Morgunblaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF RÉTT FRAMKVÆMD TRYGGIR ÁRANGUR          Reykjavík – þriðjudaginn 4. mars Grand Hótel Reykjavík – Gullteig kl. 8:30-10:00 Egilsstöðum – þriðjudaginn 4. mars Hótel Héraði – kl. 17:30-19:00 Akureyri – miðvikudaginn 5. mars Hótel KEA – kl. 9:00-10:30 Ísafirði – miðvikudaginn 5. mars Hótel Ísafirði – kl. 12:00-13:30 SA hvetja félagsmenn til að mæta og kynna sér samningana. Vinsamlegast skráið þátttöku á vef SA – www.sa.is Rafræn atkvæðagreiðsla um samningana fer fram 3.-7. mars. N Ý I R K J A R A S A M N I N G A R Á A L M E N N U M V I N N U M A R K A Ð I K Y N N I N G A R F U N D I R S A M T A K A A T V I N N U L Í F S I N S Reykjavík – Egilsstöðum – Akureyri – Ísafirði ÞETTA HELST ... ● AÐALFUNDUR Tryggingamiðstöðv- arinnar, TM, fer fram í dag. Sem kunnugt er verður félagið afskráð úr kauphöllinni en FL Group hefur tekið yfir félagið. FL Group er hins vegar ekki komið með samþykki Fjármála- eftirlitsins fyrir virkum eignarhlut í TM en það mál hefur verið alllengi til meðferðar. Fyrir aðalfundi liggur m.a. að skipa nýja stjórn en í framboði eru Árni Hauksson, Gunnar Karl Guð- mundsson og Pétur Guðmundarson. Þá liggur fyrir tillaga um greiðslu arðs upp á 2,1 milljarð króna eða 1,94 krónur á hlut. Hagnaður síðasta árs nam 4,3 milljörðum króna en af vá- tryggingastarfseminni eingöngu varð 349 milljóna hagnaður. Tillaga um 2,1 millj- arða króna arð hjá TM ● BERKSHIRE Hathaway, fjárfest- ingasjóður í eigu auðkýfingsins Warrens Buffetts hagnaðist um 13,2 milljarða doll- ara á síðasta ári, jafnvirði um 860 milljarða króna. Það er 20% meiri hagnaður en árið 2006. Hins vegar dróst hagnaðurinn á fjórða ársfjórð- ungi saman um 18%, og nam 2,3 milljörðum dollara, til samanburði við 3,6 milljarða á sama tíma 2006. Í árlegu bréfi sínu til fjárfesta varar Buffett m.a. við því að trygg- ingabransinn eigi erfiða tíma fram- undan. Sjóður Buffetts á hluti í um 60 fyrirtækjum, einkum trygginga- félögum en einnig fataverslunum og húsgagna- og skartgripaverslunum. Þá á sjóðurinn stóran hlut í Coca- Cola, Anheuser-Busch og Wells Fargo. Buffett ætlar að fara hægja á sér og mun sonur hans taka við stjórnarformennsku í sjóðnum. Sjóður Buffetts með 860 milljarða hagnað ● CLOSE Brothers Group, breska fjármálafyrirtækið sem Landsbank- inn hafði hug á að kaupa ásamt fleiri fjárfestum, hefur hætt viðræðum við aðra áhugasama kaupendur, að því er fram kemur í Hálffimmfréttum Kaupþings. Tilkynnt var í janúar sl. að Landsbankinn hefði ásamt Cenk- os Securities hætt við þátttöku í gerð yfirtökutilboðs. Fyrsta boð hljóð- aði upp á um 173 milljarða króna. Eftir það var m.a. rætt við Black- stone, Tata og Orix. Þegar viðræðu- slitin spurðust út fyrir helgi lækkuðu hlutabréfin í Close Brothers um 13% en frá því að Landsbankinn hætti við hafa bréfin lækkað um 30%, að því er segir í Hálffimmfréttum. Close Brothers Group hættir viðræðum ● BYGGÐASTOFNUN tapaði 179 milljónum króna í rekstri sínum á síðasta ári, borið saman við 10 millj- óna króna hagnað árið 2006. Hrein- ar vaxtatekjur námu 221 milljón miðað við 38 milljónir árið áður. Rekstrartekjur námu 376 milljónum og rekstrargjöld 416 milljónum króna. Að meðtöldum framlögum í afskriftarreikning útlána og niður- færslu hlutafjár upp á 360 milljónir eru heildarrekstrargjöldin 777 millj- ónir. Til að styrkja eiginfjárstöðuna samþykkti Alþingi í lok árs 2007 framlag til stofnunarinnar upp á 1,2 milljarða króna. Eiginfjárhlutfallið samkvæmt lögum um fjármálafyrir- tæki er 14,15%. Eignir Byggðastofn- unar í lok árs námu 12,9 milljörðum, þar af námu útlán 9,5 milljörðum. Skuldir námu 10,8 milljörðum og lækkuðu um 2,5% á milli ára. Tap Byggðastofnunar 179 milljónir í fyrra Milljarðamær- ingurinn Sam Zell telur að húsnæðismark- aður í Banda- ríkjunum, sem hefur verið í dúpri lægð, muni taka að rétta úr kútnum í vor. Vegna verðlækkunar á húsnæði hafi dregið verulega úr nýbygg- ingum. Þess vegna fari markaður- inn að ná jafnvægi á nýjan leik. Kom þetta fram í viðtali við hann nýlega á CNBC. Þegar Zell tjáir sig um húsnæð- ismarkaðinn er vert að leggja við hlustir, að mati tímaritsins For- bes, því hann hafi efnast stórkost- lega í gegnum tíðina á þeim mark- aði, með því að kaupa lélegt, illseljanlegt húsnæði og gera upp. Blaðið segir marga fjárfesta vera sammála Zell um að botninum verði fljótlega náð. Verð á íbúðarhúsnæði í Banda- ríkjunum hrundi um 8,9% á fjórða ársfjórðungi miðað við árið á und- an og hefur ekki lækkað meira í áratugi. Þá dróst saman um 33% í nýbyggingum í janúar miðað við sama mánuð í fyrra. Réttir úr kútnum í vor? Sam Zell KEPPNISLIÐ frá MBA-náminu í Háskólanum í Reykjavík vann til bronsverðlauna í alþjóðlegri sam- keppni í gerð viðskiptaáætlana sem fram fór í Bangkok á Taílandi um helgina. Í tilkynningu frá HR kem- ur fram að yfir 100 af bestu við- skiptaháskólum heims sendu lið í keppnina en í janúar sl. var lið MBA í HR valið eitt af 16 liðum til að fara til Bangkok í undanúrslit. Liðið tryggði sér sæti í undan- úrslitum á föstudag og í úrslitum á laugardag hafnaði liðið í 3. til 4. sæti. Viðskiptaháskólinn í Árósum hampaði gullverðlaunum og í öðru sæti varð Indian Business School. Lið Háskólans í Reykjavík lagði lið frá Bandaríkjunum, Suður- Kóreu og Taílandi á leið sinni í und- anúrslit. Viðskiptaáætlun liðs MBA- nemenda í HR byggir á nýtingu tækninýjunga sem er þróunarvinna nemenda í tækni- og verkfræði- deild Háskólans í Reykjavík og unn- ið er að í frumkvöðlafyrirtæki inn- an Klaks, nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins. Brons til HR í alþjóðlegri keppni Brons Keppnisliðið f.v. Karítas Kjartansdóttir, Ragnar B. Pálsson, Sólveig Lilja Einarsdóttir, Anna Sigríður Arnardóttir og Thomas Skov Jenssen. Andstaða við yfirtöku Baugs á Moss Bros SAMKVÆMT ítarlegum frásögnum bresku blaðanna um helgina, einkum Sunday Times og Sunday Tele- graph, er komin upp andstaða við yf- irtökutilboð Baugs og tengdra félaga í verslanakeðjuna Moss Bros. Tilboðið hljóðaði upp á 40 milljónir punda, eða 42 pens á hlut, jafnvirði um 5,2 milljarða króna, og telja aðrir hluthafar það vera alltof lágt. Fremst í flokki fer Gee-fjölskyld- an, sem á 8% hlut í Moss Bros, en hlutur Baugs og tengdra félaga er kominn í 29,9%, eða við yfirtöku- mörk. Einnig er andstaða sögð vera meðal lífeyrissjóðs og John Hansen, sem rekur jakkafataleiguna Greenwoods. Samkvæmt fréttum bresku blað- anna gætu þessir hluthafar safnað kröftum til að bjóða betur en Baug- ur. Hefur Michael Gee, fv. stjórnandi hjá Moss Bros, verið í viðræðum við HSBC bankann um að fjármagna til- boð í a.m.k. 20 af 29% hlut Unity, fjárfestingafélags í eigu Baugs og fleiri aðila. Er tilboðið talið geta orð- ið 50 pens á hlut. Sunday Times hefur eftir Michael Gee að ef áform þeirra ganga ekki eftir verði farið fram á aukahluthafa- fund til að skipta um stjórnendur keðjunnar. Hann telur tilboð Baugs- manna allt of lágt og sakar Íslend- ingana um að ætla að yfirtaka fyr- irtækið fyrir slikk. „Ég vil gjarnan setja saman tilboð til að ná bréfum af Baugi og ná völd- um. Ég tel vel mögulegt að fá hæft stjórnendateymi til að reka fyrir- tækið með mun betri árangri,“ segir Gee við Sunday Times. Í HNOTSKURN »Um 150 verslanir undirmerkjum Moss Bros eru starfræktar í Bretlandi. »Tvær afkomuviðvaranirhafa verið gefnar út á síð- ustu mánuðum. Karlmannsföt Moss Bros á að baki 157 ára sögu, frá því að klæðskeri að nafni Moses Moss stofnaði sína fyrstu verslun í Covent Garden. AIRBUS, evrópski flugvélafram- leiðandinn, náði ásamt bandaríska fyrirtækinu Northrop Grumman Corp stórum samningi af keppi- nautnum Boeing, þ.e. við banda- ríska herinn um smíði nýrra elds- neytisflugvéla. Samkvæmt frétt Wall Street Journal kom þessi nið- urstaða á óvart þar sem talið var að herinn myndi semja við Boeing. Samningurinn snýst um smíði á 179 vélum sem eru af gerðinni Air- bus A330. Andvirði verksins er um 40 milljarðar dollara, eða um 2.600 milljarðar króna og því um risa- samning að ræða. Fyrstu vélarnar verða teknar í notkun árið 2013 og eiga að leysa af hólmi vélar sem sumar hverjar hafa verið í þjónustu bandaríska flughersins í meira en 40 ár. Þetta er þó aðeins fyrsti áfangi því í dag notar herinn um 500 eldsneytisflugvélar. Airbus náði samningi af Boeing Flug Airbus náði góðum samningi við bandaríska flugherinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.