Morgunblaðið - 03.03.2008, Side 10
10 MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Frúin hefur eitthvað ruglast í menúinum, enda slöpp í útlenskunni, við ætluðum bara að
halda okkur við SKYR.IS, ekki evru-fiskisúpuna, mr. Jóse Barroso.
VEÐUR
Viðskiptaheimurinn á meginlandiEvrópu er í uppnámi. Upplýs-
ingar um skattaundanskot, sem
koma frá Liechtenstein hafa sett
allt á annan endann.
Þýzka ákæruvaldið hefur fram-
kvæmt húsleitir um allt Þýzkaland
á heimilum manna og á skrif-
stofum.
Á listan-um, sem
þýzk yf-
irvöld hafa
komizt yfir
um innistæður í Liechtenstein eru
1400 nöfn. Þar af eru 600 Þjóð-
verjar.
Forystumaður samtaka banka íSviss hefur gagnrýnt þýzk yf-
irvöld fyrir að nota aðferðir
Gestapó til þess að komast yfir upp-
lýsingar um skattsvik.
Þetta þótti nokkuð langt gengið
og talsmaður samtakanna baðst af-
sökunar á því að hafa líkt aðgerð-
um þýzkra stjórnvalda við aðgerðir
hinnar alræmdu lögreglu nazista.
Nú sitja skattayfirvöld í Banda-ríkjunum, Bretlandi, Frakk-
landi, Kanada og Ástralíu yfir þess-
um listum.
Skattayfirvöld á Norðurlöndumhafa a.m.k. sum hver listana
undir höndum. Skattayfirvöld á Ís-
landi hafa lýst áhuga.
Þung orð falla á milli yfirvalda íÞýzkalandi og Liechtenstein að
hluta til vegna þess að Þjóðverjar
borguðu fyrir upplýsingarnar.
Hvers vegna þessi læti? Af hverjufara menn að tala um Gestapó
ef upplýsingar nást um skattsvik?
Er ekki sjálfsagt að allir þjóð-félagsþegnar borgi þá skatta,
sem þeim ber samkvæmt lögum við-
komandi lands?
STAKSTEINAR
Aðferðir Gestapó?
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!
"##"
"##"$$
%$
%
&$$
%$
%
#
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
& $$" ##'
& $$" ##'
#
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
% % % % %
% %
%
!%
*$BC $$$$
!
*!
$$B *!
() * $
$) $
+
<2
<! <2
<! <2
(*
#" $,
#'
-$."#/
D
<
"
# $
%
&
'
(
&
)
* +
62
,
-
#
$&$ "
.
%
& &$
01""$$22
#"$$3
$,
#'
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Magnús Ragnar Einarsson | 2. mars
Coen-bræður
og græðgin
Nýbúinn að sjá No
Country For Old Men.
Gæti skrifað mikið um
myndina en sleppi því.
Þegar ég fór að hugsa
um þær myndir sem ég
hef séð eftir þá bræður
þá er eitt stef sem einkennir þær
flestar ef ekki allar...ætla því að
koma með þá kenningu að myndir
Coen bræðra snúist um græðgi. Um
peninga og þá óhamingju sem af
þeim getur hlotizt.
Meira: raggissimo.blog.is
Einar Sveinbjörnsson | 2. mars 2008
Ekki meira fannfergi í
Vestmannaeyjum í 15 ár
Oft snjóar í Vest-
mannaeyjum og það oft
þó hvergi annars staðar
fenni á landinu. Þann
snjó tekur hins vegar oft-
ast upp fljótt aftur og
snjódýptin er sjaldan yfir
fet, þ.e meiri en 30 sm eða svo. Meiri
snjór en það heyrir til tíðinda í Vest-
mannaeyjum og síðast varð snjódýptin
á Stórhöfða álíka mikil og nú þann 19.
janúar 1993.
Meira: esv.blog.is
Ómar Ragnarsson | 1. mars 2008
Þetta ber að gera
en hitt eigi ógert...
„Þetta ber að gera en
hitt eigi ógert að láta“
var stundum viðkvæði
Emils Björnssonar,
míns gamla frétta-
stjóra... Ég er sam-
mála því að það sé
hlálegt að láta stranda á 80 millj-
ónum króna við að bjarga fyrstu
þotu Íslendinga en hins vegar er ég
ósammála því að álykta sem svo að
rangt sé að varðveita önnur verð-
mæti...
Meira: omarragnarsson.blog.is
Ólína Þorvarðardóttir | 1. mars 2008
Mikilvægum stofn-
unum ekki treyst
Maður er nú ekkert
hissa á þessum 9% eft-
ir allt sem á undan er
gengið og sjálfsagt er
enginn hissa – nema
kannski Vilhjálmur.
Hann virðist enn halda
að hann eigi eitthvað inni hjá kjós-
endum. Og innan við helmingur
treystir Alþingi! Það er svakalegt – af
því við erum jú að tala um sjálfa lög-
gjafarsamkunduna.
En ég er undrandi á því að ein-
ungis 68% skuli treysta heilbrigð-
iskerfinu. Það hlýtur að vera alvar-
legt umhugsunarefni fyrir þá sem þar
halda um stjórnartauma. Við eigum
bara eitt heilbrigðiskerfi . Í raun ætti
almenningur að bera sama traust til
heilbrigðiskerfisins og Háskóla Ís-
lands – en það er ekki svo. Það
finnst mér áhyggjuefni.
Mín tilgáta er sú að hin linnulausa
hagræðingarkrafa sem gerð er í heil-
brigðiskerfinu sé loks að skila sér í
skertu trausti almennings á þessu
kerfi. Að sjúkrahúsin séu einfaldlega
orðin of stór og vélræn á kostnað
mannlegra samskipta og umhyggju.
Sjúkrahús á ekki að reka í of
stórum einingum. Framleiðslufyr-
irtæki eins og kjúklingabú geta notið
hagræðingar stærðarinnar og sam-
legðaráhrifa á markaði. En sjúkrahús
eru þjónustustofnanir og því lúta þau
öðrum lögmálum.
Í þjónustu gildir að hafa smærri
einingar til að tryggja nálægð við þá
sem njóta þjónustunnar, og til að
tryggja sveigjanleika og viðbragðs-
flýti þegar á þarf að halda. Þetta
segja að minnsta kosti stjórn-
unarfræðin sem ég stúderaði hér um
árið. En sú speki virðist nú ekki höfð
í hávegum hér á landi. Að minnsta
kosti hefur miklu verið til kostað á
undanförnum árum til að sameina
sjúkrahúsin og stækka þau sem
stjórnsýslueiningar – til skaða fyrir
þiggjendur heilbrigðisþjónustu, held
ég.
Sparnaðarkrafan hefur orðið til
þess að deildum er lokað, sjúklingar
útskrifaðir fyrr en ella, mannafla er
haldið í lágmarki og hagræðing í
rekstri virðist stundum ráða meiru
um ákvarðanir í kerfinu en umhyggja
fyrir sjúklingunum. Þetta hefur grafið
undan trausti. Traust er ekki sjálf-
gefið – þess þarf að afla.
Meira: olinathorv.blog.is
BLOG.IS
FRÉTTIR
LIÐ lagadeildar Háskóla Íslands
hefur tryggt sér þátttökurétt í loka-
keppni Jessup-málflutningskeppn-
innar með því að bera sigurorð af
liðum frá lagadeild Háskólans í
Reykjavík og lagadeild Háskólans á
Akureyri. Í fréttatilkynningu kem-
ur fram að sigurinn hafi verið nokk-
uð öruggur en þrír stigahæstu mál-
flutningsmenn keppninnar komu úr
röðum liðs HÍ. „Dómarar í lands-
keppninni komu m.a. frá við-
urkenndum erlendum háskóla sem
og frá utanríkisráðuneytinu. Var
það mál manna að keppnin hefði
verið í háum gæðaflokki.
Lið Háskóla Íslands mun því
verða fulltrúi Íslands í þessari
stærstu málflutningskeppni heims,
sem haldin er í Washington D.C.,
þar sem lið frá 80 löndum keppa í
lokakeppninni. Keppt er í túlkun
laga á sviði þjóðaréttar. Að þessu
sinni er fjallað um baráttuna gegn
hryðjuverkum og vernd mannrétt-
inda,“ segir í tilkynningu.
Lið Háskóla Íslands keppir annað
árið í röð í þessari keppni. Liðs-
menn lagadeildar HÍ eru Anna Pála
Sverrisdóttir, Bragi Dór Hafþórs-
son, Davíð Örn Sveinbjörnsson,
Kári Hólmar Ragnarsson og Egg-
ert Ólafsson laganemar. Þjálfari
liðsins er Eggert Páll Ólason, lög-
fræðingur hjá Landsbanka Íslands,
og umsjónarmaður af hálfu laga-
deildar HÍ er Pétur Dam Leifsson
lektor.
Lið lagadeildar HÍ Neðri röð f.v.: Kári Hólmar Ragnarsson, Anna Pála
Sverrisdóttir og Davíð Örn Sveinbjörnsson. Efri röð f.v.: Pétur Dam Leifs-
son, starfsmaður Háskóla Íslands, Eggert Páll Ólason hdl., þjálfari liðsins,
og laganemarnir Bragi Dór Hafþórsson og Eggert Ólafsson.
Keppa í stærstu mál-
flutningskeppni heims