Morgunblaðið - 20.02.2008, Síða 40

Morgunblaðið - 20.02.2008, Síða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI O S C A R ® T I L N E F N I N G A R ÞAR Á MEÐAL VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSISÝND Í KRINGLUNNI OG KEFLAVÍKSÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI JUMPER kl. 6 - 8 - 10 B.i.12 ára MR. MAGORIUMS WONDER ... kl. 6 - 8 LEYFÐ NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 10 B.i.16 ára P.S. I LOVE YOU kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16 ára NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 8 - 10:30 B.i.16 ára LÚXUS VIP MR. MAGORIUMS WONDER .... kl. 6 LEYFÐ P.S. I LOVE YOU kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ UNTRACEABLE kl. 8 - 10:30 B.i.16 ára UNTRACEABLE kl. 5:30 B.i.16 ára LÚXUS VIP SWEENEY TODD kl. 8 - 10:30 B.i.16 ára CHARLIE WILSON'S WAR kl. 10:30 B.i.12 ára DEATH AT A FUNERAL kl. 6 - 8 B.i.7 ára Það er Besta þjónusta farsímafyrirtækja Samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni 2007 Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG var næstum því búinn að skrifa undir samning við Wild Bunch, en svo kom hinn risinn í Frakklandi og bauð enn þá betur. Hann heitir Cellulite Dreams og er einn stærsti aðilinn í þessu,“ segir kvikmynda- gerðarmaðurinn Baltasar Kormák- ur sem skrifaði undir stóran sölu- samning vegna Brúðgumans í Frakklandi um helgina. „Þeir eru þá búnir að kaupa rétt til þess að fram- selja myndina til dreifingaraðila í hverju landi fyrir sig,“ segir Baltas- ar, sem vill þó ekki nefna nákvæm- lega hve mikils virði samningurinn er. „En þetta hleypur á tugum millj- óna,“ segir hann. Sanngjörn skipti Samningurinn virkar þannig að franska fyrirtækið borgar fyrirtæki Baltasars, Sögn/Blueeyes Product- ions, nokkra tugi milljóna sem lág- markstryggingu. Ef fyrirtækið sel- ur svo myndina upp í þann kostnað fær Sögn/Blueeyes 75% af hverri sölu eftir það. Aðspurður segist Baltasar ekki vita til þess að samningur af þessari stærðargráðu hafi verið gerður vegna annarrar íslenskrar kvik- myndar. „Þegar kemur að íslensk- um myndum hafa menn yfirleitt ekki fengið greitt fyrir svona samn- inga, menn eru yfirleitt heppnir að fá einhvern sem tekur að sér að selja myndina,“ segir hann. „Það er venjulega þannig með íslenskar myndir að menn fá enga peninga nema myndin seljist. En ég fæ strax þessa upphæð sem þeir leggja til, síðan er það þeirra að selja upp í þá upphæð, og svo förum við að skipta á milli okkar peningunum.“ En hvaða þýðingu hefur þessi samningur fyrir dreifingu á Brúð- gumanum? Verður myndin sýnd úti um allan heim í kjölfarið? „Það veit maður aldrei, en þetta er eins góð vísbending og maður getur fengið. Það verður bara að koma í ljós hvert hún fer. En svona fyrirtæki myndi aldrei eyða svona miklum peningum í mynd nema það hefði mikla trú á að það gæti selt hana. Þannig að núna reyna þeir að koma henni á nokkrar góðar hátíðir, og svo fara þeir á alla markaði og selja hana.“ Baltasar segir að um tíu aðilar hafi barist um að kaupa Brúðgum- ann og að verðhugmyndir hafi margfaldast á stuttum tíma. „Það var mikill slagur um myndina og all- ir þeir sem ég sýndi hana tóku þátt í þeim slag. Það hljóp mikið kapp í menn og sumir görguðu á mig í sím- ann að fara að loka samningum. Svo voru menn líka að hóta að draga til- boðin til baka og svona, þannig að maður þarf að spila þetta rétt. En það er frábært að finna fyrir svona miklum áhuga.“ Kostnaður við Brúðgumann nam um 150 milljónum króna, en auk nýja samningsins hefur myndinni vegnað mjög vel í kvikmyndahúsum hér á landi. „Hún stendur undir sér, það er alveg ljóst,“ segir Baltasar og bætir því við að hugsanlegur hagnaður fari í að gera fleiri bíó- myndir. „Nú get ég bara farið að gera næstu mynd, þeir sjá um allt,“ segir leikstjórinn, en hans næsta verkefni verður líklega bandaríska kvik- myndin Run For Her Life. Stefnt er að því að hefja tökur á henni í vor, en það gæti þó tafist. „Hún verður tekin í Los Angeles og svo líklega eitthvað í Nýju-Mexíkó, út af skattaívilnunum þar. Svo tökum við kannski eitthvað í Tijuana sem er reyndar svo hættulegur staður að menn þora varla að taka þar, það er svo miklu stolið af græjum og svona.“ Baltasar segir að myndin muni líklega kosta á bilinu sex til tíu millj- ónir dollara, 400 til 700 milljónir ís- lenskra króna. Það yrði því hans stærsta verkefni hingað til. „Þetta er líka verkefni sem ég barðist fyrir að fá. Ég fékk handritið upphaflega sent, ásamt nokkrum öðrum leik- stjórum. Ég missti það svo til ann- ars leikstjóra, en þegar ég fór að hitta Wes Craven sem bauð mér að leikstýra hryllingsmynd sem ég endaði á að afþakka, fór ég að at- huga með þetta verkefni og þá hafði eitthvað klikkað varðandi hinn leik- stjórann. Þannig að ég fór bara og sagði þeim mína skoðun á þessu, og þá vildu þeir endilega fá mig.“ Spagettí-vestri víkinganna Eins og greint var frá í Morg- unblaðinu í byrjun árs mun Baltasar líklega gera kvikmynd byggða á skáldsögunni The Bird Artist eftir Howard Norman í Kanada í ágúst. Hann vonast til að geta tekið bæði verkefnin vestan hafs að sér. „En ef það verður ekki af þessu í vor fer ég bara að skrifa, við Ólafur Egill Eg- ilsson erum að skrifa handrit að stórmynd sem er byggt á Íslend- ingasögunum, við erum að taka það besta úr þeim og búa til svona spagettí-vestra víkinganna,“ segir hann og hlær. „Þetta er sjálfstæð saga, með minni úr Íslendingasög- unum. Ég var búinn að vinna lengi með Njálu, en mér fannst hún aldrei verða að almennilegu kvikmynda- handriti. Þannig að ég ákvað bara að gera sjálfstætt handrit,“ segir leikstjórinn, en bætir því við að langt sé í að sú mynd verði að veru- leika. Verðið á Brúðgumanum margfaldaðist  Franskt fyrirtæki keypti söluréttinn að kvikmynd Baltasars Kormáks  Kaupverðið hleypur á tugum milljóna króna  Einn stærsti samningur sem gerður hefur verið vegna íslenskrar myndar Brúðguminn Ólafur Darri Ólafsson og Þröstur Leó Gunnarsson í hlutverkum sínum. „Nú get ég bara farið að gera næstu mynd,“ segir Baltasar. Árvakur/Einar Falur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.