Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF     !"! # $% #&$"     '("( ")( #&$" #%$!      ! & '"* '" #%$ #%$)   "#$% & )'(** +'*" #&$+ #&$!    '(  )* )'&&+ &'&"! ,&$" #&$(               !""#  !" &  + , -. /  ++ 01 , -. / %2  / "3, -. / ,4   + / 5 /% +. 64 4   78 4   , -. / 9 -.  + / 3   +4   /  4 / $:; $ - - <-  =">= // / #   / ?-  / #$$"%&'( ! @A( / &4 8  / & 4  8&  & 4  8: 4 - :B" %+ + "4  , -. / "C   78 4  8, -. / D > / #   1 / 4- 1 / ! )!*' $+ E  - &4- - E/ 5,   / 5 .>  /  (, -!. /( ($** )$+% & $ + !$! &*$%) "%$&) +$&% ()%$%% *$() !)$*% )$(* & $"* )$  !&$% &$)( +$ &**$)% &+%($%% "+$%% &$%) &"+$%% "$&! "$%% ($%% *$)% &")$%% &%$%% +$%%                                               +.   #4F4+  9 -.$ 4 HA/)H*/I'J HH)/J*H/)K* KIK/@A*/AHH HAK/''A/('A '/'HJ/J*H/A)( 'I/(IH/(@I HJ/'@'/@*A H/I*)/'')/J)) '/**(/'IH/'(I A*J/@)@/J(H '(*/HHI/@@K ))'/K')/'K@ @'I/'J*/*** HH/IH(/J@* )/J@*/H(J @/HK)/H** )J(/(AK '/'IK/)I* < @A/K(* I'(/KKJ A/)(*/*** < < < HHI/@'J/KA( < < KLI@ )(L'* 'HL'K JLJH 'IL** @*L*( H(LJ( K)(L** HILK( J)LI* (LKH 'HLHI (L'I J'L)* 'L(A AL)H 'IKL** '((*L** )@(L** 'L*( '@HL** @L'( < < < )'(*L** < < KLII )(LA* 'HLHA JLJK 'IL*( @*L@( HAL'* K('L** HILI* J(LI* (LKI 'HL@I (LH) JHL(* 'L(I AL)) 'IJL(* '(K'L** )@JL(* 'L*A '@AL** @L'I H@L** < < )H'*L** '*L** AL** ">14  0+. '* 'K @K )I AI ') 'H '*) (H I @I (@ A '* K ' ' I < ' ) ( < < < H' < <  0+/0  '(/H/H**I '(/H/H**I '(/H/H**I '(/H/H**I '(/H/H**I '(/H/H**I '(/H/H**I '(/H/H**I '(/H/H**I '(/H/H**I '(/H/H**I '(/H/H**I '(/H/H**I '(/H/H**I '(/H/H**I '(/H/H**I '(/H/H**I '(/H/H**I ')/H/H**I '(/H/H**I '(/H/H**I '(/H/H**I K/H/H**I A/'H/H**K HH/I/H**K '(/H/H**I H(/'/H**I ')/'/H**I Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is FALLIÐ á mörkuðum heimsins hélt áfram í gær. Spá greiningardeildar svissneska bankans UBS þess efnis að fjármálafyrirtæki gætu þurft að afskrifa lán fyrir allt að 203 milljarða dala dró evrópsku markaðina niður og þegar við bættist að væntingar bandarískra neytenda væru í 16 ára lágmarki var ljóst að ekki var von á hækkunum við opnun markaða í Bandaríkjunum. UBS telur hættu á að skulda- tryggingafyrirtæki lendi brátt í greiðsluþrotum sem feli í sér að lán- veitendur verði að afskrifa lán sín og segir í skýrslu bankans að vanda- málin á lánamörkuðum fari vaxandi og séu ekki lengur einskorðuð við ótrygg fasteignalán í Bandaríkjun- um. Stærstu skuldatryggingafyrir- tæki heims eiga á hættu að lánshæf- iseinkunnir þeirra lækki á næstunni en Fitch hefur þegar lækkað ein- kunn eins þeirra, Ambac, vegna óvissu um viðskiptalíkan fyrirtækis- ins. Yfirvöld í New York-fylki hafa tilkynnt að þau séu að reyna að afla fjár til þess að bæta stöðu trygginga- félaganna og koma þannig í veg fyrir að lánshæfi þeirra lækki en í kjölfar skýrslu UBS hækkaði iTraxx-vísital- an, sem mælir skuldatryggingaálag banka, um 10 stig. Skömmu fyrir lokun vestanhafs tóku markaðir að styrkjast vegna vangaveltna um að yfirtökutilboð myndi ef til vill berast í fjárfesting- arbankann Bear Stearns og hækkaði S&P 500-vísitalan um 0,08% en hún var þó sú eina sem náði upp fyrir núllið. Þegar upp var staðið hafði Dow Jones-iðnaðarvísitalan lækkað um 0,2% og Nasdaq-vísitalan lækkað um 0,5%. Ótti við enn frekari afskriftir banka vex Í HNOTSKURN » Íslenska úrvalsvísitalanvar sú eina sem hækkaði í V-Evrópu í gær. » Gengi hlutabréfa CenturyAluminium hækkaði um 5,8% í gær. » SkuldatryggingafélagiðFGIC hefur óskað eftir leyfi til þess að verða skipt í tvennt. Annars vegar félag sem tryggir skuldabréf banka og hins vegar félag sem trygg- ir bréf sveitarfélaga. Reuters ● JAN Petter Sissener íhugar að kaupa starfsemi Kaupþings í Nor- egi. Frá þessu greinir norska blaðið Dagens Næringsliv en eins og fram hefur komið lét Sissener af starfi forstjóra Kaupþings í Noregi í vik- unni. Jónas Sigurgeirsson, fram- kvæmdastjóri samskiptasviðs Kaup- þings, segir alls ekki standa til að selja starfsemina í Noregi. „Und- anfarin ár höfum við verið að byggja upp þessa starfsemi með ágætum árangri og þeirri uppbyggingu verður haldið áfram,“ segir Jónas. Vill kaupa Kaupþing ● EYRIR Invest, stærsti hluthafi Marel Food Systems, hefur aukið hlut sinn í félaginu samkvæmt til- kynningu til kauphallar. Þar kemur fram að Eyrir hafi keypt 8 milljónir hluta í Marel, tæplega 2% hlut, og í kjölfarið er hlutur Eyris orðinn 33,2%. Þá barst kauphöll tilkynning frá Atorku þess efnis að félagið hefði minnkað hlut sinn í Marel úr 5,63% í 4,18%. Í gær áttu sér stað viðskipti með 1,45% hlut í Marel á genginu 99 krónur á hlut en ekki er ljóst hverjir áttu hlut að máli. Eykur hlut sinn í Marel ● FL GROUP sendi frá sér yf- irlýsingu í gær þar sem vísað er á bug fullyrð- ingum í frétt danska við- skiptablaðsins Børsen um að fé- lagið sé að und- irbúa sölu á flugfélaginu Sterling. Segir að í fréttinni hafi verið snúið út úr orðum Jóns Sigurðssonar for- stjóra, sem aðspurður um hvort hann teldi að FL Group yrði enn meðal hlut- hafa í Sterling eftir fimm ár sagðist telja líklegt að innan fimm ára yrðu komnir nýir hluthafar að Sterling. „Það þýðir alls ekki að FL Group sé að undirbúa sölu á Sterling,“ segir í yf- irlýsingunni. Einnig er bent á að Sterl- ing sé ekki í beinni eigu FL Group, heldur norræna ferðaþjónustufyr- irtækisins Northern Travel Holding, sem FL Group á 34% hlut í. Ekki að selja Sterling EKKI er áhættumeira að leggja sparnað sinn inn hjá Landsbanka og Kaupþingi en hjá breskum bönkum. Þetta er niðurstaða Jane Baker, fjár- málasérfræðings og blaðamanns hjá Motley Fool, í grein sem hún ritar á vefinn The Fool. Bent er á að þrátt fyrir að Moody’s sé nú að endurskoða lánshæfisein- kunn íslensku bankanna hafi þeir mjög háa einkunn, Aa3, sem feli í sér að skuldabréf þeirra séu í háum gæðaflokki og lánaáhætta mjög lítil. Þannig sé einkunn íslensku bank- anna svipuð og, ef ekki hærri en, ein- kunn stórra breskra fjármálastofn- ana á borð við Abbey, Alliance & Leicester, Bradford & Bingley, ICICI og Standard Life Bank. Þá er bent á að Kaupþing sé enn með ein- kunnina Aa3 þrátt fyrir að hafa verið í endurskoðun síðan í ágúst. Breskum sparifjáreigendum var í grein í Sunday Times um síðustu helgi ráðlagt að leggja ekki meira en 35 þúsund pund inn á reikninga hjá íslensku bönkunum. Baker bendir á að innlán séu tryggð á sama hátt hérlendis sem í Bretlandi og segir: „Miðað við aðstæður á lánamörkuð- um tel ég skynsamlegt að takmarka innlán sín við 35 þúsund pund á banka, hvort sem skipt er við ís- lenskan eða breskan banka.“ Segir íslensku bankana örugga VELTA í smásölu jókst um 12,4% í janúar miðað við sama mánuð í fyrra samkvæmt smásöluvísitölu Rannsóknaseturs verslunarinnar sem birt var í gær. Smásölu- vísitalan lækkaði um 33% á milli mánaða en þess ber að geta að vísi- talan lækkar alltaf á milli desember og janúar og er jólaverslun helsta ástæðan. Velta í dagvöruverslun jókst um 10,4% á milli ára, sem er töluvert meira en algengt er því að yfirleitt hefur dagvöruvelta vaxið um 7,7% á milli ára í janúar. Í fréttatilkynningu frá RV segir að að því leyti sem vísitalan gefi vís- bendingu um einkaneyslu virðist hún ekki vera að dragast saman. Samdráttur í hagkerfinu, sem spáð hefur verið, sé því varla hafinn ennþá. Smásöluvelta eykst á milli ára Árvakur/Golli ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði á ný í gær og við lokun markaðar var hún 5.116 stig, sem er 1,3% hærra en við lokun daginn áður. Mest hækkun varð á hlutabréfum 365, 6,08%, en bréf Icelandic Group lækkuðu mest, um 3,33%. Mest velta var með bréf Kaup- þings, 2,8 milljarðar, en velta dags- ins nam 27,5 milljörðum, þar af var hlutabréfavelta 10,7 milljarðar. Gengisvísitala krónunnar hækkaði um 0,62% í gær og veiktist krónan sem því nemur. Tryggingarálag á skuldabréf Kaup- þings og Landsbanka hækkaði lít- illega í gær en álag Glitnis er óbreytt. Álagið á bréf Kaupþings er nú 555 punktar, Landsbankans 270 punktar og Glitnis 520 punktar. Vísitalan hækkar á ný TRYGGVI Þór Herbertsson, forstjóri Askar Capital, sagði í pallborðsum- ræðum á Viðskiptaþingi að æskilegast væri fyrir íslenskt fjármálakerfi að einhverjir stóru bankanna sameinuð- ust. Nefndi hann samruna Glitnis og Landsbankans í því sambandi. Skera þyrfti upp íslenskt viðskiptalíf þar sem hefðbundin hagstjórnarráð á borð við vaxtabreytingar væru ekki nægjanleg viðbrögð við núverandi umróti á markaðnum. Haft er eftir honum í Viðskiptablaðinu í gær að ef Glitnir og Landsbankinn sameinuðust væru komnir tveir bank- ar í svipaðri stærð, þ.e. Kaupþing og Landsbankinn/ Glitnir. Aðrir bankar á markaði yrðu minni, s.s. þeir sem tengjast sparisjóðakerfinu. Þessi sameining virtist besti kosturinn fræðilega séð þegar málin væru skoðuð í heild sinni. Taldi Tryggvi að nú væri rétti tíminn fyrir samein- ingu þegar erfiðleikar væru fyrir hendi og það myndi stytti erfiðleikatímabilið verulega. Bankasamruni æskilegur Tryggvi Þór Herbertsson CENTURY Al- uminum, móður- félag Norðuráls, mun hefja fram- kvæmdir við álver í Helguvík á þessu ári. Þetta kemur fram í upp- gjörstilkynningu félagsins sem gef- in var út í fyrra- dag og í Vegvísi Landsbankans segir að fyrsta skóflu- stunga að álverinu sé áætluð í lok fyrsta fjórðungs, þ.e. í mars. Að sögn Ragnars Guðmundssonar, forstjóra Norðuráls, hefur það þó ekki endan- lega verið tímasett hvenær fyrsta skóflustungan verður tekin. Century skilaði 112,3 milljarða dala tapi á lokafjórðungi síðasta árs, sem þó er betra en árið áður en þá var 119,1 milljónar dala tap hjá félag- inu. Í bæði skiptin var þó hagnaður af rekstri félagsins vegna taps af fram- virkum samningum sem gerðir eru upp á markaðsvirði á hverjum fjórð- ungi, í samræmi við bandarískar reikningsskilareglur, varð afkoman neikvæð. Í tilkynningunni kemur fram að sala á fjórða ársfjórðungi hafi aukist um átta milljónir dala frá árinu áður og þegar litið er á árið sem heild hafi sala aukist um 200 milljónir dala á milli ára. Ragnar Guðmundsson segir Norð- urál hafa verið skuldlaust um ára- mót. Tap hjá Century Aluminum Norðurál var skuld- laust um áramót Ragnar Guðmundsson HAGNAÐUR Milestone dróst lít- illega saman á milli ára, nam 21,3 milljarði á árinu 2007 en 21,4 millj- örðum árið áður. Munar þar eflaust miklu um síðasta ársfjórðung en á fjórða fjórðungi síðasta árs var 5,8 milljarða tap af starfsemi félagsins. Athygli vekur að fjármagnskostn- aður dróst töluvert saman á milli ára á meðan efnahagsreikningur félagsins ríflega tvöfaldaðist. Eig- infjárhlutfall lækkaði úr 26% í 18%. Í fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram að það hyggist færa allar íslenskar eignir sínar undir sænska dótturfélagið Invik, sem stendur til að skrá á markað. Þess- ar breytingar eru þó háðar sam- þykki íslenskra og sænskra fjár- málayfirvalda. Efnahagsreikn- ingur tvöfaldast ♦♦♦ ● MIKIL viðskipti með hlutabréf Glitnis áttu sér tvisvar stað í vikunni. Á þriðjudag skipti 1,75% hlutur um eigendur á genginu 17,1 og á mið- vikudag skipti 2% hlutur um eigendur á genginu 17,3. Engar tilkynningar hafa borist kauphöll um hverjir áttu hlut að máli en samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins var Sund ehf. kaupandi annars hlutarins. Jón Kristjánsson, stjórnarformaður Sunds, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að hafa keypt í Glitni en vildi þó ekki segja hversu stóran hlut. Sund kaupir í Glitni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.