þakklát og vegna þessa finnum við nú fyrir sorg yfir missinum. Framundan er hækkandi sól og í skólanum okkar eru ,,Kátir dagar“ og ,,Flóafár“ á næsta leiti. Í anda Gígju munum við takast á við þau verkefni af einurð og festu og ekki láta deigan síga heldur bretta upp ermar og horfa fram á við. Við kveðjum í dag góða samstarfs- konu með söknuð í hjarta en með góðar minningar að ylja okkur við. Magnúsi, Ingvari og fjölskyldu, Ragnheiði, Hjalta, móður Gígju, systkinum og öðrum aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð og sendum hlýjar kveðjur. Fyrir hönd Starfsmannafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands. Ingibjörg Ólöf Sigurðardóttir. Í dag kveðjum við okkar yndislegu Gígju, skólasystur og vinkonu. Orð skáldsins frá Hvítadal Er Hel í fangi minn hollvin ber, þá sakna ég einhvers af sjálfum mér. lýsa því hvernig það er að sjá von- irnar feigar, enga batavon og vin- konu hverfa á braut. Það var lítill hópur stúlkna sem hittist í Háuhlíðinni við skólasetn- ingu á haustdögum 1968. Við komum víðs vegar að af landinu, þar á meðal ein af Suðurlandi sem hafði setið í Kvennaskólanum í Reykjavík. Það kom fljótt í ljós að hún var glettin og blíð, greind og hógvær. Gígja bar höfuðið hátt, tók þátt í öllum ærslum og glensi á sinn ljúfa máta og lagði alltaf gott til málanna. Hún hafði oft orð fyrir hópnum, skorinorð og gagnorð ef senda þurfti ábyrgan full- trúa til að sinna mikilvægum erind- um. Hún var fulltrúi okkar í sam- tökum kennaranema. Samheldni hefur einkennt sam- skipti okkar frá fyrstu kynnum. Við mótuðum hver aðra félagslega, öðl- uðumst víðsýni og styrk þegar við lögðum saman ráð og krafta. Þar var hennar skerfur stór. Við vorum sam- an í þrjá vetur og eitt sumar, sum- arið í Lindinni á Laugarvatni, þar sem við lærðum að stjórna heima- vistarskóla. Við fórum að gosstöðv- um Heklu eina bjarta sumarnótt, í grasaferð að Hveravöllum og á sveitaböll. Við héldum óteljandi kvöldtónleika. Ógleymanlegur er síðasti dagurinn á Laugarvatni. Þetta var sumarið okkar. Þegar leið- ir skildu við útskrift ákváðum við að hittast mánaðarlega. Þær samkomur hafa styrkt vinaböndin og nýst til að kryfja mál til mergjar. Gígja var frá- bær kennari, þar nutu sín allir henn- ar góðu kostir. Nú eru komin tvö stór skörð í hópinn okkar, því Guð- nýju Jóhannsdóttur kvöddum við í júní 2007. Ljúflyndi Gígju og æðru- leysi hjálpaði henni mikið í erfiðri baráttu. Fjölskylda hennar sýndi mikla samstöðu og þrek í veikindum hennar. Magnúsi, börnum hennar og fjölskyldum þeirra, móður, systkin- um og ástvinum sem syrgja Gígju sendum við innilegar samúðarkveðj- ur. Ekkert er gjöfulla en kærleiksrík vinátta, sem elur af sér perlur í festi minninganna. Þá festi fær engin meinsemd sundur slitið. Elskulegri vinkonu þökkum við allar perlurnar sem hún gaf okkur á langri og gef- andi samleið. Hægur er dúr á daggarnótt. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt! (J.H.) Skólasystur útskrifaðar árið 1971 úr Húsmæðra- kennaraskóla Íslands. Við vorum liðlega þrjátíu ung- lingsstúlkur sem lukum fjögurra ára námi frá Kvennaskólanum í Reykja- vík vorið 1967. Þá skildi leiðir að nokkru leyti en tengslin hafa alltaf verið sterk í þessum tiltölulega litla hópi. Við „stelpurnar“ hittumst nokkuð reglulega og tryggð og vænt- umþykja hafa aukist með árunum sem líða. Nú hefur fækkað í hópnum. Við erum harmi slegnar vegna frá- falls Gígju. Gígja var einstaklega vel gerður einstaklingur. Hún bar það með sér að eiga góða að og að eiga félagslega sterkan bakgrunn. Allir sem þekkja til Reykjafólksins á Skeiðum vita að það eru forréttindi að alast upp í slíku umhverfi. Góð fjölskylda og stór hópur frændsystkina. Mikil samheldni og góður félagsskapur. Þar ríkti gleði. Það er augljóst að uppeldið og fé- lagslegur þroski hafði þau áhrif á Gígju að sjúkdómurinn sem barði dyra fyrir nær áratug síðan gerði henni kleift að lifa lífinu áfram þrátt fyrir erfið veikindi. Við dáðumst að styrkleika hennar bjartsýni. Hún gat áfram gefið af sér og verið sama góða stelpan frá Reykjahlíð á Skeiðum. Við tökum undir þau orð sem eru mörgum ofarlega í huga við þessar aðstæður. Gígja var algjör perla. Skólasystur úr Kvennaskól- anum í Reykjavík. Um hugann fara margar perlur minninga frá vetrinum 1967-1968, er við 42 ungar stúlkur mættum til náms hjá Jensínu Halldórsdóttur í Lindina á Laugarvatni, sem var hús- mæðraskóli. Hennar verkefni, ásamt kennurum, var að kenna okkur hús- stjórn, matseld, handavinnu og ým- islegt bóklegt. Þessi námshópur kom víða að af landinu, hver með sínar væntingar til dvalarinnar. Þarna var fjölbreytt námsefni sem okkur var fengið til að glíma við. Í minningunni var þetta allt gaman, en margt flæktist nú fyr- ir okkur svona í framkvæmdum. Við vorum auðvitað ekki gamlar, allar á aldrinum 17-20 ára. Á þeim aldri virðist margt skemmtilegra en að elda mat og sauma flíkur, þvo þvott og ræsta. Í þessum hópi var Gígja frá Reykj- um á Skeiðum. Það var nokkuð ljóst frá fyrstu stundu að hún var með þetta allt, vissi til hvers var ætlast. Var dugleg, ákveðin, skemmtileg og hafði svo gott skap. Var alltaf tilbúin í smá glens og gaman. Verkin léku í höndum hennar og var oft farið með ýmis verk til hennar og hún beðin að kíkja á þetta fyrir okkur. Það var líka hægt að treysta því sem hún sagði. Ekkert auka, bara svona á þetta að vera. Hún gekk að öllu sem hún tók sér fyrir hendur af svo miklu öryggi. Aldrei neitt sem hún taldi að við gæt- um ekki, bara byrja. Sem dæmi vafðist ekki fyrir henni að saga heilu kjötskrokkana með venjulegri smíðasög og svo ótal margt annað sem var leikur einn í hennar höndum. Ég held að ég mæli fyrir munn okkar allra skólasystra þegar ég minnist á morgunsönginn sem var SJÁ SÍÐU 38 ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulegu eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, AÐALHEIÐAR HELGADÓTTUR, Langagerði 78, Reykjavík. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hilmar Ólafsson. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ANDRÉSAR JÓNSSONAR, Deildartungu II, Reykholtsdal. Kolbrún Árnadóttir, Sveinn Andrésson, Jóna Ester Kristjánsdóttir, Dagur Andrésson, Bára Einarsdóttir, og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.