Morgunblaðið - 20.02.2008, Page 38

Morgunblaðið - 20.02.2008, Page 38
38 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ NEFIÐ á Edward Trencom er glæsilegt, svo glæsilegt að það er það fyrsta sem menn taka eftir. Það er þó ekki bara glæsilegt, heldur er það helsta ástæða þess hvað Edward Trencom er lykt- næmur. Hann er reyndar svo lykt- næmur að hann getur ekki bara greint á milli ostategunda, heldur getur hann greint á milli búgarða, sagt til um í hvaða mánuði viðkomandi ostur var búinn til og nefnt kúna sem lagði til mjólkina. Þetta kemur sér vel í ljósi þess að hann er ostakaupmaður, reyndar sá fremsti sem uppi hefur verið. Sá er hængur á öllu saman að nef- inu góða fylgir bölvun sem fylgt hef- ur ættinni í níu ættliði, frá 1666 fram á okkar daga, og leiðir jafnan til þess að höfuð fjölskyldunnar stingur af til Eyjahafs og lætur þar líf sitt. Einn daginn birtist grískur maður og varar Edward við því að um hann sitji tyrkneskir leigumorðingjar. Edward tekur eðlilega ekki mikið mark á þessu, en á endanum verður Edward að halda til Eyjahafs á vit örlaga sinna líkt og forfeður hans í gegnum árin. Þessi bók er í senn blóðug og bráðfyndin, fullt af kynlífi og æsileg- um uppákomum og ekki má gleyma ostunum sem er allt um kring, ríf- lega 3.000 tegundir; Norfolk tynwo- od, tomme du Mont Chenis, abbaye du mont des cats og primus inter pares Touloumotyri úr Eyjahafi sem er lykillinn að öllu saman. Nefið mikla Edward Trencom’s Nose eftir Giles Milt- on. Macmillan gefur út, 270 bls. innb. Árni Matthíasson BÆKUR» METSÖLULISTAR» 1. The Appeal – John Grisham 2. 7th Heaven – James Patterson & Maxine Paetro 3. Duma Key – Stephen King 4. Stranger in Paradise – Robert B. Parker 5. A Thousand Splendid Suns – Khaled Hosseini 6. Plum Lucky – Janet Evanovich 7. World Without End – Ken Follett 8. The Senator’s Wife – Sue Miller 9. People of the Book – Geraldine Brooks 10. Sizzle and Burn – Jayne Ann Krentz New York Times 1. Notes from an Exhibition - Patrick Gale 2. Remember Me - Sophie Kinsella 3. Then We Came to the End - Joshua Ferris 4. A Thousand Splendid Suns - Khaled Hosseini 5. On Chesil Beach - Ian McEwan 6. Atonement - Ian McEwan 7. The Appeal - John Grisham 8. No Country for Old Men - Cormac McCarthy 9. The Kite Runner - Khaled Hosseini 10. The Book Thief - Markus Zusak Waterstone’s 1. Temperatures Rising – Sandra Brown 2. Alibi Man – Tami Hoag 3. Shadow Dance – Julie Garwood 4. Sisters – Danielle Steel 5. 6th Target – James Patterson 6. The Unquiet – John Connolly 7. I Heard That Song Before – Mary Higgins Clark 8. Overlook – Michael Connelly 9. Brother Odd – Dean Koontz 10. Daddy’s Little Girl – Lisa Scottoline Eymundsson Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is BÓKIN Microtrends eftir Mark J. Penn hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og ber nú meðmæli á kápunni frá Bill-um tveim, Clint- on og Gates. Þar lýsir höfundur nýjum straumum í bandarísku sam- félagi sem sumir koma verulega á óvart (eitt prósent unglinga í Kali- forníu ætlar að verða leyniskytta) en aðrir eru á allra vitorði (sífellt fleiri kynnast tilvonandi maka á netinu). Hugmyndin sem Penn gengur út frá er sú að breytingar í litlum hluta samfélagsins, jafnvel allt nið- ur í eitt prósent, geti haft djúpstæð áhrif á allt þjóðfélagið; ráðið kosn- ingaúrslitum, komið af stað fjölda- hreyfingum og verið gullnáma fyrir þá sem eru á höttunum eftir nýjum markaðstækifærum. Bókin er byggð upp í stuttum köflum þar sem tekin eru dæmi af breyttri hegðun hluta fólks á ákveðnu sviði, til dæmis stjórnmála, atvinnulífs, tísku eða heilsuræktar, og sýnt fram á hvernig litlar þúfur geta, og hafa, velt þungum hlössum. Nýir repúblikanar Í einum athyglisverðasta kafl- anum segir Penn frá þjóðfélagshópi sem hann telur hafa ráðið úrslitum um kosningaúrslit undanfarin ár í Kaliforníu. Íbúum sem eiga rætur í Mið- og Suður-Ameríku hefur fjölg- að þar mikið undanfarin ár og mik- ill meirihluti þeirra hefur jafnan stutt Demókrataflokkinn í kosn- ingum. En vaxandi hluti þessa hóps, og það er það sem Penn telur skipta sköpum, skilur kaþólskuna eftir í heimahögunum og tekur upp lúterstrú í nýju landi. Þar sé kom- inn hópur sem finni sterka sam- svörun með þeim hugmyndum sem Repúblikanaflokkurinn hefur byggt á; trú á svokölluð fjölskyldugildi og sannfæringu um að hver komist áfram á eigin verðleikum með sem minnstum afskiptum ríkisvaldsins. Þessir latínó-lúterstrúarmenn sýndu áhrif sín í forsetakosning- unum 2004 þar sem stuðningur þeirra við Bush var lykilatriði í sigri hans að því er Penn telur. En repúblikanar kunnu ekki að nýta sér þetta tækifæri og í þingkosn- ingunum 2006 ráku þeir harðan áróður gegn ólöglegum innflytj- endum í kosningabaráttunni. Þar með fældu þeir frá sér þessa nýju stuðningsmenn sem eiga margir nákomna ættingja sem ekki komu löglega til landsins og svo fór að repúblikanar töpuðu kosningunum. Þarna er kominn kjarninn í kenningu Penns; þeir sem ekki eru vakandi fyrir látlausum þjóðfélags- breytingum eiga það á hættu að verða undir í hljóðlátum byltingum. Forvitnilegar bækur: Microtrends Þúfur og þung hlöss Reuters Microtrends Bush og Cheney fengu stuðning úr óvæntri átt í kosning- unum 2004, frá íbúum sem eiga rætur í Mið- og Suður-Ameríku. * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ* Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í SmárabíóSími 462 3500 Sími 564 0000 Sími 551 9000 SÝND Í REGNBOGANUM eee - V.I.J., 24 STUNDIR eee - S.V, MBL SÝND Í SMÁRABÍÓI OG REGNBOGANUM SÝND Í REGNBOGANUM Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum - S.V. MBL SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI ÞAÐ ÁTTI ENGINN AÐ MEIÐAST SÝND Í REGNBOGANUM NJÓTTU MEÐAN Á NEFINU STENDUR LEIKSTÝRT AF SIDNEY LUMET LEIKSTJÓRA SERPICO OG DOG DAY AFTERNOON STÓRKOSTLEG MYND Í LEIKSTJÓRN SEAN PENN. BYGGÐ Á SANNSÖGULEGUM ATBURÐUM. HAMINGJAN FELST EKKI Í EFNISLEGUM GÆÐUM. Jumper kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára Before the devil knows you’re dead kl. 5:30 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára Meet the Spartans kl. 6 - 8 - 10 Walk hard kl. 6 - 8 B.i. 14 ára Aliens vs. Predator kl. 10:10 B.i. 16 ára SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI eee DÓRI DNA, DV Cloverfield kl. 8 - 10 B.i.14 ára Ástríkur á Ól... ísl. tal kl. 3:30 - 5:40 Nú mætast þau aftur! - Kauptu bíómiðann á netinu - Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! Jumper kl. 5:50 - 8 - 10 B.i. 12 ára Rambo kl. 10 B.i. 16 ára Ástríkur á Ól... kl. 5:50 Brúðguminn kl. 8 B.i. 12 ára Jumper kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i.12 ára Jumper kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 LÚXUS Meet the Spartans kl. 4 - 6 - 8 - 10 Brúðguminn kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára eeee „Into the Wild skilur við áhorfandann snortinn af andstæðum, fegurðinni og vægðarleysinu sem hún lýsir svo skýrt og fallega.“ -S.V., Mbl TILNEFND TIL 2 ÓSKARSVERÐLAUNA M.A. FYRIR BESTA AUKALEIKARA SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI eeee - V.J.V. Topp5.is/FBL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.