Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING KÍNVERSK stjórnvöld virðast ætla að koma í veg fyrir tökur á bandarísku kvikmyndinni Shanghai, sem John Cusack og Gong Li fara með aðalhlutverk í og Mikael Håfström leikstýrir. Sam- kvæmt breska dagblaðinu Guardian eru það ópíumreykingar í handrit- inu sem falla í grýttan jarðveg hjá kvikmyndaeftirliti í Kína, sem krefst þess að breytingar verði gerðar á handritinu. Sögusvið myndarinnar er borgin Sjanghai á 5. áratug síðustu aldar, á tímum hernáms Japana, og segir hún af Bandaríkjamanni sem sækir borgina heim vegna andláts vinar síns. Leikstjórinn hefur undirbúið tökur í borginni í um hálft ár, en þær áttu að hefjast 10. mars. Ef leyfi fæst ekki fyrir tökum gæti þurft að færa þær annað með mikl- um tilkostnaði. Guardian telur þetta til marks um frekari átök Kína og Hollywood en bandaríski kvikmyndaleikstjór- inn Steven Spielberg sagði starfi sínu lausu sem listrænn ráðgjafi skipuleggjanda ólympíuleikanna í Peking. Hindra tökur Á móti ópíumreyk- ingum í kvikmynd Sjanghæ Leikarinn John Cusack. Í DAG heldur Bandalag íslenskra listamanna málþing um menning- arstefnu 21. aldar á Íslandi. Mál- þingið hefst í Iðnó kl. 14. Þar verður rætt um menning- arstefnur og um ágæti þess að stjórnvöld gefi út áform sín um stefnumið og framtíðarsýn á sviði menningar og lista. Frummæl- endur verða Ágúst Guðmundsson, forseti BÍL, Baltasar Kormákur leikstjóri, Karen María Jónsdóttir, fagstjóri dansnáms við leiklist- ardeild Listaháskóla Íslands, Karit- as H. Gunnarsdóttir, skrif- stofustjóri í menntamálaráðuneytinu og Signý Pálsdóttir, menningarfulltrúi Reykjavíkurborgar. Að loknum framsögum þeirra verða opnar um- ræður um efnið. BÍL heldur málþing VÆRÐ frá öðrum heimi er yf- irskrift málverkasýningar Ket- ils Larsens sem opnuð verður í Tjarnarsal Ráðhúss Reykja- víkur kl. 15 á morgun. Þetta er 36. einkasýning Ketils, en hann hefur sýnt myndir sínar á ýms- um sýningum erlendis að frá- töldu Íslandi, svo sem Dan- mörku, Færeyjum, Afríku og Ítalíu. Á sýningunni verða yfir 200 myndir sem flestar eru gerðar á líðandi ári og flestar unnar í akríllitum. Myndir Ketils eru flestar byggðar á frjálsu hugar- flugi, sýnum og hugsunum hans um aðra heima, litríkt og fjöllótt landslag með ævintýraljóma, skreyttum fljúgandi skipum og gullnum kirkjum. Myndlist Fljúgandi skip og gullnar kirkjur Ráðhús Reykjavíkur STJÓRNVÖLD í Eist- landi hafa ákveðið að sýna Íslendingum þakklæti sitt fyrir að viðurkenna end- urheimt sjálfstæði sitt ár- ið 1991 með því að senda úrvals kammerkór hingað til lands. Kórinn heldur þrenna tónleika um helgina sem verða á sunnudag í Skáholts- kirkju kl. 15 þar sem aðgangur er ókeypis og í Saln- um í Kópavogi kl. 20. Einnig verða sérstakir hátíð- artónleikar fyrir boðsgesti. Verk eftir Tõnu Kõrvits, sérstaklega tileinkað Íslandi, verður frum- flutt á tónleikunum. Á efnisskrá tónleikanna verða svo verk eftir fremstu tónskáld Eistlands. Tónlist Eistar þakka viðurkenningu Eistneski kammerkórinnn SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands heldur tónleika í sal Þjóðmenningarhússins í dag kl 17. Verkin sem flutt verða eru þrjú talsins og eru samin fyrir hljóðfæraskipan af óvenju- legum toga. Einna þekktasta verkið er eftir Debussy sem skrifað er fyrir flautu, víólu og hörpu en hin verkin eru eftir Maurice Ravel og Sergei Prókofiev og má því búast við nokkurs konar fransk-rússneskum kammersirk- us.Verkin leggja áherslu á að kynna nýjar út- færslur hljóðfæranna þar sem hljóðfæraleikarar koma fram í smærri hópum. Tónleikarnir eru lið- ur í kammertónleikaröðinni Kristalnum. Tónlist Óvenjuleg hljóðfæraskipan Þjóðmenning- arhúsið Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is HVERNIG mun íslenskan standa af sér sífellt ágengari kröfur um að þjóðin spjari sig vel í alþjóða- samfélaginu? Háskóli Íslands hefur sett sér það markmið að verða einn af 100 bestu háskólum heims. Hvaða þýðingu hefur það fyrir tunguna? Kennsla í íslenskum há- skólum fer nú þegar sums staðar fram á ensku og margar deildir Há- skóla Íslands gera þá kröfu að dokt- orsritgerðir séu skrifaðar á ensku. Í dag er innan við þriðjungur dokt- orsritgerða við Háskóla Íslands skrifaður á íslensku. Hvatinn fyrir fræðimenn til að vinna rannsóknir sínar á íslenskri tungu er ekki mik- ill, því fræðiskrif á íslensku eru verr metin í vinnumatskerfi Háskóla Ís- lands en skrif á öðrum tungu- málum, einkum ensku. Þýðir þetta að íslenska verði brátt ónothæf í vísindasamfélaginu á Íslandi? Er það ósamrýmanlegt samkeppnismarkmiðum háskólanna að við þá sé íslenska bæði talmál, ritmál og rannsóknamál. Væri ef til vill ráð að takmarka heimildir til kennslu á ensku, nema að viðkom- andi fag sé einnig kennt á íslensku? Þessum spurningum og fleiri varpaði Haraldur Bernharðsson málfræðingur og stjórnarmaður í Íslenskri málnefnd fram í upphafs- erindi sínu á málþingi nefndarinnar og Vísindafélags Íslendinga í Há- skóla Íslands í gær, en málþingið var það þriðja í röð ellefu slíkra sem Íslensk málnefnd stendur fyrir á vormisseri um ýmsar hliðar ís- lenskrar málstefnu. Nefndin vinnur nú að tillögu að málstefnu fyrir menntamálaráðuneytið, en ætlunin er að samþykkja hana á Degi ís- lenskrar tungu síðar á árinu. Matið hvetur til skrifa á ensku Fundarstjóri var Einar Sig- urbjörnsson, prófessor og forseti Vísindafélags Íslendinga. Einar sagði aðspurður fyrir þing- ið, að alþjóðavæðingin kallaði á að fræðimenn við Háskóla Íslands og víðar birtu greinar sínar frekar í er- lendum fagtímaritum en hér heima. „Það hefur líka komið í ljós að þær greinar sem birtast í erlendum tímaritum eru hærra metnar en það sem skrifað er fyrir Íslendinga á ís- lensku. Á hinn bóginn er líka mikið gert til að viðhalda góðri íslensku í háskólasamfélaginu, til dæmis með íðorðasmíð.“ Spurður hvort að ekki skapist togstreita, þegar verið sé að eyða orku í málvernd á sama tíma og hvatinn til að nota erlend mál er meiri, segir Einar að svo geti verið. „Lítið málsamfélag eins og Ísland getur átt í vök að verjast fyrir stórum öflugum nágranna. Hins vegar er alþjóðasamfélagið ekki nýtt og við gerum of mikið úr því nú til dags. Von mín er sú að íslenskan og erlend mál geti haldið áfram að takast á, eins og eðlilegt er.“ Einar kveðst myndu vilja sjá að íslenskan væri frumtungumál við Háskóla Íslands. „Jafnframt því þurfum við að vera tilbúin til að halda uppi rannsóknum og vís- indalegu samstarfi við erlenda fræðimenn eins og nauðsynlegt er. Þetta þarf ekki að vera erfitt og fólk getur haft samvinnu um að láta þetta ganga. Ég held líka að oft sé það svo að menn skilji betur og tjái sig betur ef þeir eiga kost á því að tjá sig á eigin tungumáli.“ Að „þýða“ erlent nám sitt Frummælendur voru Ástráður Eysteinsson, prófessor í bók- menntafræði við Háskóla Íslands, Sigurður J. Grétarsson, prófessor í sálfræði við HÍ, Þorsteinn Vil- hjálmsson, prófessor í vísindasögu og eðlisfræði við HÍ og Örnólfur Thorlacius, fv. rektor. Ástráður nefndi þá gríðarlegu vinnu sem þeir sem læra sitt fag er- lendis geta þurft að leggja í við að „þýða“ nám sitt á íslensku, þ.e. þau hugtök og hugmyndir sem fræði- greinin tekur á, og eru ekki endi- lega notuð í íslensku. Hann sagði að nauðsyn hefði borið til, en að verkið hefði verið ákveðin nýsköpun og skerpt sjálfstæði hans sem fræði- manns. Hann spurði hvað þyrfti til, svo hægt væri að segja að fræði- grein væri til á íslensku, og nefndi sem dæmi upphaf kennslu í kvik- myndafræðum við HÍ, þar sem með ötulu þýðingastarfi og hugmynda- vinnu eins manns, Guðna Elíssonar, hefði grunnurinn að greininni orðið til á skömmum tíma. Í erindi sínu lagði Sigurður J. Grétarsson prófessor í sálfræði til hugmyndir um hvernig efla mætti íslensku á háskólastigi og sagði miklu skipta að sýna tungunni alúð, til dæmis með því að efla stíl- og rit- hæfni nemenda með kennslu. Hann sagði að í vissum tilfellum mætti réttlæta kennslu á ensku í íslensk- um háskólum, til dæmis ef fenginn væri sérstaklega hæfur kennari sem aðeins væri enskumælandi. Er- lendir nemendur í íslenskum há- skólum ættu hins vegar að læra ís- lensku. Kröfur um ritrýni tímarita Umræður spunnust í kjölfar fyr- irlestranna, og virtist sú skoðun al- menn að leggja ætti ríka áherslu á að íslenska yrði áfram töluð og skrifuð á háskólastigi, en að enska yrði notuð þar sem slíks væri kraf- ist. Það var einnig rætt um hvernig styrkja mætti íslenskuna; um ISI (Institute for Scientific Inform- ation) listann yfir ritrýnd fræði- tímarit, og nauðsyn þess að fleiri ís- lensk fræðirit næðu þeim gæðastaðli í fræðimennsku, en enn sem komið er eru þau örfá. Hærri kröfur og fræðilegt gæðamat margra þeirra erlendu tímarita sem Íslendingar skrifa í gefa fleiri punkta en skrif í flest þeirra ís- lensku. Þinginu verður útvarpað í þættinum Í heyranda hljóði, í mars. Fáar doktorsritgerðir á íslensku  Er það ósamrýmanlegt samkeppnismarkmiðum háskólanna að við þá sé íslenska bæði talmál, ritmál og rannsóknamál?  Málþing um málnotkun í vísindasamfélaginu Morgunblaðið/Frikki Íslenskan „Lítið málsamfélag eins og Ísland getur átt í vök að verjast fyrir stórum öflugum nágranna,“ sagði Einar Sigurbjörnsson prófessor. Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is LJÓSIÐ í myrkrinu er yfirskrift vetr- arhátíðar og borgarafundar sem haldinn verður í Borgarnesi í dag, í Landnámssetr- inu. Kjartan Ragnarsson, forstöðumaður set- ursins, er einn þeirra sem standa að hátíð- inni. Setrið verður opið frá hádegi og langt fram á kvöld, ókeypis á fastar sýningar í setr- inu, m.a. frumsýnd ný kynningarmynd um Vesturland fyrir ferðaþjónustuna á Söguloft- inu kl. 12.45 og haldinn borgarafundur þar sem framtíð ferðaþjónustu á Vesturlandi verður rædd. Sá fundur stendur frá kl. 13-15 en margt skemmtilegt verður í gangi á með- an. Kjartan segir borgarafundinn alvarlega þáttinn í hátíðinni, honum sé ætlað að efla fólk í landshlutanum og hvetja til dáða, benda því á að ferðaþjónusta þar hafi mikla mögu- leika. „Það þarf að vinna miklu meira að því að byggja upp þjónustu við ferðamenn, það vantar ekki ferðamennina til Íslands heldur tæki til að kreista úr þeim peningana,“ segir Kjartan. Fleiri söfn, fleiri hótel, betri aðgang að náttúruperlum, allt þetta verði rætt. Allir í fjölskyldunni ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á hátíðinni. Steinar Berg ætlar að segja tröllasögur, Ingi Hans úr Grundarfirði segir söguna af því að fyrirmyndin að James Bond hafi verið Snæfellingur með Power Po- int-sýningu, tvær spákonur verða í anddyr- inu, kiðlingar verða á staðnum smáfólki til mikillar gleði og Gísli Einarsson fréttamaður matreiðir ofan í gesti. „Ég veit að hann er með hráan saltfisk í forrétt,“ segir Kjartan um þá matargerð og svo megi fólk eiga von á lambakjöti í miklu magni. Allir sem koma inn í Landnámssetrið fá happdrættismiða en vinningurinn er máltíð fyrir fjölskylduna í setrinu. Samtökin All Senses Group, eða Upp- lifðu allt Vesturland, standa að vetrarhátíð- inni og borgarafundinum, klasasamtök sem hótel, veitingahús, golfvellir, söfn, ferjufyr- irtæki o.fl. á Vesturlandi eru í. Nákvæma dagskrá Vetrarhátíðar má finna á netinu, slóðin er www.landnam.is. Hátíð í Landnámssetrinu Árvakur/Eyþór Við setrið Sigríður Guðmundsdóttir og Kjartan Ragnarsson með setrið í bakgrunni árið 2006. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.