Morgunblaðið - 20.02.2008, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 20.02.2008, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2008 39 Óvenjuleg ljósmyndasýningstendur yfir í Gerðubergi íBreiðholtinu um þessar mundir. Hún nefnist Hið breiða holt og sýningarstjóri er myndlistar- konan Berglind Jóna Hlynsdóttir en verkefnið er unnið í samstarfi við Gerðuberg og íbúa í Efra-Breið- holti, en Breiðholtin eru eiginlega þrjú, Fella- og Hólahverfi, Selja- hverfi og Bakka- og Stekkjahverfi. Í Efra-Breiðholti eru m.a. stóru blokkirnar í Fellunum, Fuglabjarg- ið svokallaða og í hverfinu búa þús- undir. Breiðholt er áhugavert fyrir- bæri, fyrsta alvöru úthverfi borg- arinnar og skemmst að minnast sýningar um sögu þess í Listasafni Reykjavíkur.    Titill sýningarinnar vísar að hlutatil hins breiða mannlífs sem þar er að finna, en Berglind Jóna tók þá markvissu stefnu að skoða sér- staklega samskipti unglinga og eldri borgara, tengsl unglinga við ömmur sínar og afa. Eftir uppsetn- ingu auglýsinga víðs vegar um hverfið gátu áhugasamir haft sam- band og tekið þátt, verkefnið var síðan kynnt og þátttakendur fengu myndavélar til afnota. Unglingur- inn myndaði ömmuna eða afann og öfugt, sýningarstjórinn var síðan hið utanaðkomandi auga sem mynd- aði þau saman. Afraksturinn er tíu myndraðir sem birta margvísleg persónuleg tengsl, einnig koma fram listræn sjónarhorn og áhuga- verð persónusköpun á sér stað af beggja hálfu. Enginn texti fylgir myndunum sem látnar eru tala sínu máli. Umgjörð þeirra er oftast heimilið þar sem innanstokksmunir birta ákveðna stemningu. Ég get ímyndað mér að verkefnið hafi ver- ið ánægjulegt þeim sem tóku þátt og e.t.v. orðið til þess að einhverjir sáu nána ættingja í nýju ljósi. Sem heimild um sammannlega reynslu eru myndirnar forvitnilegar og vekja upp umhugsun um tengsl kyn- slóðanna í samtímanum.    Hið breiða holt má síðan sjá nán-ar á myndum í innra gangi sem einnig er opinn áhorfendum, þar sem umgjörð verkefnisins er myndlýst með myndum af þátttak- endum, myndum teknum út um glugga íbúða og af hverfinu sjálfu. Gerðuberg er tengiliður margra íbúa og starfsemin þar afar blóm- leg, á staðnum ríkir geðþekkt and- rúmsloft og tómstundastarf Gerðu- bergs hefur einatt verið metnaðarfullt og að sama skapi vin- sælt, þetta er sannkölluð hverf- ismiðstöð og starfsemin til eft- irbreytni. Berglind Jóna vinnur sýningu sína í anda strauma og stefna sem um þó nokkurt skeið hafa verið á döfinni í samtímalistum undir heit- inu „relational aesthetics“ eða „new genre public art“, þar sem lista- menn leggja áherslu á að vinna verk sín í tengslum við íbúa einstakra hverfa, minnihlutahópa eða innan borgarskipulags. Að baki liggur hugsjón um betra mannlíf, þar sem listin er hluti af lífinu og mannleg gildi eru í hávegum höfð. Um leið leitast listamaðurinn við að notfæra sér einstaka þekkingu sína á sjón- rænum miðlum og listasögunni til að skapa lifandi listaverk sem er hluti af samtíma sínum. Sýningin stendur til 20. apríl og er opin virka daga 11–17 og 13–16 um helgar. Þátttakendur í lífi og list AF LISTUM Ragna Sigurðardóttir »Unglingurinn mynd-aði ömmuna eða afann og öfugt, sýningarstjór- inn var síðan hið utanað- komandi auga sem myndaði þau saman. Lifandi listaverk „Ég get ímyndað mér að verkefnið hafi verið ánægjulegt þeim sem tóku þátt og e.t.v. orðið til þess að einhverjir sáu nána ættingja í nýju ljósi,“ segir meðal annars í pistli höfundar. ragnahoh@gmail.com Ánægðustu viðskiptavinir farsímafyrirtækja Samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni 2007 „Brúðguminn er heilsteypt og skemmtileg mynd sem kemur eins og ferskur andvari inn í skammdegið.” -S.P., Kvika Rás 1 Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum Sýnd kl. 6, 8 og 10 POWERSÝNING -bara lúxus Sími 553 2075 10 Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5:30 m/ísl. tali Sýnd kl. 8 og 10 HANN HELDUR AÐ ÞAU SÉU STRANDAGLÓPAR.... EN HÚN VEIT BETUR. Into the wild kl. 6 - 9 B.i. 7 ára Rambo kl. 8 - 10 B.i. 16 ára Ástríkur á Ólympíuleikunum kl. 5:30 Atonement kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Brúðguminn kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI FRIÐÞÆING Kauptu bíómiða á netinu á www.laugarasbio.is Stærsta kvikmyndahús landsins SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI LANG VINSÆLASTA KVIKMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG 40.000 GESTIR - 5 VIKUR Á TOPPNUM! MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI! - H.J. , MBL eeeee eeee „Frábær mynd” - E.E., DV „Myndin er verulega vel leikin og að öllu leyti frábær” - E.E., DV - V.I.J. 24 STUNDIR eeee - V.J.V. TOPP 5 - V.I.J. 24 STUNDIR eeee - V.J.V. TOPP 5 eeee “Brúðguminn er skemmtileg mynd sem lætur áhorfendur hljæja og líða vel“ - G. H., FBL eeee Besta íslenska fíl-gúdd myndin fyrr og síðar “ - S.S. , X-ið FM 9.77

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.