Morgunblaðið - 20.02.2008, Side 10

Morgunblaðið - 20.02.2008, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Sjáðu bara, hr. Haarde, það er búið að sprengja allar stóru fínu blöðrurnar þeirra. VEÐUR Það er augljóst að það getur ekkialltaf verið auðvelt að vera for- maður vinstri grænna, eins og ber- lega hefur komið í ljós í málflutn- ingi Steingríms J. Sigfússonar, þegar hann hefur tjáð sig um ný- gerða kjarasamninga.     Steingrími J.er það að sjálfsögðu mjög eðlislægt að vera í grundvall- aratriðum á móti öllu sem ríkis- stjórnin á ein- hverja aðild að, en svo neyðist hann til þess að fagna því, á afar máttlausan hátt, að með nýgerðum kjarasamningum hafi verið stigið skref til þess að bæta í raun kjör hinna lægst launuðu.     Í aðra röndina segir SteingrímurJ. að samningarnir séu góðra gjalda verðir, svo langt sem þeir nái, en allt of skammt sé gengið. Þetta var inntak málflutnings hans á Alþingi í gær.     Við sama tón kvað í málflutningiSteingríms J. í síðdegisútvarpi Rásar 2 í fyrradag, þar sem hann hafði flest á hornum sér, hvað varð- ar þátt ríkisstjórnarinnar í nýgerð- um kjarasamningum.     Þáttastjórnandi spurði SteingrímJ. hvað hann hefði gert, ef hann hefði verið í þeirri ríkisstjórn sem nú ákvað aðgerðirnar, sem m.a. urðu til þess að samningar náðust.     Hverju svaraði Steingrímur?Nákvæmlega engu og komst upp með það!     Gagnrýni er þörf og allra góðragjalda verð, en þarf maður ekki líka að hafa lausnir á taktein- um? STAKSTEINAR Steingrímur J. Sigfússon Vandræðagangur Steingríms J. SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                         *(!  + ,- .  & / 0    + -                                   12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (         !"!  #! #      $$            :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? #   #  #  #   #  # #  # #    #  # #                          *$BC !!!           !" # $ %  "&&'      #(    )  *     ) # ( "!!  +      ! # *! $$ B *! %"& ' !   !& !    () <2 <! <2 <! <2 % ' $!* + ,!-$.   C8- D                  /    ,)    *  " ( '  *# <7   % $  %     # - .    # / $    !     # <   0  % $   )        !# / $ 1  /0$$!"!11  $ !("!2  (!* + Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Hjörtur J. Guðmundsson | 19. febrúar Hvað með að taka þá bara upp brezka pundið? Samkvæmt nýrri skoð- anakönnun fyrir Við- skiptaráð Íslands vill meirihluti þeirra fyrirtækja sem aðild eiga að því, að evran verði tekin upp hér á landi í stað íslenzku krónunnar, en þó án aðildar að Evrópusambandinu. Samkvæmt sömu könnun vill nefni- lega … Meira: sveiflan.blog.is Laufey Ólafsdóttir | 18. feb. Við bíðum enn … Eitthvað fer lítið fyrir hreyfingum í húsnæðis- málum. Biðlistar halda áfram að lengjast og borgin er ekki með neina stefnumótun hvað varðar þessi mál nema þá að halda áfram í sama farinu og verið hefur, þ.e. að kaupa 100 íbúðir á þessu ári þótt um 2.000 manns séu á biðlista eftir húsnæði. Sjálf held ég að lausnin felist í að styrkja þá sem hafa leigt lengi hjá Fé- lagsbústöðum og eru komnir yfir. ...Meira: lauola.blog.is Magnús Þór Hafsteinsson | 19. febr. Löggur í kjarabaráttu Fáar stéttir vinna jafn erfið og krefjandi störf og lögreglufólk. En það að vera lögga er illa launað starf. Ekki bara hér á Ís- landi – augljóslega líka í nágrannalöndunum. Nú rakst ég á myndbandsauglýs- ingu sem Samtök norskra lögreglu- manna hafa látið gera. Hún blasir nú við á stórum netfréttamiðlum í Noregi svo sem Verdens Gang. Sennilega er hún einnig sýnd í sjónvarpi. Meira: magnusthor.blog.is Ómar Ragnarsson | 19. feb. Dómarinn er hluti af leikvanginum Dómarinn er hluti af leikvanginum í knattleik og við það situr oftast. Mistök hafa komið fyrir áður í spurningakeppni og sjálfur minnist ég mistaka Baldurs Her- mannssonar og minna þegar í keppni Þingeyinga við Eyfirð- inga var spurt: „Á hvað horfir Hamlet Danaprins þegar hann segir: Að vera eða vera ekki?“ Svarið: „Hauskúpu“ var dæmt sem rétt svar en hið rétta er að Hamlet horfir á hauskúpu á allt öðrum stað í leikritinu og alls ekki þarna. Þetta svar réð úrslitum og raunar komumst við Baldur að þeirri nið- urstöðu að hægt væri bæði að dæma svarið rétt og rangt vegna þess að hér væri um að ræða það sem kalla mætti „viðurkenndan misskilning“. Annað dæmi um viðurkenndan mis- skilning er spurningin um það hver sé frægasta setningin úr myndinni Casa- blanca. Ef svarað er: „Play it again, Sam,“ er það viðurkenndur misskiln- ingur því að hið rétta er að þessi setn- ing er aldrei sögð í myndinni þótt lang- flestir haldi það. Sjálfur á ég við viðurkenndan mis- skilning að glíma því að mjög margir, jafnvel gamlir bekkjarbræður mínir, eru harðir á því að fyrsti bíllinn minn, sem ég eignaðist meðan ég var í skóla, hafi verið þriggja hjóla. Hið rétta er að hann var með fjögur hjól og þau öll úti í hornunum. Misskilningurinn byggist á því að í einum af skemmtiþáttum Sjónvarps- ins sat ég í þriggja hjóla Messer- schmitt sem ýtt var inn í stúdíó og það var í eina skiptið á ævinni sem ég sat í slíkum bíl. En þetta sýnir hve Sjónvarpið getur verið sterkur miðill, þetta eina skipti varð eins og fjöðrin sem varð að mörgum hænum. Gildir einu þótt ég eigi núna nákvæmlega eins bíl og minn fyrsta bíl til að sanna að hann hafi verið með fjögur hjól. Þriggja hjóla bíllinn er viðurkenndur misskilningur. Spurningar sem byggjast á við- urkenndum misskilningi ber auðvitað að forðast en mistök geta alltaf orðið og munu halda áfram að verða. Þess má geta að úrslitin sem réð- ust á hauskúpunni sem Hamlet hélt á urðu til þess að keppnin varð mun skemmtilegri en ella. Meira: omarragnarsson.blog.is BLOG.IS OPINN fundur um framlag kvenna til friðarferlisins í Mið-Austurlöndum með fulltrúum friðarráðs palestínskra og ísraelskra kvenna verður haldinn á Grandhóteli Reykjavík í dag, mið- vikudaginn 20. febrúar kl. 12.15. Í fréttatilkynningu kemur fram að fundurinn er haldinn í tilefni heim- sóknar tveggja áhrifakvenna úr frið- arráðinu, Anat Saragusti, sjónvarps- fréttakonu frá Ísrael, og Maha Abu-Dayyeh Shamas, baráttukonu fyrir auknum réttindum kvenna í Pal- estínu. Þær munu halda erindi um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs, friðarferlið og aðkomu ráðsins að því. Auk þess eru erlendar áhrifakonur heiðursfélagar, þeirra á meðal Ingi- björg Sólrún Gísladóttir utanríkisráð- herra. Ráðið, sem nefnist á ensku Int- ernational Women’s Commission for a Just and Sustainable Palestinian- Israeli Peace, nýtur stuðnings Þróun- arsjóðs Sameinuðu þjóðanna fyrir konur, UNIFEM. Fundarstjóri verður Ólafur Steph- ensen ritstjóri, en fundurinn, sem fram fer á ensku, er öllum opinn. Ræða framlag kvenna til friðar í Mið-Austurlöndum FRÉTTIR Traustasta fjarskipta- fyrirtækið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.