Morgunblaðið - 20.02.2008, Page 17

Morgunblaðið - 20.02.2008, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2008 17 LANDIÐ Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Ferðaþjónusta Aðstaða fyrir ferðamenn í Grundarfirði verður athuguð við stefnumörkun. Á síðasta sumri var óvenjumargt á tjaldsvæðinu. Eftir Gunnar Kristjánsson Grundarfjörður | Grundarfjarðar- bær vinnur á eigin vegum að mót- vægisaðgerðum vegna niðurskurðar þorskkvótans. Liður í því er stefnu- mótun í ferðamálum og ráðning markaðsfulltrúa. Í október sl. ákvað bæjarstjórn Grundarfjarðar að ráðast í stefnu- mótunarvinnu í ferðamálum og jafn- framt var ákveðið að ráða sérstakan markaðsfulltrúa fyrir Grundarfjarð- arbæ. Að sögn Guðmundar Inga Gunnlaugssonar bæjarstjóra voru þessi verkefni fyrstu beinu mótvæg- isaðerðir bæjarstjórnarinnar gagn- vart afleiðingum af skerðingu þorsk- kvótans og verkefnin alfarið á vegum bæjarfélagsins. Til aðstoðar við stefnumótunarvinnuna var ákveðið að ganga til samstarfs við ráðgjafa- fyrirtækið Alta og mun það stýra þessari vinnu. Greina stöðu mála „Það sem lagt verður til grund- vallar í þeirri vinnu,“ sagði Guð- mundur, „er m.a. að greina núver- andi stöðu mála ásamt væntingum og framtíðarsýn hjá þeim aðilum sem koma að ferðaþjónustu nú þeg- ar.“ Þá er þess vænst að út stefnu- mótunarvinnunni komi fram tillögur um nýjar leiðir og tækifæri í ferða- þjónustunni. Þá vilja bæjaryfirvöld fá úr því skorið hvernig samstarfi bæjarfélags og aðila í ferðaþjónust- unni verði best við komið ásamt því hvernig sveitarfélagið geti tengst ímyndarsköpun Grundarfjarðar. Guðmundur sagði stefnumótunar- vinnuna vera komna á fullt skrið hjá Alta sem hefði þegar haldið einn fund með þeim aðilum sem tengjast málinu, á einn eða annan hátt, og nið- urstöður þess fundar yrðu kynntar bráðlega. Laða að ný fyrirtæki Nýráðinn markaðsfulltrúi, Jónas Guðmundsson, mun ásamt bæjar- stjóra verða tengiliður við þetta verkefni meðan það er í vinnslu hjá Alta en reiknað er með að þeirra vinnu ljúki á vordögum. Um starf markaðsfulltrúa Grundarfjarðar sagði Guðmundur: „Það er ekkert launungarmál að honum er ætlað að leita uppi áhugasama fjárfesta og laða að ný fyrirtæki. Hlutverk hans er að kynna Grundarfjörð sem væn- legan stað fyrir atvinnustarfsemi, orlofsdvöl, heimsóknir og hvers konar þjónustu og afþreyingu. Þar kæmi sterkt inn hin góða hafnarað- staða og frábær þjónusta Grundar- fjarðarhafnar. Síðan verður markaðsfulltrúinn að taka þátt í og styðja við stefnumótun í ferðaþjón- ustu ásamt því að sinna nauðsynlegu kynningarstarfi út á við,“ sagði Guð- mundur. Stefna í ferðamálum og ráðinn markaðsfulltrúi Bærinn fer í mótvægisaðgerðir á eigin vegum Eftir Jóhann Óla Hilmarsson Stokkseyri | Framkvæmdir eru nú hafnar við nýtt skólahús Barna- skóla Eyra, eftir áralangar deilur um hvernig standa ætti að bygging- armálum skólans. Löngu var kominn tími á endur- nýjun eða nýbyggingar, en skóla- húsin á Eyrarbakka og Stokkseyri eru orðin úr sér gengin. Það kerfi er haft á, að nemendum grunnskól- ans er skipt í tvo hópa, eldri og yngri hóp, og hefur eldri börnunum verið kennt á Eyrarbakka en þeim yngri á Stokkseyri og ekur skóla- bíll á milli. Deilurnar stóðu um það hvort reisa ætti ný skólahús í báðum þorpunum, öðru hvoru, eða byggja nýjan skóla miðsvæðis. Niðurstaðan var sú að byggja ný skólahús á báð- um stöðum og var hafist handa á Stokkseyri. Fyrsta skóflustungan var tekin um miðjan síðasta mánuð og önnuðust það yngsti og elsti nemendur skólans. Kostar 450 milljónir Nýja skólabyggingin á Stokks- eyri verður tilbúin haustið 2010 og þá verður hafist handa á Eyrar- bakka. Kostnaður við bygginguna er áætlaður 450 milljónir. Verk- takafyrirtækið Tindaborgir sér um framkvæmdir. Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri er elsti starfandi grunn- skóli landsins, verður 156 ára á þessu ári. Miðað er við stofnun skól- ans á Eyrarbakka en nú eru starfs- stöðvar á báðum stöðum. Morgunblaðið/Jóhann Óli Nýr skóli Framkvæmdir eru hafnar við nýbyggingu Barnaskóla Eyra. Skólinn mun standa við gamla skólahúsið á Stokkseyri. Elsti skóli landsins fær andlitslyftingu Grindavík | Viðburða- og menning- ardagskrá Saltfisksetursins og Grindavíkurbæjar fyrir árið 2008 verður kynnt við athöfn í Saltfisk- setrinu næstkomandi laugardag, kl. 17 til 19. Óskar Sævarsson forstöðu- maður og Sigrún Jónsd. Franklín verkefnastjóri kynna dagskrána. Í boði verða ýmsir menningarvið- burðir, svo sem þjóðháttakynningar, menningar- og sögutengdar göngur, fræðslukvöld, listviðburðir og tón- leikar, auk hefðbundinna dagskrár- liða, Sjóarans síkáta, Jónsmessu- göngu á Þorbjörn og fleira. Dagskráin er birt á heimasíðu Grindavíkur, www.grindavik.is. Sigrún mun jafnframt kynna gönguverkefnið „Af stað á Reykja- nesið“, gamlar þjóðleiðir, þjóðleiðar- bæklinga, skipulagðar ferðir með leiðsögn og gönguhátíð um verslun- armannahelgina. Kynna við- burðadagskrá Borgarnes | Hafþór Ingi Gunnars- son körfuknattleiksmaður úr Skalla- grími hefur verið kjörinn íþrótta- maður Borgarbyggðar 2007. Auk Hafþórs voru ellefu íþrótta- menn tilnefndir við kjörið: Guð- mundur Margeir Skúlason, Heiðar Árni Baldursson, Bjarki Þór Gunn- arsson, Arnar Hrafn Snorrason, Jón Ingi Sigurðsson, Rósa Marinósdótt- ir, Ísfold Grétarsdóttir, Davíð Ás- geirsson, Björk Lárusdóttir, Einar Þorvaldur Eyjólfsson og Bjarki Pét- ursson. Þórkatla Dagný Þórarinsdóttir hlaut viðurkenningu úr minningar- sjóði Auðunar Hlíðkvists Kristmars- sonar sem efnilegasti íþróttamaður- inn af yngri kynslóðinni og ýmsar fleiri viðurkenningar voru veittar við þetta tækifæri, að því er fram kemur á vef Borgarbyggðar. Kjörinn íþrótta- maður Borgar- byggðar ♦♦♦ EXISTA hf. ı Ármúla 3 ı 108 Reykjavík ı Sími 550 8600 www.exista.com AÐALFUNDUR EXISTA HF. 28. FEBRÚAR 2008 Aðalfundur Exista hf. verður haldinn fimmtudaginn 28. febrúar 2008 á Hilton Reykjavík Nordica að Suðurlandsbraut 2 og hefst fundurinn kl. 17:00 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins árið 2007. 2. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2007 ásamt skýrslu endurskoðenda lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar vegna ársins 2007. 4. Kosning stjórnar. 5. Kosning endurskoðunarfélags. 6. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna. 7. Tillaga stjórnar um að samþykkja starfskjarastefnu Exista hf. 8. Tillaga um að samþykkja heimild stjórnar til þess að breyta og gefa út hlutafé í evrum. 9. Tillögur til breytinga á samþykktum Exista hf.: a. Breyting á 2. mgr. 4. gr. um heimild stjórnar til að hækka hlutafé félagsins um allt að 7.000.000.000 kr. að nafnverði eða samsvarandi fjárhæð í evrum með útgáfu nýrra hluta. b. Breyting á 1. mgr. 7. gr. um heimild stjórnar til kaupa á eigin hlutum. 10. Önnur mál. Sérstaklega er bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn félagsins skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti fimm dögum fyrir upphaf aðalfundar. Þeir einir eru kjörgengir sem þannig hafa gefið kost á sér. Í tilkynningu um framboð til stjórnar skal gefa, auk nafns hluthafa, kennitölu og heimilisfangs, upplýsingar um aðalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu. Þá skal einnig upplýsa um hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila, samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu. Stjórn félagsins skal yfirfara tilkynningar þeirra sem kost á sér gefa til stjórnar og gefa viðeigandi aðilum tækifæri, á sannanlegan hátt, til þess að leiðrétta ágalla á tilkynningu innan ákveðins tíma, sem skal ekki vera lengri en 24 klukku- stundir. Ef ekki er bætt úr ágöllum á tilkynningu innan tilsetts tímamarks, mun stjórn félagsins ákveða um gildi framboðsins. Mögulegt er að bera ákvörðun stjórnar félagsins upp á hluthafafundi sem hefur úrslitavald um gildi framboðs til stjórnar félagsins. Upplýsingar um framboð til stjórnar félagsins skulu vera aðgengilegar hluthöfum á skrifstofu félagsins eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund félagsins. Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir aðalfund. Enn fremur verður hægt að nálgast þær á vefsíðu félagsins www.exista.com frá sama tíma. Aðalfundur Exista mun fara fram á ensku. Boðið verður upp á túlkun á íslensku. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á aðalfundardaginn frá kl. 16:00 á fundarstað að Hilton Reykjavík Nordica. Reykjavík 20. febrúar 2008 Stjórn Exista hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.