Morgunblaðið - 20.02.2008, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
Vorum að fá í einkasölu fallegt enda-
raðhús á 2 hæðum með innbyggðum
bílskúr á þessum vinsæla stað. Stofur
með hurð út á stóra vesturverönd,
eldhús, búr/geymsla, gestasnyrting,
baðherb. sjónvarpshol og 3 herbergi.
Vestursvalir, glæsilegt útsýni. Botn-
langagata. Hiti í stétt og bílaplani.
Ásett verð 48,8 millj.
KLETTÁS – RAÐHÚS – GARÐABÆR
Vorum að fá í sölu fallega 4ra herb.
íbúð í þríbýli ásamt um 40 fm risi með
ýmsum möguleikum. Stofa, borðst., 2
herb., eldhús, endurnýjað baðherb.
þvottahús. Nýl. járn á þaki, endurn.
raflagnir og -tafla. Einnig hafa lagnir út
í götu svo og dren verið endurnýjað.
Sérhiti og -rafmagn. Mjög góð staðs.
Laus strax. Ásett verð 24,5 millj.
HOFTEIGUR – HÆÐ – LAUS
Vorum að fá í sölu fallega og rúmgóða
3ja herb. íb. ofarlega í lyftuhúsi með
stórglæsilegu útsýni í þrjár áttir og 15
ferm. yfirbyggðar svalir. L.f. þvottavél í
íbúð, þurrkherbergi á hæðinni. Sér-
bílastæði. Ásett verð 22,2 millj.
ORRAHÓLAR – 3JA – ÚTSÝNI
Vorum að fá í einkasölu fallega 2ja
herbergja íbúð á jarðhæð með sérinn-
gangi, á þessum vinsæla stað. For-
stofa, eldhús, gott svefnherbergi, bað-
herbergi og stofa með suðvesturver-
önd. Parket og flísar á gólfi. Glæsilegt
útsýni. Stutt á golfvöllinn. Ásett verð
17,8 millj.
KLUKKUBERG - 2JA - HAFNARF.
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
AFLAVERÐMÆTI íslenzkra skipa
nam 75,3 milljörðum króna á fyrstu
ellefu mánuðum ársins 2007 saman-
borið við 70,5 milljarða á sama tíma-
bili 2006. Aukningin nemur tæpum 5
milljörðum króna eða 6,7% milli ára.
Aflaverðmæti í nóvember var 6 millj-
arðar sem er svipað og í nóvember
2006.
Þetta kemur fram í útreikningum
hagstofu Íslands. Aflaverðmæti botn-
fisks var í lok nóvember orðið 56,7
milljarðar miðað við 52,9 milljarða á
sama tíma árið 2006 og hefur því auk-
ist um 7% á milli ára. Verðmæti
þorskafla var 27,5 milljarðar og jókst
um 10,8% frá fyrra ári. Aflaverðmæti
ýsu nam 13,5 milljörðum, sem er
27,7% aukning. Aflaverðmæti karfa
dróst saman um rúm 10% á milli ára,
var 5,6 milljarðar. Ufsaafli dróst sam-
an að verðmæti um 8,5%, var 4 millj-
arðar króna fyrstu ellefu mánuði árs-
ins 2007. Verðmæti flatfiskafla dróst
saman um 17%, nam 4 milljörðum kr.
Aukning í uppsjávarfiski
Aflaverðmæti uppsjávarafla jókst
um 14,9% og nam 13,7 milljörðum.
Munar þar mestu um verðmæti loðnu
sem nam 4,2 milljörðum samanborið
við 2,2 milljarða í fyrra. Verðmæti
síldarafla var 4,9 milljarðar og dróst
saman um 14,6% á milli ára. Aflaverð-
mæti kolmunna var 3 milljarðar sam-
anborið við 3,6 milljarða fyrstu ellefu
mánuði ársins 2006.
Verðmæti afla sem seldur er í
beinni sölu útgerða til vinnslu innan-
lands var 31,1 milljarðar króna, sem
er auking um 4,5 milljarða eða 17,1%
á milli ára. Verðmæti afla sem keypt-
ur er á markaði til vinnslu innanlands
jókst um 8,5%, var 12 milljarðar. Afla-
verðmæti sjófrystingar var 22,2 millj-
arðar og dróst saman um 5,3% frá
fyrra ári. Verðmæti afla sem fluttur
er út óunninn nam 8 milljörðum sem
er 7,1% aukning.
Mest verðmæti á Suðurnesjum
Þegar litið er á aflaverðmæti eftir
landsvæðum, kemur í ljós að þau voru
mest á Suðurnesjum. Á fyrstu 11
mánuðum síðasta árs var verðmæti
landaðs afla þar 14,1 milljarður króna
og hafði aukizt um 16,6%. Höfuðborg-
arsvæðið kom næst með 13,3 millj-
arða króna, en þar varð samdráttur
upp á 7,7. Næstmest verðmæti bárust
á land á Norðurlandi eystra, 10,7
milljarðar og jukust þau um 20,6%.
Austurland fylgir fast á eftir með 10
milljarða króna og aukningu upp á
10,7%. Á Suðurlandi var aflaverð-
mætið 7 milljarðar króna og stóð nán-
ast í stað milli ára. Tæplega 10% sam-
dráttur varð á Norðurlandi vestra, en
þar var aflaverðmætið 4,7 milljarðar.
Vesturland kemur næst með 3,8 millj-
arða króna, en þar varð mest aukning
milli ára, eða 39%. Loks koma Vest-
firðir með 3,7 milljarða og 4,5% sam-
drátt.
Skýringar á breytingum milli ára
eru fyrst og fremst vegna almennrar
hækkunar fiskverðs, þar sem fiskafli
hefur í flestum tilfellum dregizt sam-
an. Mismunandi breytingar milli
staða má svo rekja til tilfærslu á lönd-
unum.
Verðmæti fiskaflans
jukust um tæplega 7%
Aflaverðmæti ýsu
nam 13,5 millj-
örðum á fyrstu
ellefu mánuðum
síðasta árs, sem
er 27,7% aukning
! "
#$%
! "&'#(
)! "
' (
*
$!
! +
,
-
$.
/ #"" 0
1'&
2'&
'1&
&2
&
1'&2
21&'
1&
1&
&
3%! "
' (
2&1
12'&
&'
&
&
''&(
1 1&
2''&
&2
&
Í HNOTSKURN
»Aflaverðmæti botnfisks var ílok nóvember orðið 56,7
milljarðar miðað við 52,9 millj-
arða á sama tíma árið 2006 og
hefur því aukist um 7% á milli
ára.
»Verðmæti síldarafla var 4,9milljarðar og dróst saman
um 14,6% á milli ára. Aflaverð-
mæti kolmunna var 3 milljarðar
samanborið við 3,6 milljarða
fyrstu ellefu mánuði ársins
2006.
»Mest aflaverðmæti voru áSuðurnesjum, minnst á Vest-
fjörðum en mest aukning milli
ára var á Vesturlandi, 39%.
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
„ÞETTA eru náttúrlega bara enn
óútfærðar hugmyndir svo að ég get
ekki tekið efnislega afstöðu til
þeirra. Ég vil hins vegar taka öllum
hugmyndum opnum huga sem lúta
að fiskveiðistjórnun, ekki sízt þegar
þær eru settar fram til þess að
skapa meiri sátt um umgjörð fisk-
veiðistjórnunarkerfisins. Þess vegna
vil ég ekki slá þessar hugmyndir út
af borðinu, en bendi á þá praktísku
annmarka, sem koma strax upp í
hugann,“ segir Einar K. Guðfinns-
son sjávarútvegsráðherra.
Þetta segir hann um hugmyndir
Samfylkingarinnar að setja byggða-
kvóta á uppboð í stað þess að deila
honum út eins og nú er gert.
Höfum verið að skerpa
reglur um úthlutun
„En það er auðvitað mjög margt
sem þarf að íhuga í þessu sambandi.
Til dæmis að það sé ljóst mál að
veikustu byggðirnar færu illa út úr
því ef ekki væri til staðar einhver
lágmarks byggðakvóti. Ég mundi
óttast það mjög að hugmyndir sem
gengju út á það að leggja fram pen-
ingagreiðslur í staðinn myndu ekki
koma sér vel fyrir þessar minni
bygðir. Það hefur verið bent á að
það séu vandamál uppi við útdeil-
ingu á byggðakvótanum og það er
alveg rétt. Við höfum hins vegar
verið að skerpa reglurnar mjög um
þessa úthlutun kvótans og bregðast
þar meðal annars við ábendingum
frá umboðsmanni Alþingis. Ég tel í
raun að þar höfum við verið að ná
ágætum árangri.
Þarf að skoða í samhengi
við veiðileyfagjaldið
Ég bendi á það að lögin, sem nú
gilda um byggðakvótann voru sam-
þykkt samhljóða á Alþingi fyrir rétt
um ári síðan. Mér finnst líklegt að
svipuð vandamál komi upp við út-
deilingu fjármuna á svona byggð-
arlegum forsendum eins og eru allt-
af til staðar, þegar við erum að deila
út byggðakvótum.
Enn fremur held ég að hugmynd-
ir af þessu tagi verði þá að minnsta
kosti að skoðast í samhengi við inn-
heimtu veiðileyfagjalds. Þessi hug-
mynd gengur út á það að útgerð-
armenn greiði fyrir afnotaréttinn af
þeim aflaheimildum sem nú felast í
byggðakvótum. Þess vegna hlýtur
það að kalla á endurskoðun á því
veiðileyfagjaldi sem er til staðar í
dag,“ segir Einar K. Guðfinnsson.
Ýmsir praktískir annmark-
ar koma upp í hugann
Sjávarútvegsráðherra segir að veikustu byggðirnar færu illa
út úr því ef ekki væri til staðar einhver lágmarks byggðakvóti
Morgunblaðið/Sverrir
Fiskveiðistjórnun Einar K. Guð-
finnsson vill ekki slá hugmyndir
Samfylkingarinnar út af borðinu en
telur ýmsa annmarka á þeim.
Í HNOTSKURN
»Mér finnst líklegt að svipuðvandamál kæmu upp við út-
deilingu fjármuna á svona
byggðarlegum forsendum eins
og eru alltaf til staðar, þegar við
erum að deila út byggðakvótum.
»Ég bendi á það að lögin, semnú gilda um byggðakvótann
voru samþykkt samhljóða á Al-
þingi fyrir rétt um ári síðan.
»Ég vil hins vegar taka öllumhugmyndum opnum huga
sem lúta að fiskveiðistjórnun,
ekki sízt þegar þær eru settar
fram til þess að skapa meiri sátt
um umgjörð fiskveiðistjórnunar-
kerfisins.
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
KARL V. Matthíasson, þingmaður
Samfylkingarinnar og varaformaður
sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd-
ar Alþingis, segir að hugmyndir Sam-
fylkingarinnar um byggðakvóta séu
byrjun á hugsanlegum breytingum
en eftir eigi að útfæra þær.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utan-
ríkisráðherra og formaður Samfylk-
ingarinnar, sagði eftir vinnufund
Samfylkingarinnar á Akureyri í
fyrradag, að hugmyndin um að
byggðakvótinn yrði settur á almenn-
an markað væri til að koma til móts
við ályktun mannréttindanefndar
Sameinuðu þjóðanna og um leið til að
slá á deilur sem hafi staðið um
byggðakvótann.
Í grunninn er hugmyndin sú að
leigja byggðakvótann árlega á al-
mennum markaði og skapa þannig
tekjur fyrir hin ýmsu byggðarlög. Að
sögn Karls V. Matthíassonar hefur
ekki verið tekin afstaða til þess hvort
kvótinn eigi að vera bundinn
ákveðnum byggðarlögum, honum
skipt eftir stærð skipa, það er til báta
í litla eða stóra kerfinu eða í báðum og
svo framvegis. Aðalatriðið sé að finna
lausn sem sem henti betur en núver-
andi fyrirkomulag. „Þetta eru bara
hugmyndir, sem búið er að varpa upp
og eru í umræðunni, en engar ákvarð-
anir hafa verið teknar,“ segir hann.
Karl bendir á að ekki hafi mátt
nefna í þjóðfélaginu að setja byggða-
kvóta á markað, jafnvel þó sveitar-
félög hafi óskað eftir því. Hugsunin
hafi alltaf verið sú að úthluta á ein-
staklinga eða báta. Hins vegar þurfi
að opna kerfið eftir ályktun mann-
réttindanefndar SÞ auk þess sem
gera megi því skóna að fleiri
óánægjuraddir heyrist en ánægju-
raddir með núverandi kerfi. Hins
vegar verði að hafa í huga að byggða-
kvóti hafi víða verið til góðs og gæta
þess að kippa ekki stoðum undan at-
vinnulífinu, þar sem hann hafi verið
burðarás. „Hugmyndirnar eru byrj-
unin á umræðunni,“ áréttar hann.
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Byggðakvóti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Lúðvík Bergvinsson og Karl V.
Matthíasson á fundinum á Akureyri, þar sem fjallað var um byggðakvóta.
Hugmyndir enn
á byrjunarstigi