Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2008 21 ÁRBORGARSVÆÐIÐ Selfoss | Rúmlega tvö ár eru síðan Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi tók við sjúkraflutningnum í Árnessýslu af lögreglunni sem hafði séð um flutningana frá upphafi. Ár- mann Höskuldsson úr Vestmanna- eyjum, fæddur 1977, er umsjónar- maður sjúkraflutninganna. Þegar Ármann starfaði hjá lög- reglunni í Árnessýslu tók hann að sér að sjá um að viðhalda sjúkrabíl- unum, ásamt Elísi Kjartanssyni lög- reglumanni. Hann tók við umsjón þeirra þegar þeir fluttust til Heil- brigðisstofnunar Suðurlands. Heilbrigðisstofnun heldur úti fjórum sjúkrabílum sem Rauði krossinn útvegar. Að öllu jöfnu eru tveir bílar mannaðir allan sólar- hringinn en á stórum ferðahelgum yfir sumartímann eru fleiri bílar til reiðu. Ef stór áföll verða eru allir tiltækir sjúkraflutningamenn kall- aðir út og allir bílarnir mannaðir. 63% aukning á útköllum „Sjúkraflutningarnir hafa þróast verulega frá því við tókum við, enda erum við nú með atvinnulið sem sinnir aðeins sjúkraflutningum og engu öðru. Til að mynda voru útköll lögreglunnar vegna sjúkraflutninga um 780 árið 2003, þegar ég byrjaði í lögreglunni á Selfossi og var það metár. Á síðasta ári voru um 1.650 útköll hjá okkur og er það 63% fjölgun á útköllum á aðeins fjórum árum. Þar af eru liðlega 600 brá- ðaútköll. Viðbragðstími okkar mið- ast við hverskonar útkall er um að ræða. Bráðaútköllum er að sjálf- sögðu sinnt strax, en sýslan er stór og það tekur tíma að komast á áfangastað, sérstaklega ef færð er slæm. Við höfum það ávallt í huga að betra er að fara hægar yfir og komast á staðinn heldur en ekki.“ Ármann segir að í dag séu hans menn að sinna að meðaltali um 4,5 útköllum á dag, en það þýði þó ekki að þannig sé það alla daga. Til að mynda hafi verið 72 dagar á síðasta ári þar sem var verið að sinna 7 útköllum eða fleirum og í eitt skipti voru 17 út- köll sama sólarhringinn, en þá var verið með meira og minna alla fjóra sjúkrabílana úti. „Árnessýsla er nokkuð stór og mikil yfirferðar og gríðarlegur fjöldi fólks fer um sýsluna á degi hverjum. Af þessum sökum getur það tekið okkur langan tíma að komast á vettvang og þegar við er- um komnir á staðinn verðum við að sinna okkar sjúklingum lengur en margir aðrir sjúkraflutningamenn þurfa að venjast, eins þurfum við að búa bílana okkar með öðrum hætti en tíðkast þar sem flutningar eru styttri,“ segir Ármann. En hvernig gengur honum að ráða til sín sjúkraflutningamenn? „Það hefur gengið vonum framar að manna stöðurnar og höfum við hingað til getað valið úr umsækj- endum. Reyndar er það þannig að það hefur einungis einn hætt frá því við tókum við en hann fór til starfa hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, þannig að starfsmannavelta hefur nán- ast engin verið. Allir sjúkraflutn- ingamennirnir hjá okkur eru með lög- gildingu og er það stefna okkar að ráða ekki inn menn nema að þeir hafi lokið grunnnámi sjúkraflutninga- manna. Nýlega luku fjórir sjúkraflutn- ingamenn hjá okkur neyðarflutnings- námi og til starfa kom einn bráða- tæknir. Þannig að nú sinna þeir öllum bráðaflutningum sem upp koma. Það er svo stefna okkar að fjölga þeim enn frekar sem lokið hafa þessu námi.“ Hugsjónastarf En hvað er það við starf sjúkra- flutningamannsins, sem er svona áhugavert? „Það er nú einu sinni þannig að þetta er að mörgu leyti hugsjónarstarf. Þetta er í senn erf- itt og krefjandi starf en um leið gef- andi. Ætli það að geta haft tækifæri á því að hjálpa samborgaranum í nauð sé ekki það sem gerir þetta áhugavert?“ En framtíð flutninganna hjá Heil- brigðisstofnun Suðurlands, hvernig sér Ármann hana? „Ég sé fyrir mér áframhaldandi uppbyggingu og þá sérstaklega á tæknisviðinu. Við er- um tiltölulega aftarlega í tækniþró- un á þessu sviðið, samanborið við nágrannalöndin og ég sé fyrir mér að það muni breytast til hins betra. Að lokum bið ég fólk að fara varlega í umferðinni og muna eftir neyð- arnúmerinu 112,“ sagði Ármann. Erfitt og krefjandi starf en gefandi Sjúkraflutningar Ármann Höskuldsson er umsjónarmaður sjúkraflutninganna í Árnessýslu. Hér er hann í vinnu- umhverfinu, inni í einum af sjúkrabílum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Bílarnir þurfa að vera vel búnir. Í HNOTSKURN »Ármann Höskuldsson, um-sjónarmaður sjúkraflutninga í Árnessýslu, hefur einnig starf- að sem lögreglumaður, hóf störf sem slíkur á Ísafirði árið 2000, lauk prófi frá lögregluskólanum 2002 og byrjaði þá að starfa í lög- reglunni í Árnessýslu. »Hann lauk neyðarflutnings-námi hjá 2003 og hefur síðan þá sótt fjölda námskeiða hér heima og erlendis. Ármann er yf- irleiðbeinandi í fyrstu hjálp hjá Björgunarskóla Landsbjargar. Eftir Jón H. Sigurmundsson Þorlákshöfn | Bifreiðir sem notaðar verða til skólaaksturs og hópferða fyrir sveitarfélagið Ölfus verða bún- ar þriggja punkta öryggisbeltum. Kveðið er á um þetta í samningi sem sveitarfélagið og Guðmundur Tyrf- ingsson ehf. gerðu nýlega og gildir til ársins 2012. Auk þess var sérstak- lega samið um að notaðar yrðu fjór- hjóladrifnar rútur í allan skólaakstur ef á þyrfti að halda og hefur það komið sér vel í því tíðarfari sem verið hefur í vetur. Þetta er tímamótasamningur því að því best er vitað er sveitarfélagið Ölfus fyrsta sveitarfélagið á landinu sem gerir kröfur um þriggja punkta öryggisbelti í minni sem stærri bíl- um fyrir allar hópferðir jafnt sem skólaakstur. Metnaðarfullt sveitarfélag „Við erum mjög ánægð með þenn- an samning, þetta er það sem koma skal og það er frábært hvað sveitar- félagið Ölfus sýnir mikinn metnað í þessum efnum,“ sagði Benedikt Guð- mundsson framkvæmdastjóri. „Ör- yggismál vega sífellt þyngra í fólks- flutningum og það færist í vöxt að aðilar sérpanti bifreiðar með þriggja punkta öryggisbeltum í stakar hóp- ferðir, enda er slíkt mikið öryggis- atriði. Við stöndum vel að vígi í þess- um efnum og höfum verið leiðandi félag á landsvísu varðandi beltavæð- ingu hópferðabíla, fyrst með tveggja punkta beltum og í beinu framhaldi með þriggja punkta öryggisbeltum, en slíkt er ekki skylda í stærri hóp- ferðabílum. Í dag bjóðum við á þriðja tug nýrra og góðra bíla með þriggja punkta öryggisbeltum í öllum sæt- um, eða um 685 sæti. Við reynum að smíða sjálfir einn nýjan bíl á ári. Aðr- ir bílar sem við bjóðum upp á eru með tveggja punkta öryggisbeltum í öllum sætum. Í janúar héldum við einnig okkar árlega námskeið í um- hverfis-, öryggis- og gæðamálum þar sem m.a. er innifalið vistakstursnám- skeið og skyndihjálparnámskeið og það kemur sér einnig mjög vel fyrir verkefni sem þetta.“ Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Öryggi Ólafur Áki Ragnarsson bæjarstjóri og Benedikt Guðmundsson eru búnir að spenna sig í þriggja punkta belti í bíl Guðmundar Tyrfingssonar. Allir farþegar í þriggja punkta öryggisbeltum Drangajökull Grímsey Hofsjökull Húnaflói BlöndulónÓvænt samband á Ströndum Gríptu augnablikið og lifðu núna Flugmaður einn heldur því blákalt fram að hann hafi náð sambandi með GSM síma þar sem hann var staddur í Gjögri. Þykir mönnum það með ólíkindum, enda ekki vanir slíkum munaði á þessum slóðum. Er skýringanna helst að leita í því að maðurinn var með síma frá Vodafone. – Sönn saga frá 1414. Með tilkomu langdræga GSM kerfisins býður Vodafone nú stærsta GSM þjónustusvæðið á Íslandi. Skiptu yfir til Vodafone, án þess að skipta um símanúmer, með einu símtali í 1414 – strax í dag. Stærsta GSM þjónustusvæðið F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.