Morgunblaðið - 03.03.2008, Page 8

Morgunblaðið - 03.03.2008, Page 8
8 MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kínverskur málsháttur segirað maður skuli ekki skiptasér af uppeldi barna ná-grannans,“ segir Zhang Keyuan, sendiherra Kína á Íslandi, um stefnu landsins í Afríku. Sam- skiptin byggist á jafningjagrundvelli, þar sem slæm reynsla Kínverja af erlendum yf- irráðum sé höfð í huga. Umsvif þessa fjölmennasta ríkis heims í Afríku hafa vaxið hröð- um skrefum und- anfarin ár og gagnrýni á tengsl Kínverja við stjórnvöld í Súdan dreg- ið athyglina að stefnu Kínastjórnar í hinni víðáttumiklu álfu. Zhang var sendiherra í Gana áður en hann tók við sendiherrastöðunni hér og segir spurður um reynslu sína mikilvægt að hafa í huga að róstu- samt hafi verið í heimshlutanum Vestur-Afríku síðustu áratugi. Borgarastyrjaldir hafi geisað í mörgum ríkja svæðisins, svo sem í Síerra Leóne, þar sem skammt sé síðan komið var á friði. Ástandið sé miklu mun betra í Gana. „Ég held að Gana sé einstakt dæmi í Vestur-Afríku. Þar hefur herinn ekki rænt völdunum síðan 1981. Landið snerist til lýðræðislegra stjórnarhátta árið 1992 og síðan hafa farið fram nokkrar kosningar, allar með friðsömum hætti. Landið er í dag öruggt lýðræðisríki og hagvöxtur góður undanfarin ár.“ Zhang segir Gana ekki ríkt af nátt- úruauðlindum. Þar sé að finna gull, sem eigi þátt í litlum hluta þjóð- arframleiðslunnar. Erlend fyrirtæki stjórni nú efnahagslífinu. Vatnsaflið sé eina orkuuppsprettan innan landsins. Á sjötta áratugnum hafi 600 MW vatnsaflvirkjun verið reist í landinu, sem hafi verið meira en nóg til að anna orkuframboðinu í fyrstu. Nú sinni orkuverið aðeins hluta orkuþarfarinnar. „Við höfum ákveðið að byggja vatnsaflsvirkjun í Gana, um 400 MW raforkuver [uppsett afl Kára- hnjúkavirkjunar er 690 MW] sem kostar 600 milljónir Bandaríkjadala og er hluti af tíu milljarða dala aðstoð Kínverja til þróunarríkja næstu árin.“ Stærstur hluti þessa framlags renn- ur til Afríku og spurður frekar út í framlag Kínverja í Gana segir Zhang stjórn sína hafa reist sjúkrahús og skóla og önnur mannvirki samkvæmt þeirri „stefnu að Kína, stórt ríki, og hið smáa Gana, séu jafningjar í efna- hagsþróuninni“. Með þessari stefnu megi hámarka ávinninginn af tvíhliða viðskiptum ríkjanna. Zhang bætir því svo við að röð vatnsaflsvirkjana sem til standi að reisa í Suðvestur-Kína verði samtals þrefalt öflugri en þriggja-gljúfra stífl- an við Gorges-ána, stærstu vatnsafls- virkjanir heims, samtals 22.500 MW, ásamt því sem viðbúið sé að vind- orkan muni vaxa hratt í Kína. Zhou Enlai mótaði stefnuna Afríka er auðug af hvers kyns auð- lindum, staðreynd sem höfð var í huga þegar Evrópuríkin skiptu álf- unni á milli sín án tillits til íbúa- samsetningar á frægri ráðstefnu í Berlín á árunum 1884-85, þegar utan- ríkisráðherrar helstu Evrópuríkja og Bandaríkjanna réðu ráðum sínum um framtíð „myrku álfunnar“, sem þeir nefndu svo. Enginn Afríkumaður var viðstaddur fundahöldin. Forsætisráðherrann Zhou Enlai (1949-76) benti eitt sinn á að Afríka væri afar auðug af náttúruauðlindum. Inntur eftir áhuga Kínverja á hrá- efnum frá Kína segir Zhang lands- menn sína að sjálfsögðu kaupa hrá- efni frá álfunni. Hann bendir á að Bandaríkin séu stærsti kaupandi olíu frá Afríku og að flest ríkjanna sem ráði yfir mestum auðlindum í Afríku hafi þegar verið „skipt upp“ á milli nýlenduveldanna. Kína sé einn stærsti innflytjandi af olíu í heiminum, en noti hins vegar ekki mikið af henni. Þvert á móti sé mikið magn olíu flutt út í formi vara. Zhang vill jafnframt ítreka að í samanburði við þjóðarframleiðslu Kína sé þróunaraðstoðin til Afríku óveruleg og enn lítil miðað við Dan- mörku og Svíþjóð, þar sem stuðning- urinn fari fram úr 0,7 prósentum af vergri þjóðarframleiðslu. Kínverjar geri sér grein fyrir að án þróunar í þróunarlöndum Afríku og Asíu geti þeir ekki þróast sjálfir. Hér sé á ferðinni gagnkvæm aðstoð. Á sjötta áratugnum hafi Zhou Enlai, þáverandi forsætisráðherra, heimsótt Afríku, og í framhaldinu mótað stefnu Kínastjórnar í álfunni. Hluti þeirrar stefnu sé að blanda sér ekki í innanlandsmál ríkjanna, enda hafi Kínverjar reynslu af því að vera undir erlendu oki og viti því vel hversu erfitt og slæmt það er. „Kína styður lýðræði, mannrétt- indi og er á móti hryðjuverkum, en þegar við sendum okkar tvíhliða að- stoð reynum við ekki að segja vinum okkar fyrir verkum,“ segir Zhang. Áratuga samvinna við Súdana Átökin í Darfur-héraði í Súdan hafa sem fyrr segir dregið athyglina að umsvifum Kínverja í Afríku. Spurður um þá gagnrýni að Kín- verjar hafi litið framhjá mannrétt- indabrotum á svæðinu vegna olíu- hagsmuna segir Zhang efnahags- samvinnu ríkjanna hafa hafist löngu fyrir átökin, eða á 7. áratugnum. Kínastjórn hafi reynt að aðstoða Súdanstjórn þegar átökin blossuðu upp [árið 2003] og að það hafi verið fyrir atbeina Hu Jintao forseta sem að samkomulag hafi náðst um að senda friðargæslusveitir SÞ þangað. Hu hafi skipað sérstakan er- indreka, sem Zhang segir reyndan diplómata og gamlan vin sinn, til að þrýsta á um friðarumleitanir. Spurður um efnahagslegt mik- ilvægi Afríku fyrir Kínastjórn segir Zhang að efnahagslega muni Afríka verða mjög mikilvæg álfa, ekki aðeins fyrir Kína, heldur ESB og önnur ríki heims. Álfan sé á leið með að verða jafn mikilvæg og hvaða ríki sem er. Þetta hafi verið undirstrikað á ráð- stefnu ESB með leiðtogum Afr- íkuríkja í Lissabon í desember. Samfara efnahagsuppbyggingunni og áherslu á frumkvöðlastarfsemi síðustu ár hafa rök verið færð fyrir því að völdin hafi færst frá stjórninni í Peking og til yfirvalda í héruðunum. Spurður um stöðu lýðræðisins í Kína segir Zhang þjóð sína enn vera að læra. Fyrir nokkrum vikum hafi verið haldin flokksráðstefna komm- únistaflokksins, hins ráðandi flokks, „Ástæðan fyrir því að að ég minn- ist þessa er sú kommúnistaflokk- urinn er við völd og ljóst að áherslur flokksins munu hafa mikil áhrif á daglegt líf í Kína. Lýðræðið hefur þróast samhliða hagvexti, eins og tvær samhliða lestir. Við höfum þró- að lýðræðið skref fyrir skref. Vest- urlandabúar sjá ekki þessa þróun, þeir sjá efnahagshliðina, ekki þessa hlið. Þetta er vanmat á lýðræð- isþróuninni. Þeir sjá ekki það já- kvæða. Fyrir næstum tíu árum lagði Kínastjórn upp með kerfi sem fól í sér að einstaklingar fengu atkvæð- isrétt í kosningum á þorpsstigi. Nokkur óháð samtök frá Banda- ríkjunum tóku þátt í þessari um- breytingu og þegar við tókum smátt og smátt eftir því að hún reyndist vel tókum við upp slíkar kosningar hjá grasrótinni, í sýslum og þorpum, svæðum sem ná til 800-900 milljóna manna. Þetta er mjög mikilvæg þró- un sem fáir hafa veitt athygli.“ Ríkið heldur úti matarbanka Spurður að lokum um þær kenn- ingar að Kínverjar verði fyrr en síðar að flytja inn mikið magn af matvælum til að anna vaxandi eftirspurn segir Zhang það alltaf munu verða áskorun að tryggja nóg framboð af mat. Geng- ið hafi verið á vatnsforðabúr í Norður- Kína og að stjórnvöld ráði yfir mat- arbanka með hrísgrjónum og svína- kjöti, sem hægt sé að grípa til. Ekki megi gleyma því að Kínverj- ar séu 22% jarðarbúa, en hafi aðeins um 7% af landmassanum. Þrátt fyrir það ættu Kínverjar að geta verið sjálfum sér nægir um mat. Töluvert magn sé flutt inn, m.a. sítrónur frá Kaliforníu og epli frá Washington- ríki, enda verði viðskiptahallans vegna að flytja inn vörur til Kína frá þessum stærsta markaði heims. Afríka nauðsynleg fyrir frekari vöxt í Kína og í heiminum öllum AP Zhang Keyuan, sendiherra Kína á Íslandi, gegndi áður sama embætti í Afríkuríkinu Ghana. Baldur Arnarson hitti Zhang að máli í Vesturbænum og ræddi við hann um þróun- araðstoð Kínverja til Afríku, þar sem þeir leggja til fjármagn og byggja upp innviði. Í HNOTSKURN »Sem dæmi um framlag Kínatil Afríku nefndir Zhang lyf sem unnið er úr jurtum og gagnast gegn malaríu. »Hann segir að á síðustu 50-100 árum hafi lyf sem byggist á kínidín [unnið úr berki Kína- trés] verið notuð gegn malaríu. »Malarían hafi hins vegarbyggt upp viðnám gegn því. »Zhang segir einkageirann íKína þróast hratt og að fram sé komin nokkuð stór millistétt. »Talið sé að hún telji fránokkrum milljónum í nokkra tugi milljóna manna, alls ekki 200 milljónir manna, enda væri Kína þá stærsta hagkerfi í heimi. Zhang Keyuan Auðlind Kínverjar hafa fjárfest töluvert í olíuvinnslu í Nígeríu. MIKILVÆGI Afríku fyrir kínverska efna- hagsundrið er reglulega gert að umtalsefni og skammt er síðan talsmenn Rio Tinto, annars stærsta námafyrirtækis heims, spáðu því að hrávöruþörf Kínverja myndi verða meiri en helmingur heimsneyslunnar innan áratugar. Umsvif Kínverja í Afríku aukast stöðugt og áætlaði tímaritið Beijing Review fyrir rösku ári að yfir 800 kínversk fyrirtæki væru með starf- semi í Afríku, þangað sem frumkvöðlar streyma frá Drekahagkerfinu í leit að gulli og grænum skógum. Þessi tengsl eiga aðeins eftir að styrkjast. Hin hraða uppbygging kínversks iðnaðar kallar á gríðarlegt magn málma, og sú stað- reynd skýrir að hluta mikinn áhuga kínverskra fjárfesta á málmvinnslu í Afríku, hvort sem um ræðir járn og platínu í Suður-Afríku, kopar í Sambíu og lýðveldinu Kongó, eða álframleiðslu í Egyptalandi, svo dæmi séu tekin. Vöxturinn í umsvifum Kína í Afríku síðustu ár bregður birtu á þetta mikilvægi: Árið 2010 ráðgera Kínverjar að verðmæti verslunar við Afríku muni nema um hundrað milljörðum Bandaríkjadala, um 6.600 milljörðum króna. Tölur um verðmæti innflutningsins frá Afr- íku til Kína segja ekki alla söguna því á bak við þær liggur gífurleg fjárfesting. Langt mál væri að tíunda umsvif kínverskra fyrirtækja í Afríku, svo umfangsmikil eru þau orðin. Ágætt dæmi er að kínversk fyrirtæki eiga í samvinnu við Nígeríumenn á ýmsum sviðum og segir í sömu grein í Beijing Review að samvinnan nái til landbúnaðar, uppbygg- ingar innviða, orku- og símakerfis. Þá hafi kínverskt stórfyrirtæki fyrir nokkru gert samning fyrir sem svarar 130 milljörðum íslenskra króna við Nígeríustjórn um uppbygg- ingu lestakerfis í þessu ellefta mesta olíu- vinnsluríki heims. Áhrif Kínverja í Afríku eru því óumdeilanleg og ber að hafa í huga að mörg kínversku fyr- irtækjanna sem þar hafa starfsemi eru í rík- iseigu. Þessi styrku tengsl komu berlega í ljós í október 2006, þegar hátt í 50 afrískir þjóð- arleiðtogar komu í opinbera heimsókn til Pek- ing. Var aðdragandinn sá að árið 2000 efndu kínversk stjórnvöld til fyrstu ráðstefnunnar í þessari röð með ríkjum Afríku. Sú næsta fór fram 2003 og óskaði Hu Jintao Kínaforseti við það tilefni eftir meiri aðstoð við afrísk ríki. Eftir það stórjókst aðstoð Kínverja við Gana, svo dæmi sé tekið. Lána fé og byggja upp innviðina Kínverjar hafa þegar varið hundruðum, ef ekki þúsundum milljarða króna í uppbyggingu innviða Afríku og boða að þeir muni veita tíu milljörðum dala, um 670 milljörðum króna, í formi lána og annarrar aðstoðar til þróun- arlandanna, margra þeirra í Afríku, á næstu árum. Síðan er vilji til að hækka framlögin. Kínverjar flytja inn mikið af olíu frá Súdan. Þeir hafa fjárfest fyrir háar fjárhæðir í olíu- innviðum landsins og má nefna að um það leyti sem Hu forseti fór í opinbera heimsókn til nokkurra Afríkuríkja fyrir tæpu ári fóru 80 prósent olíuútflutningsins frá Súdan beint til Kína. Kínverski ríkisolíurisinn CNPC hefur leitt þessar fjárfestingar og er það hald manna að þær nemi að minnsta kosti á annað þúsund milljörðum íslenskra króna. Eins og fram kemur í viðtalinu hér að ofan hefur stefna Kínverja í viðskiptum þeirra við Súdanstjórn verið umdeild og fyrir nokkru sagði bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Steven Spielberg starfi sínu lausu sem listrænn ráð- gjafi Ólympíuleikanna í Peking, sökum þess að Kínastjórn hefði mistekist að beita áhrifum sín- um til að koma á friði í Darfur-héraði. Fjárfesta fyrir þúsundir milljarða Olía og áhrif Omar al-Bashir Súdansforseti með kollega sínum Ju Hintao fyrir framan líkan af olíuhreinsunarstöð í Khartoum 2. febrúar 2007. Á myndinni til hægri stendur Joseph Kabila, forseti Lýðveldisins Kongó, við herfána við háskóla skammt frá Peking í marsmánuði árið 2002. AP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.