Morgunblaðið - 20.02.2008, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2008 33
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30, vinnustofa kl.
916.30, postulínsmálning kl. 9 og 13.
Árskógar 4 | Bað, handavinna, smíði/útskurður
og heilsugæsla. Upplýsingar í síma 535-2700.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, glerlist,
almenn handavinna, fótaaðgerð, morgunkaffi/
dagblöð, hádegisverður, spiladagur, kaffi.
Dalbraut 18-20 | Vinnustofa í handmennt opin
kl. 9-16 m/ leiðb. kl. 13-16. Leikfimi kl. 10.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan í
Gullsmára 9 kl. 10-11.30, s. 554-1226. Skrif-
stofan í Gjábakka er opin kl. 15-16, s. 554-3438.
Félagsvist í Gjábakka á kl. 13.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar
ganga kl. 10, söngvaka kl. 14, umsjón Sigurður
Jónsson og Helgi Seljan. Söngfélag FEB æfing
kl. 17. Aðalfundur FEB verður 23. febrúar kl.
13.30, á Hótel Loftleiðum í sal 1-3. Munið fé-
lagsskírteinin. Leikhópurinn Snúður og Snælda
frumsýna 24. febr. kl. 14 í Iðnó, Flutningana eftir
Bjarna Ingvarsson og inní sýninguna er fléttað
atriðum úr Skugga-Sveini eftir Matthías Joh-
umsson. Næstu sýningar verða 27. febr. 2.-6. og
9. mars allar sýningar hefjast kl. 14.
Félagsheimilið Gjábakki | Bossía kl. 9.30, tveir
glerlistarhópar að störfum, handavinnustofan
opin, félagsvist kl. 13, viðtalstími FEBK kl. 15-16,
bobb kl. 16.30 og dansæfing í umsjón Sigvald kl.
18-20.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Myndlist og
ganga kl. 9, hádegisverður, postínsmálning og
kvennabrids kl.13.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatns-
leikfimi kl. 8, kvennaleikfimi kl. 9, 9.45 og 10.30,
brids kl. 13, bútasaumahópur kl. 13, tréskurður/
trésmíði kl. 13.30. Ferð í Þjóðleikhúsið frá Jóns-
húsi kl. 19 og Garðabergi kl. 19.15. Skráning í
bæjarferð 25. febrúar, 1.500 kr., ekki er tekið við
greiðslukortum.
Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur opnar kl.
9-16.30. Sund og leikfimiæfingar í Breiðholts-
laug kl. 9.50 og dansæfing kl. 10. Frá hádegi er
spilasalur opinn. Mánud. 10. mars er veitt fram-
talsaðstoð frá Skattstofunni, uppl. og skráning á
staðnum og s. 575-7720. Strætisvagnar S4, 12
og 17.
Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 9, bókband.
Létt leikfimi kl. 13.15, framhaldssagan, Halla og
Heiðarbýlið, kl. 14, kaffiveitingar. Hárgreiðslu-
stofan, s. 553-6048, fótaaðgerðastofan, s.
588-2232.
Hraunbær 105 | Kaffi, spjall, blöðin kl. 9, handa-
vinna kl. 9-16.30, útskurður kl. 9, hádegismatur,
brids kl. 13, kaffi.
Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, pútt á Keilisvelli kl.
10, handmennt og línudans kl. 11, handmennt kl.
13, pílukast kl. 13.30, Gaflarakórinn kl. 16.15.
Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9 hjá
Sigrúnu, keramik, tau- og glermálun o.fl. Jóga kl.
9-12, Sóley Erla. Samverustund kl. 10.30, lestur
og spjall. Böðun fyrir hádegi. Hádegisverður.
Hársnyrting.
Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sporthúsinu kl. 9.30,
ringó í Smáranum kl. 12, línudans í Húnabúð, kl.
17. Uppl. í símum 564-1490, 554-2780 og 554-
5330.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun verður spiluð
keila í Keiluhöllinni við Öskjuhlíð kl. 10 og lista-
smiðjan er opin á Korpúlfsstöðum kl. 13-16.
Laugarneskirkja | Foreldramorgunn kl. 10,
gönguhópurinn Sólarmegin kl. 10.30. Kirkju-
prakkarar, 1.-4. bekkur kl. 14.15, umsjón hafa
prestar og kirkjuvörður safnaðarins. Ferming-
artímar kl. 19.30 og Adrenalín gegn rasisma o.fl.
kl. 20. Unglingar úr kirkjunni taka þátt í tónleik-
unum, bræður og systur í austurbæ.
Norðurbrún 1 | Smíðastofa og handavinnustofa
opin kl. 9-16. m/leiðb. kl. 9-12, félagsvist kl. 14.
Hárgreiðslustofa s. 588-1288, s. fótaaðgerð-
arstofa 568-3838.
Sjálfsbjörg | Félagsvist kl. 19, í félagsheimili
Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12.
Vesturgata 7 | Hárgreiðsla, fótaaðgerðir og að-
stoð v/böðun. Handavinna, sund, hádegisverður,
verslunarferð í Bónus, tréskurður og kaffi.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30,
morgunstund kl. 10, handavinnustofan opin allan
daginn, verslunarferð kl.12.30, upplestur kl.
12.30, bókband kl. 13, dans kl. 14, við undirleik
harmónikkuhljómsveitar. Uppl. í síma 411-9430
Þórðarsveigur 3 | Almenn handavinna kl. 9-13,
opinn salur kl. 13, ganga kl. 15, boccia kl. 14, kaffi-
veitingar kl. 15.
Kirkjustarf
Áskirkja | Hreyfing og bæn í neðri safnaðarsal
kl. 11.
Bessastaðasókn | Foreldramorgunn kl. 10-12 í
Holtakoti, Valentína Björnsdóttir kynnir heilsu-
matvörur frá Móður Náttúru og hefur sýni-
kennslu í því að baka hollt pönnubrauð. Opið hús
eldri borgara kl. 13-16 í Litlakoti, spil og spjall.
Bessastaðasókn | Bæna- og kyrrðarstund í
Leikskólanum Holtakoti kl. 20.
Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist,
hugvekja, fyrirbænir. Léttur málsverður í safn-
aðarheimili eftir stundina. Kirkjuprakkarar 7-9
ára kl. 16. TTT 10-12 ára kl. 17. Æskulýðsfélag
KFUM&K og kirkjunnar kl. 20.
Bústaðakirkja | Starf eldri borgara kl. 13-16.30.
Spilað, föndrað og handavinna. Hafið samband
við kirkjuvörð í s: 553-8500 ef bílaþjónustu er
óskað.
Digraneskirkja | Alfanámskeið kl. 19. digranes-
kirkja.is
Dómkirkjan | Bænastundir kl. 12.10-12.30. Létt-
ur hádegisverður á kirkjuloftinu á eftir. Bænar-
efnum má koma á framfæri í síma 520-9700
eða með tölvupósti til domkirkjan@domkirkj-
an.is.
Fríkirkjan Kefas | Unglingasamkoma kl. 20.
Kennsla, tónlist og samvera. Allir unglingar vel-
komnir.
Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Fyr-
irbænir og altarisganga, tekið við fyrirbænum í
síma Grafarvogskirkju: 587-9070. Léttur há-
degisverður á vægu verði að stundu lokinni. TTT
fyrir börn 10-12 ára í Rimaskóla og Kokrpuskóla
kl. 17-18. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigð-
isráðherra les 11. passíusálm kl. 18.
Grensáskirkja | Samverustund aldraðra, matur
og spjall kl. 12, helgistund kl. 14.
Hallgrímskirkja | Morgunmessa kl. 8. Hugvekja,
altarisganga. Morgunverður í safnaðarsal eftir
messuna.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bænastund kl.
12-13, skrifstofan lokar á meðan. Unglinga-
fræðsla kl. 17.30 og fjölskyldusamveran kl.
18,„súpa og brauð“, gegn vægu gjaldi. Biblíu-
kennsla kl. 19 og Royal Rangers skátastarf fyrir
5 ára og eldri.
KFUM og KFUK | Hátíðar- og veislufundur
verður 21. febrúar og hefst kl. 19 með kvöldverði,
hátíðardagskrá. Nýir félagar boðnir velkomnir.
Verð 3.500 kr. Skráning í síma 588-8899 til há-
degis fimmtudag.
Kristniboðssalurinn | Freddy Fillmore verður
gestur á samkomunni í kvöld. Kaffiveitingar í lok
samkomu. Hægt verður að kaupa miða á Eþíóp-
íukvöldið 1. mars.
Neskirkja | Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr.
Örn Bárður Jónsson. Opið hús kl. 15, Herdís Þor-
valdsdóttir leikkona spjallar um líf sitt og starf
og rifjar upp minningar frá löngum leikferli í
Þjóðleikhúsinu og víðar. Kaffiveitingar á Torginu.
Selfosskirkja | Foreldramorgunn í Safn-
aðarheimilinu kl. 10.30. Guðbjörg H. Bjarnadóttir
íþróttakennari ræðir um sund ungbarna.
Vídalínskirkja Garðasókn | Foreldramorgunn kl.
10 - 12:30. Foreldramorgnar í Vídalínskirkju eiga
afmæli í dag og verður veisla. Allir velkomnir,
pabbar og mömmur, afar og ömmur.
70ára afmæli. Sjötug er í dag20. febrúar Finnlaug Guð-
björg Óskarsdóttir. Í tilefni af-
mælisins tekur Finnlaug á móti
vinum og ættingjum laugardaginn
23. febrúar, milli kl. 14 og 17, í
Logasölum 2 í Kópavogi.
60ára afmæli.Þessir ungu
menn, tvíburarnir
Haukur og Örn
Helgasynir, slitu
barnsskónum í Hvera-
gerði og á Laug-
arvatni. Nú hafa þeir
tekið fram skíðaskóna
og fagna sextíu ára af-
mæli sínu, 20. febrúar,
í bænum Falera í Sviss
ásamt stórfjölskyld-
unni. Natan Örn
Helgason verður 8 ára
sama dag.
60ára afmæli. Sextugur er ídag, 20. febrúar, Bergur
Hjaltason. Hann og eiginkona
hans Guðrún J. Haraldsdóttir taka
á móti vinum og vandamönnum í
Framheimilinu við Safamýri næst-
komandi föstudag kl. 19.
dagbók
Í dag er miðvikudagur 20. febrúar, 51. dagur ársins 2008
Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. (Matt. 6, 14.)
Félag íslenskra fræða heldurrannsóknarkvöld á morgun,fimmtudag, í húsi Sögu-félagsins Fischersundi 3.
Að þessu sinni mun Kristján Ei-
ríksson, verkefnisstjóri hjá Árna-
stofnun, flytja erindið Ljóðmæli Ein-
ars í Eydölum og útgáfur bundins
máls frá lærdómsöld.
Einar Sigurðsson í Eydölum (1539
til 1626) var helsta trúarskáld sinnar
tíðar: Guðbrandur biskup Þorláksson
og Einar voru kunnugir úr skóla, og
þegar Guðbrandur gaf út sína frægu
Vísnabók árið 1612 var Einar höf-
uðskáld þeirrar bókar og fyrsti hluti
bókarinnar að mestu eftir hann,“ seg-
ir Kristján. „Einar fylgdi þeirri stefnu
Guðbrands að bæta sálmakveðskap og
leita til þess fyrirmynda í verald-
legum kveðskap. Í þeim anda orti
Einar til dæmis sálma undir víkivaka-
háttum, eins og Nóttin var sú ágæt
ein. Hann orti og rímur út frá Biblí-
unni og kvað þó nokkuð undir forn-
háttum eins og kaþólsk helgikvæða-
skáld höfðu gert. Þannig brúar Einar
bilið milli hins kaþólska kveðskapar
og hins nýja. Sálmakveðskapur í upp-
hafi hins nýja siðar hafði verið heldur
dapurlegur og er skáldskapur Einars
yfirleitt miklu betri en það sem á
undan kom. Með Einari fleygir trúar-
legum kveðskap fram, og má segja að
hann plægi akurinn fyrir Hallgrím
Pétursson.“
Í lok síðasta árs gaf Árnastofnun út
ljóðmæli Einars og bjuggu Jón Sam-
sonarson og Kristján Eiríksson bók-
ina til prentunar. Segir Kristján frá
útgáfunni, auk þess að fjalla um út-
gáfu kveðskapar frá lærdómsöld al-
mennt, bæði í fræðilegum útgáfum og
útgáfum ætluðum almenningi: „Mikið
skortir á að skáldskapur frá þessu
tímabili hafi verið gefinn út og það
sem út hefur komið er gjarnan ófáan-
legt,“ útskýrir Kristján. „Mikil
áhersla hefur verið á rannsóknir og
útgáfu á hinum forna skáldskap en
hálfgert tómarúm þegar kemur að
lærdómsöld.“
Rannsóknarkvöldið hefst kl. 20 og
er aðgangur öllum heimill og ókeypis.
Finna má nánari upplýsingar um við-
burði á vegum Félags íslenskra fræða
á vefsíðu félagsins slóðinni http://
islensk.fraedi.is.
Bókmenntir | Fyrirlestur um kveðskap á lærdómsöld á morgun kl. 20
Lærdómsöld í sviðsljósið
Kristján Eiríks-
son fæddist á
Fagranesi á
Reykjaströnd
1945. Hann lauk
stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á
Akureyri, BA-prófi
og cand.mag.-prófi
í íslenskum bók-
menntum frá HÍ. Kristján kenndi um
langt skeið við Menntaskólann að
Laugarvatni, var síðar lektor í ís-
lenskum bókmenntum í Björgvin í
Noregi og kenndi við KHÍ. Kristján
hefur starfað hjá Árnastofnun síðan
1999. Eiginkona Kristjáns er Sig-
urborg Hilmarsdóttir cand.mag. og
eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn.
Tónlist
Hótel Hamar | South River Band heldur
tónleika 21. febrúar kl. 20, í tilefni af hér-
aðsskemmtunni „Fóður og fjör“ í Borg-
arnesi. Húsið er opið frá 18.30 fyrir mat-
argesti. South River Band hefur gefið út
fjóra geisladiska.
Dans
Þjóðdansafélag Reykjavíkur | Opið hús kl.
20.30 í Álfabakka 14A. Gömlu dansarnir.
Uppákomur
Norræna húsið | Hönnunartvíeykið Clay-
dies, eða Karen Kjældgård-Larsen og Tine
Broksö vinna með samspil matar og nytja-
listar. Þær hafa hlotið lof fyrir nýtt mat-
arstell sem þær unnu með bundið fyrir
augun, sitjandi á gólfinu. Þær sýna aðferð
sína í Norræna húsinu kl. 15.30 í dag.
Fyrirlestrar og fundir
Vináttufélag Íslands og Kanada | Friðþór
Eydal, fyrrum upplýsingafulltrúi varnarliðs-
ins, mun fjalla um bók sína, Frá heimsstyrj-
öld til herverndar; Keflavíkurstöðin 1942-
1951. Erindið verður flutt kl. 20, í Lögbergi,
Háskóla Íslands, stofu 201 og er á vegum
Vináttufélags Íslands og Kanada.
Náttúrufræðistofnun Íslands | Lilja Karls-
dóttir líffræðingur, flytur erindi um rann-
sóknir á frjókornum ilmbjarkar og fjall-
drapa. Erindið er flutt í sal Möguleikhússins
á Hlemmi og hefst kl. 12.15. Nánar á
www.ni.is.
Norræna húsið | Baldvin Jónsson sem
stýrir markaðssetningu íslenskra matvæla
í Bandaríkjunum heldur fyrirlestur kl. 13 og
mun fjalla um íslenska drauminn – útflutn-
ingsævintýri.
Sögufélag, Fischersundi 3 | Félag þjóð-
fræðinga á Íslandi heldur þemakvöld kl. 20.
Yfirskrift kvöldsins er Þankagangur þjóð-
arinnar: Menning skoðuð út frá sjó-
mannalögum og veðurþjóðtrú. Erindi flytja
Rósa Margrét Húnadóttir og Eiríkur Valdi-
marsson. Aðgangur ókeypis og öllum
heimill.
Þjóðminjasafn Íslands | Dagur ungra
fræðimanna í Evrópumálum II hefst kl. 10.
Ráðstefna á vegum Alþjóðamálastofnunar
Háskóla Íslands og Samtaka iðnaðarins.
Ungir og/ eða nýútskrifaðir fræðimenn
kynna rannsóknarverkefni sín á sviði Evr-
ópufræða. Capacent, Rannís og Al-
þjóðaskrifstofa háskólastigsins verða með
vinnustofu fyrir hádegi. Nánar á http://
www.hi.is/ams
Fréttir og tilkynningar
Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður við
KFC í dag.
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar-
og fataúthlutun kl. 14-17 í Hátúni 12b. Tekið
við hreinum fatnaði og öðrum varningi á
þriðjudögum kl. 10-15. Sími 551-4349 Net-
fang maedur@simnet.is
PÁFAGAUKUR hjólar á þríhjóli á sýningu í dýragarði og áhorfendur horfa agndofa á í Jiaozuo í Henan-héraði í
miðhluta Kína í síðustu viku. Ekki fylgdi sögunni hvort páfagaukurinn spjallaði við áhorfendur að sýningu lokinni.
Skrítinn fugl á skrítnu hjóli
Reuters