Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðrún Ingv-arsdóttir fæddist í Reykjahlíð á Skeið- um 26. september 1949. Hún andaðist á Landspítalanum 6. febrúar síðastliðinn. Guðrún var dóttir hjónanna Ingvars Þórðarsonar bónda í Reykjahlíð, f. 29.9. 1921, d. 27.12. 2003, og Sveinfríðar Hersilíu Sveins- dóttur húsfreyju, f. 27.8. 1924. Systkini Guðrúnar eru Sveinn, f. 8.8. 1946, kona hans Katrín Helga Andr- ésdóttir, drengur fæddur andvana 27.1. 1948, Steinunn, f. 8.6. 1952, maður hennar Ólafur Hjaltason, Erna, f. 2.1. 1960, maður hennar Þorsteinn Hjartarson, og Hjalti, f. 23.6. 1962, d. 31.3. 1983. Guðrún giftist árið 1979 Magnúsi Gunnarssyni, f. 17.6. 1943. For- eldrar hans voru Gunnar Ólafsson, f. 3.8. 1910, d. 19.12. 1990, og Ragn- heiður Hannesdóttir, f. 11.5. 1907, d. 9.1. 1992. Börn Guðrúnar og Magnúsar eru: 1) Ingvar, f. 14.4. 1981, sambýliskona Ásthildur Ingi- forstöðukona síðasta sumarið, tæp- lega tvítug að aldri. Að loknu húsmæðrakenn- araprófi vann hún sem kynning- arfulltrúi hjá Afurðasölu SÍS og síðar hjá Osta- og smjörsölunni. Guðrún var kennari við Hús- mæðraskólann á Laugarvatni í tvö ár, 1974-1976. Jafnhliða námi í öld- ungadeild var hún ræstingastjóri á Landakoti. Síðan lá leiðin á sjóinn þar sem hún var matsveinn á milli- landaskipum í tvö sumur. Frá 1983 var hún kennari á Selfossi, fyrstu árin við grunnskólastigið og síðan við Fjölbrautaskóla Suðurlands þar sem hún vann óslitið nánast til dauðadags. Í sumarfríum frá kennslu fór hún margar ferðir með Eldhestum, ýmist sem leið- sögumaður eða matráðskona. Síð- ast en ekki síst verður hennar minnst fyrir allar veislurnar sem hún stóð fyrir og sá um með glæsi- brag fyrir vini og vandamenn. Guðrún var mjög virk í foreldra- starfi í tengslum við skólagöngu barna sinna og þátttöku þeirra í íþróttastarfi. Hún var lengi í stjórn körfuknattleiksdeildar UMF Sel- foss og var einlægur áhugamaður um körfuboltaiðkun barna sinna og frændsystkina. Útför Guðrúnar verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 11. björg Ragnarsdóttir, dóttir þeirra er Guð- rún Anna, f. 5.10. 2006. 2) Ragnheiður, f. 3.3. 1983, sambýlis- maður Lárus Helgi Kristjánsson, og 3) Hjalti, f. 28.9. 1984, kærasta Ásdís Auð- unsdóttir. Eftir nám í Kvennaskólanum í Reykjavík fór Guðrún í Húsmæðraskólann á Laugarvatni og síðan í Húsmæðrakenn- araskóla Íslands. Þaðan útskrif- aðist hún sem húsmæðrakennari árið 1971. Hún lauk stúdentsprófi frá öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð og stundaði nám í lyfjafræði við Háskóla Íslands í tvo vetur. Í tengslum við kenn- arastarfið sótti hún fjölmörg nám- skeið og var stöðugt að bæta við þekkingu sína. Guðrún var ung þegar hún fór að leggja sitt af mörkum við búskap- inn og vann við bú foreldra sinna með námi á unglingsárunum. Hún vann á barnaheimili Rauða kross- ins í Laugarási í þrjú sumur og var Gígja systir mín var höfuð systk- inahópsins í Reykjahlíð. Hún var elsta systirin og tók að sér það hlut- verk að halda utan um okkur hin. Við Hjalti heitinn bróðir minn vorum litlu systkinin og Gígja var okkur sem móðir. Þegar Hjalti var lítill spurði hann móður okkar hvað yrði um hann ef hún dæi. Hann fékk það svar að hann yrði bara hjá Gígju og þá þurfti ekki að ræða það frekar. Þegar ég fór í menntaskóla til Reykjavíkur bjó ég hjá systkinum mínum í Eskihlíðinni. Þar bjuggum við um tíma öll systkinin og stýrði Gígja heimilishaldinu af röggsemi. Skrifaði til dæmis niður hvað við átt- um að kaupa inn og elda á hverjum degi. Við fórum samviskusamlega eftir leiðbeiningum hennar. Gígja stundaði á þeim tíma nám með vinnu í öldungadeild MH. Hún átti gott með að læra og samhliða eigin námi hjálpaði hún okkur Hjalta með lexí- urnar. Þegar Gígja fór á sjóinn kynntist hún Magnúsi sem var eitt af hennar gæfusporum því þau pössuðu vel saman. Börnin komu eitt af öðru og heimilislífið á Fossheiðinni var sann- arlega líflegt. Þegar ég eignaðist börnin mín fengu þau ást og um- hyggju Gígju í fæðingargjöf. Hún elskaði þau eins og sín eigin börn og fylgdist með þeim af miklum áhuga. Heimili Gígju stóð börnum mínum opið á nóttu sem degi hvort sem þau voru í pössun sem smábörn eða að koma heim af skemmtunum á Sel- fossi. Oft og iðulega vorum við í mat- arboðum hjá Gígju en hún eldaði heimsins besta mat og oft var glatt á hjalla. Gígja var mikill húmoristi og hafði gaman af skemmtilegum sögum, ekki síst ef þær voru svolítið gráar. Við gátum hlegið mikið saman, til að mynda að tilsvörum ungra nemenda minna. Hún hafði einstakt lag á því að laða börn og unglinga að sér, setti sig inn í áhugamál þeirra og gaf sér alltaf tíma fyrir þau. Gígja hafði mjög gaman af því að fara á útreiðar með yngri kynslóðinni og sögurnar sem þá urðu til eru margar hverjar óborganlegar. Þegar Gígja greindist með brjóstakrabbamein kom vel fram hversu heilsteypt og sterk hún var. Hún kvartaði aldrei og tókst á við veikindi sín af hugrekki og bjartsýni. Þetta gerði það að verkum að við hin urðum einnig vonglöð og Gígja lét okkur nánast gleyma veikindum sín- um. Hún var einstök móðir og fylgdi börnum sínum vel eftir í leik og starfi af umhyggju og áhuga. Þegar litla Guðrún Anna fæddist varð Gígja innilega glöð og sá ekki sólina fyrir nöfnu sinni. Samband Gígju við móð- ur okkar var náið og nánast einstakt. Síðustu árin kenndi hún við Fjöl- brautaskóla Suðurlands og bar þá stofnun mjög fyrir brjósti. Það var henni sérstaklega mikilvægt að fá tækifæri til að kenna þar fram á síð- asta dag. Hún talaði oft um hvað samstarfsfólk sitt væri sér gott og skólastjórnendur þar einstakir. Það er dapurlegt að fá ekki að hafa hana Gígju hjá okkur lengur, eftir sitjum við sorgmædd og sjáum varla hvern- ig við getum verið án hennar. En við eigum dýrmæta minningu um hana sem við munum geyma í hjörtum okkar. Guð blessi minninguna um Gígju. Erna Ingvarsdóttir. Þegar ég kynntist Ernu grunaði mig ekki hún ætti eldri systur sem væri haldin ámóta hestadellu og ég – ef ekki enn meiri. Sú varð þó raunin og flýtti það örugglega fyrir myndun sterkra vinatengsla við Gígju, mág- konu mína. Gígja sýndi hestabrölti mínu, í tengslum við stofnun Eld- hesta, mikinn skilning og fljótlega var hún komin á kaf í hestaferðir upp um fjöll og firnindi. Þar kom næmi hennar og hæfni – bæði gagnvart hestum og mönnum – vel fram. Gígja var hestahvíslari af guðs náð með einstaka samskiptahæfni. Hjá henni var alltaf stutt í léttleika og mikla lífsgleði. Allir hrifust af Gígju enda spillti það ekki fyrir að hún var gædd kímnigáfu og skarpri hugsun sem kom meðal annars fram í góðri þekk- ingu hennar á mannlífi og náttúru Ís- lands. Því kom fljótlega að því að Gígju var falið stórt hlutverk í krefj- andi hestaferðum Eldhesta yfir Sprengisand og inn yfir Sand að Arn- arfelli við Hofsjökul. Þar voru jökul- ár engin hindrun enda hefur Gígja aldrei verið með barlóm þrátt fyrir erfiðar hindranir í lífinu, einkum síð- astliðin níu ár. Samverustundir okkar í Reykja- engjum voru nánast óteljandi þar sem hlaupið var fram og til baka eftir stóðmerum, trippum og reiðhestum. Ekki voru allir í fjölskyldunni jafn áhugasamir um þessi hlaup, en við Gígja áttum það sameiginlegt að hafa afar gaman af. Börnin okkar höfðu til dæmis ekki mikinn áhuga á þessum eltingaleik við hrossin en við komum því alltaf að að þessi hreyfing í engj- unum myndi bara styrkja þau í íþróttunum. Enda höfum við nú í seinni tíð eytt lengri tíma á áhorf- endapöllum íþróttahúsa en úti í engj- um. Til margra ára höfum við lagt okkur fram í því að hvetja börnin okkar og aðra liðsmenn þeirra körfu- boltaliða sem þau hafa spilað með hverju sinni. Þær stundir verða þó ekki fleiri en á þessum sorgartíma í stórfjölskyldunni ber okkur öllum að þakka fyrir það að hafa fengið að vera samferða Gígju um stund. Gígja Marín, dóttir okkar Ernu, fékk þó einungis fimm ár með frænku sinni og nöfnu en teikning hennar af skýj- unum og englinum sem á að taka á móti Gígju frænku snertir tilfinn- ingastrengina. Minning Gígju mun lifa lengi hjá okkur öllum sem kynnt- umst henni. Ég leggst í grasið og loka augunum, heyri lind á heiðinni, djúpt undir jörð og sól streymir hún hljóðlát, geymir hún landið, líf hvers lítils blóms og dýrs og manns sem það ól. (Snorri Hjartarson.) Þorsteinn Hjartarson. „Hver ekur eins og ljón með aðra hönd á stýri?“ söng Gígja frænka stundum í gríni og mér finnst þessi laglína eiga svo vel við hana, alltaf svo jákvæð og bjartsýn. Ég á margar góðar minningar um Gígju enda hefur hún leikið svo stórt hlutverk hjá mér. Gígja sýndi öllu sem ég tók mér fyrir hendur mikinn áhuga og á ég eftir að sakna þess að geta ekki sagt henni frá ýmsu sem er um að vera og leita eftir ráðum henn- ar, enda vissi hún margt og var hreinskilin. Fossheiðin hefur verið annað heimili mitt og við systur höf- um ósjaldan suðað um að fá að gista hjá Gígju eða „gitta Gígju“ eins og Fríða Magga sagði alltaf. Þegar ég var í F.Su. var ég eins og grár köttur hjá Gígju og skipulagði hún með mér valið mitt, vesenaðist í stundatöfl- unni og reddaði öllu. Það var minnsta mál að gista á Fossheiðinni án þess að láta vita því ég hef alltaf litið á það heimili sem mitt heimili. Ég man síðasta vor þegar ég ætlaði að gista eftir útskriftina hennar Ragnheiðar og kom seint heim. Ég var eitthvað að þvælast með dýnu og þá kom Gígja fram, enda alltaf vak- andi ef einhver var á djamminu. Hún skellti dýnunni við rúmstokkinn hjá sér og Magnúsi sem mér fannst frek- ar fyndið enda orðin 22 ára. Við höf- um hlegið mikið að þessu. Þá voru margir reiðtúrarnir með Gígju og aðdáunarvert hvað hún nennti að vesenast með okkur krakkana, suma grenjandi og aðra kvartandi. Það var alltaf gaman að fara með Gígju á hestbak því hún var ekkert að rexa þótt maður gerði einhverja vitleysu. Hún hjálpaði manni bara og hló svo að öllu saman. Af öllum reiðtúrunum stendur ein ferð upp úr. Gígja tók mig með í viku hestaferð þegar ég var 13 ára þar sem hún var leiðsögumaður hjá Eld- hestum. Hún tók mig með sem að- stoðarmanneskju en ég held að ég hafi frekar verið hálfgerður túristi sem ekki gerði mikið gagn. Gígja lét mig þó halda að ég væri rosalega hjálpleg. Ferðin var frábær og höf- um við oft rifjað hana upp saman enda hestaferðir mikið áhugamál hjá Gígju. Þrátt fyrir að þurfa að hætta hestaferðunum þegar handleggur- inn gaf sig gafst Gígja ekki upp, fékk sér bara taum fyrir einhenta og Magga Bjarna hjálpaði henni á bak. Ekki má gleyma að Gígja fylgdist alltaf með börnunum sínum og frændbörnum í íþróttum. Hún mætti alltaf á körfuboltaleiki hjá okkur frænkum í Hamri þegar hún gat og studdi sitt fólk. Það verður mikill missir að henni á pöllunum. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, Gígja mín, og ég veit satt að segja ekki hvernig við eig- um að komast af án þín. Við verðum þó að gera okkar besta og hugsa um hvað þú myndir ráðleggja okkur. Ég trúi því að nú sért þú orðin heilbrigð á góðum stað með góðu fólki að stúss- ast eitthvað ef ég þekki þig rétt. Ekki alls fyrir löngu, þegar þú varst á spít- alanum, sendir þú mér sms og núna þykir mér sérstaklega vænt um það. Því vil ég ljúka þessu með sömu kveðju: „Kossar og kraftmikið knús.“ Þín frænka Álfhildur. Mig langar að minnast þín, kæra frænka, í nokkrum minningarbrotum sameiginlegum nú þegar leiðir skilja. Það er af mörgu að taka því leiðir okkar hafa oft legið saman. Ég var ekki svo mikið yngri en það að við nutum saman leikja og starfa á Reykjum um töluvert langan tíma áð- ur en nám eða annað en sveitastörfin heima á Reykjum varð aðalstarfs- vettvangurinn. Svo varð áframhald á samveru þar sem skólagangan hélt áfram í Reykjavík og vinnustaðurinn var Laugarás á sumrin. Það er mjög sterkt í minningunni hvað auðvelt var að treysta þér fyrir sér og leita ráða hjá þér með hvað sem var. Ég hugsaði oft að þú værir óskafyrirmynd mín þegar ég var að læra að verða fóstra. Allar úrlausn- irnar í sambandi við matseld og ljóða- gerð eða örnefni á bernskuslóðum, alltaf var öruggast að fara í reynslu- brunn þinn. Ég minnist þess hvað var oft skemmtilegt að sitja hjá þér við spjall og þú að matbúa eitthvað, ým- ist handa 150 manns eða okkur tveim. Þegar þú varst komin með bílpróf man ég eftir að pabbi þinn átti svo skemmtilegan bíl sem alltaf gekk undir nafninu ,,Gamli Gráni“, og var ekki alltaf með bremsur eða fór ekki í gang o.fl. Við ýttum þér í gang og svo sagðir þú: „Flýtið ykkur upp í, því ég stoppa ekki meir.“ Man eftir fá- tækramatnum á skólaárunum á Vest- urgötunni þegar þú mettaðir fjölda manns á pylsum á brauði m/ lauk og tómatsósu og bræddum osti, það var töfrum líkast, og á meðan fékk maður heimspekilegar umræður um gamlar bækur eða nýjar eða ljóðagerð, alltaf var gaman að hlusta á frásögn þína. Þegar þú tókst persónur úr Guðrúnu frá Lundi og Önnu í Grænuhlíð, á þessum tímum var lífið dásamlegt og enginn endir var á því. Þú hafðir þennan frásagnarhæfileika að láta persónur og leikendur og meiningu texta lifna við og verða svo nálægt í tíma og rúmi. Þú varst alltaf svo bókhneigð og víðlesin og minnug á það sem þú hafðir lesið eða heyrt. Þarna var alls- konar fólk, bæði skólafélagar þínir og systkina þinna og vinnufélagar sem sóttu til þín nærveru og lífsnæringu. þegar við vorum börn að bögglast við að yrkja hvor um aðra og strákana sem við vorum skotnar í þá var farið til Gígju til að fá hjálp til að fá rímið til að virka. Það var eitt sem ég man að þú varst ekki ánægð með í eigin fari á þeim tíma þegar þú varst í for- svari Sumardvalarheimilisins í Laug- arási þegar við vorum að braska með svínin eða kálfana eða lömbin að þú áttir það til að blóta of mikið og sagð- ir: „Nei, þetta má ég ekki, ætli það sé ekki betra að segja, bannsett svínin heldur en bölvuð svínin.“ Allaf að bæta þig í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur, það var lífsmottóið. Það kom líka berlega í ljós þegar þú veiktist hvað þér hafði tekist að rækta per- sónu þína vel, aldrei var neinn væll eða vesöld hjá þér, aðeins líf og gleði þegar baráttan var hafin við illvígan sjúkdóm sem bar þig ofurliði að lok- um, eftir langan, oft tvísýnan, elt- ingaleik. Þar var áberandi styrkur þinn og þolgæði sem fleytti þér áfram, sem mér finnst eftirbreytni- vert fyrir okkur sem eftir stöndum bogin og sorgmædd yfir kærum vini og félaga. Nú er komin lokastundin og ég man ekki betur en þú hafir ekki verið mikið fyrir að kveðja, en hafðu þökk fyrir allt sem þú varst mér. Fjöl- skyldu þinni færi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur og megi góður guð vernda ykkur og styrkja í sorginni. Kveðja, Þórdís Reykjasystir. Við burtför þína er sorgin sár af söknuði hjörtun blæða. En horft skal í gegnum tregatár í tilbeiðslu á Drottin hæða. og fela honum um ævi ár undina dýpstu að græða. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. Við kveðjum þig með tregans þunga tár sem tryggð og kærleik veittir liðin ár. Þín fórnarlund var fagurt ævistarf og frá þér eigum við hinn dýra arf. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Með þessum ljóðlínum langar mig að kveðja hana Gígju, kæra vinkonu og frænku. Við Gígja ólumst upp saman í stórum barnahópi. Við höfum fylgst að alla okkar tíð. Við fórum saman til Reykjavíkur í skóla, því næst lá leið okkar á Laugarvatn. Á sumrin unnum við á barnaheimili Rauða krossins í Laugarási og Gígja leysti forstöðukonuna af eitt sumarið. Vinskapurinn hélt áfram þrátt fyrir að við byggjum ekki á sama staðnum um tíma. Gígja fór til Reykjavíkur að mennta sig enn frekar en flutti svo á Selfoss með Magnúsi manni sínum og Ingvari frumburði þeirra. Við bjugg- um skammt frá hvor annarri og því ekki langt að fara í heimsóknir. Við áttum börnin okkar á svipuðum tíma og myndaðist vinskapur þeirra á milli. Þegar börnin voru orðin stór fór- um við Gígja að stunda útreiðar á ný. Í fyrstu leigðum við okkur pláss hjá Hafsteini frænda og vorum við mikið lánsamar að fá að vera þar. En fljót- lega fundum við að það var ekki nóg, við urðum að eignast okkar eigið hús. Í hesthúsinu var oft glatt á hjalla við mokstur og gjafir. Þar gátu við einnig skrafað og slúðrað um allt og sögðum oft að það væri eins gott að hestarnir gætu ekki kjaftað frá. Við Gígja fór- um margar skemmtilegar hestaferðir um landið, s.s. að Arnarfelli, Gull- fossi, Geysi, Þingvöllum og víðar. Alltaf skemmtum við okkur jafn vel og nutum samvistanna. Veður gat verið á allan hátt og ef það var mikið blautt og einhver kvartaði undan því sagði Gígja gjarnan: „Maður blotnar aldrei svo mikið að maður þorni ekki aftur“. Þannig var hún, gat alltaf séð það jákvæða og spaugilega því góður húmor var eitt af því sem einkenndi hana frænku mína. Gígja var ráðagóð. Það var gott að leita til hennar ef maður þurfti upp- örvun eða ráð. Hún hafði einstakt lag á að draga fram það jákvæða þannig að maður fór heim léttari. Hún var einnig fljóthuga. Þessi fljótfærni hennar gat komið henni í klípu, sér í lagi á yngri árum en á sama hátt var hún snögg að finna leiðina út úr henni. Kæra vinkona, við vorum rétt að byrja, áttum svo margt ógert. Fylgj- ast með börnum okkar stofna heimili, barnabörnunum vaxa úr grasi og svo ég tali nú ekki um alla útreiðartúrana sem við áttum eftir að fara. Um leið og ég kveð þig, elsku Gígja mín, vil ég senda Magnúsi, Ingvari, Ragnheiði, Hjalta og fjölskyldum þeirra, sem og Fríðu og systkinum þínum innilegar samúðarkveðjur. Magnea Bjarna. Mér hefur eiginlega alltaf fundist ég eiga þrjár mömmur. Þær systur mamma, Gígja og Erna voru svo sam- rýndar og líkar að það var alveg sama hjá hverri þeirra við krakkarnir vor- um, við vorum alltaf eins og heima hjá okkur og höfðum alltaf „mömmu“ til að leita til. Það var Gígja sem kom mér upp á lagið með hestana og á ég margar góðar minningar frá reiðtúrum og hestaferðum með Gígju í fararbroddi. Þegar ég eignaðist merina mína fór Gígja oft tvisvar á dag með mig í reið- túr á meðan ég var að læra á merina. Guðrún Ingvarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.