Morgunblaðið - 03.03.2008, Qupperneq 19
við að taka 40 ára lán með endur-
skoðunarákvæði eftir 5 ár. Það þýðir
að verðtryggðu vextirnir eru ekki
bundnir nema í þessi fimm ár. Verð-
tryggingin er hins vegar þegar búin
að tryggja lánveitandanum að hann
fái ákveðna raunvexti, sama þó að
himinn og jörð hrynji í kringum
hann. Eins og Valgerður Sverris-
dóttir orðaði það þegar hún var við-
skiptaráðherra, þetta er eins og að
ganga um með belti og axlabönd.“
Talið berst að gengisbundnum
lánum. „Bankarnir hafa varað fólk
við að taka gengisbundin lán og bent
á að sveiflurnar geti orðið það miklar
að greiðslurnar hækki um 20-25%. Í
dæminu sem ég nefndi hér að ofan
hækkuðu vextirnir hins vegar um
80% og greiðsla af láninu um 55%.“
Ingólfur segir geta verið réttlæt-
anlegt að hafa verðtryggð lán á föst-
um vöxtum til 40 ára eða þaðan af
lengur ef einhver vill lána eða taka
lán á slíkum kjörum.
„Verðtryggðu lánin hafa þann
kost, ef svo má segja, að þegar verð-
bólgan fer upp þá leggst hún á höf-
uðstólinn og dreifist á allt að 40 ár og
því finnur maður ekki ýkja mikið fyr-
ir hækkuninni. Óverðtryggðu lánin,
líkt og flest erlendu lánanna eru,
hafa hins vegar þann kost að
eignamyndun er hraðari.
Þau eru svo kölluð afborg-
analán, ekki jafn-
greiðslulán, en ókosturinn er að
sveiflur í greiðslum geta verið mikl-
ar.“ Hann bætir við að til lengri tíma
eigi slíkar sveiflur að jafna sig út.
„Menn ættu hins vegar bara að
gleyma því að bjóða verðtryggð lán
með breytilegum vöxtum, þau eru
nánast glæpsamleg í óstöðugu geng-
is- og hávaxtalandi eins og á Íslandi
líkt og ég tel að eigi eftir að koma
skýrt í ljós haustið 2009.“
Ekki tími til fasteignakaupa
Eigi þessi myrka spá eftir að ræt-
ast segir Ingólfur hugsanlegt að
vandamál svipuð þeim sem hafa ver-
ið að koma upp í Bandaríkjunum
geri vart við sig. „Þar voru menn að
taka lán sem voru á lágum vöxtum
fyrstu eitt til þrjú árin, en þá hækk-
uðu vextirnir og menn sprungu á
limminu.“
Í nýlegri grein í bandaríska við-
skiptatímaritinu Business Week
kemur fram að fasteignaverð í
Bandaríkjunum gæti lækkað um allt
að 25% til viðbótar áður en botninum
er náð og telja ýmsir þarlendir sér-
fræðingar að það verði ekki fyrr en
árið 2010. Samkvæmt nýlegri könn-
un bandaríska seðlabankans hefur
ekki reynst erfiðara að fá fast-
eignalán vestanhafs í 17 ár, en fyrir
ekki svo löngu gat nánast hver sem
er fengið lán til fasteignakaupa.
Ingólfur segir borga sig að forðast
fasteignakaup við núverandi að-
stæður. „Útspil ríkisstjórnarinnar í
síðustu kjarasamningunum var að
fella niður stimpilgjöld af lánum
þeirra sem eru að kaupa sér í fyrsta
sinn sem er bara fínt, þetta er jú
1,5% af lánsupphæðinni.
Ég hef hins vegar alltaf haldið því
fram að það væri betra fyrir ungt
fólk sem er að byrja sinn búskap að
vera í leigu. Fólk er ekkert að kasta
peningum sínum á glæ þó það búi í
leiguhúsnæði fyrstu 3-5 árin. Með
þeim verðtryggðu fasteignalánum
sem eru á markaðnum í dag verður
eignamyndunin svo hæg að hún er
engin fyrstu árin. Þvert á móti má
segja að menn séu að tapa peningum
þessi fyrstu ár. Það er ekki fyrr en
eftir 20 ár, sé maður með 40 ára lán,
sem farið er að greiða niður lánið
sjálft og fyrst eftir 30 ár ertu kom-
inn með hreina eign.
Hann bætir við að
40 ára lán sé líka
eitt dýrasta
lán sem hægt sé að taka og nefnir
sem dæmi að mánaðarleg með-
alafborgun af 20 milljón króna hús-
næðisláni með 5% vöxtum í 3% verð-
bólgu til 40 ára sé 173.268 kr. en af
25 ára láni sé hún 184.732 kr. sem er
ekki svo mikill munur. Heildar-
greiðsla af 25 ára láninu er hins veg-
ar 52 milljónir kr. en 89 milljónir kr.
af 40 ára láninu
„En séu menn komnir í einhver
vandræði og greiðslubyrðin orðin of
há, þá getur verið ákveðið bjargræði
að skuldbreyta bara öllu yfir í verð-
tryggt lán til 40 ára. Þannig má
nefnilega lækka greiðslubyrðina. En
geri maður ekkert annað þá er þetta
eins og að pissa í skóinn. Skuldirnar
vaxa þá bara jafnt og þétt á nýjan
leik.
Það eina rétta er að byrja að
byggja upp sparnað og þá er ágætis
regla að leggja í upphafi hvers mán-
aðar 10% af tekjum eftir skatt inn á
góðan reikning. Þá á maður eftir
90% af útborguðum tekjum og fæstir
finna nokkuð fyrir því hvort þeir
eyða 90 eða 100% tekna sinna.“
annaei@mbl.is
önd
„Margir tóku þessu,
enda voru vextirnir
ekki nema 4,8%. Í dag
eru vextirnir hins vegar
orðnir 8,8%. Þeir hafa
hækkað um 80%.“
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 19
FRANKFURT
Verð frá 8.800 kr.*
STOKKH
ÓLMUR
Verð frá
8.800 kr.*
HELSINKI
Verð frá 8
.800 kr.*
handa þeim sem vilji
læra listina að skrifa
glæpasögur. En hann
þekki sjálfur enga betri
aðferð en þá sem hann
valdi; hann fór í sagn-
fræði við Háskólann.
Fyrirsögn greinarinnar
er: „Við Háskóla Ís-
lands undirbúa rithöf-
undar farsælan glæpa-
feril.“
Athyglisvert er að af
um 12.500 nemendum
H. Í. eru konur nú tveir
af hverjum þremur sem
gefur okkur vísbend-
ingu um að á næstu ára-
tugum muni hlutur
kvenna aukast í ýmsum stjórn-
unarstöðum. En varla gengur það
þrautalaust fyrir sig, karlar verja oft
hefðbundna yfirburðastöðu sína með
kjafti og klóm.
Þessi harkalegu viðbrögð kyn-
bræðra Víkverja hafa svo þá auka-
verkun að stundum verða þær/þeir
sem berjast fyrir breytingu á þessum
gömlu hefðum að nota öfgafullar að-
ferðir og sjást ekki alveg fyrir. En
það er runnið upp fyrir Víkverja
dagsins að sérréttindi sem karlar
náðu með harkalegum aðferðum (t.d.
barsmíðum) verða varla rifin af þeim
með blíðunni einni saman.
Víkverja áskotn-uðust miðar á La
Traviata og var stór-
hrifinn. Verkið er að
sjálfsögðu eitt af helstu
meistarastykkjum Ver-
dis og gaman að heyra
ýmis velþekkt lög sem
allir hafa heyrt en vita
ekki endilega um upp-
runann. Að öðrum
ólöstuðum fannst Vík-
verja þau Hulda Björk
Garðarsdóttir og Tóm-
as Tómasson ekki að-
eins syngja best heldur
einnig sýna mestu leik-
hæfileikana og vonar að
Tómas verði oftar á
fjölunum hér heima. Og í lokaþætt-
inum var Hulda svo stórkostleg, inn-
lifunin svo mikil að steinhjarta hefði
viknað.
x x x
Víkverji komst nýlega yfir prýði-legt kynningarrit frá Háskóla
Íslands og vakti reyndar fyrst athygli
hans hversu fagmannlega ritið er
unnið, vel skreytt myndum og fyrir-
sagnir oft bráðsnjallar. Dæmi: Rætt
er stuttlega við Arnald Indriðason
rithöfund og sagt frá afrekaferli hans
og verðlaunum. Hann minnir á að til
séu fjölmargar sjálfshjálparbækur
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is