Morgunblaðið - 05.03.2008, Page 33

Morgunblaðið - 05.03.2008, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 33 Félagsstarf 40+ félagsstarf fyrir fólk með þroskahömlun | Bíóferð í Smárabíó í dag. Mæting kl. 18.15 í Smáralind og borðað, farið í bíó kl. 20. Heimferð frá Smáralind útgangi C kl. 22.20. Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30, vinnustofa kl. 9- 16.30, postulíns- málun kl. 9-12 og 13-16.30. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böð- un, almenn handavinna, glerlist, morgunkaffi/dagblöð, fótaaðgerð, hádegisverður, spiladagur, kaffi. Félag eldri borgara Kópavogi, ferða- nefnd | Leikhúsferðir í Iðnó á Sögu- veislu með Guðrúnu Ásmundsdóttur 11. mars kl. 14, skráningu lýkur 7. mars og á Flutningana eftir Bjarna Ingvarsson með atriðum úr Skugga- sveini Matthíasar Jochumssonar sem Snúður & Snælda sýna 13. mars kl. 14, skráningu lýkur 10. mars. Uppl. í félagsmiðstöðvunum. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar ganga kl. 10, söngvaka kl. 14, söngfélag FEB æfing kl. 17, leik- hópurinn Snúður og Snælda sýna í Iðnó Flutningana eftir Bjarna Ingv- arsson. Næstu sýningar verða 6. og 9. mars kl. 14. Sími 562-9700. Félag kennara á eftirlaunum | Árshátíð 7. mars í Kiwanishúsinu. Skráningu lýkur í dag, síma 595-1111. . Félagsheimilið Gjábakki | Botsía og glerlist kl. 9.30, handavinnustofan opin, leiðbeinandi verður við til kl. 17, félagsvist kl. 13, viðtalstími FEBK kl. 15-16, bobb kl. 16.30 og dansæfing undir stjórn Sigvalda kl. 18-20. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 8, kvennaleikfimi kl. 9, 9.45 og 10.30, brids og búta- saumaklúbbur kl. 13. Skráning í 5 daga Vestfjarðaferð 21.-25. júlí. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustof- ur opnar kl. 9-16.30, sund og leik- fimiæfingar í Breiðholtslaug kl. 9.50, Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fóta- aðgerðir kl. 9-12. Aðstoð v/böðun kl. 9.15-16, handavinna kl. 10-12, sund kl. 11.45, hádegisverður, verslunarferð í Bónus kl. 13-16, tréskurður kl. 14.30, kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, morgunstund kl. 10, handa- vinnustofan opin allan daginn, versl- unarferð kl. 12.30, upplestur kl. 12.30, bókband kl. 13, dans kl. 14, við undir- leik harmóníkuhljómsveitar. Uppl. í síma 411-9430. Þórðarsveigur 3 | Handavinna kl. 9, salurinn opinn og ganga kl. 13, botsía kl. 14. Kaffiveitingar. Kirkjustarf Bessastaðasókn | Foreldramorgunn í Holtakoti kl. 10-12, farið í heimsókn á Leikskólann Holtakot kl. 10.30. Opið hús eldri borgara í Litlakoti kl. 13-16, spilað og spjallað. Bæna/kyrrð- arstund verður á leikskólanum Holta- koti kl. 20-21. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist, hugvekja, fyrirbænir. Létt- ur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Kirkjuprakkarar 7-9 ára kl. 16. TTT 10-12 ár kl. 17. Æskulýuðs- félag KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Bústaðakirkja | Starf eldri borgara er kl. 13-16.30. Spilað, föndrað og handavinna. Hafið samband við kirkjuvörð í síma 553-8500 ef bíla- þjónustu er óskað. Digraneskirkja | Alfanámskeið kl. 19. digraneskirkja.is Dómkirkjan | Bænastund kl. 12.10- 12.30. Léttur hádegisverður á kirkju- loftinu á eftir. Bænarefnum má koma á framfæri í síma 520-9700 eða með tölvupósti til domkirkjan@domkirkj- an.is. Grafarvogskirkja | Jón Magnússon alþingismaður les 21. passíusálm kl. 18. Kyrrðarstund kl. 12-13. Fyrirbænir og altarisganga, léttur hádegisverður dansæfing kl. 10. Frá hádegi er spila- salur opinn. Mánud. 10. mars er fram- talsaðstoð frá Skattstofunni, skrán- ing á staðnum og s. 575-7720. Þriðjud. 18. mars er leikhúsferð í Þjóðleikhúsið á Sólarferð. Furugerði 1, félagsstarf | Aðst. við böðun kl. 9, bókband, létt leikfimi kl. 13.15 og framhaldssagan kl. 14, kaffi- veitingar. Hraunbær 105 | Framtalsaðstoð 11. mars kl. 9-12, skráning á skrifstofu eða í síma 411-2730. Handavinna kl. 9-16.30, útskurður kl. 9 12, ganga kl. 10.15, hádegismatur, brids kl. 13- 16.30, kaffi. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, almenn handmennt og línudans kl. 11, pútt á Keilisvelli kl. 10, Almenn handmennt kl. 13, pílukast kl. 13.30, Gaflarakórinn kl. 16.15. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9-16, keramik, glermálun o.fl. Jóga kl. 9-12, Sóley Erla. Samverustund kl. 10.30 lestur og spjall. Böðun fyrir há- degi. Hádegisverður. Hársnyrting. Hæðargarður 31 | Framsögn, þegar amma var ung f.h. og Hjördís Geirs e.h. fimmtudaga, unnendur Íslend- ingasagna spá í spilin föstudaga f.h. en hláturhópur hittist e.h., myndlist- arsýning Jörfa og Hæðargarðs, ný- stárleg hönnun fermingakorta í Lista- smiðju. S. 568-313. Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sporthús- inu í Dalsmára kl. 9.30, ringó í Smár- anum kl. 12, línudans í Húnabúð, Skeifunni 11, kl. 17. Uppl. í síma 564- 1490. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun er Listasmiðjan opin kl. 13-16 á Korpúlfs- stöðum og keila er í Keiluhöllinni við Öskjuhlíð kl. 10. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkr- unarfræðingur frá heilsugæslunni kl. 10.30, leikfimi kl. 11, handverksstofa og námskeið í myndlist kl. 13, kaffi- veitingar. dagbók Í dag er miðvikudagur 5. mars, 65. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Látið Krist ríkja í hjörtum yðar, því að til friðar voruð þér kallaðir sem limir í einum líkama. Verið þakklátir. (Kól. 3, 15.) Endurmenntun HÍ býður, ísamstarfi við Vísindavefinn,Orkuveituna og CCP upp ánámskeiðið Undur tölvu- leikjana næstkomandi laugardag. Þar ætlar Halldór Fannar Guð- jónsson, eðlisfræðingur og fram- kvæmdastjóri á tæknisviði íslenska tölvuleikjaframleiðandans CCP, að sýna gestum þá spennandi tækni og vísindi sem tölvuleikir byggja á: „Fyrst ætla ég að fara í gegnum sögu tölvuleikjanna og þróun, og setja í sam- hengi við upplifanir mínar sem 8 ára krakki þegar ég byrjaði að spila tölvu- leiki,“ segir Halldór Fannar sem starf- aði m.a. um langt skeið við gerð tölvu- leikja í Sílíkondal í Kaliforníu, og vann m.a. við gerð Sims-leikjanna vinsælu. „Við skoðum svo þann vélbúnað sem við höfum í dag í heimilistölvum og leikja- tölvum, og jafnvel að ég rífí í sundur eitt stykki svo að gestir sjái betur hvernig tölvan er samsett.“ Halldór Fannar hefst því næst handa viða að leiða námskeiðsgesti í allan sannleik um þær áskoranir sem tölvu- leikjaframleiðendur eru að fást við í dag: „Vélbúnaðurinn er orðinn afar háþróaður og forritun því orðin mjög flókin. Margir gera sér ekki grein fyrir hversu vandasamt verkefni það er að gera nútíma tölvuleik, en leysa þarf mörg flókin vandamál og nýta sér sér- fræðiþekkingu af ýmsum sviðum vís- indanna.“ Að sögn Halldórs eru spennandi tímar framundan í tölvuleikjum: „Net- væðing tölvuleikja hefur opnað nýja heima og gerir kleift að mynda heil sam- félög spilenda sem allir hafa víxlverk- andi áhrif hver á annan. Þar þarf m.a. að glíma við tæknivandamál sem lúta að bandvídd, svörun og hugmyndaríkum hugbúnaðarlausnum,“ segir hann. „Út- lit leikjanna er líka að verða sífellt betra og eru atriði í sumum leikjum farin að jafnast á við tæknibrellur í kvikmynd- um. Enn á þó eftir að takast að skapa í tölvuleik hreyfða mynd sem ekki er hægt að sjá að er tölvugerð.“ Námskeiðið Undur tölvuleikjanna er haldið í húsi Orkuveitunnar, Bæjarhálsi 1, og stendur frá 12 til 14. Finna má nánari upplýsingar um þáttökugjöld og skráningu á heimasíðu EHÍ á slóðinni www.endurmenntun.is. Tækni | Námskeið á verði bíóferðar fyrir börn og unglinga á laugardag Vísindi tölvuleikjanna  Halldór Fannar Guðjónsson fædd- ist í Reykjavík 1972. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Ís- lands 1992 og BS- prófi í eðlisfræði frá Háskóla Ís- lands 1996. Hall- dór Fannar hefur starfað við tölvu- leikjagerð í áratug, m.a. hjá Atari, Maxis og Electronic Arts. Hann hefur verið framkvæmdastjóri á tæknisviði CCP frá 2005. Eiginkona Halldórs Fannars er Lára G. Sigurðardóttir læknir og eiga þau þrjú börn. Myndlist Gallerí Ágúst | Einkasýning Söru Björns- dóttur stendur yfir. Sara sýnir ljósmyndir og myndbandsverk. Opið mið.-laug. kl. 12- 17 og eftir samkomulagi. Sími 578-2100, galleriagust.is Leiklist Halaleikhópurinn | Næstu sýningar á Gaukshreiðrinu eftir Dale Wasserman verða í Halanum, Hátúni 12 (Sjálfsbjarg- arhúsinu), í kvöld og 12. mars. Síðustu sýn- ingar. Uppl. og miðapantanir á midi@halaleikhop- urinn.is og í síma 552-9188. Dans Þjóðdansafélag Reykjavíkur | Opið hús hjá Þjóðdansafélaginu í Álfabakka 14a, kl. 20.30. Gömlu dansarnir. Fyrirlestrar og fundir Krabbameinsfélagið | Góðir hálsar, stuðn- ingshópur um krabbamein í blöðruháls- kirtli, halda rabbfund í húsi Krabbameins- félagsins að Skógarhlíð 8, kl. 17. Gestur verður Margrét Gunnarsdóttir sjúkraþjálfi og ræðir hún um gildi hreyfingar fyrir vel- líðan. Náttúrufræðistofnun Íslands | Hrafnaþing í Möguleikhúsinu við Hlemm kl. 12.15–13. Guðrún Gísladóttir, náttúrulandfræðingur og prófessor við Land- og ferðamála- fræðiskor HÍ, flytur erindi um áhrif jarð- vegsrofs á kolefnisbúskap og landgæði. Nánar á http://www.ni.is Fréttir og tilkynningar MÍR | Aðalfundur félagsins MÍR, Menning- artengsla Íslands og Rússlands, verður í fé- lagsheimilinu Hverfisgötu 105 laugardag- inn 15. mars kl. 13.30. Venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar og önnur mál. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar- og fataúthlutun kl. 14-17 í Hátúni 12b. Tekið við hreinum fatnaði og öðrum varningi kl. 10-15. Sími 55-14349, netfangið er maed- ur@simnet.is Kvikmyndir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur | SVF ásamt Norræna húsinu sýnir heim- ildamyndina Näkkälä sem fjallar um vin- áttu tveggja ólíkra manna í stórbrotinni náttúru finnsku túndrunnar. Samskiptum mannanna og lífi fólksins í þorpinu er lýst á ljóðrænan hátt yfir allar tíðir ársins. Mynd- in er sýnd í Norræna húsinu kl. 18. Aðgang- ur ókeypis. að lokinni stundinni. TTT fyrir 10-12 ára kl. 17-18 í Rimaskóla og Korpu- skóla. Jón Magnússon alþingismaður les 21. passíusálm kl. 18. Grensáskirkja | Samverustund aldr- aðra, matur og spjall kl. 12, helgistund kl. 14. Hallgrímskirkja | Árdegismessa kl. 8. Hugleiðing, altarisganga. Morg- unverður í safnaðarsal eftir messuna. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bænastund kl. 12-13, skrifstofan lok- uð á meðan, unglingafræðsla kl. 17.30, fjölskyldusamveran kl. 18, létt máltíð gegn vægu gjaldi, biblíu- kennsla kl. 19, Royal Rangers skáta- starf fyrir 5 ára og eldri. Kristniboðssambandið | Samkoma kl. 20. Skúli Svavarsson kristniboði segir frá starfinu í Kenía. Þorgeir Arason guðfræðinemi hefur hug- vekju. Söluborð, línuhappdrætti og kaffi eftir samkomu. Laugarneskirkja | Foreldramorgunn kl. 10, gönguhópurinn Sólarmegin kl. 10.30, Kirkjuprakkarar (1.-4. bekkur) kl. 14.15, umsjón hafa prestar og kirkjuvörður safnaðarins. Ferming- artímar kl. 19.30, munnleg próf standa allt kvöldið. Unglingakvöldið fellur niður. Neskirkja | Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Opið hús kl. 15. Katrín Fjeldsted læknir spjallar um heilsuna og efri árin. Opið hús kl. 15, byrjar með kaffi á Torginu. Vídalínskirkja Garðasókn | For- eldramorgunn kl. 10-12.30. Ebba Guðný Guðmundsd næringarfræð- ingur fræðir um holla næringu barna og verður bók hennar til sölu. Kaffi. FYRRVERANDI forseti Suður-Afríku Nelson Mandela veitti í Jóhannesar- borg í gær hópi ungs og efnilegs skóla- fólks styrki til áframhaldandi náms. Styrkirnir eru samstarfsverkefni á milli Stofnunar Nelsons Mandela og Rhodes-námssjóðsins. Mandela verður níræður seinna á árinu og vinnur nú að því í gegnum stofnun sína að móta næstu kynslóð leiðtoga Afríku. Liður í því verkefni er að styðja við bakið á ungu hæfileika- fólki og stuðla að tengslum þess á milli svo að það vinni saman að því á kom- andi árum að leysa hin mörgu vanda- mál álfunnar. Tvær kynslóð- ir leiðtoga FRÉTTIR Útskýringarkort vantaði Í Morgunblaðinu í gær birtist bréf til þingmanna frá Benedikt V. Warén. Bréfinu átti að fylgja kortið sem hér fylgir, en það sýnir 200NM radíus út frá Reykjavík, Akureyri og Egilsstöðum. Rauði fleygurinn er ávinningurinn að hafa þyrlu á Akureyri, umfram Egils- staði. Blái fleygurinn er ávinningurinn að hafa þyrlu á Egilsstöðum umfram Akureyri. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá bæjar- fulltrúum Á-listans á Álftanesi með ósk um birtingu: „Ríkissjónvarpið fjallaði um bæjarstjórnarfund og afgreiðslu breytingartillögu á aðalskipulagi Álftaness fimmtudaginn 21. febr- úar sl. Upphafsorð og aðalatriði í fyrstu frétt kl. 22 á fimmtudag fyrir viku voru: „Íbúar fjöl- menntu á fundinn sem var í al- gjöru uppnámi.“ Þá var texti á skjánum en þar stóð „Allt í upp- námi“. Þessi fyrstu orð fréttar- innar eru einhverra hluta vegna röng. Ekkert uppnám var á fund- inum sem fór vel fram samanber fundargerð og myndbandsupp- töku sem hægt er að nálgast á netinu. […] Í upphafi fundar voru um 15 manns mættir og þegar fjöl- mennast var voru um 30 manns í salnum. Á þeim tímapunkti þeg- ar fundurinn er sagður hafa farið í uppnám voru í salnum 5 áhorf- endur, sem ekki sýndu á nokkurn hátt að þeir væru í uppnámi. […] Fréttamaðurinn hefur viður- kennt ákveðin mistök við gerð fréttarinnar en neitar að leið- rétta hana. Hann fékk þessar röngu lýsingar á fundinum frá talsmanni Sjálfstæðisfélagsins, en þeir hafa lagt á það megin- áherslu að reyna að skapa sér tækifæri til að rægja bæjarstjórn og sveitarfélagið Álftanes opin- berlega. Bæjarstjórn Álftaness er ósátt við rangan, villandi og hlutdræg- an fréttaflutning Ríkissjónvarps- ins í þessu máli. Bæjarfulltrúar Á-lista, Sigurð- ur Magnússon, Margrét Jóns- dóttir, Kristján Sveinbjörnsson, Kristín Fjóla Bergþórsdóttir.“ Ekkert uppnám á bæjarstjórnarfundi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.