Morgunblaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðmunda S.Stephensen fæddist á Ísafirði 5. janúar 1925. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Skjóli 26. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðmundur Bene- diktsson, skipstjóri á Ísafirði, f. á Dönu- stöðum í Lax- árdalshr., Dal. 30.8. 1892, fórst með allri áhöfn á mb. Rask 4.10. 1924, og Borghildur Magn- úsdóttir, matsölu- og veitingakona á Ísafirði, f. á Staðarfelli á Fells- strönd, Dal., 17.6. 1893 d. 11.10. 1963. Bróðir Guðmundu er Bene- dikt gullsmiður, f. 24.9. 1923, kvæntur Valgerði Þorleifsdóttur, f. 1.6. 1925. Systur Guðmundu sammæðra eru Edith Olga Clau- sen, f. 7.9. 1917, d. 18.3. 2006, og Herdís Hanna Ingibjartsdóttir, f. Barna- og gagnfræðaskólanum á Ísafirði, húsmæðraskólum á Ísa- firði og Laugalandi í Eyjafirði og framhaldsnám í Husassistenternes Fagskole í Kaupmannahöfn 1947- 1949. Hún starfaði í heildversl- uninni Heklu 1950-1955, var heimavinnandi húsmóðir eftir það en starfaði við ýmis verslunarstörf á árunum 1978-1994. Guðmunda hafði yndi af alls kyns tónlist, mat- seld og saumaði mikið út. Þá stundaði hún útiveru, gönguferðir og skíði meðan heilsan leyfði. Einnig hafði hún mikla gleði af ömmustrákunum sínum í Hollandi. Guðmunda og Finnur bjuggu fyrst á Langholtsveginum en fluttust í Skeiðarvoginn 1957 og bjuggu þar öll sín búskaparár. Eftir andlát Finns hélt hún heimili með Borg- hildi dóttur sinni, en frá desember 2004 hefur hún dvalist á Hjúkr- unarheimilinu Skjóli. Útför Guðmundu verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 7.6.1931. Guðmunda giftist 26.2. 1955 Finni Stephensen, skrif- stofustjóra hjá Sam- ábyrgð Íslands á fiski- skipum, f. 2.4. 1930, d. 23.3. 1993. Foreldrar hans voru Eiríkur Ólafsson Stephensen forstjóri, f. 10.3. 1897, d. 16.8. 1970, og kona hans Gyða Finns- dóttir Thordarson, f. 4. 10. 1987, d. 7.10. 1991. Börn þeirra eru: 1) Eiríkur, verslunarmaður, f. 28.5. 1955, 2) Borghildur bóka- safnsfræðingur, f. 4.6. 1963, og 3) Gyða, fiðluleikari og fiðlukennari, búsett í Tilburg í Hollandi, f. 6.1. 1969. Maður Gyðu er Carl van Ku- yck, píanóleikari, kennari og kór- stjóri, f. 2.8. 1966. Synir þeirra eru Finnur Willem, f. 12.4. 2000, og Kasper, f. 26.3. 2003. Guðmunda stundaði nám í Það er mikil sorg í hjarta mínu, nú þegar elsku mamma mín er dáin. Hún var mín stoð og stytta gegnum lífið, kenndi mér margt og leið- beindi. Mamma var listakokkur og matreiðsla ein helsta ástríða hennar. Sem lítil hnáta stóð ég uppi á stól í eldhúsinu og fylgdist með mömmu elda mat og baka kökur. Þetta voru mínar uppáhaldsstundir enda smit- aðist ég af þessari ástríðu hennar og í dag eru matur og matreiðsla eitt af mínum áhugamálum. Ég fékk líka að sitja með henni og horfa á Tom Jones-tónleika og Lucy Ball í Kanasjónvarpinu og skemmti mér vel þó að 3-4 ára væri. Ég naut þess að mamma var heimavinnandi. Notalegt var að koma heim í hádeg- inu heim úr skóla og fá eitthvað gott að borða hjá mömmu. Eftir að pabbi dó 1993 höfum við mamma haldið saman heimili. Við hjálpuðumst að við allt meðan heilsan leyfði hjá mömmu, ferðuðumst saman m.a. nokkrum sinnum til Gyðu í Hollandi og á námsslóðir mömmu í Dan- mörku fyrir 10 árum. Þetta voru skemmtilegar og ógleymanlegar samverustundir. Fyrir 7 árum var mamma greind með Alzheimer, þann skelfilega sjúkdóm. Þá breyttist allt. Mamma þurfti mikla aðstoð við allt, persónu- leikinn breyttist og minnið hvarf smám saman. Álagið var mikið og jókst eftir því sem á leið. Hvernig þessi hræðilegi sjúkdómur getur leikið bæði sjúklinga og aðstandend- ur vita aðeins þeir sem kynnst hafa að eigin raun. Mamma var heima þar til í desember 2004, er hún flutt- ist á hjúkrunarheimilið Skjól. Þar leið henni vel og naut umönnunar frábærs starfsfólks á 3. og 6. hæð. Færum við systkinin þeim á Skjóli okkar innilegustu þakkir fyrir allt. Eftir erfið veikindi lést mamma hinn 26. febrúar sl., á brúðkaups- daginn sinn. Ég veit að pabbi hefur tekið á móti henni fagnandi, einnig amma Borghildur og afi Guðmundur sem hún hittir núna í fyrsta sinn. Nú er mamma laus úr viðjum þessa hræðilega sjúkdóms og líður aftur vel. Ég þakka þér fyrir allt elsku mamma mín og bið að heilsa pabba. Ó, þá náð að eiga Jesú einkavin í hverri þraut. Ó, þá heill að halla mega höfði sínu’ í Drottins skaut. Ó, það slys því hnossi’ að hafna, hvílíkt fár á þinni braut, ef þú blindur vilt ei varpa, von og sorg í Drottins skaut. (M. Joch.) Þín dóttir, Borghildur. Elsku mamma mín. Núna er komið að leiðarlokum. Ég var að hugsa um það hvenær okkar síðasta alvörusamtal átti sér stað. Var það þegar ég útskrifaðist og gifti mig, ári síðar um jólin þegar ég bað þig um uppskrift að andar- sósunni sem þú gast alls ekki munað eftir eða var það þegar ég gekk með fyrsta barnið mitt og þurfti svo mik- ið á þér að halda? Á öllum þessum viðburðum varstu til staðar en samt ekki nálægt. Stundum pirraðist ég og skildi ekki af hverju þú tókst ekki meiri þátt í lífi mínu, varst ekki glað- ari og af hverju þú komst ekki oftar í heimsókn til mín. Það var þér og okkur öllum mikið áfall þegar pabbi lést aðeins 62 ára að aldri og einhvern veginn setti ég depurð þína í samband við það hvað þú saknaðir hans mikið. Þetta var erfitt tímabil þangað til skýringin kom og þú greindist með Alzheimer- sjúkdóminn. Það var mjög sorglegt fyrir okkur öll en sárast þótti mér að horfa upp á það þegar þú virtist gera þér grein fyrir vanmætti þínum án þess að geta rætt það við okkur. Þó að ég hafi í rauninni kvatt þig fyrir þó nokkrum árum og undirbúið mig fyrir þessa stund þá kemur hún samt óvænt. Ég man hvað þú varst mjúk og hlý, hvað þú nenntir enda- laust að dansa við mig og hvað það var gott þegar þú klóraðir mér á bakinu með flottu filmstjörnunögl- unum þínum. Oftast tengjast minningarnar mat eða matseld því þú varst guðdómleg húsmóðir, snilldarkokkur og smekk- manneskja með eindæmum sem bjóst eiginmanni þínum og börnum hlýtt og notalegt hreiður sem var í líkingu við fimm stjörnu hótel og veitingahús. Þú varst að mörgu leyti gamaldags og stolt af því að vera heimavinnandi húsmóðir en þú varst líka mjög framsækin á vissum svið- um með mjög svo nýtískulegan smekk. Tilraunaeldhúsið á laugar- dögum bar þess merki þegar eldhús- ið var lokað fyrir óviðkomandi og húsmóðirin, umkringd alls kyns uppskriftaúrklippum og bókum með oftast eitthvað djassað á fóninum, töfraði fram kræsingar syngjandi hárri röddu. Þú varst svona mamma sem bakaðir tertu án tilefnis og á bolludag bakaðir þú vandbagelse í hundraðatali sem við systurnar vor- um settar í að keyra út fyrir hálfa Reykjavík. Það gladdi þig mikið þegar ég sýndi því áhuga að læra á fiðlu og stundum hafðirðu á orði við mig að ef þú hefðir haft tækifæri hefðir þú farið í söngnám. Þið pabbi höfðuð bæði ástúð á ýmsum listformum og fór einnig stór partur af frítíma ykk- ar í útiveru, gönguskíði og langar gönguferðir. Finnshús, sumarbú- staðurinn í Grímsnesi, var ykkar paradís á jörðu, þar áttuð þið dýr- mætar stundir og nutuð þess að vera úti í náttúrunni og rækta hana. Ég og ömmustrákarnir þínir vorum hjá þér fyrstu vikuna í febrúar og erum við þakklát fyrir að hafa fengið að sjá þig á Skjóli síðustu dagana áður en náttúran tók í taumana. Finnur spilaði á fiðluna og við sung- um fyrir þig Bí bí og blaka. Mamma mín þú ert búin að vera dugleg og ég er stolt af þér. Við Kalli erum viss um að pabbi hefur tekið vel á móti þér í ljósinu bjarta með opinn arm- inn og bros á vör og þið hafið haldið upp á brúðkaupsdaginn ykkar sam- an á ný. Þín dóttir, Gyða. Elsku amma Munda, ég veit í hvaða stjörnu þú átt heima núna. Þessari stærstu, sem afi Finnur á líka heima í. Þér fannst alltaf svo gaman þegar ég söng Bí bí og blaka fyrir þig í gegnum símann og þegar ég sá þig síðast sungum við Kasper það fyrir þig og þú sofnaðir af því að þú varst orðin svo þreytt. Bí bí og blaka, álftirnar kvaka, ég læt sem ég sofi, en samt mun ég vaka. Bíum bíum bamba, börnin litlu þamba fram á fjallakamba að leita sér lamba. (Höf. ók.) Þinn Finnur. Guðmunda Stephensen er látin í Reykjavík rúmlega áttræð að aldri en hún og móðir mín, Þóra Sigríðar Þórðardóttur, voru æskuvinkonur. Þær Munda og Þóra Sigga ólust báðar upp á Ísafirði en fluttust ung- ar suður til Reykjavíkur. Þar bjuggu þær lengstan hluta ævi sinnar og ólu þar upp börn sín. Fyrir sunnan hélst náin vinátta þeirra áfram og man ég sérstaklega eftir því þegar ég var yngri hvað foreldrar mínir og þau Munda og maður hennar Finnur voru góðir vinir. Virtist þá engu máli skipta þótt stjórnmálaskoðanir væru mjög ólíkar. Ágreiningur um stjórnmál náði aldrei að varpa skugga á góðan vinskap. Þau fóru í ferðalög saman og áttu fastan miða í leikhúsi um árabil. Og það var alltaf glatt á hjalla þegar þau hittust. Vin- átta þeirra kenndi mér snemma þá lexíu að fólk þarf ekki endilega að vera eins eða hafa sömu skoðanir til að geta lifað saman í sátt og sam- lyndi. Ég man líka vel eftir því þeg- ar Munda og Finnur hringdu og buðu okkur hjónunum í heimsókn í sumarbústaðinn sinn. Þá vorum við nýfarin að búa saman og aðeins um tvítugt en þau tóku okkur með kost- um og kynjum og við áttum þar mjög ánægjulega stund. Kynslóða- bilið var ekki til staðar hjá þeim hjónum. Þegar ég lít til baka til berns- kuára minna man ég vel eftir Mundu og þær minningar eru allar góðar. Þær voru margar heimsóknirnar í Skeiðarvoginn þegar ég var barn þar sem þessi glæsilega kona tók alltaf á móti okkur með gestrisni og myndarskap. Sem unglingur passaði ég Borghildi dóttur hennar eitt sum- ar og minnist þeirrar hlýju og um- hyggju sem hún sýndi mér þá. Elín systir mín hefur sömu sögu að segja. Börnin þeirra Mundu og Finns, þau Eiríkur, Borghildur og Gyða, voru eins og frændsystkini okkar krakkanna á Neshaganum því tengslin á milli fjölskyldnanna voru það náin. Fyrir hönd móður minnar, systkina og fjölskyldna sendi ég þeim okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Ingibjörg Haraldsdóttir. Guðmunda Sigríður Stephensen Amma, ég teiknaði engil fyr- ir þig. Er ekki gaman að fljúga? Þú hélst alltaf að ég héti Gyða en þá sagði ég „nei ég heiti Kasper“. Þú varst svo fyndin. Bless bless, þinn Kasper. HINSTA KVEÐJA ✝ Ragnar Hall-dórsson fæddist í Reykjavík 25. októ- ber 1936. Hann and- aðist í Víðinesi mánudaginn 25. febrúar síðastliðinn. Hann var sonur Halldórs Ólafssonar og Lovísu Páls- dóttur. Ragnar átti fimm systkini, tvö alsystkini, þau Ástu og Sverri, og þrjú hálfsystkini, Odd- nýju sem var sam- mæðra og Hildi og Ingunni sam- feðra. Ragnar kvæntist Þórunni Björg- ólfsdóttur. Þau eignuðust tvo syni: 1) Halldór, f. 7.10. 1962, synir hans eru Ragnar Mikael, f. 21.7. 1990, Þór- arinn Ingi og Hinrik Örn, f. 18.11. 2002, og 2) Björgvin, f. 29.3. 1965, börn hans eru Þórunn Katrín, f. 7.11. 1990, Karen Mjöll, f. 26.10. 1993, og Jóhann Ari, f. 5.8. 2000. Synir Þórunnar eru Ingi- mundur, f. 18.9. 1957, dætur hans eru Sigríður Birna, f. 15.4. 1996, og Þóra Björg, f. 26.12. 1998, og Ólaf- ur Hafsteinn, f. 29.8. 1960. Útför Halldórs fer fram frá Kirkju Óháða safnaðarins í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Þegar kallið kemur þá hrannast minningarnar upp, hann Raggi tengdapabbi minn kvaddi þennan heim síðast liðið mánudagskvöld eft- ir löng veikindi. Það er svolítið skrítið að hugsa til þess að þessi hjartahlýi maður sé horfinn á braut, ekki fleiri heimsóknir í Víðines og ekki fleiri bíltúrar að fá okkur kaffi eða ég tala nú ekki um ís á hlýjum degi. Margs er að minnast en efst situr þó minningin um hjartahlýju og tryggð þá sem Raggi hafði til að bera, fjölskyldumaður sem þótti vænt um fjölskyldu sína, barnabörn- in sem voru hans líf og yndi, vinina, fólkið sitt og Tótu sinnar sem hann ræktaði svo vel. Ég hitti Ragga og Tótu haustið 1998 þegar ég og Halldór fórum að draga okkur saman, Tóta var þá orðin veik og lést í janúar 1999 og var þá mikið tekið frá Ragga enda voru þau hjón einkar samrýmd, dugleg að ferðast og hafa gaman af lífinu. Og miðað við allar sögurnar sem ég hef heyrt hefur ekki verið mikil lognmolla í kringum þau, gleði og alltaf fullt af fólki. Það var alltaf hægt að treysta á Ragga, hvort sem var til að laga eitthvað, hjálpa til eða bara til að spjalla. Barnabörnin sakna afa sem alltaf átti hlýtt faðmlag og koss. En eins og yngstu sonarsynirnir segja þá er afi Raggi núna kominn til ömmu Tótu sem var svo voða glöð að sjá hann og beið hans í fínum kjól og nú ætla þau að dansa saman og vera glöð. Starfsfólki Víðiness færi ég mínar bestu þakkir fyrir yndislega umönn- un og alúð. Ég kveð þig, Raggi minn, með söknuði en að sama skapi gleði yfir því að þrautum þínum hefur lokið og þú ert frjáls úr viðjum veikinda þinna. Minning þín lifir. Andrea. Elsku brósi, loksins er þeim lokið þessum erfiðu veikindum og þú færð nú að hverfa til ættingja þinna. Það er mikill missir að Ragnari, hann var með eindæmum góð mann- eskja, ljúfur og ósérhlífinn. Við syst- ur erum af seinna hjónabandi föður okkar og kynntumst Ragnari því ekki í raun fyrr en á fullorðinsárum, en við erum þakklátar fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast hon- um og Þórunni konu hans. Þau hjón voru afskaplega vel samstillt og allt- af gaman að hitta þau, Þórunn hafði mikinn áhuga fyrir ættfræði og al- mennt afskaplega fróð og skemmti- leg manneskja, Ragnar var mikill söngmaður og söng með hinum ýmsu kórum í mörg ár. Ég minnist hans þó sérstaklega í upphafi söngferilsins þegar hann tók þátt í söngmóti í Austurbæj- arbíói og söng þá m.a. „Flickorna í Smaaland“ af mikilli list, þeir bræð- ur átt það einnig til að taka lagið á dansleikjum, báðir afskaplega góðir söngmenn. Það er mikil eftirsjá í þessum góða dreng og ósanngjarnt að hann skuli ekki hafa fengið að njóta góðrar heilsu lengur, hann hlakkaði mikið til að byrja að njóta lífsins þegar hann komst á eftirlaun- in, en því miður leyfði forsjónin það ekki. Við mæðgur óskum þér góðrar ferðar og sendum sonum þínum og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Jóna, Hildur og Ingunn. Ragnar Halldórsson ✝ Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, frændi og tengdafaðir, ÞÓRÐUR BIRGIR SIGURÐSSON fyrrverandi yfirvélstjóri, lést þann 21. febrúar á líknardeild 5-A, Landakotspítala. Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vilja minnast hans er bent á FAAS, Félag aðstandenda Alzheimerssjúklinga, s. 533 1088. Rósa Ó. Ísaksdóttir, Áslaug Þórðardóttir, Sigurður Bjarki Þórðarson, Helga Magnúsdóttir, Ísak Harðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.