Morgunblaðið - 03.03.2008, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 03.03.2008, Qupperneq 22
22 MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN 7. FEBRÚAR sl. birtist grein í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni „Hatursgleraugu Hjálmtýs Heiðdal“. Höfundurinn er Hreiðar Þór Sæ- mundsson og er greinin svar við grein minni í Lesbók 15. des. 07 und- ir fyrirsögninni „Þarf alþjóðasamfélagið sterkari gleraugu?“ Hreiðar grípur til þess ráðs að gefa í skyn að ég hati Ísrael og gyð- inga, sígilt bragð þeirra sem reyna að verja gjörðir Ísraelsríkis. Hin „hatursfulla“ grein mín var tilraun til þess að skoða ástæður þess að frá stofnun Ísraels hef- ur ríkt þar heiftúðugt stríð sem virð- ist ekki ætla að ljúka í náinni framtíð. Hreiðar fer á kostum þegar hann lýsir hversu vel Ísraelríki hugsar um fólkið sem hið sama ríki hefur hrakið frá heimkynnum sínum: „Samúð Ísraela með flóttamönn- unum, þrátt fyrir stöðugar skærur við öfgahópa meðal þeirra, hefur komið fram í afar samviskusamlegu umsjónar- og uppbyggingarstarfi á svæðum þeirra allt fram að stofnun heimastjórnar Palestínu 1994 og einnig eftir það. Framfarirnar í heil- brigðismálum Palestínumanna, undir umsjón Ísraels síðustu áratugina, vegamálum, veitu- og holræsamálum, fjarskiptamálum og menntamálum eru með ólíkindum“(Morgunblaðið 7. feb. 08). Þeir sem styðja framferði Ísr- aelsríkis þurfa auðvitað að sýna vissa snilli í umgengni við sannleikann og sker Hreiðar sig ekki úr í þeim hópi. Aðrir, þ.á.m. fólk sem þekkir kúg- un af eigin reynslu, eru ekki jafn hrifnir af „samúð Ísraela“. Nelson Mandela hefur lýst Ísrael með eft- irfarandi orðum: „Kynþáttabundið misrétti Ísraels er hið daglega líf flestra Palestínumanna. Þar sem Ísrael er gyð- ingaríki þá öðlast gyð- ingar sérstök réttindi sem annað fólk fær ekki að njóta … Kynþáttaað- skilnaður er glæpur gegn mannkyni. Ísrael- ar hafa rænt margar milljónir Palest- ínumanna frelsi sínu og eignum. Ísrael hefur fest í sessi óhugnanlegt kerfi kynþáttakúgunar og óréttlætis. Þeir hafa skipulega fanglesað og pyntað þúsundir Palestínumanna og brotið alþjóðalög. Hernaður þeirra hefur fyrst og fremst beinst gegn al- mennum borgurum, og þá sér- staklega gegn börnum.“ Hreiðar Þór hefur afhjúpað í fyrri skrifum sínum mikla óbeit á Palest- ínuaröbum og þeim sem taka málstað þeirra auk þess sem hann samþykkir öll þau brot á alþjóðalögum og mann- réttindum sem Ísraelsríki hefur stað- ið í frá 1948. Lítum á dæmi úr skrif- um Hreiðars: „Í allri umfjöllun … um svokallaða „landtökumenn“ gyðinga er látið í veðri vaka að vondir gyðing- arnir séu að stela landi af réttmætum eigendum þess, palestínuaröbum. Gallinn við þessa afstöðu og nálgun er sá að palestínskir arabar hafa aldrei átt þetta land, heldur miklu fremur gyðingarnir sem átt hafa þarna bú- setu um þúsundir ára og þar af í sjálf- stæðu ríki sínu í næstum þúsund ár. Arabar hófu þar ekki búsetu í neinum mæli fyrr en á sjöundu öld e.Kr. Auk þess að vera frá fornu fari hluti hins gamla Ísraelsríkis, þá eru Vest- urbakkinn, Gaza og Gólanhæðir land- svæði sem Ísraelar unnu í styrjöldum sem algjörlega var til stofnað af fjandsamlegum arabaríkjum og ættu því samkvæmt alþjóðavenjum að hafa fulla heimild til að innlima þau.“ (Morgunblaðið 28.08.06) Nú vill svo til að 20. nóv. sl. voru birt skjöl í Ísrael sem sanna að 40% lands sem tekið hefur verið undir landtökubyggðir gyðinga á Vest- urbakkanum eru í einkaeigu Palest- ínumanna – og einkaeignarétturinn er grundvallaratriði í stjórnskipun ríkisins. Hvernig leysir Hreiðar þessa þversögn? Annaðhvort verður hann að samþykkja að landarán hafi átt sér stað eins og Hæstiréttur Ísr- aels hefur dæmt (mál Elon Moreh landtökubyggðarinnar), með öðrum orðum: hann verður að éta eigin full- yrðingar, eða að hann verður að lýsa því yfir að arabar hafi ekki sömu grundvallarréttindi og gyðingar hvað sem niðurstöðu réttarins líður. Hann er þá kominn á þær brautir þar sem réttindum manna er skipt upp eftir kynþætti og trú. Tvö dæmi um slíkt eru sérstaklega þekkt úr sögu seinni tíma: ríki Hitlers og Suður-Afríka á valdatíma kynþáttahyggjunnar. Hreiðar segir í grein sinni að ég fari fram með órökstuddar fullyrð- ingar og dylgjur: „Dylgjur Hjálmtýs um að ísr- aelskir sagnfræðingar hafi í nýopn- uðum skjalasöfnum fundið sannanir um að opinber stjórnvöld gyðinga hafi fyrir stofnun Ísraels haft þjóð- ernishreinsun araba beinlínis á stefnuskránni.“ Það sem Hreiðar kallar dylgjur er einföld úttekt á því sem hinir svoköll- uðu nýju sagnfræðingar í Ísrael hafa sannað gegnum yfirgripsmiklar rannsóknir á tilurð Ísraelsríkis. Ég nefni hér nokkra fræðimenn (allt gyð- ingar) sem Hreiðar getur dundað sér við að kynna sér: Ilan Pappé, Avi Shlaim, Tom Segev, Simha Flapan, Uri Milstein, Baruch Kimmerling. Í lok greinar sinnar spyr Hreiðar: „Fær ekkert stöðvað framgang lygamafíupalestínuvina í fjölmiðlum hér á landi, ekki einu sinni virðuleg ritstjórn Morgunblaðsins?“ Og svo veltir hann fyrir sér mögu- leikum á lagasetningu til að „skylda fjölmiðla til að greina rækilega frá öll- um sjónarmiðum í meiriháttar póli- tískum deilum“. Í þessu er viss þver- sögn, annars vegar dugar ekki „virðuleg ritstjórn Morgunblaðsins“ til að stöðva lygamafíu og hins vegar vill Hreiðar lög um að skylda rit- stjórnina til að birta öll sjónarmið! Hvernig nær ritstjórnin að stöðva lygamafíu ef lög skipa henni að „greina rækilega frá öllum sjón- armiðum“? Hjálmtýr Heiðdal svarar grein Hreiðars Þórs Sæmundssonar »Hreiðar Þór hefur afhjúpað í fyrri skrifum sínum mikla óbeit á Palestínuaröbum og þeim sem taka mál- stað þeirra Hjálmtýr Heiðdal Höfundur er kvikmyndagerð- armaður. FRAMTÍÐARLAUSN á al- menningssamgöngum í Reykjavík er rekstur á metró (neðanjarð- arlest). Andstætt strætó og létt- lestum ofanjarðar er metró eini kosturinn sem vit er í. Strætó, eins og hann er rekinn í dag, er orðinn augljós tímaskekkja sem þarfnast verulegrar endurskipulagningar. Ferðir eru óþolandi strjálar, ferðatími langur, leiðakerfi er oft óhentugt, „bið- skýli“ eru alls ekki skýli og umferðartafir eru algengar; enda notar fólk ógjarnan strætó. Léttlestir, ofanjarð- ar, eru ekki betri. Teinar yrðu settir á götur í almennri inn- anbæjarumferð í Reykjavík, þær hafa sömu galla og strætó og eru líka hægfara (t.d. er 26 km/klst meðalhraði í Stuttgart). Eini kost- urinn við léttlestir er sá, að þær má knýja með ekta sunnlensku rafmagni. En hverjir eru helstu eig- inleikar og kostir við metró? Metró tekur ekki götupláss, ekki þarf að rífa hús, engin hávaða- mengun til umhverfisins, mjög hraðfara, án umferðartafa frá bílaumferð og götuljósum og svo aðalmálið: mjög stuttur ferða- tími. Pólitískar forsendur eru m.a. þær að nýlagning á neðanjarðarkerfi krefst góðs undirbúnings og mik- illar samvinnu við borgarana og at- vinnulífið. Vanda þarf staðarval fyr- ir brautarstöð og gefa verður borgarbúum góðan tíma til aðlög- unar. Lestarstöðvar skapa alltaf eins konar kjarna og þangað sækja verslanir, hótel, íbúðablokkir og ýmis atvinnurekstur. Í námunda þarf að vera bílastæði og reið- hjólaskýli, sem er nýjung. Með metró er skapaður alveg nýr valkostur. Eða er það eðlileg stjórnsýsla og pólitík að verja tug- um milljarða auk landrýmis í mis- læg gatnamót, niðurgrafnar götur og bílajarðgöng; innanbæjar og á leiðum inn og út úr borginni? Ekki greiða bíleigendur sér- staklega fyrir þessi mannvirki. Metró dregur úr þörf fyrir þessi útgjöld en skapar í staðinn góðan og greiðan ferðamáta þannig að innanbæjarakstur minnkar, meng- un minnkar, lífsgæði batna og slysum fækkar. Í þessu greinarkorni sleppi ég að sinni verkfræðilegum útreikn- ingum. Þó má nefna að það tekur 1,5 mínútur að aka 2 km milli stöðva og 2 mínútur fara í stopp fyrir farþega til að fara út og inn. Það má skipuleggja ferðatíðnina þannig að það séu minna en 10 mínútur á milli ferða og þeim megi treysta. Biðstöðvar eru að sjálfsögðu innandyra; þar er skjól, birta, upphitun og upplýsingar um næstu lest. Inn í þessa lýsingu vantar enn hvernig menn komast á staði sem liggja fjarri lestarstöð og eru í eins konar úthverfi. Þetta má leysa með þekktri tækni. Að og frá lestarstöð aka skutlubílar sem kalla má endurborinn strætó. Leiðir er stuttar og stutt á milli ferða. Á meðfylgjandi skýring- armynd er Kópavogur tekinn sem dæmi um hugsanlegt leiðakerfi. Þessi mynd lýsir skutlu- hugmyndinni og betri möguleikum til þess að nota reiðhjól ef viðrar. Mislæg gatnamót, Sundabraut og nið- urgröftur gatna af ýmsu tagi kosta ná- lægt 40 milljörðum króna og þjóna bara bílaumferð. Í sam- anburði við þetta kostar metró um 3 milljarða kr/km og lestastöð e.t.v. um 1 milljarð kr. Ætla mætti að metró til almenningssamgangna kostaði ámóta upphæð en minnk- aði um leið þörf á bílamann- virkjum og akstri og sparaði bíl- eigendum kostnað vegna síhækkandi olíuverðs á heims- markaði. Hugvekja þessi er áskorun til samgönguráðherra, þingmanna og borgarstjórnar. bjornkr@hi.is Heimasíða : http://brunnur.rt.is/bk Reykjavíkur-metró Björn Kristinsson skrifar um kosti neðanjarðarsamgangna á höfuðborgarsvæðinu. » Léttlestir eru jafnvel lakari kostur en Strætó. Metró og skutlubússar eru það eina sem vit er í. Slíkt kerfi hefur kosti sem einkabíllinn hefur ekki. Björn Kristinsson Höfundur er verkfræðingur. ÞAÐ er eflaust að bera í bakka- fullan lækinn að koma með tillögu um staðsetningu á auka- þyrlusveit Landhelg- isgæslunnar þar sem ákveðnar hugmyndir virðast nú vera rétt handan við hornið, ef marka má fréttir í fjöl- miðlum. Læknar hafa enn og aftur hvatt til þess að þyrlur verði staðsettar á landsbyggðinni og ekki er hægt að vera meira sammála þeim samþykktum. Þeir eru hins vegar fastir í að staðsetja fyrstu þyrluna á Akureyri, sem er illskilj- anlegt. Þeir líta eingöngu á þyrlur sem tæki til sjúkraflugs en þyrlur eru fyrst og fremst heppilegar til björg- unarstarfa við erfiðar aðstæður en geta nýst ágætlega til flutninga á sjúklingum um styttri veg.  Ég vil benda á Egilsstaða- flugvöll sem valkost fyrir þetta verk- efni og í því samhengi hef ég látið teikna inn á meðfylgjandi kort 200NM radíus út frá Reykjavík, Ak- ureyri og Egilsstöðum. Rauði fleyg- urinn er ávinningurinn að hafa þyrlu á Akureyri, umfram Egilsstaði. Blái fleygurinn er ávinningurinn að hafa þyrlu á Egilsstöðum umfram Ak- ureyri. Þar sést gjörla hvar ávinning- urinn er meiri í drægi, að því gefnu að alltaf verði þyrlur staðsettar í næsta nágrenni við Reykjavík  Suður af landinu eru einnig helstu siglingaleiðir fragtskipa og megnið af flugleiðum til og frá Íslandi liggja einnig þar um. Norræna siglir suðaustur af landinu og þetta er það svæði sem flest skemmtiferðaskip eiga leið um ár hvert. Tekið skal fram að þetta er ekki vísindaleg úttekt, en gefur tilefni til þess að kanna nánar þessa tvo þætti, sem taka þarf tillit til við ákvörðun um staðsetningu þyrlunnar. Nánari rannsóknir þarf að framkvæma með tilliti til flugumferðar í samráði við Flugstoðir ohf. og afla upplýsinga um siglingaleiðir ferja og fragtskipa, sem eru væntanlega til í gögnum Land- helgisgæslunnar. Staðsetning björgunarþyrlu og starfsstöðvar Landhelgisgæslunnar er um margt ákjósanleg á Egilsstaðaflugvelli. 1. Sjónflugleiðir frá Eg- ilsstöðum eru góðar út á sjó, Héraðsflóinn, Fagri- dalur og Öxi. Ekki má gleyma vaxandi umferð um hálendi norðanverðs Austurlands og slysum vegna óhappa, m.a. á hópferðabifreiðum þar og á þjóðvegi eitt um há- lendi Austurlands. 2. Upp hafa komið tilfelli þar sem ekki hefur reynst unnt að fljúga þyrlum frá Reykjavík til leitar og björgunar, sem hefðu tekið fullan þátt í aðgerðum með staðsetningu á Egilsstaða- flugvelli. 3. Ég bendi á að um Egilsstaða- flugvöll er mikil flugumferð og í ljósi atburða fyrir skömmu, þegar Fokker flugvél Flugfélagsins varð að lenda þar með annan hreyfilinn dauðan, þarf ekki ríkt ímyndunarafl til að sjá að þá má á ekki mikið út af bera til þess að flugvöllurinn lokist. 4. Ef flugvél brotlendir á flugvellinum er líklegast að vellinum verði lokað og þar með er ekki hægt að lenda venju- legum flugvélum á vellinum til ná í sjúklinga. Þyrlur geta þrátt fyrir það athafnað sig á svæðinu. 5. Næsta aðgerðasjúkrahús er á Norð- firði og það tekur þyrlu um 15 mínútur að fara þangað með slasaða en um klukkustund tekur að fara þessa leið í sjúkrabíl. Þar er einnig flugvöllur til að ná í sjúklinga, ef flytja þarf þá ann- að, t.d. til Reykjavíkur. 6. Verði óhapp á Akureyrarflugvelli er einungis um fimm mínútna akstur á mun betra og fullkomnara sjúkra- hús en hægt er að státa af í öllum Austurlandsfjórðungi. Ég vil einnig vekja athygli á eftirfar- andi: A. Engin sjúkraflugvél er staðsett á Egilsstaðaflugvelli þrátt fyrir um 10.000 manna byggð innan áhrifa- svæðis flugvallarins og lengst að fara á bestu sjúkrahús landsmanna. Þetta er þó talið nauðsynlegt í Vest- mannaeyjum þar sem flugleiðin er 57NM á Reykjavíkurflugvöll með all- ar öflugustu vélar í íslenska flugflot- anum og björgunarþyrlur tiltækar. B. Á Ísafirði er einnig talin þörf á sjúkraflugvél. C. Öflugasta sjúkraflugvélin er staðsett á Akureyri. D. Á Ísafirði, Akureyri og í Vest- mannaeyjum eru öflugar sjúkrastofn- anir en ég tel einsýnt að sjúkrastofn- un á Austurlandi standi þeim öllum langt að baki. E. Það er hins vegar staðreynd að best búnu sjúkrahús landsins eru í Reykjavík, næstbest búna á Akureyri og síðan slappast þetta allt niður í kofaþyrpingu eins og á Egilsstöðum, þar sem menn skilja bara ekkert í því að enginn læknir vilji ráða sig til starfa. F. Það er líka staðreynd að nær allt sjúkraflug er til Reykjavíkur. Örfá eru til Akureyrar og þar af eru flutn- ingar með sjúka milli sjúkrahúsa sem ekki eru eiginleg sjúkraflug. G. Ég bendi jafnframt á það, ef talin er þörf á að staðsetja flugvél á Ísafirði og í Vestmannaeyjum, hljóta að gilda sömu rök fyrir Austurland, sem er lengst frá hátækniþjónustu sjúkrahús- anna. H. Hvernig reka á sjúkraflug og heil- brigðisþjónustuna er mat til þess bærra manna. Það eru sömu „sérfræðing- arnir“ sem eru ráðuneyti heilbrigð- ismála til ráðgjafar um starfsemi vítt og breitt um Ísland og það ráðuneyti stjórnar, merkilegt nokk, einnig heil- brigðismálunum hér á Austurlandi. Því hljóta sömu rökin að gilda. Læt þetta duga að sinni. Ágæti þingmaður Benedikt V. Warén skrifar um staðsetningu á aukaþyrlusveit Landhelgisgæslunnar Benedikt V. Warén » Staðsetning björg- unarþyrlu og starfs- stöðvar Landhelg- isgæslunnar er um margt ákjósanleg á Egilsstaðaflugvelli. Höfundur er einkaflugmaður. Lygamafía Palestínuvina?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.